Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur  5).  mars  1939,
Sænski skíðakennarinn hjá í.
R., herra Georg Tufvesson,
er nú langt koniinn með annað 6
daga námskeið sitt, en þar áður
hafði hann kent á einu þriggja
daga námskeiði. Veður hefir ver-
ið misjafnt þar efra, stundum á-
gætt,  en  öðrum  stundum  slæmt.
Sá, er þetta ricar, var svo hepp-
ínn að fá tækifæri til að njóta
kenslu Tufvessons í eina viku.
Tufvesson er maður hægur í
skapi og prúðmenni svo af ber.
Hann er glaðvær og fyndinn ef
því er að skifta. en höfuðkostir
hans sem kennara er þolinmæði og
eftirtektarsemi hans. Hann þreyt-
ist aldrei á að segja mönnum til
og láta þá reyna aftur og aftur,
og hann sjer hvern einasta smá
galla, enda er hann sjálfur óvenju
stílhreinn skíðamaður.
Tufvesson æfir nemendur sína
meira en aðrir útlendir kennarar,
sem hjer hafa verið. Regla þeirra
hefir verið sii, a5 kenna frá 10—
12 f. h. og 2—4 e. h. og láta það
nægja hvernig sem viðraði. —
TufVesson aftur a móti fór út kl.
$l/2—12, 2—4 og 5—7 þegar gott
var veður. Einn daginn, sem ^eð íir
var slæmt, hjelt hann fyrirlestur
fyrir námskeiðsfólki um skíði,
skíðaútbúnað, skíðaáburð o. s. frv.
Var þessi fyrirlestur hans nám-
skeiðsfólkinu til jnikillar ánægju
og jók mjög á skilning þess á
skíðaútbúnaðnum.
Annan eftirmiðdag á þessu
sama námskeiði, sem ekki þótti
fært að fara út í brekkur eftir að
kaffi hafði verið drukkið, notaði
Tufvesson til þess að kenna og
æfa skíðaleikfimi.
Skíðadeild Iþróttaf jelags Reykja
víkur hefir verið heppin með
kennara og skíðafólk má þakka I.
B. fyrir að hafa fengið Tufvesson
hingað.
Gert er ráð fyi'ir, að 20 manns
verði á hverju námskeiði (og þau
eru fyrir löngu orðin full). Bf
liann heldur 6—7 námskeið, læra
á annað hundrað Reykvíkingar,
hvernig fara á á skíðum. Enginn
má þó halda, að maður sem ekk-
ert kann, geti á einni viku orðið
einhver meistari á skíðum. En
taki hann vel eftir og hafi áhuga
fyrir íþróttinni, getur hann lært
hvernig hann á að bera sig að á
rjettan hátt. Síðan kemur leiknin
með æfingunni.
Herra Tufvesson hefir meðferð-
is skíðakvikmyndir (normal
stærð), sem sýndar verða hjer í
öðru hvoru kvikmyndahúsanna á
næstunni. Skíðakvikmyncur þess-
ar eru svo langar. að þær verða
varla sýndar allar í einu á einu
kvöldi. Verður án efa hægt að
læra mikið af myndum þessum.
Koma Tufvessons hingað ætti
að vera öllvi skíðafólki hjer sunn-
anlands til góðs, ekki einungis
J>eim, sem eru svo hepnir að njóta
leiðsagnar hans, heldur og hinum,
.sem óbeinlínis munu njóta góðs af
kenslu hans með því að læra af
fjelögum sínum, það sem þeir
liafa numið.
•
Pað eru margir sem halda því
fram, að skíðaíþróttin grípi
suma menn eins og veiki, og það
«er óneitanlega margt, sem bendir
á ótvíræð sjúkdómseinkenni hjá
sumum áhugasömum skíðamönn-
-um. En það er nú einu sinni svo,
:að  skíðaíþróttin er ,svo heillandi
hIIíIHIIIIIi.
w         r
I Þ R 0 TTI R eftir Vivax
llii,
Georg Tufvesson.
íþrótt, að hiín hlýtur að grípa
hug þess manns allau, sem byrj-
ar að stunda hana. Smásaga þessu
til  stuðnings;
Á fyrsta sex daga skíðanám-
skeiði Tufvcssons að Kolviðarhóli
voru „fulltrúar" margra stjetta í
þjóðfjelaginu og menn á öllum
aldri. Þar voru 15—17 ára skóla-
piltar, ung heimasæta og kaup-
menn á fimtugsaldri (pg stóðu
sig ekki lakast).
Þegar allur þasíi niisliti hópur
settist að matiirborðinu eða í
setustöfuua að loknu borðhaldi,
mætti halda að opnað hefði
verið fyrii' útvarpið og reynt að
hafa það „huggulegt". En því var
ekki þannig varið. Það var sama
umræðuefnið alla vikuna — skíða-
íþróttin og leyndardómar hennar
— þó brotið væri upp á einhverju
öðru umræðuefni, var ávalt kom-
ið aftur að þessu sama.
1 miðri viku kvað einn sjer
hljóðs og hrópaði upp:
—  Hafið þið gert ykkur það
Ijóst, að það er kannske búið að
mynda  þjóðstjórn?
—  Þeir sem nentu að líta upp
frá umræðum um hvernig beita
ætti dalskíðinu og brekkuskíðinu,
horfðu vorkunnaiaugum á þenna
vanstilta unga mann.
Hvern fjárann kom það nám-
skeiðsfólki á Kolviðarhóli við,
hvort búið væri að bræða saman
þjóðstjórn eða ekki? Jeg sá líka
brátt, að mannauminginn iðraðist
frumhlaups síns, því skömmu síð-
ar var hann kominn í hörku stæl-
ur út af „plógsveiflu" og „stemm
sveiflu".
En svo er það eitt enn athuga-
vert við skíðaferðir, og það er —
matarlystin. Ilún eykst og hún
eykst og hún eykst. Jeg hefi sjeð
menn borða það, sem kalla mætti
sæmilega máltíð handa fulltíða
manni eftir skíðaferð, en þegar
jeg hjelt, að þeir ætluðu að
stancla upp frá borðum, byrjuðu
þeir á skyrínu — ¦ og ekkert jafn-
ast á við skyr eftir skíðaferð.
Enda er ekki óalgengt á Kolvið-
arhóli t. (1., að menn spoi>ðrenni
þremur kúffullum diskum — svo
fullum, að mjólkin kemst ekki
fyrir á diskinn.
Jeg. var oft að velta því fyrir
mjer, hverníg hún Valgerður hús-
freyja á Hólnum færi að því að
selja skíðafólki mat nema eftir
vigt.
B
irger Ruud — einn frægasti
skíðamaður heimsins,  kemur
til Reykjavíkur og tekur þátt í
afmælismóti Skíðafjelags Reykja-
víkur 25. og 26. þ. m. Þar með
gefst Reykvíkingum í fyrsta skifti
tækifæri til að sjá reglulegt
skíðastökk gert af heimsmeistara
í skíðastökki.
Birger Ruud er einn af þremur
heimsfrægum Ruad-bræðrum. Hin-
ir eru Sigmund, sem er eldri en
Birger, og Asbjörn, sem er yngri.
Ruud-bræðurnir eru ættaðir frá
Kongsberg í Noregi, en frá þeim
bæ eru margir af fræknustu skíða
görpum Norðmanna, sjerstaklega
þó stökkmenn.
Ruud-bræðurnir hafa undanfar-
in ár kept á öllum alþjóðaskíða-
mótum og jafnan verið í fremstu
röð. Árið 1936 fóru þeir Birger og
Sigmund til Baiidaríkjanna og
fengu þar forkunnargóðar við-
tökur.
Á Vetrafolympíuleikjunum í
Garmisch 1936 varð Birger Ruud
fyrstur og hlaut gullpening að
launum. 1937 varð hann heims-
meistari í skíðastökki, en tapaði
heimsmeistarakepi'inni í Zakopane
á dögunum fyrir Þjóðverjanum
Bradl, munaði 14 stigi á þeim.
Bradl fjekk 224.7 stig, en Birger
224.2 stig.  •
Birger Ruud er frægasti íþrótta
maður, sem heimsækir Island. Eng
inn vafi er á, að Reykvíkingar
fagna komu hans og munu veita
honum þær móttökur, sem svo
frækinn maður á skilið.
•
Josef Bradl, heimsmeistarinn
nýi í skíðastökki, er 20 ára
gamall. Hann er Austurríkismað-
ur að ætt og hefir ekki kept fyrir
Þýskaland fyr en eftir samein-
inguna. Bradl er , fæddur í smá-
bænum  Muhlbach hjá  Salzburg.
Þegar Bradl var 12 ára gamall
var hann einu sinni á ferðalagi
með föður sínum uppi á fjöllum.
Faðir hans var fátækur verka-
maður. Alt í einu fjell snjóskriða
og tók Bradl gamla með sjer, en
syni hans tókst að bjarga sjer
með því að hlaupa undir skúta.
Veitingamaður einn,  Peter Ra-
demaeher,  tók  hinn  föðurlausa
dreng  að  sjer. og  á  gistihúsinu
¦ komst Bradl  í  kynni við  skíða-
j íþróttina.
|  Bradl vakti fyrst á sjer heims-
' athygli 17 ára gamall. Það var er
ihann stökk 101 metra í risastökk-
j pallinum  í Planica  í  Jugóslavíu.
j Tveim árum síðar  stökk hann af
i sama palli 107 metra og hefir af
sumum verið talinn eiga „heims-
met"  í  skíðastökki,  en  slíkt  er
vitanlega ekki staðfest.   '
Stökklengdir Bradls í fyrra í
Planiea voru sem hjer segir: 101,
100, 102—104 og 107 metrar. 20.
mars í fyrra, tæpri viku eftir
metstökk sín í Planica, fótbraut
hann sig og náði ekki fullri heilsu
aftur fyr en í ágústmánuði.
Á heimsmeistarakepni 1937 varð
hann fimti og 1938 fjórði í röð-
inni. Nú. er hann heimsmeistari.
^^ tjórn Skautafjelags Reykja-
^^ víkur, sem stofnað var í vet
ur, starfar af míklum áhuga fyr-
ir velferð hins nýja fjelags og er
Josef Bradl,
heimsmeistari í skíðastökki.
ákveðin í því a3 láta ekki fara
eins fyrir því eins og fjelöguoum
með sama nafn:, sem öll hafa
lognast útaf.
Aðstæður til skautaiðkana hafa
ekki verið hagstæðar undai;farið,
sem kunnugt er, en nauðsynlegt
er að halda við áhuga fjelags-
manna. Þetta hygst stjórn Skauta
fjelagsins að gera með því m. a.
að útvega kenslukvikinyudir. og
mun fyrsta kvikmyndin .verða
sýnd að Hótel Borg í næstu vilcu,
á skemtikvöldi, sem Skautafjelag-
ið gengst fyrir.
Vafalaust verður þessum iram-
kvæmdum og lofsamlegri viðíeitni
stjórnarinnar til að auka og hakla
við áhuga og þekkingu á skauta-
íþróttinni, vel tekið, með því að
fjölmenni verður á skemtikvöldi
fjelagsins.
•
Stjórn í. S. I. bauð í gær Víl-
hjálmi Finsen sendisveitar-
fulltrúa til hádegisveislu að Hót-
el Borg, og við það tækifæri af-
henti sambandsstjórnin honum
eirskjöld I. S. í að gjöf, sem
þakklæti fyrir alt það, sem hann
hefir gert fyrir íslenska íþrótta-
menn á  erlendura vettvangi.
Vilh.  Finsen  fer  í  kvöld  með
Lyra áleiðis til Noregs.
•
Fram er komið á Alþingi frum-
varp til íþróttalaga. Frum-
varpið er borið fram af menta-
málanefnd að tilhlutun forsætis-
ráðherra. Er þctta allstór laga-
bálkur í VI. köflum og fyigir ítar-
leg greinargerð. Það er sjerstök
milliþinganefnd, sem skipuð var
af þinginu í fyrra, sem undirbúið
hefir þetta frumvarp.
Það hefir verið full þörf á í-
þróttalögum hjer á landi í mörg
ár, en við fljótan yfirlestur þessa
frumvarps verður maður var við
ýmsa slæma galla á því.
Gert er ráð fyrir að ríkið ráði
íþróttaráðunaut í sína þjónustu og
er gott eitt um það að segja. Enn-
fremur á samkvæmt frumvarpinu
að starfa þriggja manna íþrótta-
nefnd. Nefnd þessi á að vera skip-
uð af kenslumálaváðherra þannig:
Einn maður samkv. tillögum I. S.
I. og annar samkv. tillögum Ung-
mennafjelags íslands.
Að sinni skal ekki farið nánar
út í frumvarp þetta, sem augsýni-
lega þarf gagngerðra breytinga
til þess að það komi að nokkru
gagni fyrir íþróttamálin.
Nýlega  fór fram  skíðastökk
á  Siglufirði  um  hinn
svonefnda „Enco" bikar, en það er
bikar sem Einar Jóhannsson & Co.
gaf til kepninnar.
Leikar fóru svo að þessu sinni,
að Jón Þorsteinsson skíðakappi
vann bikarinn. Stökk hann 41
meter í fyrra stökki og 46 í því
seinna. Hann hlaut 147.7 stig.
Annar varð Stefán Þórarinsson,
sem stökk 39 og 46^ meter og er
seinna stökkið nýtt met af stökk-
palli Siglufjarðar. Stefán hlaut
138.2 stig. Fyrra metið var 43
metrar og átti það Alfreð Jónsson,
sem var handhafi bikarsins. Þriðji
í þessari stökkkepni varð Björn
Olafsson, sem stökk 37 og 40%
meter. Hann hlaut 137.3 stig.
Alls tóku 14 þátt í mótinu, 11
frá Skíðafjelagi Siglufjarðar og
3  frá  íþróttafjelagi  Olafsfjarðar.
Veður hefir verið svo umhleyp-
ingasamt nyrðra að ekki hefir
verið hægt að ljúka skíðamóti
Skíðafjelags Siglufjarðar og er
svigkepnin eftir, er búist við að
lokið verði við þá kepni í dag eða
á morgun.
Nokkrir Ármenningar hafa lát-
ið í ljós óánægju sína yfir
I því  við  mig  að  jeg  skyldi  ekki
hafa skýrt nánar frá hvers vegna
i þeir neituðu að taka þátt í skíða-
I kappgöngunni s.l. sunnudag. Hafa
i þeir jafnvel tekið orð mín svo, að
!jeg hafi verið að álasa þeim fyrir
að  þeir  neituðu  að  taka  þátt  í
göngunni.
Þetta er á misskilningi bygt.
Jeg hefi ekki látíð í Ijós neina af-
stöðu til þess hvort rjett eða rangt
hafi verið af Armenningum að
keppa ekki. Mjer var kunnugt
um, að þeir komu um miðja nótt
blautir og þvældir að Kolviðar-
hóli og að þá var ekki viðunandi
gistingu að fá þar vegna þess að
alt var orðið fult og meira en það.
Jeg skal fúslega játa, að það hefði
verið lítið vit af Armenningum
að láta þátttakendur sína keppa
eftix volkið um nóttina. Hinsveg-
ar má nokkuð kenna Armenning-
um sjálfum um að þeir skyldu
lenda í þessu volki og þá fyrst
og fremst að þeir skyldu sam-
þykkja skilyrðislaust á laugar-
dagskvöld að taka þátt í kepni,
en neita svo á sunnudagsmorgun.
Jeg álasa ekki Armenningum
fyrir að hafa neitað að ganga, en
það var ófyrirgefanlegt að móta-
nefndin skyldi ekki láta gönguna
fara fram hvort sem Armenning-
ar voru með eða ekki.
Því verði ekki íþróttamótum
hjer á landi stjórnað með meiri
festu en verið hefir, þá munu
menn ávalt nota sjer af þeirri
eftirlátssemi, sem oftast er sýnd
af þeim sem eiga að stjórna — og
með því er íþróttum enginn greiði
gerður.
Þetta er mitt álit á þessu máli
'og þarf ekki að ræða það frekar.
Gulrælur,
IHÍfkál.
Laugaveg: 1-
Útbú Fjölnisvegi 2.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8