Morgunblaðið - 29.04.1941, Page 3

Morgunblaðið - 29.04.1941, Page 3
Þriðjudagur 29. apríl 1941. MORGUN BLAÐIÐ 3 Báðir ritstjórar „f>jóðviljans“ og einn starfsmaður blaðsins hand- teknir af Bretum Fluttir til Englands og verða þar í haldi Útkoma „Þjóðviljans" bönnuð SEINT á sunnudagskvölcl bárust þau tíðindi út um bæinn, að herlögregla breska setuliðsins hefði handtekið þá Einar Olgeirsson og Sig- fús Sigurhjartarson, ritstjóra „Þjóðviljans“, og einnig Sig- urð Guðmundsson, blaðamann, er hefir starfað við þetta sama blað. Allir hinir handteknu menn voru síðan fluttir út í skip, er lá ferðbúið hjer í höfninni, og svo lagt af stað með þá til Englands. Þar verða þeir hafðir í haldi. Samtímis handtökunni fór bresk herlögregla til skrifstofu ,,Þjóðviljans“ í Austurstræti 12 og tók þar alt í sínar vörslur og bannaði útkomu blaðsins. framvegis. Stjórn breska setuliðsins gaf strax í gærmorgun svohljóð- andi tilkynningu um þennan atburð: „Yfirforingi breska hersins á íslandi tilkynnir, að hann hafi verið neyddur til að banna blaðið „Þjóðviljann“ og senda af landi burt þá þrjá menn, sem aðallega starfa við það. Jafnvel þótt blað þetta hafi þegar í nokkra mánuði sýnt full- an fjandskap gagnvart Bretum, þá hefir vilji þeirra til að leyfa mönnum eins mikið prentfrelsi, og mögulegt er, afstýrt því, að slíkt skref hafi verið tekið, fram til þessa. En frá áramótum hefir blaðði auk áróðurs síns gagnvart Bretum, gert alvarlega tilraun til að eyðileggja hernaðaraðgerðir, sem eru nauðsynlegar til að verja landið, með því að æsa upp verkamennina, sem vinna að þessum aðgerðum, og með því að stuðla að tilraunum til uppreisn- ar meðal hermannanna. Slík verk sem þessi, sem ekki eru annað en raunveruleg aðstoð við nazista, eru óþolandi. Verkamennirnir í Bretavinnunni fá ágætt kaup og þvert ofan í hinar ósönnu stað- bæíingar Þjóðviljans er hagsmuna og velferðar þeirra vel og sam- viskusamlega gætt af herstjórninni. Yfirforinginn vonar, að ekki þurfi að gera frekari ráðstaf- anir, en vill um leið taka skýrt fram, að þótt Stóra-Bretlandi sje jafn umhugað um frelsi íslands og siít eigið frelsi og allra ann- arra þjóða, þá verður og skal alt, sem talist getur til hjálpar við möndulveldin, bælt niður“. Ofanritaðri tilkynningu her- stjómarinnar fylgdi brjef til ritstjóra Þjóðviljans, svohljóð- andi: „Hjer með tilkynnist yður að útgá^a blaðsins ,,Þjóðviljans“ er bönnuð hjeðan í frá. Ef tilraun verður gerð í því augnamiði að hefja útgáfuna að nýju, hvort sem er með sama hætti og áður eða undir nýju nafni, munu nauðsynlegar ráð- stafanir verða gerðar í því efni. Aðvörun þessi nær einnig til hverskonar tilrauna til að bera fram opinber mótmæli eða halda uppi andbreskum áróðri með dreifimiðum, bæklingum eða á nokkum annan hátt“. Þessar nýju handtökur og brottflutningur hafa að vonum vakið ugg og kvíða meðal al- mennings. Alþingi hefir mót- mælt þessum aðgerðum. Ríkis- st'ómin ætlar einnig að mót- mæla. Lausn i sigl- ingamðlunum I dag? Sáttanefndin, sem undan- faraa daga hefir unnið að lausn á siglingamálunum, sat á fundi til kl. iy2 í nótt. Samkomulag tókst ekki að fullu í nótt, en búist er við lausn þessara mála í dag. Morgunblaðið náði tali af nefndarmönnunum, er þeir komu af fundi í nótt, en þeir vildu ekki láta hafa neitt eftir sjer um hvernig málin stæðu, að svo komnu, að öðru leyti en að framan greinir, að búast mætti við úrslitum í dag. — Alþíngí mótmæíír handtökun- um og brottfliítn íngnnm Húsnæðið trygt handa börnunum Þau fara slrax i % ' . '" 1 - i og wegir balna K ■lukkan 2 e. h. í gær var haldinn lokað- ur fundur í Sameinuðu Al- þingi, til þess að ræða um handtöku Einars Olgeirs- sonar alþingismanns Stóðu umræður í þrjár klukku- stundir. Að lokum var samþykt einróma svohljól- andi þingsályktun: „Um leið og það er vitað, að ríkisstjórnin mótmæli við bresk stjómarvöld hinni nýju handtöku og brottflutnings íslenskra þegna og banni á aitkomu íslensks dagblaðs, ályktar Alþingi að leggja fyrir rík- isstjórnina að bera fram sjerstaklega eindregin mót- mæli Alþingis gegn hand- töku og brottflutningi ís- lensks alþingismanns og vitna í því efni til verndar þeirrar, er alþingismenn njóta samkvæmt stjórnar- skránni“. Þessi þingsályktun „um mótmæli gegn handtöku ís- lensks alþingismanns“, var flutt af fjórum forsetum Alþingis, þeim Haraldi Guðmundssyni, forseta sam einaðs þings, Jörundi Brynj- ólfssyni, forseta neðri deild ar, Einari Árnasyni, for- seta efri deildar og Gísla Sveinssyni, fyrsta vara- forseta neðri deildar. Nafnakall var viðhaft við atkvæðagreiðsluna, sem fram fór á opnum þing- fundi. Var þingsályktunin, eins og fyr segir samþykt einróma. VARAMAÐUR EINARS OLGEIRSSONAR S UMARDVALARNEFNDIN hefir nú umráð yfir nægu húsnæði til sumardvalar handa öllum kaupstaðabörnum á aldrinum 5—8 ara. Hefir og náðst samkomulag um skiftingu skólahúsanna milli bæjanna og er skiftingin í aðalatriðum hugsuð þannig: Jóhannes úr Kötlum, skáld, tek- ur nú sæti á Alþingi. Hann er varamaður Einars Olgeirssonar. íslenska flotan- um bætlst nýtt sklp Capitana, hið nýja skip Magn- úsar Andrjessonar útgerðar- manns, kom hingað til Reykja- víkur s.l. laugardag, eftir 21 dags siglingu frá New-Bedford í Banda- ríkjunum. Er það hið glæsilegasta skip, þrímöstruð skonnorta, 277 smál. brúttó, með 250 hestafla Diesel-hjálparvjel. Blaðamönnum var í gær boðið um borð í skipið, þar sem það lá á ytri höfninni, og sýndi eigandi skipsins, ásamt skipstjóranum, Jóni Sigurðssyni, þeim það og greindi sögu þess. Er skipið skemtiferðasnekkja, sem siglt hefir vjða um Suðurhöf. Er það bygt árið 1927 í Englandi og kostaði þá um 100 þús. ster- lingspund. Upp á síðkastið hefir skipið verið notað sem flutninga- skip, en þó ekki verið breytt til samræmis við það. Hingað flutti skipið 180 smá- lestir af maismjöli og var þvi komið fyrir í farþeganimi skips- ins, sem eru 10 klefar, misjáfn- lega stórir. Lengd skipsins er um 140 fet og er það alt hið vandaðasta. Lestariim er ekkert, enda er skip- ið bygt fyrst og fremst með ann- að fyrir augum en flutninga. Fremst í skipinu eru hásetaklefar og eldhús með fullkominni Aga eldavjel og ísskáp. Miðstöð er í skipinu með kola- kyndingu. Skipið er 'ur járni. Magnús Andrjesson hefir í hyggju að breyta skipinu þannig, að í því skapist lestarúm, er geri ísfisksflutninga með þvi mögu- lega. Sýnist til þess þurfa veru- lega breytingu. Skipstjórinn, Jón Sigurðsson. taldi ferðina hafa gengið vel. FRAMH. Á SJÖTTU SfÐtl Akureyri fær heimavistar- skóla og samkomuhús austan Öxnadalsheiðar, að undanskild um Laugaskólanum og e. t. v. 2 smærri skólahúsum, sem falla í hlut Reykjavíkur. Siglufjörður fær Hólaskóla skóla og aðra smærri skóla í Skagafirði. Akranes fær Ásbyrgi og Stað- arbakka í Miðfirði. Seyðisf jörður, Reyðarf jörður , og e. t. v. Vestmannaeyjar fá Biðaskóli, Hallorm.sstaðaskóla og aðra smærri skóla á Austur- landi, eftir þörfum. Reykjavík og Hafnarfjörður i fá öll önnur skóla- og samkomu jhús, en ekki búið að ákveða til jfulls skiftinguna. I Rjett er að geta þess, að sum- I ardvalamefndin fær umráð1 , allra hinna stærri skóla í sveit- um og einnig gistihúsa, þ. á m. Laugarvatnsskólann og gistihús ið Valhöll á Þingvöllum. Strax og vegir verða færir og búið er að setja skólahúsin í stand, verður farið að flytja börnin í flokkum á þá staði, sem þeim eru ætlaðir til sumardval- ar. Upplýsingar þær, sem að framan getur, fengu blaðamenn hjá Sumardvalamefndinni í gær. Nefndin ljet ennfremur getið eftirfarandi: Vegna Reykjavíkur sjérstak- lega skal fram tekið: Líkur eru til þess, að starfrækt verði um 20 sumardvalarheimili með sam tals að minsta kosti 1100 börn- um á aldrinum 5—8 ára. Nokk- ur eldri böm verða þó á ein- hverju þessara heimila, ef þau eru veikluð og þau af þeim á- stæðum geta ekki dvalið ein síns liðs á sveitaheimilum. Innan fárra daga birtir sum- ardvalarnefndin sjerstaka til- kynningu til aðstandenda, þar sem þeir verða kvaddir til við- tals og ákveðinn hefir verið dval arstaður fyrir börnin. Þá munu verða starfrækt frá Reykjavík 7 mæðraheimili með 10 til 100 mæðrum á hverju heimili með ungbörnum. (Frá FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍÐD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.