Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur  2.  maí  1939.
Pólsk blöð sögðu í gær:
Stríð, ef Þfóðverfar
reyna að taka Danzig
Mussolini óttast
vandræði ein§ og
í §eptember siðasíL
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Franska blaðið „Le Temps" segir að Mussolini
sje farinn að bera kvílboga út af því, hvernig
högum er komið í sambúð Pólverja og Þjóð-
verja. Mussolini er það ljóst, að Hitler herðir þeim mun
meir sóknina á hendur Pólverjum, sem andstaðan gegn
kröfum hans vex.
Tónninn í pólskum blöðum gagnvart Þjóðverjum hefir
orðið allmikið harðari síðan Hitler flutti ræðu sína. Eiti
af áhrifamestu blöðunum segir-að Hitler verði að fara í
stríð við Breta, Frakka og Pólverja, ef hann geri tilraun
til að fá Danzig.
I Róm er óttast að þessi afstaða pólsku blaðanna bendi að-
eins til þess, að Þjóðverjar setji fram víðtækari kröfur. Pófraerjar
muni að líkindum hafna þessum kröfum og eftir það muni þólsk-
þýska deilan fljótt harðna og afleiðingin verða Evrópustyrjöld.
Er sú skoðun látin í ljós í Róm, að högum Pólverja sje nú
líkt komið og Tjekka í september síðastliðnum.
Bretar leggja mikið kapp á að
láta það koma greinilega fram,
að þeir ætli að veita Pólverjum
fullan stuðning. í forystugrein í
„The Times" segir m. a. að Þjóð
verjar hafi sagt upp vináttusátt-
málanum við Pólverja, vegna
þess að pólska stjórnin felst ekki
þegar í stað á tillögu, sem fór í
bág við sjálfstæði þjóðarinnar.
En blaðið gefur í skyn, að Pól-
verjar muni þó enn vilja fara
samningaleiðina.
Skæðar tungur, segir „The
Times" hafa útbreytt rsngan
orðróm um að Bretar væru að
reyna að knýja Pólverja til
samninga við Þjóðverja. Bret-
ar vita að Pólverjar hafa jafn-
an viljað semja með sanngjörn
um skilyrðum, en ekki gefast
upp fyrir ofbeldi.
—Heimssýningin—
Mörg þúsund
manna skoð-
iu Isl. sýn-
inguna fyrsta
daginn
Olafur Thors atvinnumálarácHierra
heldur  ræðu  af  svölum  Varðar-
hússing í gær.
*  .,!
Frá leitartogurunum.
Hvergi fiskur
svo teljandi sje
Frá togurunum, sem eru í f'iski-
leitinni, hafa þessar fregnir
borist:
Tryggvi gamli hefir eittlivað
orðið var við Reykjafjarðarál, en
það hefir verið mjög stopult.
Þórólfur hefir leitað víða fyrir
Austurlandi, en hvergi fundið
fisk. Er nú á leið norður með
Austfjörðum.
Gulltoppur varð hvergi fisks var
vestur í Grænlandshafi og er níl
á leið upp að landinu aftur. Hann
ætlar á heimleiðinni að leita fyrir
sjer með karfa á djúpmiðum út
af Breiðafirði og Faxaflóa.
IskevTi frá New York í fyrra-
tk — daginn sem heimssýn-
ingin var opnuð — segir að ís-
lenska sýningardeildin hafi verið
opnuð þá um daginn og að mörg
þúsund manns hefðu skoðað hana
strax fyrstu klukkustundirnar.
Eiigin sjerstök, athöfn fór fram
við opnun ísl. deildarinnar og yf-
irleitt ekki við opnun deilda hinna
einstöku þjóða. Hátíðarhöld fara
ekki fram nema þanii dag, sem
hver þjóð hefir valið sjer sem sinn
dag, og höfum við íslendingar val-
ið 17. júní.
Talið er að um 500 þús. manns
hafi verið viðstaddir opnun sýn-
mgarinnar.
EKKI HÆGT AÐ
BJARGA MOHICAN
QJíðustu fregnir af enska tog-
p*' aranum Mohican sem
strandaði við Hallgeirsey, eru
þær, að vonlaust sje um, að skip
inu verði bjargað.
Um helgina gerði mikið brim
við sandana og þá fjell togar-
inn á hliðina og var farinn að
sökkva í sand og sjó.
Jakob Möller fjármálaráðherra.
Eldurí húsi Hjálp
ræðishersins
Um eitt leitið i nótt kom
upp eldur í húsi Hjálp-
ræðishersins við Kirkju-
stræti. Eldarinn kom upp
á annari hæð. Brunnu
nokkur herbergi allmikið
áður en Slökkviliðimi tóx *
að slökkva eldinn. Var
búið að slðkkva um kl.
tvö.
Ekki var blaðinu kunn-
ugt um hvort nokkur slys
hafa orðið.
London í gær. PÚ.
f dag kemur fregn frá Kaunas
¦*- í Lithauen um það, að Þjóð
verjar ætli að byrja heræfingar
í Memelhjeraðinu á morgun og
enn fremur flotaæfingar undan
Memelströnd.
Samtal við prdf. Þórð Sveinsson;
Samband milli geð-
veiki og truflunar
á starf semi svita-
kirtlanna
Prófessor Þórður Sveinsson á Kleppi hefir und-
anfarið gert nýjar tilraunir við lækningu á
geðveiki. Tilraunir þessar eru að vísu á byrj-
unarstigi, en haf a þó pegar borið góðass árangur.
Tveir sjúklingar, sem hann hefir haft með höndum,
eru orðnir heilbrigðir, og virðist miða vel í áttina með
aðra, sem tilraunum á er ekki lokið við tii fulls.
Morgunblaðið hefir haft tækifæri til að fylgjast nokkuð
með því starfi, sem unnið hefir verið á þessu sviði undir hand-
Ieiðslu próf. Þórðar §veinssonar.
Frjettaritari bllðsms hitti
prófessoririn" að máli í gær
á Kleppi. Ljet hann tilleiðast að
leyfa ummæli sín um tilraunir
þessar til birtingar. En þær eru
aðallega bygðar á athugunum
'á starfsemi svitakírtlanná í
sambandi við geðveiki.
— Hvenær byrjuðuð þjer til-
raunir þessar? spyr frjettarit-
arinn.
—  Fyrstu dagana í mars-
mánuði síðástliðnum.
— Hverskonar rannsókn er
hjer um að ræða?
— Athugun á functio defec-
tiva glandurarum sudoris in in-
saiiitate (starfstruflun svitakirtl
anna i geðveiki), svarar Þórð-
ur Sveinsson. Jeg hefi veitt
;því eftirtekt, að flest allir geð-
veikir menn, sem jeg hefi haft,
eða á fimta hundrað sjúklingar,
hafa haft þessa functio defec-
tiva. Flestir þeirra hafa svo að
segja aldrei svitnað. Hefir jeg á
marga vegu reynt að fá fram á
þeim svita, t. d. með því að láta
þá drekka mikið af heitu vatni,
reyna mikið á sig, með pilo-
karpin o. fl., en það ekki hjálp-
að. Sjúklingar hafa að vísu
svitnað, meðan pilokarpinið
verkaði, en functio ekki breyst
við það.
—  Hafið þjer tekið eftir
slíkri starfstruflun svitakirtl-
anna hjá öðrum en geðveikum?
; — Já. Einkum á nevrastenia
og hysteria, hjá psykchosum,
psychopötum, hjá sumum
drykkjumönnum og glæpamönn
um. En alt er þetta auðvitað í
smáum stíl, þar sem miðast við
þann fámenna hóp, sem jeg
hefi komist í kynni við.
— Var áður vitað um slíka
truflun á starfi svitakirtla í sam
bandi við geðveiki?
— Nei. Ekki svo jeg viti.
Jeg tók eftir því sjálfur.
—  Hverskonar geðveiki er
algengust hjer á landi?
—  Hjer á landi er mo'
geðveiki þeirrar tegundar,
kölluð er schizophrenia (d« i-
entia precox) sem aftur skií'tist
í ýmsar deildir. Er þetta stærsti
geðveikiflokkurinn hjer, sem
minst hefir verið hægt að gera
fyrir til þessa. Þessi schizophre-
Þórður Sveinsson.
nia var áður kölluð dementia
precox og lýsir sjer í sinnuleysi
(Ungdomsslövsind), og glund-
roða í sálarlifi sjúkUngsins, er
gerir hann að fullkomnum in-
valid. Og hefir Kleppur því
verið einskonar geymslustaður
fyrir margra ára dementia pre-
cox menn og konur.
— En hvernig kom yður þessi
aðferð, sem þjer nú gerið til-
raunir með, í hug?
— Það var svo að segja alt í
einu. Um kvöldið þess 6. mars
sat Jónas Kristjánsson læknir
hjerna hjá mjer og jeg var að
segja honum frá árangurslausri
baráttu minni við það, að fá
geðveikisjúklinga til að svitna.
Þá segir hann: ,,Mjer hefir
reynst best að láta sjúklinga
mína fara í heit böð 37—39° C.
Vef ja utan um þá votu laki, er
þeir koma úr blaðinu og á-
breiðu utan yfir. Þetta hefi jeg
reynt við gigt o. fl.".
—  Þegar Jónas læknir var
farinn, þá loks opnuðust augu
mín, segir prófessor Þórður
Sveinsson. — Og næsta morgun,
heldur hann áfram, — segi jeg
við aðstoðarmann minn:
„Látið þessa sjúklinga, sem
jeg til tók, ofan í heitt bað 45°
Celsíus og haldið því í sama
Mta, meðan þjer teljið sjúk-
.ngnum óhætt að vera ofan í
því".
— Hversvegna 45° heitt?"
—  Það var það hæsta, sem
jeg þorði að byrja með.
PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8