Morgunblaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.1939, Blaðsíða 2
2 M 0 R G U N BLAÐIÐ Þriðjudagur 25. júlí 1939. „Danir geta ekki haldið fast við ákvæðið um þjóð- aratkvæðagreiðsluna“ m-mmmmmmmmmm Christmas Möller um sam- § band Islands og Danmerkur Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Isamtali, sem „Berlingske Tidende“ í Khöfn birt- ir við Christmas Möller fólksþingmann í tilefni af samtali því, sem Morgunblaðið birti við Christ- mas er hann var á ferð hjer nýlega, segir fólksþingmað- urinn m. a.: „Danir geta ekki haldið fast við ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðsluna í sambandslögunum“. f í samtali sínu við Morgunblaðið sagði Christmas Möll- eij að hann myndi kjósa að setjast að á íslandi, ef hann þyrfti að flytja búferlum frá Danmörku. 1 „Berling-ske Tidende“ segir „að hann myndi kjósa ís- land vegna þess, að íslendingar hafi sýnt hvað þjóð megnar að gera þegar hún fær sjálfsforræði. Þetta ættu menn að hafa í huga í sambandi við Færeyjar. SMÁMUNIR ÞÝÐINGARLAUSIR. „Samband Danmerkur og íslands er vandalaust fyrir Dani“, beldur Christmas Möller áfram, „þar sem íslendingar ákveða auðvitað sjá’fir, sern fuilvaida þjóð, hvort sambandslögunum skuli sagt upp“. * „Smámunirnir í sambandslagasamningnum hafa enga þýð- ingu“. „Danir geta ekki haldið fast við ákvæðin um þjóðarat- kvæðagreiðslu“. — \ Japanir undirbúa nýja auðmyking Breta Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Japanar undirbúa nú nýja auðmýking Breta eftir undanhald þeirra á laugardaginn. Herforingj- arnir í Japan halda því fram, að mörg þýðing- armikil vandamál sjeu ennþá óleyst. Blöðin í Japan boða að japanska stjórnin muni krefjast þess að sendiherra Breta í Kína verði kallaður heim vegna þess, hve vinveittur hann sje Kínverjum. MEIRI KRÖFUR 1 samningunum um Tientsin- deiluna, sem nú eru byrjaðir, er talið að Japanar muni krefj- ast víðtækra rjettinda til þess að hafa eftirlit meo starfsemi Kínverja innan sjerrjettinda- svæða Breta í Tienísin. Japanar hafa stöðvað breskt skip nálægt Tientsinforrjettinda svæðinu. Lögðu þeir hald á 30 þús. silfurdali, sem þeir fundu urn borð. Þeir námu þrjá kín- verska skipverja á brott mað sjer. Eigandi skipsins kvaðst ekki þþfa vítað, að sjlfurdafernir væru geymdir í skipinu. UNDANHALDIÐ ítölsk blöð draga mjög dár að undanhaldi Breta, og segja, að hjer hafi þeii lotið lægra en nokkru sinni fyrr. Þýska frjettastofan „Deuts- ches Nachrichtenburo“ segir að Bretar hafi árangurslaust leitað eftir stuðningi hjá þriðja aðila (hjer er vafalaust átt við Bandaríkin) gegn Japönum. — Þegar þetta brást, hafi þeir á- kveðið að fórna aðstöðu sinni í Austur-Asíu, sem þegar stóð völtum, fótum. I Kína er óttast að samkomu- lag Breta og Japana, sje nokk- urskonar Miinchensáttmáli Aust ur-Asíu. '*** Aðstaða Chiang Kai Sheks hefir versnað um allan helming þar sem hann hefir verið svift- ur siðferðilegum og áþreifanleg- um stuðningi Breta. Stúlka stórslasast I bombuspreng- Ingu I Valháll Starfsstúlka í Valhöll á Þing- völlum, Elín Auðunsdóttir, Tjarnargötu 3 hjer í bæ, stórslas- aðist á hægri hendi, er hún ætl- aði að taka !upp bombu, sem drukkinn maður kastaði intn í danssalinn í Valhöll á sunnudags- kvöld. Meiðsli stúlkunnar voru svó mikil, að táka varð af henni þum- alfingur hægri handar, en læknar hennar vonast; til, að htegt verði að bjarga hinum fingrunum. Atvik þetta varð á sunnudags- kvöld kl. 11.25. Margt fólk var í Valhöll á sunnudagskvöld. Sat fólkið hæði í stóra salnum, þar sem verið var að dansa, svo og í minni salnum. Mikið ofboð greip fólkið í Valhöll, kvenfólk hljóð- aði og karlmenn köjluðu. Yfirleitt má segja, að alt hafi komist í uppnám í salnum. Enginn hafði orðið var við hver kastaði bombunn;. Við eitt borðið í fremri salnum sátu 5 þýskir sjó- liðar af kafbátunum. Einhvern veg inn komst það á lof-t meðal mann- fjöldans, að Þjóðverjarnir hefðu kastað bombunni. Æstist mann- fjöldinn mjog og rigndi yfir þá ókvæðisorðum. Leit svo út um tíma, að til vandræða horfði. T. d. um hve trú manna var,eindreg- in um það, að Þjóðverjarnir hefðu kastað bombunni, er það, að lög-' reglunni var tilkynt gegnum síma, að þeir myndu vera valdir að sprengingunni. Jón Guðmundsson veitingamað- ur sýndi mikið snarræði með því að gefa skipun um að loka öllum dyrúm, svo enginn kæmist út fyr en upplýst væri, hv.er valdur væri að spfengingúnni. Síðan hringdi hann til sýslumannsins í Árnes- sýslu og tilkýnti honum atburð- inn. Sýslumaður hringdi til lög- reglustjórans hjer í Reykjavík og óskaði þess að lögreglan hjer rann sakaði málið. Voru strax sendir þrír lögregluþjónar austur og litlu síðar fór Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn austur til að rannsaka málið. Áður en Sveinn var kominn austur var maðurinn, sem kastaði bombunni, búinn að gefa sig fram og játa verknað sinn. Hafði hann setið við borð í litla salnum rjett hjá salardyrunum. Svo heppilega vildi til, að á Þingvöllum var staddur Einar Guttormsson læknir úr Vest- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU — Skýfall — I HveragerOI Eftir hina miklu hita í gær gerði óhemju úrkomu austan fjalls. í Hveragerði varð blátt áfram skýfall. Fólk lá í sólbaði á víð og dreif, er ský fór að draga sam- an í fjallinu fyrir ofan. Skifti það engum togum að úrhellis rigningu gerði með þrumum og eldingum. Stóð rigningin í tæpa klukkustund og var yatnsflaum urinn svo mikill, að hann tók víða í mjóalegg. Fólkið þyrptist að tjöldunum, sem þarna eru allmörg, en þar Var lítið skjól að fá. Margt fólk flýði hingað í bæ- inn og skýrir það svo frá, að ekki hafi verið neitt þurt af því, semi það hafði í tjöldunum. Nokkur stormur fylgdi úr- komunni og feldi hann a. m. k. tvö tjöld. Á Þingvöllum gerði líka úr- hellisrigningu síðdegis í gær. Batnandi veiðiveOur fyrir norðan Síldveiðiveður hefir ekki verið gott fyrir Norðurlandi um helgina, norðanbræla og talsverð alda. í gærkvöldi fór veður batn- andi og skip, sem lágu inni um helgina, hröðuðu sjer út á mið í gærkvöldi. Til Siglufjarðar komu um helg- ina 32 skip með samtals tæp 10 þúsund mál síldar. Mestan afla höfðu: Málmey 800 mál, Glaður 500, e.s. Þór 500, Ilrefna 400, Hrefna 400, Geir 450, Lagarfoss og Frigg 500 og Rúna 500. Djúpavík. Til Djúpavíkur komu í gær og í fyrradag Jón Olafsson með 476 mál, Garðar 1682, Trygg^i gamli 984. Er þetta öll sú síld, sem verksmiðunni hefir borist í marga daga. Dettifoss kom cil Djúpavíkur í fyrradag með 60 síldarstúlkur. ZOG KONUNGUR í OSLÓ. Oslo í gær. FÚ. egar Zog fyrv. Albaníukon- ungur kom til Oslo ásamt Geraldine fyrv. drotningu í gærkvöldi, hafði lögreglan gripið til óvanalegra varúðar- ráðstafana. Umferð var alveg bönnuð um margar hliðargötur. Mikill mannfjöldi var saman kominn við göturnar til þess að vera viðstaddur komuna. Til Hallgrímskirkju í Saurbær afh. Mbl.: N. N. 2 kr. Á. 1 kr. Áki (gamalt áheit) 5 kr., 1 kr. M. (gamalt áheit) 5 kr. „Friðarlánið“ til Þjóðverja runnið und- an rifjum breskra ráðherra Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. að er upplýst, að friðartil- lögurnar, sem getið var um í skeytinu á sunnudaginn, eru runnar undan rifjum Hudsons, utanríkisverslunarráðh. Breta. Hann setti þessar tillögur fram í samtali við þýska viðskifta- sjerfræðinginn Wohltat, án þess að hafa borið þær undir með- ráðherra sína áður. Engin fjárhæð ver nefnd í samtalinu, en orðrómurinn sagði að hjer væri um að ræða mil- jarð sterlingspunda lán til Þjóð- verja til þess að koma fram- leiðslu sinni á friðargrundvöll. Hudson gaf út yfirlýsingu um þetta í ~dag og sagði, að hann hefði sett fram tillögur sínar í einkaviðræðum. I yfirlýsingu, sem Mr. Cham-* ■berlain gaf í breska þinginu, sagði hann, að ekkert væri furðulegt við að Hudson og dr. Wohltat hefðu rætt þessi mál sín á milli, þar sem báðir gegndu ábyrgðarmiklum stöð-» um varðandi fjárhags- og við-> skiftamál. En Mr. Chamberlain sagði að breska stjórnin hefði ekki ætlað að byrja viðræður um lán til handa Þjóðverjum, og Hudson hefði ekki talað um það mál, fyrir munn stjórnarinnar. Tíu ,Rollarar‘ seldir sem tíu dollarar Alaugardagskvöldið er var voru nokkrir skipverjar af „Stavangerfjord“ staddir í veit- ingastofu við Tryggvagötu, sem Kristín Dalstedt rekur. Einn Norðmannanna seldi veit- ingakonunni 10 dollara seðil og fjekk fyrir hann 40 krónur. Eru þetta sjerstaklega ódýr gjaldeyr- iskaup, því gengi er 58 krónur fyrir 10 dollarana. Þegar maður þessi var farinn burtu bentu Norðmennirnir sem eftir voru veitingakonunni á að seðill þessi myndi ekki vera neins virði. Yeitingakonan fór því með seð- ilinn til lögreglunnar og kom í ljós, að þetta var spilapeningur óg var prentað á hann „10 Roll- ars‘.‘ Lögreglan fann Norðmanninn strax um kvöldið á veitingahúsi hjer í bænum og varð hann að greiða veitingakonunni aftur þá peninga, sem hún hafði látið hann fá fyrir „rollaraua“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.