Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ILaugardagur 23. sept. 1939.
Ötgef.: H.f. Arrakur,  Ríykjavlk.
Ritstjörar: Jðn KJartanaJKra oe Valtyr Bt*£*n*son  (ábrrtBsnwtesi).
Auglýsinsar: Arnl ÓIr,
Ritstjðrn, auft-lyalaf&r o(c aítrolBala: Anciarstsasei  t. — ilal M(M>.
Áskrl£ta.reJaid: fcr. 1,00 4 s**.uul51.
t lauaastila: 15 aura •tntakln — li anra n«S LMb&k.
STUTT ÞING
HVAÐ Mfum við á þessum
tímum ,að gera með þing í
íhálfan annað manuð.? sagði góð-
^ur og gegn borgari við mig, eftir
að hafa lesið kugleiðingarnar í
leiðara hjer í blaðinu á dögunum,
^þar sem ráðgert var að þinghald-
inu yrði lokið fyrir jól.
Það er alt undir ríkisstjórninni
íkomið, hvort þinghaldið í haust
•yerður langt eða stutt. Störf
;t>ingsins hljóta að mótast af
-tvennu:  Afgreiðslu  fjárlaganna
og annara laga í sambandi við
l>au, svo og löggjafar varðandi
íStríðið.
Stríðslöggjöfin   þarf  ekki  að
tefja þingið. Þar eru viðfangs-
•efnin ný með hverjum degi sem
'líður. Altaf koma ný sjónarmið.
Æitt í dag; annað á morgun.
IÞannig verður þetta meðan stríð-
iíð steridur.
Það er því útilokáð með öllu,
• að Alþingi geti sett nokkra var-
.>anlega heildarlöggjö'f, varðandí
•stríðið.  I því efni verður þingið
að láta sjer nægja að setja víðtæk
:heimildarlög, sern veita stjórninni
ótakmarkað  vald  til  sjerhverrar
þeirra ráðstafana, sem nauðsyn-
tlegar þykja á hverjum tíma.
•
Það verða því fjárlögin og önn-
"tar lög í sambandi við þau, sem
ákveða lengd þingsins að þessu
sinni.  En 'þar. er líka alt komið
^tindir ríkisstjórninni, hvort þing-
:ið þarf að hafa langa eða skamma
^setu.
'Þjóðin krefst þess, aS ný fjár-
íijnálastefna   verði   upp   tekin.
rHennar krafa er, að útgjöld rík-
issjóðs verði stórlega lækkuð og
fundinn grundvöllur til skatta-
lækkunar. Hennar krafa er einn-
ig,  að  lækkaðar  verði  byrðar
;þæjar- og sveitarfjelaganna, því
að þeirra fjárhagur er nú víðast
Iivar í kaldakoli, en gjaldgeta
borgaranna brostin.
Þetta  eru  aðalmálin,  sem  Al-
vþingi verður að leysa í haust. En
þingið  leysir  aldrei  þessi  mál,
-svo vel fari, ef ríkisstjórnin ekki
leggur málin rækilega undirh"áin
:í hendur þingsins.
*
Því  var  yfirlýst,  þegar  þjóð-
stjórnin  var  mynduð,  að  höfuð-
verkefni  hennar  skyldi  verða:
Viðreisn atvinnu- og fjármálanna.
Störf  stjórnarinnar  hafa,  það
•sem af er, meir beinst að öðrum
þætti verkefnisins — atvinnumál-
tmum.  Viðhorf  þeirra  er  líka
tiokkuð með öðrum hætti en fjár
málanna,  því að hin síðarnefndú
eru meira  háð  löggjöf  landsins.
Þar  verður  því  engin  veruleg
breyting  gerð,  án  aðstoðar  lög-
: gjafans.
Átökin um viðreisn fjármálanna
verða því háð á Alþingi. Vonandi
þarf ekki  í þessu  sambandi  að
¦ gera  ráð  fyrir  miklum  átöku'm.
"Þjóðin ætlast til, að ríkisstjórnin
standi  einhuga  og  samtaka  um
þessa aðkallandi nauðsyn.
Ef ríkisstjórnin stendur saman
um viðreisn fjármálanna, þarf
engu að kvíða. Hún leggur þá
málin rækilega undirbúin fyrir
þingið. Átök verða þar þá engin,
nema hvað kommamir reyna að
sjálfsögðu eitthvað að gjamma.
En enginn tekur mark á þeim.
Þingið getur svo afgreitt málin
greiðlega og lokið störfum á mjög
skömmum tima. Það þyrfti ekki
að koma saman aftur fyr en haust-
ið 1940.
•
Ríkisstjórnin er þannig skipuð
nú, að viðreisn fjármálanna á að
geta gengið greið^ega, ef einlæg-
ur vilji er til umbóta á þessu
sviði. Og hví skyldi vanta vilj-
ann? Hafa ekki allir flokkar, sem
standa að ríkisstjórnínni margoft
lýst yfir því, að þeir vildu draga
úr opinberum útgjöldum, ríkis,
bæjar- og sveitarfjelaga? Hafa
ekki sömu flokkar einnig hvað
eftir annað lýst yfir því, að skatta
byrðin væri orðin of þung? Eru
hugsanleg betri skilyrði til efnda
slíkra loforða en einmitt nú, þar
sem þjóðstjórn situr að völdum?
Hugsanlegt er, að ágreiningur
rísi innan stjórnarinnar (eða
flokkanna á þingi) um það, hvar
útgjöldin skuli lækkuð. En tímarn
ir, sem við nú lifum á, eru þann-
ig, að átök iim þetta eiga alls
ekki að koma til greina. Þeir
krefjast róttækra aðgerða og
sparnaðar á öllum sviðum. Meira
að segja getur svo farið, að við
neyðumst til að fresta um stund-
arsakir framkvæmd ýmissa nytja-
mála, vegna hins alvarlega ástands
sem ríkir.
Það er því að«ins eitt sjónar-
mið, sem ríkisstjórnin verður að
hafa, er hún nú leggur fjárlögin
fyrir Alþingi: Að Ijetta af ríkis-
sjóði öllum útgjöldum, sem ekki
eru óumflýjanleg, En jafnframt
verður að gera ráðstafanir til
þess, að draga úr byrðum bæjar-
og sveitarfjelaganna, því að fjár-
hagur þeirra flestra er nú í kalda-
koli.
•
Alþingi mun að þessu sinni
eiga að koma saman 1. nóvember.
Er því ekki langur tími til stefnu.
En það myndi flýta mjög fyrir
störfum þingsins, ef fjárveitinga-
nefnd tæki til starfa nokkru áð-
ur, þannig að hún hefði að mestu
lokið störfum sínum, þegar þingið
kemur saman.
Þess er að vænta, að ríkisstjórn-
in vinni nú fljótt og vel að við-
reisn fjármálanna. Leggi málin
vel undirbúin fyrir þingið. Þá fá-
um við stutt, en athafnamikið
þing. Þannig á það líka að vera. j
„Esja" er fallegt og
traust skip
Eldri dansarnir verða
leiknum, sem haldinn er
húsinu í kvöld.
á  dans-
í G. T.-
Hundruð manna biðu í
gærmorgun í alt að
þrjár klukkustundir á hafn-
arbakkanum eftir því að hið
nýja strandferðaskip, Esja,
legðist að bryggju. Von var
á skipinu klukkan Sy2—9,
en það tafðist sökum þoku
og lagðist ekki upp að Gróf-
arbryggjunni fyr en klukk-
an iiy2. Þá voru þúsundir
Reykvíkinga komnir til að
fagna hinu nýja skipi, og
skip Eimskipaf jelagsins, sem
lágu í höfninni, voru prýdd
hátíðafánum, í heiðursskyni
við Esju.
Einum kvenfarþega varð líka
að orði er Esja skreið inn höfn-
ina: „Þetta kalla jeg móttökur.
Það er bara eins og konungur-
inn sje að koma". Lýsingin er
ekki fjarri sanni.
Svarta þoka grúfði yfir höfn-
inni í gærmorgun og þegar
klukkan var orðin 9^/2 án þess
að sæist eða heyrðist í Esju, fór
tollbáturinn nýi með hafnsögu-
mann, tollþjóna og þrjá blaða-
menn, sem komnir voru á und-
an öðrum starfsbræðrum sínum
út á móts við skipið.
Að lokinni tollðkoðun hjá
rúmlega 100 farþegum, var
siglt inn Reykjavíkurhöfn og
frá farþegadekki skipsins hljóm
uðu tónar „Jeg vil elska mitt
land" frá hátalara og um leið
og lagst var upp að var þjóð-
söngurinn leikinn.
ÁLIT  SKIPVERJA.
Esja er fallegt skip fyrir aug-
að að minsta kosti og öllu
smekklega og haganlega fyrir-
komið. Farþegarnir voru ánægð-
ir með ferðina og yfirleitt var
ekkert annað en ánægjuradd-
ir að heyra. Þó var ekki komist
hjá að heyra smá aðfinslur.
Verður vikið að því síðar. En til
þess að menn geti heyrt hvern-
ig „hljóðið var í þeim" Esju-
mönnum eru þessi dæmi:
Farþegarnir sögðu flestir:
„Farþegaklefarnir eru þröngir,
en salirnir ágætir".
Vjelstjóri sagði við mig: „Það
er óhætt að skrifa, að vjela-
rúmið sje það besta í skipinu.
Alt „tipp, topp" og eftir
ströngustu kröfum nútímans".
Einn stýrimaður sagði: „Hjer
er herbergið mitt. Ekki ýkja
stórt, en smekklegt og öllu
haganlega fyrir komið. Jeg er
fullkomlega ánægður".
Háseti sagði: „Hásetarúmið
er ágætt. Við erum ánægðiríí.
Einn af starfsmönnum bryt-
ans mælti: „Þeir sem bygðu
skipið hafa alveg gleymt þeim,
sem við veitingarnar vinna".
Þetta var „hljóðið", Og hver
er betur fær um að dæma en
þeir, sem reynt hafa?
Heildaráhrifin, sem maður
fær sem gestur, er snöggvast
k< mur um borð til að skoða,
ená að mínum dómi þessi:
„Þetta er fallegt nýtískuskip
með öllum þæg'ndum fyrir
farþega. Það má segja, að mað-
ur verði hrifinn af að skoða
skipið.
í lyftingu er íbúð skipstjóra,
stór og vel úr garði gerð, og auk
þess íbúð yfirstýrimanns.
LOFTSKEYTASTÖÐIN.
Á farþega þilfari er loftskeyta-
stöð skipsins. Utbúin öllum nýj-
ustu tækjum á sviði loftskeyta-
tækninnar með talstöð og öðru til-
heyrandi. Hátalarar eru í sölxrn-
um og á farþegaþilfari úti, svo
að hægt er að taka lagið við koma
og brottför skipsins, eins og farið
er að tíðkast erlendis.
Loftskeytastöðin er frá hinu
þekta danska loftskeytafjelagi
„Ingeniörfirma M. P. Pedersen'%
en frá því firma eru loftskeyta-
stöðvar allra íslenskra farþega-
skipa og fleiri íslenskra skipa, og
hafa gefist vel.
ÍBÚÐIR SKIPVBRJA.
íbúðir   skipshafnarinnar   eru
víða um skipið. Flestar eru þær
hentugar,  en þó  virðist,  eins  og
Parþegaklefi á I. farrými. — Pot. maðurinn sagði. sem getið er hjer
um að framan, að veitingafólkinu
hafi verið gleymt.
Yfirmatsveinn cg búrmaður hafa
litla kytru farm undir hvalbak.
Báðir þessir menn hafa mikinu
starfa með höndum. Yfirmat-
sveinninn á að sjá um mat handa
alt að 200 manns, og er sá maður
sem ef til vill þarf einna besta
hvíld, eftir að hafa staðið við
matartilbúning allan daginn.
Þá má telja óhentugt, að einn
vjelstjóranna hefir herbergi fram
undir hvalbak, en ekki hjá vjel-
arrúmi eins og hinir vjelstjór-
arnir.
Þetta má kallast nöldur ef vill,
en sannleikurinn er sá, að þegar
smíðað er jafn fullkomið skip og
Esja er, þá er það leiðinlegt að
mistök skuli hafa átt sjer stað í
svona smáatriðum, en ef til vilí
væri hægt að lagfæra þetta að
einhverju leyti ennþá.
Gallarnir stafa sjálfsagt af því,
að ekki hafa verið hafðir með í
ráðum fagmenn á sviði veitinga
um borð í skipum og má sjá það
t. d. í eldhúsinu, þar sem þvotta-
skálar og vatnsleiðslur eru settar
á óhentugasta stað í eldhúsinu,
sem annars er snoturt og rúm-
gott.
Einnig er það galli að þurfa
skuli að ganga í gegnum búrið í
ísskápana og bera kjöt o. þ. h.
í eldhúsið gegnum búiið.
Vigfús Sigurgeirsson.
Það er ekki að búast við því
að mikið rúm sje aflögu í 1300
smálesta skipi, sem taka á 160
farþega og þar að auki 500
smálestir af vörum. Það er í
rauninni undravert hvað tek-
ist hefir að koma fyrir.
Stærð skipsins og önnur lýsing
hefir verið birt hjer í blaðinu og
því ekki farið iit í það hjer. Að-
eins nokkur orð um farþegarúm
og bústaði  skipshafnar.
FARÞEGAKLEFARNIR.
Farþegaklefarnir eru yfirleitt
tveggja manna klefar, en þó
þannig á öðru farrými, að breyta
má þeim í fjögra manna klefa,
en þá yrði allþröngt og ekki gæti
nema einn maður staðið á gólfinu
í einu. Þvottaskál er í hverju her-
bergi með vatnsleiðslum fyrir heitt
og kalt vatn. Rúmirí, eru úr króm-
húðuðum málmi með gúmmídýn-
um.
Stærsti kostur klefanna er loft-
ræstingin, sem er prýðileg, því
hægt er eftir vild að dæla hreinu
lofti í klefana og er loftleyðsl-
unni stjórnað með þar til gerðu
áhaldi í hverjum klefa.
Klefarnir eru eins á I. og IT.
farrými, og er innangengt milli
farrýma, enda ætlast til að eitt
farrými verði á skipinu í sumar-
siglingum þess.
Stigar og gangar eru rúmgóðir
og smekklega fyrirkomið.
SALIRNIR.
Þrír aðalsalir eru í skipinu fyrir
farþega. Borðsalir I. og II. far-
rýmis, þar eru einstök borð fyrir
4—6 menn. Er þar alt mjög smekk
legt. Þá er setustofa undir lyft-
ingu. í stofunni eru hægindastól-
ar legubekkir, alt bólstrað, píanó
og „bar". í setustofunni eru og
smáborð, þar sem menn geta set-
ið við hressingu, eða; spilað á spil.
Þetta er rúmbesti og skemtileg-
asti „reykskáli" í íslensku skipi.
STERKT SKIP.
Esja er.bygð samkvæmt ströng-
ustu nútímakröfum um styrkleika
og öryggi. Eru. í skipinu 5 vatns-
þjett hólf og á skipið að geta
flotíð þó það liðist sundur í þrjá
parta. Milli hólfanna eru vatns-
þjettar hurðir eins og í kafbát
og hægt að loka þeim og opna
með rafmagni.
Yfírleitt er Esja hið fríðasta
skip, sem þjóðin má vera hreykin
af að eiga.
Esja fer í fyrstu för sína n.k.
mánudag, vestur og norður um til
Akureyrar.             Vívax.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8