Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIf>

Laugardagur 23. sept. 1939.

SKIFTING  POLLANDS

Æðsta herráð

Vestur-veldanna

á fundi

Frá frjettaritara vorum.

Khöfn í gær.

}   dag  var  haldinn  í  borg  í

•*•    Sussex  í  Englandi  annar

fundur æðsta herráðs Vest-1

ur-yeldanna. Fundinn sátu

af hálfu Breta Mr. Chamber-

lain, Hálifax lávarður, og Chat-

field lávarður. Af hálfu Frakka

sat Daladier fundinn ásamt

hrem fulltrúum franska hersins,

þ. á m. Gamelin.

Fundirnir voru tveir, annar

í morgun og hinn síðdegis.

1 opinberri tilkynningu, sem

gefin var út í kvöld segir að

rætt hafi verið um helstu at-

burði sem gerst hefðu síðan

herráðið kom saman 14. sept.

síðastliðinn.

Algert samkomulag ríkti á

íundinum í öllum greinum

Ákvarðanir voru teknar

um sameiginlegar ráðstafanir

til hergagnaframleiðslu og um

hergagnabirgðir. Frönsku full-

trúarnir komu og fóru loftleiðis.

Þj óð verj ar og Rússar höf ðu

samið um fyrir stríðið að

taka hvor sinn helming

Um 300 manns

teknir af llfi

i Rúmeníu

Frá frjettaritara vorum.

Kköfn í gær.

Það er ekki talið að morð

rúmenska forsætisráð-

herrans Calinescu fái alvarleg-

ar afleiðingar.

í Associated Press-skeyti frá

Bukarest segir, að litið sje á

morðið sem þátt í diplomat-

jskum átökum stórveldanna um

Rumeniu.

" . í öðrum fregnum segir þó að

járnvarðarliðsmennirnir, sem

stóðu að morðinu hafi aðeins

viíjáð héfna Codreartus, manns-

ins, 'sem skipulagði járnvarða-

liðið.

Stjórnin í Rúmeníu virðist

staðráðm í að berja járn-

verðina  niður  með  harðri

Q  hendi.  Síðan  morðið  var

framið   hafa   samkvæmt

Opinberum    tilkynningum

292 manns verið teknir af

lífi,

En aðrar heimildir herma, að

margir fleiri hafi verið drepnir.

.  .Morðingjarnir, sem náðist til

í gær, samtals 9 manns, voru

skotnir um kvöldið á sama stað

og þeir drýgðu glæp sinn. Lík

þeirra  voru  látin  liggja  þar

í nótt og í dag og á spjaldi yf-

ir þeim var skráð: „Hjeðan af

verða  þetta  örlög  föðurlands-

svikara og morðingja".

Kortið sýnir svæðin sem Þjóðverjar og Rússar ætla að leggja undir sig í Póllandi, hvor um sig.

Krossalínan sýnir hvar landamæri Póllands voru áður. Hin nýja sameiginlega landamæralína Rúss-

iands og Þýskalands skiftir Póllandi um það bil í tvo jafna hluta.

Bardagar um

Varsjá ekki

ir

Frá frjettaritara vorum.

Khöfn í gær.

ÞAÐ var tilkynt í Þýskalandi í dag hvaða svæði

þýski herinn og rússneski herinn myndu

leggja undir sig í Póllandi, hvor um sig.

Samtímis var tilkynt að línan, sem skiftir þessum svæð-

um, hafi verið dregin, með samkomulagi Þjóðverja og

Rússa, áður en Þjóðverjar hófu innrás sína í Pólland.

RÚSSAR FÁ HELMING

Rússar fá um það bil helminginn af Póllandi. Línan

er dregin að norðan hjer um bil um miðbik Austur-Prúss-

lands, eftir ánni Pissa, suður með Narew til Weichsel, um

25 km. norður af [Varsjá.

Síðan liggur hún meðfram Weichselfljóti og skiftir Vatfsjá

í tvo hluta: Rússar f á utborgina Praga á vinstri bakka Weichsel,

en Þjóðverjar fá aðalborgina á hægri bakkanum.

Línan fylgir síðan Weichsel suður að Sandomiers, beygir

þar lítið eitt til austurs, og fylgir síðan San fljótinu suður 1

Karpata-fjöllin á landamærum Slovakiu, skamt frá landamærum

Siovakiu og Ungverjalands.                    .,  . ¦   ¦   v,

KAPPHLAUPIÐ

Þannig verður landamæralína Þýskalands og Póllands í stór-

um dráttum. En samningar halda áfram um einstök atriSi millí

Þjóðverja og Rússa.                      _______     ____

Hlutur Rússa hefir orðið

talsvert stærri en gert var

ráð fyrir úti um heim.

Rússar fá m. a. olíuhjer-

uðin í Austur-Galiziu, sem

talið hafði verið að Þjóð-

verjar myndu ætla sjer.

Austur-Galizia var hluti af

Austurríki þar til  1918.

Það er athyglisvert, að ít-

alska blaðið „Stampa" ræddi í

gær um hernaðaraðgerðir Þjóð-

verja og Rússa í Austur-Galiziu

á þá leið, að þeir keptust um að

leggja undir sig pólsk-rúmensku

landamærin.

SKIFTINGIN,

Hersveitir Þjóðverja, sem

komnai* voru í grend við Lem-

berg (Lwow), hurfu úr stöðum

sínum fyrir Rússum t,dag, Ver|-

ast Pólverjar þar enn.*

Auk Lembergs fá Rússar

borgirnar Lublin (og ný iðnað-

arhjeruð, sem Pólverjar hafa

komið sjer upp þar síðustu ár-

in), Brest-Litovsk, Bialostok og

Wilna.

Þjóðverjar halda því fram í

móti, að þeir hafi fengið Var-

PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

Stór-Þýskaland

Síðan Hitler hóf „utanríkis-

málapólitíska sókn" sína

árið 1938 hef ir hann aukið íbúa-

töluna í Þýskalandi um ca. 30—

35 miljónir (aukningin í Pól

landi meðtalin) og stærð Þýska-

lands um ca. 300 þús. ferkíló-

metra.

Sigrar hans hafa yerið sem

hjer segir:

í MARS 1938: Austurríki,

83.868 fermk., íbúar 6.760.000.

f SEPTEMBER 1938: Sudet-

enþýsku hjeruðin, íbúar ca. 4—5

miljónir.

í MARS 1939: Bæheimur og

Mæri, íbúar ca. 6 milj. (Tjekkó-

slóvakía var 6*11 eins og landa-

mærin voru ákveðin í friðar-

samningunum 1919 140.499

ferkm. Við skiftinguna síðast-

liðið ár fengu Ungverjar Rut-

heníu og Slóvakía varð sjálf-

stæð, þótt raunverulega sje hún

á yaldi Þjóðverja. Þjóðverjar

fengu rúmlega þriðja hlutann,

ca. 50—60 þús. ferkm.).

í MARS 1939: Memel, á ann-

að þús. ferkm., íbúar 150.000.

í SEPTEMBER 1939: Danzig,

1952 ferkm., íbúar 405.000.

í SEPTEMBER 1939: Helm-

inginn af Póhandi. (Pólland er

alt 388.634 ferkm., íbúar 34,-

221.600; hlutur Þjóðvérja ca.

180—190 þús. ferkm. og ca. 20

milj. manna).

— iscgja Þjóðverjai*

Frá frjettaritara vorum.

Khöfn í gær.

Pólverjar verjast enn í Varsjá.

Borgarstjórinn sagði í út-

varpsræðu í dag: „Hvarvetna um-

hverf is okkur rignir niður sprengi-

kiilum. Hvarvetna umhverfis okk-

ur er fólkið myrt með þessum

grimmilegu morgtólum. Hvarvetna

umhverfis okkur eru minnismerki

um hina æfagömlu menningu okk-

ar eyðilögð". En þótt hörmung-

arnar' væru miklar hvað hann Pól-

verja ekki munu gefast upp.

I hernaðartilkynningu, sem út-

varpað var frá Varsjá í dag, segir

að Pólverjar hafi gert gagnsókn

hjá Praga og getað hrakið Þjóð-

verja úr framlínum þeirra.

Þjóðverjar viðurkenna að Pól-

verjar hafi reynt að gera gagn-

sóknir. En þeir segja að orusturn-

ar um Varsjá sjeu ekki byrjaðar

ennþá.                   ,

Flótti.

1371 útlendingur, þar af 171

starfsmaður erlendra sendisveita,

komu til Königsberg í Austur-

Prússlandi frá Varsjá í dag. Var

Það gert með samkomulagi við yf-

irherstjórn Þjóðverja að útlend-

ingarnir voru flúttir burtu úr

Varsjá.

Enn eru nokkrir útlendingar

sagðir vera í borginni.

Rúmenskt skipulag.

I rúmenskum fregnum segir, að

Rússar sjeu að „hreinsa til" í

hjeruðunum, sem þeir hafa tekið,

og þeir sjeu byrjaðir að koma þar

rússnesku skipulagi á hlutina.

I mörgum þorpum er búið að

hengja upp myndir af Stalin.

Ekkert nýtt á vestur-

vígstöðvunum

Frá frjettéuritara vörum.

Khöfn í gær.

Prátt fyrir að dr. Göbbels

hafi mótmælt því, að í-

búunum í Aachen (við landa-

mæri Hollands og Belgíu) he'fir

verið fyrirskipað að flytja burtu

úr borginni, halda frönsk og

belgisk blöð áfram að skýra

frá því, samkvæmt áreiðanleg-

um heimildum, að látlads

straumur sje á vopnum frá

Aachen.

f 38. tilkynningu frönsku her-

stjórnarinnar segir, að á öllum

vesturvígstöðvunum hafi verið tíl-

tölulega kyrt í gær. (PÚ.).

—   » ? *

Ekki eitt einasta blað í Þýska-

landi birti í gær frásögn um ræ^u

Roosevelts forseta, er Þjóðþingið

kom saman í fyrradag. (FÚ.).

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8