Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimtudagur  14.  sept.  1939.
MORGUNBLAÐIÐ
9
38.000 kílómetrar
1 > W      4
í síldarleit
Örn John§on skýrir
frá fluginu í §umar
0 ~~
RN J0HNS0N flugmaður kom hingað ti!
bæjarins í fyrradag að norðan, eftir síldar-
leitina,  er  byrjaði þann 20. júní og  hjelt
áfram til 10. september.
Tíðindamaður blaðsins átti talvið Örn í gær og fjekk hjá homím
fcásögn um'þetta starf hans. Bn Örn er í eðli sínu fámáll eins og
Lindbergh og fanst alt eðlilegt og sjálfsagt, én ekkert að heita má
í frásögur færandi.
Flugmaðurinn.
Þegar við ræddum um það, hve
langa leið hann hefði flogið í síld-
arleitinni í sumar, sagðist hann
iafa flogið í 225 klukkustundir
með sjó-vjelinni. Meðal flug á
klukkustund eru 150 kílómetr-
ar, svo flugleiðin verður ná-
lægt 34000 kílómetrar. Auk þess
flaug hann 35 klukkustundir síð-
ast á landflugunni litlu. Svo alls
verður flug hans í síldarleitinni
um 38000 kílómerar.
Um tilhögun flugsins sagði Orn
meðal annars:
Eins og kunnugt er, var það 3
manna nefnd sem stjórnaði ferð-
Tam, mínum. I nefndinni voru þeir
Bichard Thors, Sveinn Benedikts-
son og Sigurður Kristjánsson.
Sveinn Benediktsson hafði stjórn
þessa að mestu leyti á hendi. Mjer
líkaði prýðilega við stjórn hans
og alla ráðsmensku.
Flugvjelarskýli er ekkert á
Siglufirði, og varð jeg því að hafa
aðalbækistöð mína allan tímann á
Akureyri. Þar er skýli fyrir flug-
vjelina inn hjá Höepfnersbryggju.
Á kvöldin talaði jeg við Svein
á Siglufirði, og hafði hann þá lagt
áætlun fyrir flugið næsta dag eft-
ir þeim fregnum • sem hann hafði
af veiðiflotanum og áliti manna á
því, hvar helst ætti að leita þanu
dag.
Stundum töluðum við svo aftur
saman um nóttina, ef Sveinn hafði
fengið frekari upplýsingar frá því
um kvöldið.
Meðan nótt var sem björtust
lögðum við af stað frá Akureyri
kl. 4 á nóttunni. En auk þess flug-
um við oft seinna part dags.
Með mjer var altaf Brand-
ur' Tómasson. Hann er vjelamað-
ur' 'FIugfjelagsins.
Og hvað fluguð þið að jafuaði j
lengi í hver sinn 1
Það   var   mjög   mismunandi.
Stundum ekki nema 2—3 klukku-
i
stundi.r  En  lengst  vorum  við  9
klukkustundir  í leiðangri  í  einu.
En  þá  fórum  \ið  líka  vestur  á
ísafjörð  og  komum þar  tvisvar.,
Þá flugum við alla leið suður að '
Látrabjargi, og þar 90 mílur vest-l
ur í haf. Hvalveiðamenn þóttust
hafa sjeð síldartorfur þar vestur
frá.  En  við  sáum  ekkert  þegar
við vorum þar á ferðinni. Vitan-
lega er það ekki einhlítt að fljúga
svona  einu  sinni  yfir  svæði  til
síldarleitar.  Síld  gat  haf a  verið:
þarna þó hún væri ekki uppi ein-
mitt þá stundina sem við vorum
þar.
Hve langt komust þið yfir <i
t. d.  2—3 klst. flugi?
A þeim tíma gátum við t. á.
farið austur að Flat'éy, svipast um
yfir Skjálfanda, farið um Mánar-
eyjar, Axarfjörð, framhjá Rauðu-
núpum, Rifstanga og snúið við
um Orímsey til Akureyrar aftúr.
Oft komum við við á Siglufirði í
heimleið til skrafs og ráðagerða
við Svein og þá fjelaga,
Hve hátt fluguð þjer í síídar-
leitinni?
Það er mjög misjafnt hve hátt
flogið_ er, eftir því hærra, sem
skygni er betra. Hæst 600 metra.
Hærra tel jeg ekki ráðleg't að
fljúga. Því þá. fer maður 'hð 'sjá
ógreinilega til torfanna, hvergu
gott sem  skygni er.
En, þegar hægt er að fljviga í
mikilli hæð, þegar skygni er gotr
og ládauður sjór, sjest yfir stórt.-
svæði á fluginu svo örugt er. T.
d. þarf maður ekki að fljúga nenui
inn á miðjan Skjálfanda til þess
að sjá hvort síld veður íwj^kurs-
staðar þar á flóanum.
Notið þið kíki til þess að greina
torfurnar ?
Við höfðum kíki með okkur, en
notuðum hann sjaldan. Þurfti ekki
með. Jafnskjótt og við sáum torf-
ur, þar sem veiðiskip voru ekki,
sendum við dulmálsskeyti til Sigln
fjarðar, og þaðau var fregnunum.
svo dreift til skipanna. ,   .  '•
Sáuð þið ekki stundum til skip-
anna, er þau fundu torfurnaí* ,eft'
ir tilvísun ykkar?
Þó við værum ekki lengi í,.hve,i;ri-
ferð  brugðu  skipin  stundum  svo
fljótt við, að við sáum þau vera,
farin að kasta á torfurnar, er við
flugum heimleiðis.
Hvernig litu síldveiðimenn- á
þessar leiðbeiningar ?
Mjer fanst þeir fyrst framan &.i
hafa fre'mur litla tiltrii t.il síldar-
leitar með flugvjel. Jeg gerði líkii
þá vitleysu fyrst í stað, 'að j'eg
þekti ekki upsatorfur frá síldár-
torfum. Þá A-ar farið að tala um
,,upsakrossgátur fiugvjelarinnar".
En þetta lagaðist er fram í sótti.
Jeg hafði varla sjeð síld er jeg
byrjaði þetta flug, hvað þá síld-
artorfu. Og upsatorfur geta líkst
síldartorfum svo mikið, að sjó-
menn hafa kastað á upsatorfur í
þeirri trii að það væri síld.
Hvernig er þá með vissu hægt
að þekkja npsatorfurnar frá síld
FRAMH. A SJÖTTU SIÐU.
„Goialoss"
er tilbúinn til
Ameríkuferðar
Þegar farmur fæst
í skipið vesttir
Margir spyrja um það þessa
daga, hvað Ameríkuferð-
um líði, einkum eftir að það
kom á dáginn, hve erfiðlega
það gengur að fá vörur í Detti-
fiss í Englandi.
.Blaðið hefir aflað sjer upp-
lysinga um þetta. Eins og áður
hefir verið skýrt frá, er Goða-
foss hjer við land, og tiibúinn
til að fai'á 'vestur, ef svo ber
uridir. Var það komið vel á veg
að viðunanlegur farmur feng-
ist í skipið, mestmegnis síld. En
s\*o kom tilskipun stjórnarinnar
uíh útflutningsnefndina og að
hún á að gefa leyfi til útflutn-
irigs hverju nafni sem nefnist.
Þá þarf að taka upp að nýju
samninga um væntanlegan út-
flutning vestur. En sennilega
kemst það mál fljótlega í lag.
Nokkrir kaupsýslumenn hjer
í "bænum hafa háft oi*ð á því
við „Eimskip", að þeir myndu
vilja taka sjer far vestur með
fyrstu-aíe.rð, er þangað fellur.
Ferð hjeðan til New-York.,og
hingað aftur, tekur aldrei
minna en einar fimm vikur. Má,
búast við 12 daga siglingu
hvora leið, en viðstaða í New-
York gæti aldrei orðið styttri
en eina 10 daga.
Dettifoss verður líka titbúinn
að fara vestur, ef ástæða ér til;
þegar hann kemur frá Eng-
landi.
Yfirleitt er það mikill munur
nú eða í síðustu styrjöld, hve
meiri er hjer skipakostur, þegar
ekki var nema Gullfoss til Ame-
ríkuferða. En nú eru hjer
Goðafoss, Dettifoss og Brúar-
foss o. fl. En öll þessi þrjú skip
Jrvort um sig hafa meira lest-
arrúm en Gullfoss.
Af síldveiðum að norðan komu
í gær línuveiðararnir Sigríður og
Gullfoss.
Verður alt skóla-
hald stytt um
mánuð?
Kenslumálastjórnin hefir
þetta til athugunar
Kenslumálaráðherra  hefir  falið  fræðslumála-
stjóra að ræða við forstöðumenn hinna ýmsu
skóla möguleikana á því, að stytta skólahald-
ið, til þess að spara kol.
Fræðslumálastjóri hefir rætt þetta mál við forstöðumenn
Mentaskólanna, Háskólans og gagnfræðaskólanna og hefir þess-
ari málaleitan hvarvetna verið tekið vel. Eru því líkur til þess,
að skólahaldið verði stytt um sem svarar mánaðartíma.
Esja fer frá Ála-
borg á sunnudag
Skrifstofustjóri SkipaútgerSar
ríkisins skýrði Morgunblað-
inu svo frá í gær, að Esja ætti að
fara frá Álaborg á sunnudaginn
kemur, áleiðis til íslands.
Skipaútgerðin veitir skipinu
móttöku á föstudag. Þann dag
verður og farin stutt reynsluferð.
Með E'sju koma 150 farþegar.
Langt er síðan að alt farmrými
var fullskipað. En það gengur erf-
iðlega að fá vörurnar afgreiddar.
Aðallega voru. það kornvörur og
efni til smjörlikisverksmiðjanna,
sem Esja átti að flytja. Stendur
á afgreiðslu verksmiðjanna á þess
um vörum. Þær hafa mikið að
gera um þessar nnndir. Ef ekki
stendur á vörunum, mun Esja
koma  hingað  með  fullfermi
Erfitt að fá farar-
leyfi frá Englandi
Þ16. þessa máhaðar, eða
* eftir daginn á morgunn
ganga í gildi lög í Englandi,
þar sem svo er ákveðið að eng-
inn útlendingur fær að fara þar
úr landi, nema hann hafi til
þess sjerstakt leyfi frá stjórnar-
v^öldunum.
Hver einasti maður, sem
æskir eftir að yfirgefa England
verður að sækja persónulega
'tim þetta brottfararleyfi. — En
skrifstofur, þar sem slík farar-
leyfi eru gefin, eru aðeins í
tveim borgum landsins, í Lon-
don og Liverpool.
ÞÝSK FLUGVJEL YFIR
DANSKRI LANDHELGI.
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
Danska stjómin hefir látið af-
henda þýsku stjórninni mót
mæli út af því, að þýsk hernaðar-
flugvjel flaug yfir danska land-
helgi sunnan við dönsku eyjarnar.
Varðbátur, sem þar var nær-
staddur, skaut viðvörunarskotum,
og sneri flugvjelin þá brátt út frá
landi.
En verði úr framkvæmdum
og skólahaldið stytt, verður
sennilega ekki sama fyrirkomu-
lagið haft allsstaðar.
I gagnfræðaskólunum verður
sennilega haft það fyrirkomu-
lag, að byrja kenslu á tilsettum
tíma, en láta svo kenslu falla
niður um miðjan vetur, t. d.
janúarmánuð. Myndi og á þann
hátt sparast meira af kolum.
Telja skólastjórar gagnfræða-
skólanna að kenslan notist þann-
ig betur, því að kenna^ar geti
náð til nemenda, þótt skólahald
falli niður einn mánuð um miðj-
an vetur.
En þetta hagar alt öðru vísi
til með Mentaskólana^einkum
þó að því er snertir Mentaskól-
ann á Akureyri. Þar er sem
kunnugt er heimavist og hana
verður að hita upp strax og
nemendur eru komnir í skólann..
En það er ókleift að senda nem-
endur heim um miðjan vetur.
Er því sennilegt, að sú tilhög-
un yrði höfð með Mentaskólana,
að láta kenslu þar byrja mán-
uði síðar en venjulega.
Að því er Háskólann siíértir
hefir hann nokkra sjerstöðu.
Þar fellur jafnan kensla niður
í janúarmánuði, vegna prófa.
Þó mun það verða atlijigað
hvort ekki mætti stytta eittbvað
kenslu þar einnig.
Verði það úr, sem allar líkur
benda til, að skólahald verði
stytt, verður það að sjálfsögðu
látið ná til allra skóla/> gjer-
skóla, svo sem Verslunar-
skólans, Iðnskólans, Stýrimarnna
skólans, Vjelstjóraskólans o. fl.
Vafalaust myndi styttirig 'skóla-
haldsins einnig verða látin ná
til barnaskólanna.
Ákvörðunin um það, hvort
skólahaldið verði stytt, verðuí
te.kin nú alveg á næstunni.
I báðum bíóunum hafa undan-
farin kvöld verið sýndar óvenju
góðar kvikmyndir, enda hafa þær
átt miklum vinsældum. að fagna
og verið vel sóttar. „Ástmey ræn-
ingjans" — með Jeanette Mc
Donald og Nelson Eddy í Gamla
Bíó gengur enn við góða aðsókn.
og hin sögulega stórmynd, Vict-
oría mikla Englandsdrotning, \at
enn sýnd í Nýja-Bíó í gær, þó bú-
ið væri að auglýsa hana í „síðasta
sinn" kvöldið áður.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8