Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. sept. 1940, Mannabein Irá 16. eða 17. öld grafln upp I Klrkjustræti egar verkamenn frá Hitaveit- unni voru aS grafa gryfju í Kirkjustrætinu (beint á móti iTjarnargötu) í gær, komu þeir iniður á mannabein. Fundust þarna alls fjórar kistur og auk þess nokkuð af lausum beinum, þar á meðal tvær hauskúpur. Verkamennirnir höfðu grafið tæpa tvo metra niður, er þeir rákust á beinin. Þeir Matthías Þórðarson fornminjavörður og Jón Steffensen prófessor tóku að sjer að hafa eftirlit með uppgreftri beinanna og voru þau flutt suður í Háskóla. Mun Jón Steffensen prófessor rannsaka beinin, en ekki er afráðið hvað síðan verður gert við þau. Prófessorinn hefir und- anfarið unnið að rannsókn á mannabeinum úr Þjórsárdal. Matthías Þórðarson sagði blaða- manni frá Morgunblaðinu í gær, að það væri ekki nema sem bú- ast hefði mátt við að þarna var komið niður á mannabein. Gamli kirkjugarðurinn í Rvík var einmitt þar sem nú er skrúð- garðurinn milli Aðalstrætis og Landsímastöðvarinnar nýjú, og þegar nýja landsímahúsið var bygt fanst mikið af mannabein- um og minningartöflum, og voru minningartöflurnar múraðar i vegginn á porti landsímahússins vestanverðu. Um aldur þeirra beina, sem fundust í gær, verður ekki full- yrt, með vissu að svo stöddu, en Matthías Þórðarson telur þau vera frá 16. eða 17. öld. Kisturn- ar voru einfaldar, eins og tíðkað- ist á þeim tímum. Ein höfuðkúpan var af konu. Voru tennur allar mjallahvítar og heilar, og óskemdar. Fjöldi manns var allan daginn í gær við gryfjuna og varð að, hafa þar lögregluvörð til þess að verkamenn hefðu frið til að vinna. Bræðslu loklð I Hdsa- víkurverksmiðjo Bræðslú lauk í Húsavíkurverk- smiðjunni s.l. laugardag og þar með vinslutíma á þessari síld- arvertíð, símar frjettaritari vor á Húsavík. Alls hefir verksmiðjan unnið úr 20.850 málum og bræðsla stöðv- aðist aldrei. Gekk vinsla yfirleitt ágætlega, enda er þetta mikið síldarmagn, þegar tekið er tillit til að verksmiðjan á að vinna úr einum 400 málum síldar á sólai'- hring. HJALTEYRI. Á Hjalteyri hafa landað þessi skip í gær og í fyrradag: Ár- mann 64 mál, Útver 460, Fróði 531, Erlingur I. og Erlingur II. 325, Pólarfarið 554 og Yvonna 422 mál. Hjá Eyjólfi á Hvoli ann 31. ágúst s.l. var mann- kvæmt að Hvoli í Mýrdal, er Eyjólfur Guðmundsson hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður átti sjötugsafmæli. Höfðu samstarfs- menn hans í hreppi og hjeraði, og fleiri vinir hans annarsstaðar, á- kveðið að færa honum minning- argjöf sem vott þakklætis fyrir nnnin störf. Var þar komin hrepps nefnd Dyrhólahrepps og enn fleiri samverkamenn Eyjólfs þaðan, svo og sýslumaður Skaftfellinga og ýmsir mætír menn úr Víkurkaup- túni. Eyjólfi var þá afhent skrifborð og skrifborðsstóll sem heiðurs- gjöf, enda hefir hann með öðru allmikið unnið að skriftum og fræðasöfnun. Hafði sýslumaður Gísli Sveinsson orð fyrir gefend- um og árnaði jafnframt hinum sjö- tuga merkismanni, konu hans og heimili allra heilla og blessunar í framtíðinni. Þakkaði Eyjólfui* gjöfina hið besta. Síðan var sest að hófi, er gest- um var búið, og dvalið þar í góð- um fagnaði fram á kvöld. Auk þessara, sem nefndir voru, fluttu þar þakkarávörp til húsbóndans: Sóknarpresturinn síra Jón Þor- varðsson í Vík, Stefán Ilannes- son kennari í Litla-Hvammi, sýslu nefndarmaður Páll Ólafsson frá Heiði og Guðbrandur vitavörður Þorsteinsson í Loftsölum. Kveðjur og heillaskeyti bárust afmælisbarninu unnvörpum frá fjarstöddum velunnurum. Tvö gagnstæð sjónarmið FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU. Á hverju eiga syndugir menn að byggja sáluhjálparvon sína'? Á sínum eigin þroskamöguleikum, svarar spíritisminn hiklaust, — og á því, að haldið verði áfram að biðja fyrir okkur eftir að við er- um komnir í gröfina. Syndugir menn, sem ekki geta hjálpað sjer sjálfir, hlaupa til í eigin krafti að rjettlæta framliðna menn fyr- ir Guði, með bænagerð fyrir þeim. Og þegar við svo komum sjálfir yfir um höldum við þesari bæna- gerð áfram á heilsubótarhælum himnaríkis uns við getum gert alla hólpna og „helvíti tæmist“, eins og stendur í Júlíu-brjefum, trúarbók spíritista. Þá er og möguleikinn fyrir aft- urhvarfi eftir dauðann þægilegur svæfill fyrir sofandi samviskur. Og enn huggar spíritisminn með því, að okkur miklu fullkomnari verur taki okkur í skóla strax og yfir um er komið og leiki okk- ur stig af stigi uns við stöndum fullþroskaðir frammi fyrir Drotni. Þannig verða allir menn sínir eigin frelsarar, einn fyrir alla og allir fyrir einn. — Sá eini, sem þar kemur hvergi nærri, er Mann- kynsfrelsarinn sjálfur, af því þess gerist ekki þörf. Ólafur Ólafsson. Áheit á Háskólakapelluna. Frá S. Þ. 5 kr. Frá ónefndum 3 kr. Þakkir M. J. Vígsla Hauka- dalskirkju Þórður Hjarfar stýrimaður HIN nýja, endurbygða Haukadalskirkja var vígð s. 1. sunnudag. Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson framkvæmdi vígsluna. Fjórir prestar aðstoðuðu við vígsluna, þeir síra Gísli Skúla- son prófastur, síra Guðmundur Einarsson Mosfelli, sóknarprest- urinn síra Eiríkur £tefánsson Torfastöðum og síra Ólafur Magnússon fyrv, prófastur. Kirkjan var fullskipuð fólki. Meðal gesta voru dr. Jón Helga son biskup, sendiherra Dana og frú, Kofoed Hansen fyrv. skóg- ræktarstjóri. Kirkjan rúmar 70 manns í sæti og er prýðileg að öllu leyti. Hún kostaði um 9 þús. kr. Bygg- ingameistararnir Björn Rögn- valdsson og Böðvar Bjarnason stóðu fyrir byggingunni. Að lokinni vígslu var sest að kaffidrykkju í stórri tjaldbúð, er reist hafði verið þarna. Þar fluttu ræður þeir Sigurgeir bisk- up og Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri; hinn síðarnefndi mintist hins látna gefanda, Kristian Kirk. Afll síldveiðiskipanna FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. 7653, Keflvíkingur (242) 11400, Keil- ir (385) 9903, Kolbrún (552) 6816, Kristján (300) 12387, Leó (408) 8(502, Liv (592) 7172, Már (606) 8981, Marz (501) 4169, Meta (226) 6639, Minnie (692) 9723, Nanna (971) 7508, Njáll (559) 4467, Olivette (658) 5590, Pilot (595) 5314, Rafn 12873, Sigurfari (449) 12222, Sildin (440) 8601, Sjöfn (703) 5533, Sjö- stjarnan (916) 6564, Sleipnir (286) 7258, Snorri (416) 5002, Stathav (397) 7158, Stella (259) 10038, Súl- an (245) 14002, Sæbjörn (439) 8849, Sæfinnur (287) 15257, Sæhrímnir (505) 12494, Sævar (485) 5897, Val- bjöm (716) 7948, Vjebjörn (671) 8649, Vestri (762) 5190, Víðir (482) 4394, Vöggur (201) 6214, Þingey (405) 4424, Þorgeir goði'(427) 5565, Þórir (586) 5159, Þorsteinn (489) 11146, Dagsbrún (632) 1916, Guðný (475) 3632, Valur (892) 1408, Sæ- unn (559) 5392, Sævar (559) 3402. Mótorskíp (2 um nót) : Aage, Hjörtur Pjetursson (738) 6798, Alda, Hilmir 6260, Alda, Stat- hav (721) 6037, Anna, Einar Þveræ- ingur (653) 7153, Ásbjörg, Auðbjörg (591) 7324, Baldur, Björgvin (687) 5840, Barði, Vísir (516) 8135, Bjarni Ólafss., Bragi (644) 5835, Björg, Magni (436) 5155, Bjöm Jörundsson, Leifur (648) 10086, Bliki, Muggur (326) 6837, Brynjar, Skúli fógeti (685) 3146, Cristiane, Þór (613) 6883, Eggert, Ingólfur (839) 8700, Einar, Stuðlafoss (325) 4688, Erling- ur I., Erlingur II. (698) 10089, Freyja, Skúli fógeti (803) 6796, Frigg, Lagarfoss (660) 7838, Fylkir, Gyllir (208) 5826, Gísli Johnsen, Veiga (598) 8351, Gulltoppur, Haf- alda (232) 6302, Haki, Þór (142) 2317, Hannes Hafstein, Helgi (532) 6937, Hvanney, Síldin (788) 3486, íslendingur, Kristján (444) 5758, Jón Finnsson, Víðir (693) 7605, Jón Stefánsson, Vonin (721) 8168, Karl, Svanur (262) 1391, Muninn, Þór 1138, Muninn, Ægir (680) 7116, Óðinn, Ó- feigur (290) 9262, Reinir, Víðir (718) 5005, Snarfari I., Villi (631) 7725, Stígandi, Þráinn (709) 5593. Idag verða til grafar bornar jarðneskar leifar Þórðar Hjartar stýrimanns. Við fráfall hans er á bak að sjá einum þeirra atorkusömu og efnilegu manna úr íslenskri far- mannastjett, sem ástæða var til að mega vænta mikils af um dugnað og reglusemi við ábyrgð- armikil störf sjómannsins. Þórður heitinn var fæddur 24. mars 1894 að Gerðhömrum í Mýra hreppi í Dýrafirði, þar sem for- eldrar hans, Hjörtur Bjarnason og Steinunn Guðlaugsdóttir, þá bjuggu. Þaðan fluttist hann með foreldrum sínum vorið 1897 að Klukkulandi í sama hreppi, en vorið 1905 fór hann að Söndum í Þingeyrarhreppi til síra Þórðar Ólafssonar og lconu hans, frú Maríu ísaksdóttur. Hjá þeim ólst hann upp til þess hann 16 ára gamall fór á ný til foreldra sinna, sem þá höfðu sest að á Þingeyri. Þórður heitinn var þegar á æsku- og unglingsárum sínum námfús og bókhneigður, en jafn- framt trúr og ötull við hvert starf er hann hafði með höndum. Um tvítugsaldur tók hann að stunda sjómensku og ávann sjer brátt álit sem efni í dugandi sjó- mann. Þrátt fyrir örðugan fjár- hag rjeðst hann í að stunda nám við Stýrimannaskólann í Reykja- vík og lauk þaðan prófi 1920. Hin næstu ár var hann háseti á skipum Eimskipafjelags íslands og ávann sjer bæði traust og vel- vild yfirboðara sinna, jafnframt því sem hann naut vináttu og samhuga samstarfsmanna sinna. Enda fór saman hjá honum reglu- semi, dugnaður og trúmenska sameinuð vingjarnlegu og lát- lausu viðmóti í umgengni. Árið 1927, 2. okt., kvæntist Þórður heitinn ungfrú Auróru Hall, dóttur fyrv. bókhaldara Jón- asar Hall og konu hans Jónu Örnólfsdóttur. Næsta ár fluttust þau Þórður heitinn og kona hans frá Þingeyri til Hafnarfjarðar, þar sem hann, hin næstu ár, hafði á hendi skipstjórn á fiskiskipum, þar á meðal á línuveiðaranum Pjetursey. Árið 1931 fluttust þau til Reykjavíkur og rjeðst Þórður heitinn sama ár sem stýrimaður á millilandaskipið „Eddu“, sem gert er út af Eimskipafjelaginu ísa- fold, og þeim starfa hjelt hann áfram, þar til hann 9. nóv. síð- astliðinn varð, sakir veikinda, að láta af starfi sínu. Bæði hann og vinir hans væntu þess, að bót mundi fást við sjúkleika hans, svo hann gæti á ný hafist handa við störf er honum voru svo einkar hugþekk. En hjer varð, svo sem oft vill verða, að vonin brást og þungstíg sorgin vitjaði huga elsk- enda og vina, við sviplegt frá- fall, því hjer er á bak að sjá nýtum manni og góðum dreng, sem sárt er saknað af hverjum þeim er honum kyntist, þó sár- astur sje harmurinn elskandi eig- inkonu og ungri dóttur, sem í svo ríkum mæli höfðu reynt ást hans og umhyggju og aldurhniginni móður, sem í honum hafði átt ekki einungis vel gefinn, nýtan og uppbyggilegan borgara, held- Þórður Hjartar. ur og það er henni eðlilega var enn kærara, ástúðlegan og um- hyggjusaman son, og svó systkin- um hans, er sakna elskaðs og ræktarsams bróður. Blessuð veri minning hans. Vinur. 40 skipbrots- mönnum bjargað FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. þeirra myndu ekki vera fjarri þar sem við vorum, en líklega nokkru sunnar. Eftir hálfrar stundar leit fund- um við annan þessara tvéggja báta og voru 14 manns í honum. Fyrirliði í þeim bát var 3. stýri- maður á „Yille de Hasselt“, norsk- ur að ætt. Allir voru skipbrotsmenn illa. búnir og hálf þvældir eftir veru sína í bátunum, enda höfðu þeir sloppið nauðuglega, þar sem tundurskeytið hitti skip þeirra,. er það var á 16 mílna hraða og^ skipstjóri hafði flýtt sjet svo mikið að komast í besta björgun- arbátinn (vjelbát), að hann hafði ekki gefið sjer tíma til að gefa skipun í vjelarrúm um að stöðva skipið. Stýrimönnunum af „Ville de Hasselt“ kom saman um, að þriðji björgunarbáturinn frá skipi þeirra myndi vera um 8— 10 sjómílur fyrir austan okkur og þar sem jeg vissi af togaranum Hilmi á þeim slóðum, þar sem við höfðum haft samflot, taldi jeg víst að hann myndi finna bátinn, enda varð sú raunin á. I þeim bát, sem Hilmir var með, voru 14 manns. Eftir rúmlega sólarhrings sigl- ingu skiluðum við skipbrotsmönn unum í skoskri |iöfn. Mikið voru skipbrotsmenu gramir út í skipstjóra á „Ville de Hasselt". Sögðu þeir að hann hefði fyrstur manna hugsað um að forða sjer og komast í besta bátinn, sem var vjelbátur útbú- inn með miðunarstöð, morsestöð, talstöð og olíuforða til 240 míln3 siglingu, að því er skipverjar sögðu. Töldu þeir skipstjóra mjög hafa brugðist skyldum sínum. Allmikið hafði kveðið að að- gerðum þýskra kafbáta þarna undanfarið, að því er okkur var tjáð, og sagt að á þessum sömu stöðvum hefðu þýskir kafbátar skotið niður 10 stór skip á 7 dög- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.