Morgunblaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1939, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 Nýtt fyrirkomu- lag i lögreglu- málum Reykja- vlkur Agnar Kofoed-Hansen tekur við nýju starfi Agnar Kofoed-Hansen kom hingað frá útlöndum með Esjn í gærmorgnn og mun nú taka upp umbótastarf innan lög reglunnar í Reykjavík. Hann hef- ir dvaiið síðan í júní í sumar 1 Danmörku og Þýskalandi (í Ber- Mn og Görlitz) til þess að kynna sjer lögreglumál, aga og reglur innan lögreglunnar. Agnar hefir Jagt flugmálin á hilluna a. m. k. um skeið. Gerði hann það að áeggjan ríkisstjórn- arinnar, sem sótti það fast að fá hann „til að standa fyrir gerbreyt- ingum á lögreglumálunum og vinnuaðferðum lögreglunnar“. Strangur agi. Hermann Jónasson forsætisráðh. hefir nýlega skýrt frá því opinber- lega, að ríkisstjórnin hafi í sumar látið fara fram undirbúning um umbætur á fyrirkomulagi lögregiu- málanna. Hann ljet svo um mælt, að núverandi lögreglustjóra, sem væri góður lögfræðingur og hinn hæfasti starfsmaður, „skorti, eins og okkur fyrirrennara hans i starfinu og lögfræðinga yfirleitt, þá sjerþekkingu í aga og öðru, er að honum lýtur, sem orðið er nauðsynlegt, síðan Íögregluliðinu fjölgaði svo mjög“. „Jeg er ekki í nokkrum vafa Um það“, segir forsætisráðherr- ann, „að hjer verði sköpuð sú lög- regla og sá agi og reglusemi inn- an hennar, að menn hafi ekki á- stæðu til að færa fram kvartan- ir, því að það má í þessu sam- bandi taka það fram,að auk þess sem Agnar Kofoed-Hansen er al- þektur dugnaðarmaður, er hann jafnframt hinn eindregnasti bind indismaður, og mun gera strangar kröfur til lögreglunnar í þeim efnum' ‘. Dugmikill reglumaður. — ríkisstjórnin hefir kjör- ið þann manninn, sem hún álítur einna dugmestan og strangastan reglumann meðal ungra manna, og hefir jafnframt sjermentun til þess að taka að sjer umbótastarf í lögreglumálum landsins“. í samtali, sem tíðindamaður Morgunblaðsins átti við Agnar í gær, sagði hann, að hann myndi að líkindum eiga tal við forsætis- ráðherra um liið fyrirhugaða starf sitt í dag. Að svo stöddu kvaðst hann engar upplýsingar geta gef- ið. Ungfrú Dýrleif Ármann, sem rekur tískusaumastofu hjer í bæn- um, var meðal farþega á Esju frá Danmörku. Hefir hún dvalið er- léndis um tíma til að kynna sjer nýjustu tísku og nýjungar í iðn sinni. Esja á Reykja- vfkurhöfn „Stærsta borginhyllir mestu þjóð heimsins“ Esja á Reykjavíkurhöfn í gær — Fot. V. S. (Grein á bls. 5). Hæsti aflahlutur á síidveiðunum 1891 kr. «5 HÁSETAR á síldveiðiskipinu „Dagný“ frá Siglufirði báru mest úr býtum allra há- seta á síldveiðunum í sumar. Aflahlutur þeirra var kr. 1891.00 brúttó. Næst komust hásetar á l.v. Jökli og b.v. Garðari, 1685 krónur. Því miður var ekki svona hár hlutur nema á allra, hæstu skipun- um, því dæmi eru til að sum skipin öfluðu ekki fyrir kauptrygging- unni — 200 kr. á mánuði. Dagný aflaði 9550 mál síklar í bræðslu og 1891 tunnu í salt. Yerð- mæti alls aflans var 88.700 króna virði. Yerðmæti afla l.v. Jökuls nemur 86.600 krónum. „Dagný“ er vjelskip, rúmlega 100 smálestir. Eigendur skipsius eru Sigurður Kristjánsson konsúll Kaupmenn takmarka tánsverslun á Siglufirði og Axel Jóhannsson, en sá síðarnefndi var skipstjóri. Nótabassi vai; Arnþór Jóhanns- son. Skipverjar á Dagný voru 18 talsins, 14 sem fóru í báta. Skipið hafði tvær nætur, djúpnót og’ grunnnót, en notaði lítið grunn- nótina. Þess má og geta að í einni mestu aflahrotunni lá „Dagný“ i höfn vegna vjelarbilunar. „Dagný“ var eitt af fyrstu skip- unum sem hyrjaði síldveiðar í vor, eða 27. maí, og var búin að afla 400 mál, er flest önnur skip hyrjuðu. Skipið hætti veiðiun s.l. sunnudag (17. sept.). Ovíða í heiminum mun vera rekin jafnmikil láns- verslun eins og í smásöluversl- unum hjer á landi og eimir enn eftir af því fyrirkomulagi, sem var er menn höfðu enga pen- inga með höndum, heldur ,,lögðu inn“ og „fengu úttekt“. Það verður ekki sagt með sanngirni, að lánsverslunin sje heilbrigðir verslunarhættir, enda | munu kaupmenn hafa tapað offjár á lánsversluninni og er hætt við, að þau töp komi í einhverri mynd niður á þeim, FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Salurinn á I. farrými „Esju“. Við barinn stendur Sigurður Guðbjartsson bryti og fyrir innan borðið Hjörtur Nielsen yfir- þjónn. —- Fot. Vigf. Sigurgeirsson. Thor Tbors segir Irð íslendinga- deginum í New York og áhrilum íslondssýningarinnar THOR THORS alþm. var meðal farþega á Esju í gær. Hann hefir dvalið erlendis undanfarna 4 mánuði. Fór fyrst til Ameríku, til þess m. a. að vera viðstaddur á íslendingadegi heimssýningarinn- ar í New York. Síðan ferðaðist hann um bygðir íslend- inga í Kanada. Er Thor kom til Evrópu úr Ameríkuför sinni fór hann til Italíu í fisksöluerindum og dvaldi þar um stund. Tíðindamaður Morgunblaðsins fór á fund Thor Thors í gær og rabbaði við hann um stund um ýmislegt í sambandi við ut- anför hans. Fer hjer á eftir sá hluti samtalsins er fjallaði um heimssýninguna í New York, Islendingadag sýningarinnar o. fl. Eins og lesendum blaðs yðar er kunnugt, sagði Thor Thors, var jeg viðstaddur hátíðahöldin á íslendingadegi sýningarinnar, 17. júní. Sá dagur var sjerstaklega helgaður Islandi og var íslend- ingum þá sýndur margvíslegur sómi af hendi stjórnendum sýn- ingarinnar. Dagurinn hófst með því, að fulltrúar Islands voru sóttir í bíl sýningarinnar til hótel Sa- voy Plaza, sem er við eina helstu götu New York borgar. I forinni voru Vilhjálmur Þór og frú, Josep Thorson þing- maður íslendinga í Kanada, Wedsted sendiherra Islands og Danmerkur í Washington, Thor Thors og frú. Er komið var að sýningar- svæðinu var tekið á móti full- trúum íslands með 17 fallbyssu- skotum og síðan fylgdi ridd- arasveit þeim að móttökuhöll sýningarinnar. Skráðu Islend- ingarnir þar nöfn sín í hina op- inberu gestabók og var síðan haldið í sýningarhöll Banda- ríkjanna. Þar var stutt móttökuhátíð og var að því loknu haldið aftur í móttökuhöll sýningarinnar og snæddur árdegisverður, sem stjórn sýningarinnar hafði boð- ið til. Voru þar mættir æðstu menn sýningarinnar og auk fyrnefndra fulltrúa Islands var þar mættur dr. Vilhjálmur Stefánsson og nokkrir aðrir Is- lendingar, er staddir voru í borginni. Einn af forráðamönnum sýn- ingarinnar þakkaði þar Vil- hjálmi Þór góða framgöngu og þeir V. Þór og Thor Thors sögðu nokkur orð. í SÝNINGARSKÁLA ISLANDS. Að því búnu var haldið í sýningarskála íslands og fór þar fram athöfn sú, sem út- varpað var hingað. Skálinn var þjettskipaður boðsgestum og' munu m. a. hafa verið þar um 100 íslendingar víðsvegar að úr Bandaríkjunum, en aðallega þó úr New York og nágrenni. Blaðamönnum frá-öllum blöð um New York hafði verið boðið og auk þess fjölda mörgum Is- landsvinum og forráðamönnum ýmsra fyrirtækja, er Islendingr ar hafa haft skifti við eða óska að skifta við. STÆRSTA BORGIN — MESTA ÞJÓÐIN., Athöfnin fór að allra dómí mjög virðulega fram og var henni mikill sómi sýndur af for- ráðamönnum sýningarinnar. Ræða borgarstjórans í New York, La Guardia, vakti sjer- staka aðdáun. Hann virtist una sjer hið besta í þessu íslenska andrúmslofti, og eins og kunn- ugt er, endaði hann ræðu sína með þessum orðum: „Stærsta borgin í heiminum hyllir mestu þjóð heimsins“! — Þessi ummæli voru af heil- um hug mælt og voru þau birt í flestum blöðum New York. Síðan hefir La Guardia við ýms tækifæri minst íslands, m. a. í ræðu er hann flutti í Chica- go 10. ágúst, þar sem hann gat FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Hafnfirðinoar tinna minkahreiður Hafnfirðingar, sem voru að rífa niður gamalt fjáxhús í Vesturbænum, fundu í gærmorg- un minkahreiður 1 einum vegg hússins. Hreiðrið var yfirgefið, en ýmsar minjar sáust þar, sem háru vott um: lifnaðarhætti minksins. Þar voru t. d. rottuskinn og fiskbein. Minkarnir, eða minkurinn, sem þarna hafa haft sama stað, höfðu búið mjög vel um sig. Voru t. d. þrír gangar frá sjálfu hreiðrinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.