Morgunblaðið - 10.06.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. júní 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Bretar manns hanðtaka sjö /fjórar konur og\ X \þrjá karlmenn/ <X lOCllIl UI Frá Sjómanna- deginum Gefið að sök að hafa skýll þýikum flólta- manni í 12 mánuði Breska herstjórnin varar menn við að veita ðvinum Breta aðstnð AÐFARANÓTT SUNNUDAGSINS s.l. handtóku breskir hermenn sex manns á ísafirði, voru það fjórar konur og tveir karlmenn, og enn- fremur vitavörðurinn á Keflavíkurvita við Súgandafjörð. Fólk þetta verður, eða hefir verið, flutt til Englands. Fólki þessu er gefið að sök, að það hafi skýlt og aðstoðað við að fara huldu höfði hjer á landi Þjóðverjann August I.ehrmann, sem bresk hernaðaryfirvöld tóku nýlega fastan á Fatreksfirði. Breska herstjómin hjer á landi gaf í gær svofelda yfirlýs- ingu til blaðanna út af þessum atburði: „Yfirhershöfðingi breska heriiðsins á Islandi tilkyhnir, að hann hafi neyðst til að flytja úr landi til halds í Hinum sam- einuðu konungsiúkjum (United Kfjngdom) eftirfarandi ein- staklinga fyrir að veita óvina- flóttamanrvjnum August Lehr- mann virka aðstoð; þrír hinir fyrstnefndu eru þýskir borgar- ar og hinir fjórir íslenskir ríki isborgaraf: Frau Hásler frá ísafirði. Fraulein Hásler frá ísafirði. Frau Scheiter frá Reykjavík. Jóhann Eyfirðingur frá Isa- firði. Tryggvi Joachimsson frá Isaj firði. Mrs. Tryggvi Joachimsson frá ísafirði. Þorbergur Þorbergsson frá Gelti nál. ísafirði. Nýlega Var birt tilkynning þar sem frá því var skýrt, að frelsi. íslands væri Stóra-Bret- landi jafn hugleikið og sitt eig- ið frelsi og annara þjóða, en alt það, sem gert væri til að reyna að hjálpa öxulríkjunum myndi verða bælt niður. Yfirhershöfð- inginn lýsti þá þeirri von sinni, að ekki þyrfti að koma til frek- ari aðgerða, en þessir sjö manns hafa skýlt þýskum þégni í næst- um 12 mánuði full velvitandi; hver hann var —- þýskum flótta manni, bæði eftir breskum og íslenskum lögum. Þetta fólk hefir hjálpað Þýskalandi og hefir á virkan hátt torveldað varnir íslands. En þó hershöfðingjanum þyki leitt að hann skyldi þurfa að taka þetta skref, þá vill hann, að íslensku þjóðinni sje gert það Ijóst, að hann muni ekki þola minstu aðstoð óvinum breska heimsveldisins til handa, eða verknaði, sem sjeu líklegir til að stofna öryggi breska her- liðsins á Islandi í hættu. FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU Fjölmenn sjálfstæðissamkoma á Sauðárkröki Sjálfstæðisfjelag Skagfirðinga efndi síðastliðið laugardags- kvöld til samkomu að Sauðárkróki. Sátu hana um 200 manns og var margt manna víðsvegar að úr sveitinni. Valgarð pjöndal, formaður hjer- aðsstjórnar Sjálfstæðismaima, setti samsætið með ræðu og stjórnaði því. Bjarni Benediktssón, borgar- stjóri, Jóhann G. Möller, alþingis- maður, og Jóhann Hafst.ein, fram- kvæmdastjóri flokksins, mætt.u þarna fyrir hönd miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og hjeldvi ræður. Pjetur Á. Jónsson, óperu- söngyari, söng einsöng við mikla hrifningu áheyrenda, en frú Sig- ríður Auðuns ljek undir á píanó. Skagfirðingar eru söngelskir og fögnuðu söngvaranum óspart, enda var Pjetur upp á sitt allra besta, og vita menn þá, hvernig honum tekst upp. Greinilega mátti sjá annarlegan glampa. í augurn margra, þeg-ar Pjetur söng, a? styrk og fjöri, „Jeg berst á fáki fráum fram ,iim veg — —-“, en Skagfirðingar eru einnig, eins og kunnugt er, rómaðir hestamenn. Undir borðum var jafnframí. al- menunr söngur af miklu fjöri og voru'sungin íslensk ættjarðarlög. Áður en staðið var upp frá borð- um, skemti ísleifur Gíslason með gamanvísum. Að lokum var svo dansað fram eftir nóttu. Samkoma þessi fór hið prýði- legasta í alla staði'. og skildu menn glaðir og stæltari til starfs og dáða fyrir hngsjónir og stefnu Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Olafur Thors talar á íþróttavellinum. Skrúðganga sjómanna kemur upp Skothúsveg. Fylkingin nær a 11 a leið yfir Tjarnarbrix að Frí- kirkjuvegi. Utisamkoma sjómannadagsins var meO atvarlegri svip en áður Sjómannadagup inn út um land Þátttaka bæjarbúa mikil Sjómannadagsins var minst víða út um land. Hefir Mbl. haft fregnir frá þessum stöðum: MÁTÍÐAHÖLD SJÓMANNA á sunnudagimi var fóru prýðilega fram. Var veður hið ákjósanlegasta allan daginn, kyrt og sól- skin með köflum. Sýndi það sig að þessu sinni sem áður, ið bæjarbúar fagna því, að einn dagur ársins sje sjer- staklega helgaður sjómannastjettinni. Aðalhátíðahöld dagsins byrjuðu með því áð fjelagsmenn s.jó- mannafjelaganna söfnuðust saman vestur við Stýrimannaskólann. K1 U/2 kófst skrúðgangan þaðan. Var gengið upp á Túngötu og síða.n í.ustur í Lækjargötu, um Fríkirkjuveg, Skothúsveg og suður á íþrótta- völl. Ræðupallur var reistur framan við áborfendastúku vallarins og ennar pallur. þar sem merkisberar fjeJaganna stóðu meðan ræðuhöid fóru fram, svo og heiðursvörður hvítklæddra ungmeyja og fJeiri. Rffiðuhöldin á vellinum hófust með því, og forseti Slysavarnafje- Jagsins, Jóh Bergsveinssoji, mintist. látinila sjómanna, sem farist hafa síðastliðið ár. En á pallinum baJc við ræðumann var minningarfáni fjelagsins ineð ísaumuðum gyJtum stjörnuin. einni fyrir Jivern sjó- mann er Játið hefir Jíf sitt á sjón um. Jón mfntist líka á hið mikla björgunarstarf, sem íslenskir s.jó- menn liafa int af höndum á ár- inu, því jieir eru á annað þúsund, sein íslensJcir niénn hafa bjargað úr sjávarháska. Það eru því marg- ir, sem standa í þakkarskuld og eru þakklátir íslenskum sjómönn- um fyrir þessa björgun, sagði Jón, Og drap á það um ieið að í raun og veru ættmn við Islendingar því láni að fagna að eiga fáa óvildarmenn. Næstur talaði Sigurgeir Sigurðs- son biskup. Líkti liann þjóð vorri við konu, sem stendur á strönd- inni og er kvíðin vegna þes^ að hún á ástvini á hafinu. í ár er syrg jen dah ópurinn stærri. sagði hann, en nokkru sinni áður. Flest. ir þeir ,sem fórust voru uugir menn 25—30 ára. Að ræðu hans lokinni var 2 inínútna þögn. Að því liúmi ságði biskup: „Drottiim blessi íninningu ís- lands föllnu sona“. Þá ljek lúðrasveitin sálminn: „Á hondur fel þú honum“. Þá talaði Guðm. Gísláson Haga- lín um 'iíf og störf sjómannanna Var ekki Jaust við að mönnum fyndist hann komast ósmekklegá að orði með köflum, þó ræðan sýndi að hann ber velvild og virð- ing fyrir sjómannastjettinni. Þá talaði Gísli Jónsson frain kvæmdastjóri fyrir hönd útgerð- FRAMH. Á SJÖTÝU SlÐU Keflavík. Þar stóðu 4 fjelög fyrir ■ hátíða- Jiöldum: U. M. F. Keflvílcingur, Verlcalýðs- og sjómanriaf jelagið, Málfundafjelagið „Eiixi" og Út- vegsbændafjelag Keflavíkur. Hátíðahöldin bófust með því, að lúðrasveitin .,Svanui*“ úr Reykja- vík ljek nokkur log. Þvínæst flutti Helgi S. Jónsson avarp. Síð- an var haldið í skrúðgöngu niður að hafnarbryggju og tóku þátt í lienni 800—1000 manns. Er þáð fjölmennast.a hópgangan, sem þar hefir sjest. Fór þvínæst fram guðs- þjónusta við bryggjuna • Sírá Eí- ríkur Brynjólfsson prjedikaði. Kirkjukórinn song, með aðstoð lúðrasveitarinnar. VSr þettá ínjÖg hátíðleg guðsþjónusta. Þá fóru fram íþróttir. Sýndar V(»ru björgunaræfihgar. Kappróð- ur; keptu 3 skiþsh*áfnir og fíokk- ur iðnaðarmanna. Skipshofnin frá v.b. Keflvíking váhð hlútskörpust. Reiptog milli skipshafna. Skips- menn af Keflvíking sigruðu einu- ig hjer. Þá var hoðsund í sund- lauginni. Þar keptu sjómenn úr Keflavík við skáta og sjómenn úr Garði; Keflvíkingat unnu. Um kvöldið var kvikmyn dasýn- ing og revýa og að Jokum dansað í báðum samkomuhúsunum. Allur ágóðinii fer til relcstrar sundlaug- arinnar. Akureyri. Hátíðahöldin hófust með því, að kl. 8 um morguninn voru fán- FRAMH. Á SJÖTTU SIÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.