Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Laugardagur 11. maí 1940.
I
Útgref.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
Rltstjórar: Jðn Kjartansson ogr Valtyr Stefánsson (ábyrgCarmaCur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgrelrjsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftarg-jald: kr. 3,50 Innanlands; kr. 4,00 utanlands.
í lausasölu: 20 aura eintakiB — 25 aura met! Lesbök.
Þegar þeir komu___
HERNÁMIÐ
DAGURINN 1 GÆR mun
ekki aSeins lifa lengi í
Jninnum þeirra Reykvíkinga, er
fylgdust með atburðunum,
heldur mun hann geymast í
^ögu landsins. Atburðirnir eru
raktir á öðrum stað í blaðinu.
Það ræður að líkum, að menn
4?eta tæplega til neinnar hlítar
-áttað sig á rás viðburðanna,
-eins og hún var í gær, og enn
síður á því, hverjar afleiðing-
.arnar kunna að verða fyrir ís-
lensku þjóðina. Samt eru nokk-
air höfuðatriði, sem skera sig
rár og öllum eru Ijós.
1 fyrsta lagi beinist athygl-
in að því, að okkar gamla vin-j
áttuþjóð, Bretar, sem þrátt fyr-
ir mótmæli íslenskra stjórnar-
valda, hernam höfuðborgina og
;;ýmsa aðra staði á landinu, legg-
ur megináherslu á það, að her-
Mámið sje einvörðungu gert
yegna ótta Breta um það, að
«ella hefði þjóðin orðið öðrum að
bráð. Að vísu er það svo, að ís-
lensk stjórnarvöld hafa ekki
talið, að slík hætta væri yfir-
vofandi. En þó er auðvitað á
¦enga lund sambærilegt, að sjá
hjer erlent yfirvald, ef þessi er
ástæðan fyrir hingaðkomu þess,
við hitt, ef um væri að ræða
frelsiskerðingu til frambúðar.
Þá er í öðru lagi, að Bretar
leggja megináherslu á það,
bæði í yfirlýsingu þeirri frá
:stjórn Bretlands, er birtist í
hreska útvarpinu, sem og í yf-
irlýsingu hins nýja, breska
sendiherra, Mr. Howard Smith,
-að hinir bresku hermenn muni
•eigi dvelja hjer stundinni leng-
mr en hernaðarnauðsyn krefst.
Enn er það, að um leið og
hertakan fer fram, senda Bret-
ar hingað þrautreyndan, virðu-
legan og gáfaðan sendiherra,
sem talandi vitni bess, að þeir
iíti á Island sem algerlega
írjalst og fullvalda ríki í nútíð
víOg framtíð.
Loks er svo þess að geta, að
'því er ákveðið og eindregið lýst
yfir, að hið breska hervald muni
,á engan hátt reyna að hafa á-
lurif á fjármál, atvinnumál eða
Ætjórnmál landsins.
iEnginn ágreiningur getur ver_
ið meðal Islendinga um það, að
hið eina æskilega var, að Is-
land hefði mátt áfram búa í
tfriði og án íhlutunar allra ófrið-
;araðila. En úr því sem komið
er, þýða engar slíkar hugleið-
ingar og er þá að taka því, sem
;að höndum hefir borið með full-
ltominni rö og skynsemi.
Viðburðir dagsins í gær eru
sjálfsagt flestum ærið áhyggju-
-efni. En þó verður að viður-
Tíenna það, að hernám af hendi
vinveittrar drengskaparþjóðar,
*em jafnframt gaf þær yfirlýs-
ingar, er Bretar gáfu í gær, get-
ur ekki verið mikið áhyggju-
<efni  samanborið við  hlutskifti
margra annara smáþjóða og eru
síðustu nærtæku dæmin Hol-
land, Belgía og Luxemburg, að
ógleymdum okkar mestu vina-
og frændþjóðum.
Islendingar geta ekki fremur
en aðrir, gert sjer til neinnar
hlítar grein fyrir því, sem þeirra
kann að bíða. En eins og við-
horfið er í dag sæmir ekkert
annað en það, að halda áfram
lífsbaráttu þjóðarinnar og ein-
beina getunni að því, að bægja
frá þeim voðanum, sem við þó
að einhverju leyti kunnum að
ráða> við. Þjóðin á þessvegna
ekki að festa hugann um of
við það, sem orðið er og hún
hefir ekkert vald yfir, heldur
ber henni að hverfa aftur að
sínum daglegu störfum.
Ncw-Yorfc
sýníngín
opmið í dag
r
Island er
þátttakandí
Idag  verður  heimssýningin  í
New-York opnuð á ný.
Island er sem kunnugt er
þátttakandi í sýningunni. Við
höfum sama sýningarskála og í
fyrra. Verður sýning okkar með
svipuðum hætti og þá. Bætt hef-
ir verið við ýmsum nýjum
munum á sýninguna og aðrfr
hafa verið endurbættir.
Þá höfum við umráð á öðr-
um skála, sem er við hliðina á
sýningarskála okkar. Þar verða
veitingar og framreiddir ýmis-
konar rjettir úr íslenskum mat-
vælum. Veitingaskálinn er rek-
inn af skandinaviskum veitinga-
manni í New-York og höfum
við engan kostnað af þeim
rekstri.
1 þessum skála er einnig mál-
verkasýning og sýndar þar ýms-
ar úrvalsmyndir, sem aðallega
eru í eigu ríkisins og ríkisstofn-
ana.
Haraldur Árnason kaupmað-
ur dvalið ,í New York síðustu
vikurnar til þess að ganga frá í
sýningarskála okkar.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á
Austurvelli kl. 2 á hvítasunnu-
dag, ef veður leyfir. Leikur hún
marsa og íslensk lög; ennfrem-
ur Pinlandia, symphoniskt tón-
verk eftir Sibelius, Ouvertiire Ve-
sentasena, eftir Hause, Valsasyrpa
eftir Robrecht, Amina eftir
Lincke og Söngur til kvöldstjörn-
unnar, úr Tannháuser, eftir R.
Wagner.
T eg heyrði í flugv.ielinni
J laust fyrir klukkan þrjú.
Én jeg trúði ekki mínum
eigjn eyrum, hjelt að jeg
hefði heyrt í einhverju öðru
farartæki og hjelt áfram að
lesa.
En klukkan ríimlega fjögur
var hringt: „Þrjú herskip á ytri
höfninni og flugvjel yfir bænum".
Svona var þá komið.
Jeg var kominn niður í bæinn
klukkan hálf-fimm. Það var enn
hálfrokkið. Hvít jörð, eða öllu
heldur krap á götum og slyddu-
hríð. Alt virtist svo óendanlega
grátt og ömurlegt.
Jeg var köminn að sænska
frystihúsinu og skimaði eftir
skipunum: Skamt út af hafnar-
bakkanum sá jeg í gegnum kaf-
aldið móta fyrir stóru herskipi
með þrem reykháfum og með
fallbyssum, sem miðað var í all-
ar áttir. Skyldu þeir óttast árás?
Skamt frá, en nokkuð fjær, var
annað skip af alt annari gerð, en
þó engu minna, að því er virtist.
Og síðan þriðja skipið, minst, en
það var á hreyfingu.
Hjá frystihúsinu stóðu nokkrir
menn og horfðu Út á sjóinn. Þeir
sögðu ekki mikið, ein og ein setn-
ing og síðan þögn. Og þeir hjeldu
áfram að horfa út á sjóinn.
„Hafa nokkrar ferðir verið frá
skipunum til lands?" spurði jeg.
„Nei, en skyldi það vera nýi
breski sendiherrann, sem er að
koma . . . ." Hvernig vissu þeir,
að skipin voru bresk? Þeir vissu
það ekki. Bn skyldi það vera
sendiherrann . . .
Kannske var það alt og sumt.
Jeg sá nú, að einhverjir stóðu úti
á hafnarhaus. Ef tíl vill vita þeir
eitthvað meir. En það voru aðeins
nokkrir unglingar, 15—17 ára,
piltar og stúlkur. Voru þau að
byrja" daginn í dag, eða var dag-
urinn í gær ekki liðinn hjá þeim?
Þau höfðu ekkert orðið vör við
ferðir milli skips og lands.
Þegar jeg kom aftur upp á
hryggjuna, sagði einhver við mig,
að bresku ræðismennirnir, sá sem
býr á Hjeðinshöfða og hinn hefðu
sjest á ferð í bifreiðum fram og
aftur meðfram höfninni. Jeg fór
að leita að þeim, því að jeg vildi
fá upplýsingar.
En nú var minsta skipið lagst
við hliðina á stóra skipinu með
reykháfana þrjá. Þarna var eítt-
hvað að gerast.
Það var nú stytt upp.
Jeg fann ekki ræðismennina, En
nií mundi jeg eftir, að jeg gat
ekkert gert án prentara. Jeg varð
að vera við öllu búinn.
Þegar jeg kom aftur, voru að-
eins tvö skip á ytri höfninni.
Hinar fáu hræður, sem staðið
liöfðu hjá frystihúsinu, voru
horfnar. Og snjórinn á götunum
var bráðnaður. Það var aðeins
grátt, rennblautt asfaltið.
Mjer fanst eins og stóra skij)-
ið með reykháfunum þremur
hefði færst nær hafnargarðinum.
Og mjer fanst það bæði gamalt
og — jeg verð að segja það eins
og er — ljótt. Hvítar rákir höfðu
verið málaðar á það ofanþilja,
óreglulegar rákir, eins og öldu-
kambar. Þannig fara þær að dylj-
Það var enn skuggsýnt' og dimt í lofti, er fyrsta myndin yar teMn
af bresku hermönnunum eftir að þeir stigu á land í gærmorgun. —
Myndin var tekin klukkan 5.30. Hjúkrunardeild var þá að taka sjer
bækistöð í Hótel ísland.
ast hver fyrir annari, þessar
drotningar hafsins.
Þarna kom einhver á hraðri
ferð. „Hann er að leggjast upp
að, það eru hermenn", kallaði
hann. Jeg tók til fótanna, því
þarna var þriðja herskipið, sem
horfið var af ytri höfninni, að
leggjast við gamla hafnarbakk-
ann. Og þarna voru nokkrir menn
á ferii á bakkanum, 10—15
manns, e. t. v. fleiri.
Jeg sá nú, að á þiljum stóðu
hermenn í bránleitum einkennis-
búningum, hver röðin við hliðina
á annari. Nokkur hundruð manns,
hugsaði jeg.
Þegar jeg var kominn niður á
hafnarbakkann, var búið að setja
landganginn. Nokkrir voru komn-
ir í land. Þeir voru að skipa sjer
í raðir, og stöðugt fleiri komu til
að fylla raðirnar. Það var stöð-
,ugur straumur. Jeg vissi nú nóg,
°g Deg hefði getað farið að hugsa
vum blaðið.
En þarna fann jeg ræðismenn-
¦ina. Kannske gátu þeir gefíð
skýringa, kannske var það samt
bara sendiherrann . . .
En —
„Jeg hefi ekkert að segja yð-
ur, þjer getið sjálfur sjeð". Og
aðalræðismaðurinn gerði hand-
hreyfingu, sem sagði alt.
Og jeg gat nú farið að skrifa
í blaðið.
Dregið 13. flokki Happdrættisins
2508
20707
168
5335
11547
14019
19776
22568
24781
10.000 krónur:
23423
5000 krónur:
5973
2000 krónur:
9227
1000 krónur:
5688  24774
500 krónur:
3015  3917
24081 24246
200 krónur:
595   844
8386  9145
11903
17041
20861
22954
11948
17348
21371
23574
	100	krónur:
125	132	357 544
662	714 1065 1296	
1880	1922	2034
2291	2564	2769
3162	3222	3267
3361	3445	3465
3740	3966	4084
4291	4301	4467
4775	4865	5147
5423	5505	5553
5690	5728	6028
6115	6116	6126
6941	7102	7466
7762	7811	7830
7873	7899	7955
8130	8195	8317
8519	8649	8780
19126
5071
9176
13531
18837
21674
24514
577
1657
2211
2883
3392
3548
4220
4703
5215
5671
6036
6364
7762
7859
8066
8447
8875
8962
9065
9588
9849
10641
10196
11473
11796
12499
13230
14051
14367
14711
15129
15788
16180
16717
17172
17267
17983
18135
18723
19078
19765
20224
20818
21271
21857
22054
22644
22855
23241
23540
23935
24245
24990
8964
9231
9605
10162
10768
11281
11577
11848
13062
13237
14181
14377
14800
15243
15825
16258
16901
17181
17487
18046
18323
18812
19435
19846
20233
20891
21370
21972
22307
22683
22907
23312
23541
23960
24767
9032
9301
9690
10205
10895
11305
11647
12379
13066
13895
14302
14442
14862
15376
15898
16263
16922
17197
17558
18054
18560
18824
19466
19991
20411
20563
•21040
21516
22025
22326
22699
22946
23448
23694
23981
24889
9035
9440
9776
10382
11018
11337
11738
12433
13102
13962
14305
14563
15115
15568
16083
16692
17095
17259
17657
18065
18644
18865
19739
20127
20533
20664
21143
21559
22039
22519
22835
23134
23510
23915
24047
24936
(Birt án áþyrgðar).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8