Morgunblaðið - 11.07.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1940, Blaðsíða 3
Fimtudaginn 11. júií 1940. MORGUNBLAÐIÐ 3 Við greiðum 20 aura af hverri krónu í tolla! Appelsínfir Islands Vitið þið þetta um skartakálið? Ýmiss fróðleikur úr Verslunarskýrslum Slvsið á Draghálsi Verslunarskýrslur fyrir árið 1938 eru nýkomn- ar út. Þær hafa, að vanda, margskonar fróðleik að geyma. Þegar farið er- að grugga í þessum skýrslum kemur ýmis- legt í ljós, sem löggjafarnir og valdhafarnir hefðu gott af að kynna sjer, því að það varpar skýru ljósi yfir ástandið. Hjer verður getið nokkurra atriða úr Verslunarskýrslunum. TOLLARNIR. Á bls. 31 birtist fróðleg skýrsla yfir tollana. Sýnir hún hve mikill hluti tollarnir1 eru af verðmagni innflutningsins á hverju ári. Á árunum 1932—1938 er hluti innflutningstollanna af verðmagni innflutningsins þessi, miðað við hundraðshluta: 1932 12,4% 1933 13,4% 1934 ,13,7% 1935 * 15,5% 1936 17,0% 1937 16,2% 1938 20,7% Af verðmæti hverrar ein- ustu krónu, sem flutt er inn í landið 1938 tekur ríkið 20,7 aura í toll. Nær þetta til allra vara, nauðsynjavara sem ónauð synlegar. Þetta er áður en nýja tollskráin kom í gildi, en þá hækkuðu allir tollar mjög mik- ið. langmesta móti. Innflutningur á kaffiþæti er nú alveg horfinn, en innlend framleiðsla komin í staðinn. Sykurneyslan hefir ríflega fimmfaldast hjer á landi síð-<' an 1880. Síðustu árin hefir neyslan verið yfir 40 kg. á mann og komst hæst 1937, 47,4 kg. Þetta er mikið, samanborið við önnur lönd. Árið 1937 var neyslan minni í flestum löndum Norðurálfunnar, nema Dan- mörku, 50 kg. I Bretlandi var hún 46 kg., Svíþjóð 44 kg. Á árunum 1934—’38 hefir árleg neysla á mann af öli , vín- anda og brennivíni og vínföng- um verið sem hjer segir: ÖI Vínandi Vín- og br.vín föng Itr. ltr. ltr. 1934 3,5 0,4 1,4 1935 3,0 1,3 0,8 1936 2,5 1,1 0,3 1937 2,6 1,3 0,3 1938 2,6 1,3 0,4 Yfirlitið hjer að framan sýnir, að síðan 1934 hafa tollarnir hækkað um rúml. 50%, miðað við verðmagn innflutningsins. FASTAR VERSLANIR. Á árinu 1938 var tala fastra verslana á öllu landinu 1113, en voru 1085 árið 1937. Af þess-1 um 1113 verslunum voru heild- verslanir 82, kauptúnaverslanir 992 og sveitarverslanir 39. Föstum verslunum fór sífelt fjölgandi fram til ársins 1934, svo fækkaði þeim þar til 1938, að þeim fjölgaði nokkuð aftur. Erlendar verslanir (þ. e. eig- andinn búsettur í Danmörku) voru aðeins 3 á árinu 1938. Á aldamótum voru þessar verslan- ir 50, árið 1914 voru þær 43, en 1919, í lok stríðsins, voru þær 36. NEYSLA MUNAÐAR- VARA. Eftirfarandi yfirlit sýnir hve mikil hefir verið árleg neysla á mann af kaffi (og kaffibæti), sykri og tóbaki á árunum 1934 —’38, talið í kílóum: Kaffi Sykur Tóbak 1934 6,0 39,8 1,1 1935 7,1 46,5 0,9 1936 6,6 42,9 0,8 1937 6,6 47,4 0,9 1938 7,5 42,4 1,0 Neysla af kaffi og kaffibæti minkaði nokkuð eftir 1920, en stóð svo nokukrnveginn í stað. Árið 1938 var neyslan með Neðansiávartilsðslan í hafoarvikíDtt langt komin Uppfyllingin í hafnarvikinu, sem var fyrir framan austanverða Tryggvagötu, er lokið að mestu fyrir nokkru síðan, en eftir er bryggjugerðin fyrir framan uppfyllinguna, sem verður framhald af hafnar-1 bakkanum elsta og kolabakk-’ num. í þessu horni hafnarinnar verður ekki bólverk eins og í hafnarbökkunum báðu megin við, heldur stólpa bryggja. Er þetta talið hentugast vegna þess að með því móti getur ald- an af höfninni skollið undir bryggjuna, En sjálfur bakk- inn eða jaðar uppfyllingarinn- ar þarf að vera úr vandaðri grjóthleðslu, og hefir verið unnið að þeirri hleðslu í vor og sumar. Þarna er 4 metra sjávardýpi um stórstraumsfjöru, og hefir orðið að hlaða þenna fláa grjótvegg niðri í vatninu. Er þessi neðansjávarhleðsla brátt fullgerð. Hleðslusteinun- um hefir verið rent niður úr gálga sem er á fleka, en kafari sjer um að hver steinn komi 'niður á rjettan stað í hleðsluna. Vegfarandi sem fór um Drag- háls eftir að slysið vildi þar til á sunnudaginn, tók mynd af vörubílnum, sem stakst út af veginum. Bíllinn stendur upp á endann, eins og myndin sýnir, og er merkilegt að farþegarnir skyldu ekki meiðast meira en raun varð á. Síldin t kemur vestur Sást út af Skaga i gær Heldur minna barst af síld til Siglufjarðar í gær en dagana næstu á undan. Var veið- in tregari í fyrrinótt, vegna kulda og brælu. Alls komu í gær 16 skip, með um 11500 mál. Frjetst liafði um skip á leiðinni, að austan. Síldin virðist nu færast vestur á miðin. Síld sást í gærkveldi 20 mílur út. af Siglufirði og einnig út af Skaga. 8kip voru að koma þangað. 15 skip biðu löndunar á Siglu- firði í gær. RaufarhÖfn. Frjettaritari vor á Raufarhöfn símaði í gær: Hjer er gott veiðiveður. Mikil síld er út af Melrakkasljettu. Um 20 skip bíða nú löndunar hjer. Báðar verksmiðjurnar eru nú í fullum gangi. Nýja verksmiðjan skilar 5000 mála, bræðslu með köflum, en ýmsar lagfæringar tefja vinsluna. Rannsóknir sýna, að í íslensku skarfakáli er meiri C-fjörvi en í suðrænum appelsínum og sítróntrm. Sönnun fyrir þessu er að finna í síðasta Læknablaði. í rit- gerð eftír Höskuld sál. Diingal, nokkurra innlendra fæðutegrmda BLlrkjuimál Tjamarkirkjan i Vatnsnesi vigð Sunnudaginn 7. þ. m. vígði biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson nýju kirkju að Tjörn á Vatnsnesi í Húnavatnsprófasts- dæmi. Viðstaddir voru, auk biskups, fjórir prestar, þeir prófasturinn sjera Björn Stefánsson á Auðkúlu. sjera Jóhann Briem á Melstað, sjera Stanley Melax, Breiðabólstað og sjera Sigurður Norland, Ilind- isvík. Tjarnarsóknin er mjög fámenn, alls um 70 imanns. Mikill mann- fjöldi var viðstaddur vígsluna. Auk biskups töluðu þarna pró- fastur og sóknarpresturinn. Sönginn annaðist söngflokkur frá Hvammstanga. Þar var og gestkomandi frú Guðrún Ágústs- dóttir úr Rvík. Hún söng með söngflokknum og einnig einsöng. Kirkjan hefir verið 10 ár í smíð urn. Hún er bygð úr steinsteypu og kostaði rúmar 18 þús. kr. Er þetta veglegt og vandað guðs- hús. Vígsluathöfnin fór mjög há- tíðlega frarn. • Næstkomandi sunnudag vígir biskup nýja kirkju að Óspaks- eyri í Strandaprófastsdættni. I lok þessa mánaðar mun hann einnig vígja Haukadalskirkju í Árnesprófastsdæmi. Er verið að endurbyggja þá kirkju og að mestu lokið. Þá er gert ráð fyrir, að nýja kirkjan á Akureyri verði full- gerð í haust og vígð þá. Hirðisbrjefið. Hirðisbrjef biskups hefir verið talsvert rætt meðal kirkjunnar manna og einnig leikmanna. Yf- irleitt hefir brjefinu verið mjög vel tekið. Sjera Runólfur Marteinsson rit- ar ítarlega um liirðisbrjefið í Sameininguna, tímarit lút. kirkju- fjel. íslendiittga í Vesturheimi. I upphafi ritgerðarinnar segir svo: „Yfir öllu brjefinu, frá upphafi til enda, er árdagsljóttni. Það er eins og verið sje að boða nýjan, bjartan dag fyrir kirkju íslands og þjóð. Manni hlýnar við hjarta- rætur að lesa: Vonargeislar skína inn um glugga sálarinnar, og framtíðin færist í skrúða sem vekur unað og vilja til að eiga þátt í þeirri endurnýjung, sem er í vændum' ‘. um rannsóknir á C-fjörvimagni Fyrst er mjólkin. Morgunblaðið hefir áður skýrt frá rannsóknunr á C-fjörvimagni hennar. Ranusakaðar voru 13 kartöflu- tegundir í okt. f. á. C-fjörvimagn- ið er nokkuð svipað í öllum teg- undunum. En svo koma rannsóknir á ýmsum öðrum frænmetistegund- vmi, sem ræktaðar eru hjér á landv Niðurstöðurnar (þ. e. mg. í einu grammi), eru þessar: Salat ...................... 0.95 Spínat ..................... 0.48 Skarfakálblöð .........1.00—1.65 Do. stönglar............. 0.60 Tómatar úr gróðurhúsi 0.33 TJm skarfakálið segir greinar- höfundur: Um skarfakálið sannast. hjer það. sem löngu var vitað, að mik- ið C-fjörvi hlyti að vera í því. En að það reyndist svo auðugt( eins og tölurnar sýna, hefði mað- ur sarnt varla búist við. Senni- lega er þetta auðugasti C-fjörvis- gjafinn, sem til er hjer á landiy og hefði mann ekki grunað, að upp úr íslenskri mold sprvtti - jurt, semi hefir jafnmikið C-fjörv- ismagn og appelsínur og sítrónur og jafnvel meira en þær, því að í þeim finst venjulega ekki nema ’ 0.5—1.0 mg. pr. gramm, en í skarfakálsblöðunum alt að 50% meira. Er full ástæða til að athuga möguleika fyrii* því, að rækta skarfakál og gera það að föst- um lið í fæði landsmanna. Boranir byrjaðar við Laugarnar TTIyrir nokkru var lokið við að *- koma stóra bornum fyrir við Laugarnar, og er borun byrjuð þar. En fyrsta holan er enn svo grunn, að ekki er hægt að búast við uppsprettuvatni þar fyrst um sinn. Vatnsmagn Laug- arveitunnar er um 14 lítrar á sekúndu. Það urðu rúml. 20 lítrar á sek úndu sem fengust úr holu þeirri er nýlega var lokið við með litla bornum uppi á Reykjum, og er það mesta vatnsmagn, sem fengist hefir úr einni holu eftir þann bor. Vatnið, sem hjer kom upp, er alveg við suðu, 99° heitt. Er þetta vestan til á hitasvæðinu niður með ánni. Er byrjað á annari holu þar rjett hjá, því líklegt er talið, að enn megi fá þar meira vatn upp úr jÖrðinni. Sæmilegur afli er á trillubáta frá Siglufirði. Fiskurinn er ísaður til útflutnings. Liggja skip á Siglufirði, sem taka fifskinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.