Morgunblaðið - 26.03.1942, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 26. mars 1942.
Þórunn Sch. Thorsteinsson
Minningarorð
órunn Thorateinsson ekkja
Davíðs Sch. Thorsteinsson
læknis, verður jarðsungin í dag.
Hún andaðist að heimili sínu,
JÞingholtsstræti 27, þ. 16. þ. m.
Hún varð 81 árs, fædd 5. októ-
her 1860, að Holti í Önundar-
firði.
Faðir Þórunnar var Stefán
Pjetursson Stephensen, síðar prest
ur í Yatnsfirði, en móðir hennar
Guðrún dóttir Páls Melsteðs amt-
manns.
Þau áttu sama afmælisdag frú
Þórunn heitin og Davíð læknir,
en hann var 5 árum eldri. Það var
sem þeim þætti báðum, að sú til-
viljun hefði verið þeim bending
eða htáðfeSting á því, að leiðir
þeirra ættu að liggja saman. Sam-
hentari hjón og meira samhuga
en þau er vgrt hægt að hugsa
sjer.
Prestsdóttirin frá Holti fjekk á
ungá aldri tækifæri til meiri ferða
laga en títt var um ungar stúlk-
or á þeim árum. Um tíma var hún
hjer í Reykjavík hjá frænda sín-
um Magnúsi Stephensen síðar
landshöfðingja. Nærgætni hennar
ög umhyggju fyrir sjúkum og
bágstöddum var við brugðið. Þess
vegna var hún tvisvar fengin til
þess að sigla til útlanda með
sjúklingum, er fóru utan til að
leita sjer lækningar.
Davíð Scheving hafði verið 4
ár hjeraðsiæknir í 5. læknishjer-
aði landsins, er þá var kallað, er
þau giftust þ. 14. júlí 1885. Hafði
hann ! þau ár verið búsettUr á
Vatneyri við Patreksfjörð. En svo
erfið voru honum læknisferðalög-
in þaðan inn alla Barðaströnd, að
þau. hjónin tóku skömmu síðar
Brjánslæk til ábúðar fyrir lækn-
issetur. Þar reistu þau bú við lít-
il efni.
Erfiðleikar íslenskra sveita-
lækna fyrir 50—60 árum voru
meirj en niitímamenn eiga hægt
með' iað gera sjer í hugarlund. Sí-
feld ferðalög á sjó og landi í als-
konar veðrum, engin sjúkrahús, og
varð jDavíð íæknif oft vikum sam
an aíi heiman, en á iæknisheimil-
inu oftast sjúklmgar, sem húsmóð-
irin þurfti þá að annast, ásamt
með ’öðrum heimilisstörfum. Þær
voru ótaldar 1 vökunætur iæknis-
konunnar, er hún vissi mann sinn
á ferðalögum í stórviðrum og
vetrarhörkum. En Davíð var karl-
menni hið mesta og annálaður
ferðainaður hvort heklnr var á sjó
eða landi,
Árið 1894 fluttu þau í Stykkis-
hólm og hafði Davíð það læknis-
hjerað fram til ársins 1901. Þá
fluttu bau t.il ísafjarðar. Þar var
hann hjeraðslæknir til ársins 1917,
að haim 62 ára gamall Ijet. af hjer-
aðslæknisstörfum og fluttist hing-
að til Reykjavíkur.
Á ölium þessum stöðum, Barða-
strönd, Stykkishólmi og ísafirði
var heimiJi þeirra hjóna rómað
fyrir hjálpsemi og rausn, enda var
höfðiugslund þeirra svo mikil, að
þó þau bæði ynnu baki brotnu að
kalla ’mætti, þá söfnuðu þau ekki
öðrurri fjársjóðUm en þakklæti og
vinarhug samtíðarmanna sinna.
Frú Þórunn ól manni sínnm 11!
börn, en 5 þeirra mistu þau, eitt
á Brjánslæk, unga dóttur, Hildi, í
Stykkishólmi, Hérdísi 3. ára á Isa-
firði Ólaf á 1. ári, og iGyðu 17
ára hjer í Reykjavík árið 1917.
En elsti sonur þeirra, Stefán, fór
til Suður-Ameríku árið 1911, gerð-
ist þar stórbóndi og græddist fje
á fám árum. En árið 1914 frjett-
ist það síðast af honum, að hann
hefði selt eignir sínar og ætlað til
Evrópu, líklega tekið sjer far með
skipi, sem týndist í hafi rjett eft-
ir að heimsstyrjölin braust út.
Börn þeirra hjóna, sem á lífi
eru, eru: Þorsteinn lyfsali, Magn-
ús verksmiðjueigandi og Einar
kaupmaður, og systurnar þrjár,
Anna, Þórhildur og Guðrún.
Eftir að þau hjón voru sest að
hjer í Reykjavík gerðist Davíð
læknir heilsuverndari æskunnar,
með því að leiðbeina skátum og
öðru ungu fólki í því, sem að heil-
brigði lýtur, slysavörnum og holl-
Ustu í lifnaðarháttum. Vernd er
betri en lækning, voru einkunnar-
orð hans. Vann hinn aldraði
læknir sjer hylli og traust æsk-
unnar með þessu nytjastarfi sínu.
í þessu, sem öllu öðru, hafði
hann konu sína sjer við hlið, sem
fylgdi hverju starfi hans og hug-
renning, sem hin umhyggjusam-
asta eiginkona. Yfir heimili þeirra
var svo ástúðlegur blær, að öllum
leið þar vel, sem þar bar að
garði.
Fyrir nokkru síðan, er frú Þór-
unn fann, að lífsorka hennar var
að fjara út, og lífsfjörið að dvína,
sagði hún eitt sinn við Þorstein
son sinn, að henni fyndist að nú
ætti þessu lífi brátt að verða lok-
ið. Þá átti hún sjer enga óslc heit-
ari, en að forsjónin hagaði því
þannig, að hún fengi sama dán-
ardag eins og maður hennar fyr-
ir fjórum árum. Það varð þó ekki'.
Hún dó sama mánaðardag og
hann var grafinn.
„Mjer finst nú, sagði hún, að
jeg vera eins og ung stúlka, sem
er óþolinmóð eftir að komast á
stefnumót".
Er það ekki eitthvað í þessa átt,
sem skáldin eiga við, þegar þau
tala um ást. sem nær út yfir gröf
og dauða? V. St.
Handknattleiksmótið. í gær fór
það þannig: Haukar—IR 2. fl.
16:15, Ármann vann FIl í 2. fl.
Valur—Frarri í 1. fl. 25:18, Ár-
mann—KR 1. fl. 25:15. — Mótið
heldur áfram í kvöld ld. 10, og
keppa þá KR og Víkingur 2. fl..
Valur og Haukar ‘2. fl. og ÍR og
Fram 1. fl.
Úr daglega lífinu
PRAMH. AF FIMTU 8ÍÐT7
um bjorgunarmennina á vjelbátnum
„Þráinn“ á þá leið, að henni finnst
hafa gætt ósamræmis í frjettflutningi
blaða og útvarps, er greint var frá
björgun mannanna af bátnum Brynj-
ar. samanborið við ýmsar aðrar grein-
ar um sjómannastjettina.
Hún lýsir þeim greinum sem tíðar
eru í blöðum, er lýsa samúð og skiln-
ihgi gagnvart þeim, er verða fyrir
ástvinamissi og lýsa dugnaði og hug-
prýði sjómanna og vel er það, segir
hún. „En þó bregður því í hug mjer“,
heldur hún áfram, að eftir að hafa
hlustað á útvarpstilkynningu í kvöld,
þar sem sagt var frá slysi því, er henti
„Prýnjar" frá Ólafsfirði, að ekki
muni alltaf þykja dýr mannslífin, eða
lofsverðir þeir, sem tekst að bjarga
þeim, því í þessari tilkyningu var ekki
getið nafns skipstjórans á báti þeim,
er mönnunum bjargaði, nje þess stað-
ar, er sá bátur var frá — en skýrt
tc-kið til nafns manns og báts, sem
tókst að bjarga hinum mannlausa
bátsskrokki.
Ósjálfrátt hlýtur manni að detta í
hug sú spurning: Er þá meira gert,
ef tekst að koma til lands mannlaus-
um bát, sem finst á reki, heldur en
hrifsa á síðasta augnabliki tvö manns-
líf úr klóm hins tryllta Ægis. Og
hverjir senda, semja og ráða því, að
slíkar tilkynningar eru birtar á slík-
an hátt?
Því sem næst á hverjum degi er
þess getið í tilkynningum útvarpsins,
að þessi eða hinn sómamaðurinn eða
konan hafi átt þennan dag 60—80
ára afmælisdag og þá gleymast ekki
nöfn nje neitt, sem auka má á hróður
þess, sem á er minst, en þótt skip-
stjóri á vjelbát og skipverjar hans
leggi líf sitt í hættu til að bjarga
tveim mannslífum, þá er þeirra ekki
rninst á annan hátt, en hjer er frá
sagt.
Mjer sem skrifa þessar línur er
kunnugt um að þetta er í annað skifti
sem skipstjórinn á þessum bát, Þráinn
írá Norðfirði, Óskari Sigurfinnssyni
og einum háseta hans, Þorsteini Jóns-
syni, tekst með guðs hjálp og góðum
vilja að bjarga tveim mannslífum og
finst mjer, að vel mætti geta nafns
þeirra fyrir.
★
Svör víí spurnihgum í gær:
1. Eggert Ólafsson er fæddur I.
desember 1726.
2. Rómaborg er oft kölluð „borgin
eilífa“.
3. Strandarkirkja er í Selvegi í Ár-
nessýslu. (Það ber stundum við, að
þeir, sem heita á þá frægu kírkju,
vita ekki hvar hún er. Áheit á Strand-
arkirkju hafa sjaldan numið meiri
fjárhæðum en síðastliðið ár).
4. Sagógrjón eru unnin úr merg
sagópálmans.
5. Fjallsheitið Mælifell, stafar frá
því, er menn „mældu“ tímann eftir
því hvar sól var á lofti og hvemig
hana bar yfir fjöljin.
*
Spurningar:
1. Hvar er Bastilla-kastalinn?
2. Hvafc nefna MúhameSstróar-
menn guS sinn?
3. Hver samdi Háttatal?
4. HvatSa málmur er fljótandi?
5. HvaíS var f>aS, sem í gamla daga
var nefnt tilberi?
Engir áreksfrar
regnir, serri birtar hafa veriö
*■ í Ameríku um árekstra á
landamærum Ungverjalands og
Rúmeníu, voru opinberlega born-
ar til baka í Bukarest í gær. Er
alt með kyrð á landamærunum
(segir í Reutérsfregn frá Vichy).
Sókn Japana
í Burma
r&AMH. AF ANNARI CÍÐU
búið að flytja nokkra fanga í
burtu.
1 Burma eru horfurnar nú al-
varlegar fyrir Breta á Sittang-
vígstöðvunum. 1' herstjórnartil-
kynningunni, sem gefin var út í
Nýju Delhi í gær, segir á þessa
leið:
Horfurnar á Toungoo vígstöðvun-
cm eru alvarlegar. Um eitt þúsund
japanskir fótgönguliðsmenn komust á
snið við kinverska hennenn á áliðn-
um degi í gær, þriðjudag, og náðu
flugvelli í norður frá Toungoo á sitt
vald.
Kínverskar herdeildir voru sendar
snemma í morgun til þess að hrekja
þá í burtu og hörð orusta er sögð
standa yfir.
Sapreinaður herflokkur japanskra
riddaraliðsmanna og óeinkennis-
kiæddra manna, rufu í gær vegasam-
bandið milli Toungoo og Mandalay í
Vedashe, iim 35 km í norður frá
Toungoo. — Kínverskar herdeildir
hröktu riddaraliðsmennina út úr borg
inni pg rjeðu niðurlögum óeinkennis-
klæddu mannanna.
Sjóorustan
FRAMH. AF ANNARI 8ÍÐU
annað og meir þ. e. að hrekja
ítölsku skipin heim til bæki-
stöðva sinna, „sennilega án þess
að þau sæju nokkurntíma kaup-
skipaflotann, sem þau ætlðu að
sitja fyrir“, segir í tilk. flota-
málaráðuneytisins.
Flotamálaráðuneytið segir,
að afrek flotans hafi verið „hið
eftirtektarverðasta“. En Churc-
hill segir í heillaóskaskeyti, er
hann hefir sent breska yfirflota
foringjanum í Miðjarðarhafi,
að Vian flotaforingi og menn
hans hafi unnið „hinn glæsileg-
asta sjóhernaðarsigur“.
Samkv. tilk. breska flotamála
ráðuneytisins hófst viðureignin
á sunnudaginn, er bresku her-
skipin urðu vör við ítalska beiti
skipadeild. Eftir stutta viður-
eign hörfuðu ítölsku beitiskip-
in undan. En nokkru síðar sama
dag komu beitiskipin aftur á
vettvang og var þá orustuskipið
í för með þeim. Bresku herskip-
in lögðu þegar til orustu, þrátt
fyrir að byssur þeirra væru marg
falt skammdrægari. Huldu þau
sig reykskýi og komiust svo
nærri hinum stóru ítölsku her-
skipum til þess að gera á þau
tundurskeytaárás, að ekki voru
nema 5 km. á milli þeirra.
Á meðan á sjóorustunni stóð
og allan mánudaginn og fram á
þriðjudag gerðu flugvjelar öx-
ulsríkjanna ítrekaðar árásir á
skipaflotann. Er áætlað að ekki
hafi verið notaðar færri en 150
sprengjuflugvjelar í þessum á-
lásum. En sprengjurnar fjellu
á milli skipanna.
Sjóorustan var háð 150 mílur
í suðaustur frá Malta, einhvers
staðar í norður frá Sirteflóan-
um.
I tilkynnmgu þýsku herstjórn-
arinnar r gær var skýrt frá árás-
nm á bresk skip í höfninni r La
Veletta á Malta og var beitiskip
hæft og sprengjnr fjellu meðal
annara skipa í höfninni.
Um framtíðar-
fyrirkomulag
björgunarmála
Frá nýafsiöðnu
Fiskiþingi
A fundi Fiskiþingsins 4. þ. na..
hreyfði forseti Fiskifjelags-
ins því, að umtal mikið hefði orð-
ið um það manna á meðal, að óaf-
sakanlegur dráttur mundi hafa
orðið á að koma m.b. Ægi, GK
263, til aðstoðar, er hafði verið á
reki hjálparlaus um Faxaflóa und-
anfarria daga. Var mál þetta rætt
á fundinum og síðan kosin þriggja
manna nefnd til að rannsaka þetta
mál og að þeirri rannsókn lokipni,
að leggja fram tillögur nm fram-
tíðarfyrirkomulag þessara mála, ef
unt væri að koma í veg fyrir áð
nokkur dráttur yrði á slíkri að-
stoð í framtíðinni.
Nefnd sú, er fjekk málið til
merferðár, hefir, eftir því sem á-
stæður leyfðu, rannsakað þetta
og komist að eftirfarandi niður-
stöðu:
Þar sem ýms mistök háfá
orðið á að koma af stað skipu-
lagsbundinni leit að áðurnefnduni'
bát vill nefndin, ef hægt værr að
koma í veg fyrir að slíkt endUr-
taki sig og að sem skjótust, að-
stoð komi bátum undir slíkum
kringumstæðum, leggja til eftir-
farandi.
1. Að Slysavarnafjelagi íslands
sje tilkynt strax og ljóst er að
bátur eða skip sje í hættu statt og
þess getið hvar og nndir hvaða
kringumstæðum.
2. Strax og Slysavarnafjelagið
hefir fengið þessá tiJkynningu,
sendi það út fyrirspurn nm, hvaða
skip sjeu stödd á þfessn svæði og
er þess vænst að skip svari um
hæl. Þess skal og getið í fyrir-
spurninnr til skipanna, í hvaða til-
gangi þetta sje gert, svo skipum
sje ljóst hvað um er að vera og
sjeu þess vegna tilbúin að leggja
af stað strax og fyrirskiprm um
það kemnr.
3. Að fengnum þessum upplýs-
ingum snúi Slysavarnaf jelagið sjer
trax til formanns Fjelags botn-
vörpuskipaeigenda í Reykjavík og
tilkynni honnm hvaða skip sjeu
stödd á því svæði, sem þörf er fyr-
ir hjálp á, og hafi hann þá heim-
ild til, án frekari ráðstafana að
fyrirskipa umræddum skipum að
fara tafarlaust til aðstoðar.
4. Að skip það, er annast slysa-
varnir á ákveðnu svæði sje ávalt
viðbúið sem næst þeim stöðum, er
bátar fiska á, og sjerstaklega þeg-
ar veður er vont, og hafi ávalt
nægar hirgðir matar og olíu um
borð, svo öflun þeissa hindri ekki
björgnnarstarfið.
Fiskiþingi 9. mars 1942.
Þorvarður Björnsson
(sign).
Einar G'. Sigurðsson
(sign).
Magnús Gamalíelsson
(sign).
Hjónaband. í dag verða gefin
saman í hjónaband hjá lögmanni
ungfrú Kristín Pálsdóttir, Berg-
staðastræti 21 og Einar B. Páls-
son verkfræðingur. ,