Morgunblaðið - 11.08.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1939, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. ágúst 1939. MORGUImBLAÐIÐ 3 Ibúar á landinu 118.888 l«/o aukning: I sveitunum hefir oiðið [fækkun um 1 »/o IBÚAR á öllu landinu voru í árslok 1938 118.888. Mannfjöldinn óx á árinu 1938 úr 117.692, eða um 1196 manns (1/7). Er það meiri fjölgun heldur en næsta ár á undan, er fjölgunin var 812. eða 0.7%. Árið 1936 var fjölgunin skv. manntali rúml. 1010 manns eða-0,9/1, áríð 1935 um 1100 manns eða 1'/ og 1934 um 1400 eða 1,2%. Yið talningu er farið eftir marni- tali prestanna, nema í Reykjavík, Hafnarfirði og Yestmannaeyjum, Þar er fa’ríð efti:- bæjarmanntöl- uni. sem tekin eru af bæjarstjór- unum í október- eða nóvember- mánuði. Mannfjöldinn í kaupstöðunum var í árslok 1938, sem lijer segir (í svigum inannfjöldinu í árslok 1937)*: Reykjavík (36103) 37366. Ilafn- arfjörður (3673) 3652. ísafjörður (2651) 2666. Sigiufjörður (2700) 2828. Akureyri (4674) 4940. Seyð- isfjörður (939) 961. Neskaupstað- ur (1150) 1130. Vestmannaeyjar (3480) 3506. Samtals (55370) 57049. FÆKKAÐ í SÝSLUM. 1 kaupstöðum hefir fólkinu þannig fjölgað um 1679 menn eða 3,1%. í Reykjavík hefir fólkinu fjölgað um 1263 manns eða 3l,5%. I sumum öðrum kaupstöðum hefir fjölgunin einnig orðið mikil, t. d. á Ak- ureyri 5,7%, Siglufirði 4,7%. En í Hafnarfirði og Neskaup- stað hefir íbúum fækkað lítils- háttar. I sýslunum hefir fólkinu aftur á móti fækkað um 483 manns eða 0,7%. Hefir fólkinu fækkað í öll- um sýslum nema fjórum, Borg- arfjarðarsýslu, 'Mýrasýslu, Barðastrandasýslu og Stranda- sýslu. I þessum sýslum hefir orðið lítilsháttar fjölgun. 1 flestum sýslum hefir fækk- unin orðið lítil, frá 7 (í Austur- Skaftafellssýslu) upp í 111 (í Húnavatnssýslu) og 124 (í ísa- fjarðarsýslu). í nokkrum sýsl- um hefir fækkunin verið um 30. Samtals búa í sýslum á land- inp 61.839 manns (í fyrra 62.322). 24 KAUPTÚN MEÐ YFIR 300 ÍBÚA. Áuk kaupstaðanna hafa 24 kauptún haft meira en 300 íbúa, og er það einu fleira en árið áður, því að Dalvík hefir á ár- inu komist upp úr 300. Hefir fólkinu í rúmlega helmingnum (14) af þessum kauptúnum fækkað alls um 198 manns. Hinsvegar hefir orðið mikil fjölgun í sumum hinna, og í 2 þeirra hefir hún verið tiltölu- lega meiri heldur en í Reykja- vík (Borgarnes 8,6%, Dalvík 4,1%). Þegar íbúatalan í kauptúnum með meira en 300 manns er dregin frá mannfjöldahum 1 sýslunum, þá kemur fram íbúa- íala sveitanna að meðtöldum kaúptúhúm innan við 300 ma'nns. Þessi íbúatala var (þegar Ðalvík er talin með kauptúnum æði árin) 47 988 í árslok 1937, en 47 512 í árslok 1938. Árið 1938 hefir því orðið fækkun um 476 manns eða um 1,0%. Af öllum mannfjöldanum á landinu í árslok 1938 voru. k^rl- ar 58 809 en konur 60 079. • Koma þá 1 022 konur á móts við hvert þúsund karla. Enskt herskip á Kollafirði Er hjer á togara- eftirliti Enskt herskip, „Pelican", 1200 smálestir að stærð, kom hingað í gærmorgun og vakti á sjer athygli fyrir að sigla "upp- undir Kjalarnesstanga. Vom menn með bollaleggingar um hvaða skip þetta væri og hvérra erinda. Fullyi’tú súmir að skijvið liefði verið að mælingum í Kollafirði. Breska aðalkonsúlatið upplýsir hinsvegar, að þetva skip sje á tog- araeftirlitsferð og hafi ekki vérið að neinum mælingum hjer, heldur. hafi verið á leið til liafnar og verið að rjetta áttavita sína hjer fyrir utan höfn. Þetta er eitt af nýjustu íier- skipum Breta, hljóp af. stokkun- um í janúar-mámiði 's.l. Skipið mun liggja hjer í viku. Það legst ekki upp að bryggju, þar sem það ristir svo djápt, að hætta er á að það mundi -standa botn með fjöru ★ Almenningi verður gefinn kost- ur á að skoða skipið í dag kl. 16.30—18.30 og á Toorgmi-kl. 14 00 —18.30, en þeir sejn hug hafa á að skoða skipið, verða sjálfir að sjá sjer fyrir bátum’ á milli. Verslunarjöfnuðurinn var óhag- stæður um 11% miljón krónur í lok júlímánaðar. Innflutningurinn nanx þá 36.644 þús. ^rónum, en útflutningurinn 25.077 þxis. krón- tim. I fyrra á sama tíma var versl- unarjöfnúðurinn óhagstæður um 8.2 rnilj. krónur. (Innflutt kr. 30.- 913 þiis., útflutt kr. 22.720 þús.). Islenskur fiðluleikari í heimskunna þýska hljómsveit Björn Ólafs- son, fiðlu- leikari (sonur Ó1 afs heit. Björns- sonar ritstjóra), er nýkominn heim eftir 5 ára nám við Tónlistaskól- ann í Vínarborg, Tók Bjöm þar burtfararpróf 15. júní s.l. Hann hlaut ágætiseink unn og var auk þess sá , einí af fimm fiðlunem- endum, sem próf tóku, er f jekk viðurkenningarskjal háskólans (dipíöm). Birni hefir boðist einn mesti heiður, sem íslenskum fiðluleik- ara hefir hlotnast, en það er, að vera ráðinn í eina af fræg- ustu hljómsveitum heimsins. Er Björn hafði lokið prófi á Tónlistaháskólanum var honum boðið úð leika sem fastráðinn maður í Wiener Philharmonikef hljómsveitinni. Aðalstjórnandi þessarar hljómsveitar er nú Wilhelm Furtwángler. En margir af frægustu hljómsveit- arstjórum heimsins stjórna þess- ari hljómsveit, eins og t. d. Knappertsbuséh, og fyrif eina tíð var Toscanini stjórnandi hennar. Björn hefir tekið þessu boði og fer til Vínarborgar aftur í lok septembermánaðar. Bj’örn Ólafsson er aðeins 22 ára aðj aldri, en hefir þó þegar vakið á sjer eftirtekt í hljóm- listarheiminum þýska fyrir leikni sína óg kunnáttu. Getum við landar hans veríð hreyknir af frammistöðu hans Og það mun síst ofspáð, að hann eigi eftir a$ verða landi sínu til sóma. Björn byrjaði að leika á fiðlu er hann- var 7j—;8 ára. Hann er fyrsti fiðlunemandinn sem út- skrifaðist úr Tónlistarskólanum hjer í Reykjavík. Var það árið 1934. Hafði hann þá stundað •nám einn vetur (1931—1932) í Vínarborg hjá hinum fræga fiðlukennara Mairecker. Er Björn hafði útskrifast úr Tónlistarskóla’nuih hjer í bæ, fór hann til Vínarborgar og stundaði nám hjá einum besta fiðlukennara í Þýskalandi, pró- íessor Moravec við Tón- listarháskólann í Vínarborg. Blaðamaður frá Morgunblað- inu hefir hitt Björn Ólafsson að máli og spurt hann hvort hann ætli ekki að gefa Reyk- víkingum kost á að heyra til sín á konsert áður en hann fer. Björn Ólafsson. — Jú, segir Björn, Tónlistar- fjelagið hefir beðið mig að halda konsert á þess vegum (fyrir fjelagsmenn) í síðari hluta þessa mánaðar og hefi jeg lofað því. — Hafið þjer ákveðið, hvað þjer spiíið? — Nei, ekki endanlega, nema að jeg mun spila Beethoven-kon sertinn. En eins og þjer munuð vita, bætir Björn við, þá er það einasti fiðlukon^ert Beethovens og einn af stærstu fiðíukonsert- "um sem til eru. í Vínarborg hefir BjÖrn Ól- afsson leikið nokkrum sinnum opinberlega, bæði á nemenda- konsertum, með Karlakór Reykjavíkur á sínum tíma og sjálfstæðan konsert hjelt hann með hljómsveit í fyrra vetur. í Vínarborg. Hlaut hann áValt hin bestu ummæli hljóm- listargagnrýnenda. Skulu hjer FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Valur vann K. R. 6 :0 Kappleiknum milli Vals og K. R, í meistaraflokki í gær- kvöldi lauk með sigri Vals, sem s'etti 6 mörk. K. R.-ingar settu eRkert mark. Yalsmenn settu 1 íxiark í fyrri hálfleiknum, en hin 5 í þeim seinni. Valsungar ljeku miþið. betur en K. R.-ingar og áttu ijdlilega þenna markafjölda skilið, ÍJngur knattspýrnumaðiu’, í liði Vals, sem ekki hefir leikið í meist- araflokki áður, vakti á sjer athygli fyrir góðan leik. Hann heitir Brynjólfur Ólafsson. Aðrír ágætir menn í liði Vals voru Guðmund- Ur Sigurðsson, Hrólfur Benedikts- son og Björgólfur Baldursson. í liði K. R. voru margir ungir og óreyndir knattspyrnumenn úr I. fl., enda var liðið alt í molum. Vívax. ---------- 300 ------------- manns settir í bát- ana - yiirgefnir á rúmsjó London í gær F.Ú. Strandgæslulið í Palestínu stöðvaði í dag fimm björgun- arbáta við strendur landsins. í bátunum voru samtals um 300 Gyðingar og voru þeir flestir illa á sig komnir. Flóttamenn þessir munu hafa komið á leiguskipi upp undir strendur Paiestínu og verið settir í bátana, er þang- að kom, en skipið því næst siglt á brott. Um 70 börn I sumardvöi á vegum „Vor- boöans" Vorboðinn“ hauð í gær bæj- arfulltrúum og blaða- mönnum að skoða barnaheimili, er fjelagið starfrækir í sumar í heimavistarskólunum að Iríúðum í Ytri-Hrepp og Brautarholti á Skeiðum. Á heimilunum dvelja 68 börn í sumar, á aldrinum frá 6— 12 ára. , Að „Vorboðanum“ standa þrjú fjelög, Verkakvénnafjelagið Fram- sókn, Þvottakvennafjelagið Frevja og A. S. V., en konur ilr þessum fjelögum hafa framkvæmdastjóm „Voi’boðans“ á hendi. Markmið fjelagsins er að hjálpa. fátækum börnum að komast til sumardvalar í sveit. Og það liefir nú starfað á fimta ár. Fyrstu fjögur árin var starfrækt eitt barnaheimili, að Brautarholti, en fyrir brýna þörf var í sumar horf- ið að því að fá einnig heiniavist- arskólann að Flúðum í Hreppum fvrir harnaheimiji. Starfa heimil- in tvo mánuði á sumrin, frá 1. jx'dí til 1. sepember. Nokkurn styrk hefir „Vorboð- inn“ fengið til starfsemi sinnar, úr ríkissjóði og frá bænum, en að öðru, leyti aflað fjár með -skenxti- samkomum, frjálsum samskofum og gjöfum góðra manna. Að Flúðum dvelja 32 börn í sumar. Þangað var ekið fyrst. Og er gestir höfðu notið miðdegis- verðar og verið boðnir velkomnir af Jóhönnu Egilsdóttur, sem er í framkvæmdanefnd Vorboðans, var húsið skoðað. Var þar alt með hremlætisblæ, og gaman að sjá, hve böi’nin voru vellíðunarleg og fi’jálsleg. Sungu þau og dönsuðu fyrir gestina og voru hin ánægð- ustu. Ráðskona að Flúðum er María Einarsdóttir, en kennari Stefán Jónsson. Auk þess starfa við heim- ilið; 3 starfsstúlkur. FRAMH. Á 8JÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.