Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Ámeríkuviðskiftin
------------ framltalri af bls. 3 ------------
Föstudagur 12. jauúar 194flL
Sigurgelr Slgurtfsson blskup
skrlf ar um
Sjera Bjarna Þórarinsson
PRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
með matvörur o. fl. nauðsynjar,
sem kostuðu um 200 þús. í inn-
kaupum, námu tollar um 100
þús. krónum og flutningsgjald
aðrar 100 þús. kr. Þessir tveir
kostnaðarliðir nema m. ö. o. um
100% &f innkaupsverði varanna.
— Halda ekki þessi Ameríku-
viðskifti áfram?
— Jú; vafalaust, meðan stríð-
ið stendur. Enda þótt varan
hækki í verði og nokkrar birgðir
sjeu fyrirliggjandi í landinu, er
nauðsynlegt að halda áfram að
kaupa inn. Enginn veit hvað
framtíðin ber í skauti sínu.
En, heldur Magnús Kjaran á-
fram, vegna þess hvernig fyrir-
komulagið er hjer með hámarks
álagnjingui. á þessar vöjrur, tel
jeg nokkra hættu á, að menn
fýsj' ekki að safna birgðum í
landinu, sem þó er nauðsynlegt
á þessum tímum. Sú litla álagn-
ing, sem nú er leyfð á vöruna,
'fer mestmegnis í pakkhúsleigu,
brunatryggingar, vaxtatap og
annan beinan kostnað. Engin á-
lagning er leyfð fyrir geymslu
varanna yfir lengri tíma, t. d.
fleiri mánuði. Þess utan er svo
áhættan, að varan lækki í verði
í innkaupum og verða innflytj-
endur þá að taka Þann halla á
sitt bak. Þannig vaf þetta með
sykurinn. Verði þessu fyrir-
komulagi haldið áfram, er mjög
hætt við, að það dragi úr áhuga
xnanna í að birgja upp landið
með vörum. Öll sanngirni mælir
með því, að þessu verði breytt,
þannig, að innflytjendur finni
hvöt hjá sjer til að kaupa inn
nauðsynjavöru og birgja landið
upp. Það getur orðið stórgróði
fyrir þjóðarheildina. En til þess
að það geti orðið, verða innflytj
endur að fá leyfi til að leggja á
fyrir geymslukostnaði til lengri
tíma og einhverja hlutdeild í
ef varan hækkar, eins og áhætt-
an er hjá þeim nú, ef varan
lækkar í verði.
— Hefir verslunarfulltrúi Is-
iands í New York annast inn-
kaup vestra íyrir Innflytjenda-
sambandið?
i»KIPAUTC
€
Es|a
fer samkvæmt áætlun í strandferð
yestur nm land mánudaginn 15. þ.
m. kl. 9 síðd.
Tekið á móti vörum til kl. 3
siðd. á laugardag.
Teikniskólinn.
Hýtt námskeið byrjar annað kvöld.
Marteinn Guðmundsson.
Sími 4505.
—  Nei. Þegar fyrsta skipið
fór hjeðan vestur í októbermán-
uði, fór með því Ólafur John-
son stórkaupmaður og hefir
hann dvalið vestra síðan og mun
dvelja þar í vetur. Hann er þar
fyrst og fremst fyrir sitt firma.
En hann hefir verið Innflytj-
endasambandinu mikill styrkur
og mun eftirleiðis verða að
nokkru leyti á vegum þess.
Enda mun vandfundinn heppi-
legri maður á því sviði, bæði
hvað hæfileika og þekkingu
snertir og svo nýtur hann ó-
skifts trausts allrar stjettarinn-
ar, enda má kalla hann föður
hennar.
Á þessum tveim mánuðum,
sem liðnir eru síðan Ameríku-
viðskiftin hófust, hefir Inn-
flytjendasambandið keypt inn
vörur vestra fyrir um 1 miljón
krónur.
—  Hvaða vörur aðrar en
kornvörur og sykur, hafa verið
keyptar í Ameríku? spyr jeg
Magnús Kjaran að h/kum.
— Mikið af timbri til kassa-
gerðar, olíur, aðallega emjör-
líkisolíur og smurningsolíur,
blikk í niðursuðudósir, tóbaks-
vörur o. fl.
J. K.
Utvegun
fiskibáta þarf
að hraða
Haraldur     Guðmundsson
. spurðist fyrir um það á
bæjarstjórnarfundi í gær, hvað
því máli liði, sem nefnd fram-
færslumála tók upp um dag-
inn, að bæjarstjórn reyndi að
styðja að því, að vjelbátar
fengjust keyptir hingað frá út-
löndum.
Borgarstjóri skýrði frá því,
að hann hefði átt tal um þetta
við Stefán Jóh. Stefánsson fje-
lagsmálaráðherra, til þess að fá
vitneskju um hvort ríkisstjórnin
myndi ekki vilja vinna með
bæjarstjórn að þessu máli.
Hafði hann tekið Því vel.
Síðan hafði Sveini Björns-
syni sendiherra verið send til-
mæli um, að athuga hvort bát-.
ar fengjust keyptir í Danmörku
fyrir viðunandi verð, eða anru
ars staðar í nágrannalöndun-
um.
Haraldur Guðmundsson minti
síðan á, að vinda þyrfti helst
bráðan bug að þessu, ef slíkir
bátar ættu að koma að notum
á vorvertíð. Hann benti enn-
fremur á, að til mála gæti kom^
ið að fje fengist úr Fiskveiða-
sjóði t.il útvegunar á bátunum.
Hann vildi að 2 menn yrðu
kosnir með borgarstjóra í nefnd
er fjallaði um þetta mál.
Það fjekk daufar undirtektir.
Málið er í höndum bæjarráðs,
sagði borgarstjóri, og best að
það sje svo áfram.
Hann andaðist hjer í bænum
á þrettándanum, á 85. ald-
ursári og fer útför hans fram í
dag.
Pæddur var hann 1. apríl 1855
að Syðra-Langbolti í Hrunamanna-
hreppi í Árnessýslu. Voru foreldr-
ar hans þau hjónin, Þorarinn
Arnason bóndi og Ingunn Magn-
úsdóttir, hin mestu ágætishjón,
sem víða voru kunn hjer á Suð-
urlandi. Var síra Bjarni eitt af níu
börnum þeirra hjóna. Af þeim
lifa enn þau: frú Þuríður Þórar-
insdóttir og præp. hon. síra Árni
Þórarinsson, sem bæði eru biísett
hjer í bænum, og Ágúst kaupmað-
ur Þórarinsson  í  Stykkishólmi.
Síra Bjarni ólst upp hjá for-
eldrum sínum til 10 árá aldurs. Þá
misti hann þá f öður sinni, er dó það
ár að Stóra-Hrauni á Byrarbakka.
Var hann síðan á vegum, móður
sinnnar og tók að stunda bók-
nám, er hann þroskaðist meira.
Tók hann inntökupróf í latínuskól-
ann vorið 1873 og útskrifaðist
þaðan 1881. Um haustið sama ár
gekk hann inn í prestaskólann í
Reykjavík og tók próf í guðfræði
í septembermánuði 1883. Tók hann
þá þegar prestsvígslu og var vígð-
ur af Dr. theol. Pjetri Pjeturs-
syni biskupi, sem settur prestur
til Þykkvabæjarklausturs í Vest-
ur-Skaftafellssýslu.
Arið 1885 kvæntist síra Bjarni
eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Binarsdóttur, Jónssonar
borgara á Eyrarbakka, systur Sig-
fúsar Einarssonar tónskálds. Eign-
aðist síra Bjarni þar sannan vin
og förunaut, sem aldrei brást hon-
um, en reyndist honum þá best, er
hann þurfti mest á styrk og vin-
áttu að halda í lífinu. Eignuðust
þau 7 börn. Dóu 3 í æsku og tvö
þeirra af slysum og svo sviplega,
að erfitt var að átta sig. Kom
missir þeirra mjög við þau hjónin
bæði. En tvær dætur þeirra, frú
Guðrún og frú Magnea og einn
sonur, Þórarinn, eru öll gift og
búsett í Vesturheimi. Ein dóttir
þeirra, frú Súsanna er gift Ólafi
Hauki Ólafssyni, heildsala hjer í
bænum.
Árið 1884 fluttust þau hjónin
að Prestsbakka á Síðu, og gegndi
síra Bjarni þar prestsþjónustu og
iim nokkurt skeið próíastsstörf-
um, þar til er hann varð prestur í
Útskálaprestakalli 1896, samkvæmt
kosningu safnaðarins. En árið
1899 flyst hann ásamt fjölskyldu
sinni til Vesturheims og er þar
prestur, bæði við söfnuð í "Winni-
peg og víðar þar til árið 1916, er
hann hverfur aftur ásamt konu
og dóttur heim til íslands, sem
hann þráði mjög heitt öll dvalar-
ár sín vestra. — Gegndi hann
skrifstofustörfum hjer í bænum
eftir heimkomu sína- meðan kraft-
ar leyfðu. —
Síra Bjarni átti lund, sem lað-
aði, enda þótti mörgum fyr og
síðar gott í návist hans; gleði og
góðvild eínkendu hann. Þess vegna
var hann vinsæll, bæði sem prest-
ur og maður. Síra Ólafur Magn-
ússon, prófastur í Arnarbæli, sem
þekti hann á þeim árum, er hann
Síra Bjarni Þórarinsson.
dvaldi á Prestsbakka, hefir sagt
mjer, að hann hafi verið góður og
vinsæll prestur og að heimili þeirra
hjóna hafi verið fyrirmyndar
heimili og haft á sjer orð fyrir
gestrisni og höfðingsskap. — Jeg
heyrði hann aldrei prjedika, en
ýmsir hafa sagt mjer, að hann
hafi verið talinn ræðumaður góð-
ur, og er mjer kunnugt um, að síra
Jón Bjarnason fór miklum lofsorð-
um um hann sem slíkan, í brjef-
um hingað til Islands, þau árin,
er síra Bjarni dvaldi vestan hafs.
Ilann var tilfinningaríkur og
átti hjarta, sem fann sárt til. Líf-
ið var honum líka stundum sárs-
aukafult og reynsla þess þung.
Kemur það vel fram í trúarljóði,
er hann orti eftir lítinn son, er
hann misti, að hann setti von sína
og traust á guð í allri reynslu
sinni. Þótt lífið ljeki hann hart,
var hann laus við alla beiskju og
bar góðan hug til samferðamanna
sinna.
Síðustu æfiárin dvaldi hann á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar hjer í bænum, ásamt konu
sinni. Þar var þeim gott að vera.
Frsendur og vinir minnast síra
Bjarna með hlýjum huga. Meðan
hann gat, lagði bann góðum mál-
efnum lið og má þar til hefna
bindindismálin, sem hann starfaði
fyrir af áhuga hin seinni ár. En
nú voru kraftar fyrir nokkru
þrotnir. — Hann var rólegur í
kvöldblænum og hið síðasta, sem
jeg heyrði hann segja, var þetta:
„Mjer líður eiginlega vel. — Þetta
verður ekki svona nema um stund-
arsakir". Bftir þrjá daga var hann
látinn.
Frændur og 'vinir biðja honum
fararheilla, þangað sem
„roðinn  lýsir yfir
nýjum degi".
Sigurgeir Sigurðsson.
H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS.
Aðalf unöur
Aðalfundur Hlutafjelagsins Eimskipafjelags íslands
verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi fjelagsins í
Reykjavík, laugardaginn 8. júní 1940 og hefst kl. 1 e. h.
DAGSKRÁ:
1.  Stjórn fjelagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd-
um á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir-
standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram
til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31.
desember 1939 og efnahagsreikning með athugasemd-
um endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum
til úrskurðar frá endurskoðendum.
2.  Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skift-
ingu ársarðsins.
3.  Kosning f jögra manna í stjórn f jelagsins, í stað þeirra
sem úr ganga samkvæmt f jelagslögunum.
4.  Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og
eins varaendurskoðanda.
5.  Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp
kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf-
um og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fjelagsins í
Reykjavík, dagana 5. og 6 .júní næstk. Menn geta fengið
eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal-
skrifstofu fjelagsins í Reykjavík.
tE3Zt?".*
Reykjavík, 10. janúar 1940.
STJÓRNIN.
Sími 1380.
LITLA BILSTÖBIH
UPPHITABIR BÍLAR.
Er nokknð rtór
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8