Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 21. ágúst 1938.
Hrossamarkattur*
Hestar og hryssur, 3—8 vetra, verða keypt á
Hafriarbakkanum á morgun kl. 2.
HVOT.
MÁLFUNDUR mánudaginn 22. ágúst kl. 8|/2 í Varðar-
húsinu.                               NEFNDIN.
Hiií íslenska fornritaffelag:
Nýtt bindi er komið.
Borgfirðinga Sögur
Fæst hjá bóksölum.
Kókaversl. Sigf. Eymundssonar
•g B.B.A., Laugaveg 34.
75 ára sjógarpur
Huar keyptir þú þetta?
í heilösölu hjá
5ig. Þ. Skjalöberg.
Rúðugler,
höfum við venjulega fyrirliggjandi, útvegum
það einnig frá Þýskalandi eða Belgíu.
Egges-t Kristfánsson & Co.
Sími 1400.
No r ðiir f er Hir
til og frá Akureyri
alla mánudaga, þriðjudaga og fimtudaga. Afgreiðsla á
Bifreiðastöð Oddeyrar, Akureyri.
BESTAR ERU BIFREIÐAR STEINDÓRS.
Sími  1S80.    Sleindóf
Sími 1380.
LITLA BILSTOfllN z***£
Opin allan sólarhringinn.

Sveinbjörn Egilson á 75 ára af-
mæli í dag.
— Það trúir því enginn, að jeg
sje svona gamall, sagði hann við
mig í gær. Það er ekki til neins
að setja það í blaðið.
— Við látum það ráðast hvort
menn trúa því eða ekki. Eða finst
þjer sjálfum þjer nokkuð vera
farið að förla?
—  Mjer finst jeg vera svona
álíka nú, eins og þegar jeg var
sextugur. Fjanda kornið jeg finn
nokkurn mun á því.
En ef þú ætlar að spyrja mig
eitthvað um það, hvað hafi á dag-
ana drifið, þá hefir æfin verið á
alveg afmörkuðnm tímabilum, og
engin millibil þar, því jeg hefi
altaf verið ráðinn í annað, áður
en jeg hefi slept því sem jeg hefi
haft fyrir stafni. Það hefir m. a.
verið mín lukka í lífinu.
í siglingum var jeg í rjett 20
ár, frá því jeg stakk af frá kirkju-
sögunni í Prestaskólanum 1885 og
til ársins 1905.
Mig langaði altaf til sjós.
—  En kunnir þú nokkuð til
þess í upphafi?
— Nei. Jeg tók stýrimannspróf
í Eönne árið 1891.
Jeg ætlaði þá eiginlega til Astra-
líu. Jeg átti kunningja þar, sem
skrifaði mjer um það, hve glæsi-
legt þar væri. Ætlaði að fá mjer
frítt far þangað. Það var þá siður
sumra skipstjóra að þeir skráðu
menn á skipin og borguðu þeim
skilling á mánuði, en þeir voru
eiginlega farþegar, sem fengu
'svona að fljóta með. En jeg náði
ekki í skipið í Englandi, sem ætl-
aði að taka mig, upp á þessar
spýtur. Svo ekkert varð úr þessu
ferðalagi.
— Komstu svo aldrei til Ástra-
líu?
—  Nei, jeg hefi aldrei komið
þangað, og aldrei farið yfir Kyrra-
haf. Jeg var altaf á þessari „hálf-
kúlu" meðan jeg var í siglingum,
að flækjast suður fyrir Afríku, tíl
Suður-Ameríku, og á ferðum milli
Englands og Indlands; um Snez-
skurð fór jeg í 2 ár. Alls var jeg
í 10 ár á enskum skipum. Og með
öllum Norðurlandaþjóðum hefi jeg
siglt, nema Finnum. Einnig hefi
jeg verið á skipi Hamborg-Ame-
ríku-línunnar.
— Hve oft lenth- þú í skipreika
á ferðum þínum,
—  Ekki nema einu sinni. Það
var í október 1888. Jeg var á
timburskipi, sem fórst við Eúss-
land. Við flutum í land á timbr-
inu og sumir komust í bát.
Og svo sökk undir mjer bátur
heima, við Jökulinn. Það var árið
1896. Þar misti jeg mikið af mín-
um plöggum, dagbækur og annað
dót. Það þótti mjer slæmt.
— En hvenær lentir þú oftar í
alvarlegri lífshættu?
—- Það er ómögulegt að segja.
Maður var altaf í lífshættu. Þessir
gömlu kai'Iar á seglskipunum
kunnu þá list að sigla, sem nú er
alveg gleymd. Þeir vissu hvað
mátti bjóða skipunum, þó háset-
amir stæðu kannske skjálfandi og
ættu von á því á hverri stundu,
að alt færi í kaf. Þessi gamla
siglingalist  er  nú  horfin,  enda
Sveinbjörn Egilson
segir sitt af hverju
Sveinbjörn Egilson.
sýnist manni hvert skólaskipið
hverfa á fætur öðru. Auðvitað kom
það fyrir í ga.mla daga að skip
hurfu. En þau voru tiltölulega fá.
— Hvers A'egna hættir þú sigl-
ingunum?
— Jeg sá í hendi mjer, að jeg
yrði aldrei skipstjóri, því jeg var
með framandi þjóðum, og enginn
var því til að mæla með mjer, og
halda mjer fram. Jeg þekti engan
til þess. Og því fór jeg heim.
Hefði jeg ekki tekið þann kostinn,
áður en var um seinan, þá hefði
jeg getað átt von á því að lenda
í þeim tiltölulega stóra hóp sjó-
manna, sem enginn spyr til, sem
hverfa í heiminum.
— Komstu aldrei heim í þessi
20 ár, sem þú varst í siglingum?
— Jeg kom heim 3. hvert ár,
en stóð stutt við. Jeg sigldi upp
3 kútterum, sem hingað voru
keyptir frá útlöndum.
I hvert sinn sem jeg fer í bíl,
þá er jeg mintur á sjóinn og einn
þeirra. Því oftast er þá sungið:
„Kátir voru karlar, ,á kútter Har-
aldi". Sá kútter var frá Hull og
hjet áður William Boys. Jeg fór
út og sótti hann fyrir Geir Zoega.
Það er að segja, við komum með
vitlaust skip. Við áttum að sækja
skip sem hjet ,.Lusty". En það
var á veiðum, er við komum, en
þetta, William Boys, var tilbúið
til sölu. Það er annars löng saga
að segja frá því. En við fórum
út í skipið og sigldum því heim.
Það var ekki tekið svo „nauið"
í þá daga, enginn sími og ekki
neitt. En Geir varð vondur er við
komum heim með vitlaust skip og
vildi ekki eiga það, en seldi það
Böðvari Þorvaldssyni á Akranesi
og hann skírði það Harald. Þetta
reyndist allra besta skip. Seinast
átti Geir Sigurðsson það, og gæti
jeg best trúað, að hann hefði gert
bílvísuna.
Eigandi William Boys bauð
mjer heim til sín. Hann fann að
því hvernig við færum að ráði
okkar íslendingar, að senda menn
til Englands að sækja kútterana,
í stað þess að við ættum að aug-
lýsa eftir þeim í enskum blöðum
og láta seljendur sjálfa hafa fyrir
því að sigla þeim til íslands. Þá
gætum við prúttað er þangað
kæmi. En í stað þess sendum við
menn til Englands, og þeir yrðu
að fá einhvern kopp til að sigla
á heim, og þá væru þeir „trektir
upp''.
— Hefir þú lítið stundað  sjó-
sókn hjer heima fyrir?
— Jeg hefi verið við allskonar
veiðiskap og sjóferðir hjer. Byrj-
aði með því að vera við kolaveið-
ar í Hafnarfirði á sumrin. Því
hjelt jeg áfram alt fram undir
tvítugsaldur. Þá var Hafnarfjörð-
ur fullur af kola alt sumarið, og
allir Hafnfirðingar lifðu á kola.
Það er fjörefnaauðugasti fiskur í
sjó. Svo eigi er að undra þó í
Hafnarfirði væri líf í klútunum í
þá daga. En svo hefi jeg verið á
þorskveiðum á kútterum, við rek-
netaveiðar á Eyjafirði, á skipi
sem dró hvali og sem flutti lýsi
til Skotlands. Svo jeg þekki hjer
allskonar veiðiskap og siglingar.
— En hver hafa verið þín aðal-
störf síðan þú hættir siglingun-
um?
— Jeg var vestur í Ólafsvík ár-
in 1905—1907, en verkstjóri í Við-
ey hjá Miljónafjelaginu í rúm 6
ár, til nýjárs 1914. Síðan hefi jeg
verið starfsmaður hjá Fiskifjelag-
inu, og það er jeg í raun og veru
enn. En í 20 ár hefi jeg veriS
tjónskoðunarmaður hjá Sjóvátr.-
fjelagi íslands. Og fyrirlestra hefi
jeg haldið í Stýrimannaskólanum
í 16 ár um verklega siglingafræði.
Jeg var ritstjóri Ægis í 23 ár.
Er jeg tók við blaðinu, skrifaði
jeg grein um bætta umgengni í
skipum og öryggistæki. Þá kom
Þorsteinn Erlingsson til mín og
sagði við mig, að á þessu skyldi
jeg hamra, og aldrei gefast upp.
Jeg hjelt svo áfram í 23 ár. En
þá fanst mjer menn vera orðnir
leiðir á því, enda var mjer sagt
upp  starfinu.
Síðan fórum við að tala um.
skólaár Sveinbjarnar og tíðarand-
ann þá. Þeir eru nú ekki nema 5
á lífi af þeim sem útskrifuðust
úr Latínuskólanum 1884: Einar
Benediktsson, síra Ólafur í Arnar-
bæJi, síra Jón Finnsson, síra Árni
Þórarinsson  og  hann.
Iíann minnist margra viðburða
úr samveru þeirra Benedikts Grön
dals, en Benedikt, er var föður-
bróðir hans, tók Sveinbjörn í son-
arstað á skólaárum hans. Má nærri
geta að Sveinbjörn gæti margt um
þá viðkynningu sagt. En hann vill
ekki að svo stöddu setja það á
prent.
—  Það sem gamli skólinn gaf
í fararnesti, segir hann, var það
albesta, sem hægt var að fá. í
náminu var svo mikil þjálfun, svo
margt, sem lá opið fyrir manni á
eftir. Fögin voru fá, en það festist
þeim mun betur í manni, það sem
lært var, jafnvel þó ekki væri um
meiri námsmann að ræða en mig.
Nú er alt lausalopalegra en þá
var. Nú man enginn neitt stund-
inni lengur, fyrir öllu þessu þoti
og írafári, því enginn tollir nein-
staðar við neitt.
Nú  eyða  Hafnfirðingar hátt  á
FRAMH. A SJÖTTU SÍÐU.
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8