Morgunblaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1940, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. nóv. 1940. 3 MORGUNBLAÐIÐ Pjetur Halldórsson borgarstjóri V- andaðist kl. 3^ í gær á Landakotsspítala íc • Pjetur Halldórsson borgarstjóri. UM KLUKKAN 4 í gær barst andlátsfregn Pjeturs Halldórssonar borgarstjóra út um bæinn. Hann andaðist á Landakotsspítala. Síðustu vikur hefir honum ekki verið hugað líf. Lækn- ar höfðu gefið upp alla von um það, að um nokkurn bata væri að ræða. Hvað éftir’annað hafði hann verið í .heljar greipum. En lífsþróttur hans var svo mikill, að þjáningar hans framlengdust um sinn. Banamein hans var mein- semd í lungum. í vor sem leið fjekk hann svæsna lungnabólgu, en reis brátt úr rekkju, og vonuðust.menn eftir því að hér væri ekki um neinn langvinnan sjúkdóm að ræða. En hann hafði skamma fóta- vist eftir þetta, og lagðist banaleguna í maí. Fram eftir sumri álitu læknar að hér væri um að ræða brjósthimnubólgu. En síð- ar kom í Ijós að hann hafði ólæknandi meinsemd. „Með Pjetri Halldórssyni eig(a Reykvíkingar á bak að sjá þeim manni, sem átti almenn- ustum og traustustum vinsæld- um að fagna í þessum bæ. Traust samtíðar- og samstarfs- manna hans á drengskap hans og góðvild, hreinskilni hans og karlmannslund, var svo ein- dregið og ótvírætt að aldrei fjell nokkur skuggi þar á. Hann var, sem kunnugt er, borinn og barnfæddur Reykvíkingur. í Reykjavík og fyrir Reykjavík vann hann alt æfistarf sitt. Sjálfum var honum líklega alt- af geðfeldast að vinna verk sín án þess að mikið bæri á. En hann fjekk það ekki. Á tímum sundrunga og flokkadrátta eru menn eins og hann kallaðir til starfa, menn sem allir vita, að alt vilja í sölurnar leggja fyr- ir velferð almennings. Þannig var Pjetur Halldórsson. Þetta mótaði æfi hans og starf. Þegar frjettist um andlát borgarstjóra í gær var öllum skrifstofum bæjarins samstund- is lokað. Verða þær lokaðar í dag. Æfiatriða þessa mikilsvirta forystumanns bæjarins verður nánar getið hjer síðar. Aðalftindur S. í. F. Aðalfundi S. í. F. var kaldið áfram í gœr. Voru ræddar iagabreytingar, sem allar voru smávægilegar. Einnig voru miklar umræður um verðskala á fiskinum, eftir þurk- unarstigum. Fundurinn heldur áfram kl. 2 í dag. Almenf mannfal á land- inu n. k. mánudag Aðalfundur Verslunarmannafje- lags Reykjavíkur verður haldinn í kvöld. f Næstkomandi mánudag, 2. des. fer fram alment manntal um alt 1 and. Hefir ekki farið fram alment mann- tal hjer síðan 1930. J.afnframt manntalinu verð- ur safnað húsa og bæjaskýrsl- um (þ. e. tala húsa, íbúða, hvbrt miðstöðvarhitun er í hús- um eða önnur þægindi, hve há húsaleiga o. s. frv.). Hagstofán hefir undanffu’ið gert. mik ið ítð jþyí að andirbúa að manntalið fari skipulega fram. í kaupsföðiun annast bæjarstjórnin uin frnipkvæmd mann- falsiris, en annftrs staðar prestarnir, með aðstpð hreppsstjóra og hrepps- riefnda. Svo er fyrir mælt, að áður en mann talið fer fram, skuli hverjum kaup- stað eða prestakalli skift í svo mörg umdæmi eða hverfí, að einn maður komist á eiuum tjegi yfir að afla það- an þeirra npplýsinga, sem krafist er. Síðan eru skipaðir teljarar fyrir hvert hverfi og ef teljarastarfið trún- aðarstarf, sem enginn getur skorast undan, sem til þess er hæfur. Það er hinsvegar álitið mikilsvert að teljarar sjeu vel valdir, þ\1 að undir þeim er að miklu leyti komið, hvernig mann- talið tekst. Manntalið nær ekki til setuliðsins, sem dvelur hjer á landi og heldur ekki til erlendra skipa í höfnum landsins. Eins skulu engar skýrslur teknar um hús þau, sem leigð hafa verið fyrir setuliðið, en ef setuliðsmenn búa í öðrum íbúðarhúsum, hvort heldur öllu húsinu, einstökum íbúðum, eða einstök- um herbergjum, þá skal geta þess í skýrslunni, en engar upplýsingar aðr- ar þarf að gefa um þá, heldur aðeins um húsnæðið. Annars næf manntalið til erlendi’a manna, sem dvelja hjer manntalsdaginn, þar á meðal til fjöl- skyldna setuliðsins, sem kynnu að dvelja hjer. Einnig eru taldir erlend- ir flóttamenn, sem hingað hafa leitað enda þótt þeir kunni að dvelja í eigin' skipum. Þegar teljarar hafa skilað skýrslum sínum ber sóknarpresti eða bæjarstjóm að yfirlíta og verði þá vart við villur í þeim eða ónákvæma útfylling, ber að leiðrjetta það og Iaga. Skýrslumar eru síðan sendar til Hagstofunnar. Ef svo skyldi atvikast einhvers stað- ar að ómögulegt reynist aS framkvæma manntalið á einhverjum heimilum um- ræddan dag (2. des.), þá ber að fram- kvæma manntalið þar eins fljótt ög auðið er þar á eftir, en miða ber skýrsluna við það, er var 2. des. eða aðf aranótt þess dags, til þess að, skýrslurnar í heild sinni sýni, hvernig ( ástatt var hjer á landi þann dag. í íslenskum skipum, sem koma hjer. að landi eftir 2. des. er tekið mann- ( tal, þegar þau koma að landi. t Verndið bðrnin gegn beinkröm Ungbarnavernd Liknar vantar tvó ljóslampa -C * " *r f: i Morgunblaðið tekur á móti samskotum EF við fengjum tvo lampa, í viðbót við þann einaysem við nú höfum, myndum við^geta náð til allra barna í Reykjavík og veitt þeim ljósböð og verndað þau gegn beinkröm. 1 - Þetta voru ummæli Katrínar Thoroddsen læknis og drú Srgríðar Eiríks, er þær litu inn á skrifstofu Morgunblaðsins í gær, en þær eru, sem kunnugt er, aðalstoðir Ungbarnaverndar Lákuar, sem starfar,, hjer í bænum. “f ' ’ * Fyrir þrem árum fekk Ung- barnaverndin lampa, sem síðan hefir verið notaður til ljósbaða. Til ársloka 1939 höfðu 237 börn fehgið fjósböð, og á. þessu ári eru börnin þegar orðin um 150, sem hafa fengið Ijósböð. ,Nú eru t. d. 80 krakkar í ljósum lijá Ung- barn averndinni. En vegna þess að Ungbarna- verndin hefir aðeins einn lampa, getur liún ekki nálægt því sint öllum börnum, sem þurfa að fá Ijósböð. Nú bíða um 200 börn eftir að komast að. Vegna lampa- skorts hefir TJngbarnaverndin að- eins getað tekið þan hörn í ljós, sem eru orðin veik af beinkröm og ekki komist yfir þau öll. Hin- um, sem þurft hafa ljósböð til varnar beinkramar, hefir alls ekki verið hægt að sinna. Mæðurnar eru nú farnar að skilja þýðingu Ijósbaðanna fyrir börnin og því er eftirsóknin orð- in mikil eftir Ijósunum og miklu meiri, en hægt er að sinna. Til þess að fyrirhyggja bein- kröm í hörnum, þurfa þau að fá ljósböð á fyrsta eða öðrum árs- fjórðungi. Og ef Ungbarnaverndin hefði 3 lampa — fengi tvo í við- bót við þann sem hún hefir nú — myndi vera hægt að veita öllum börnum í Reykjavík Ijósböð og vernda þau fyrir beinkröm. ★ Morgunblaðið hefir spurst fyrir um það hjá fagmanni, hvað slík- ur lampi myndi kosta nú. Hann gat ekki svarað því beinlínis, en giskaði á 1500 kr. eða svo, með hæfilega mörgum brennurum. Yrði þá allur kostnaðurinn 3—4000 kr. og má furðulegt heita, ef ekki mætti takast að safna þessu fje nú þegar. Morgunblaðið vill mjög eindreg- ið skora á alla þá, sem fjárráð hafa, að leggja fje að mörkum til þessa og veitir fúslega móttöku samskotum í þessu skyni. Söfnum þessu fje strax í dag! ★ í hinu ágæta og stórfróðlega erindi próf. Níelsar Dungals s.I. sunnndag, vakti bann einmitt máls á nauðsyn þess, að 'taka fyrir ræt- ur beinkramarinnar, sem væri mjög fítbreidcl hjer á landi og hið langa og dimma skammdegi ætti aðalorsökina. Ráðin voru ljós- höð þau, sem' Ijngbarnávfernd Líknar hefir ’ iverið > með, <en í of ■ litlum mæli, yegáá fjárskorts. Ei» [ nú biður Ungharpaverndin pm typ.,f larnpa í viðbót, til þess að geta » náð ti] allra barha í Reykjavík og veití þeim ljósböð ókeypis. Þetta . * r ; ■ : \ kostar eínar 3—4000 krónur. O- . dýrari heilsuvernd er áreiðan|ega ekki unt, að fá. . MVtti Katrín Thoroddsen ljet svo um ^ mælt við Morgunblaðið í gær, að- ■ beinkröm væri svo algeng hjer bænum, að jafnvel greindir og að- gætnír foreldrar (íorfðu á alls- konar líkamslýti barna sinna, án 1 þess nokkuð að aðhafast, því að foreidrarnir álitu líkamslýtin ihéði- sköpuð og ekkert væri við þau ' að gera. En þetta væri mestá fjár- 1 stæða; hjer væri beinkrömin að / verki. o I' Reykvíkingar! Styðjum Ung» < barnavernd Líknar í baráttunni gegn beinkröminni. Söfnum nú þegar fje til þess að kaupa tvo lampa og sétjum okkur takmark- ið: Útrýmum allri beinkröm! i:« Morgunblaðið tekur á móti f jár- framlögum í þessu skyni og skor- ar á menn að bregðast nú vel við. 1 I ólöglegur póstur skipi einu, sem var að fara hjeðan í fyrra- kvöld til Ameríku fundu bresk- ir eftirlitsmenn, sem leituðu í skipinu áður en það ljeti,,úr höfn, sendibrjef hjá þremur eða fjórum skipsmönnum skipsins. Tafðist brottför skipsins við þetta. Sjómenn ættu að athuga að það er stranglega bannað að taka með sjer sendibrjef til útlanda eða böggla. Geta' Mik brot haft hinar alvarlegustu af-' leiðingar. Almenningur ætti einnig að neita sjer um að þota greiðvikni sjómanna til þess að fá þá til að taka fyrir sig brjef og sendingar á þenna ólöglega hátt. Leikfjelag Reykjavíkur „Logann helga“ í kvöld, en „Öld- ur“, eftir síra Jakob Jónsson, ann- að kvöld, og hefst sala aðgöngu- miða í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.