Morgunblaðið - 25.08.1942, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.08.1942, Blaðsíða 4
iiílíiiiliiiiiiiiiitiltlllilillíillliiiíili MCKGUNBLAÐIÐ Þríðjudagur 25. ágúst 1942« FLOKA Höfum daglega Vínbcr, Slikkfilsber, FLÓRA, sími 2039. Til sölu: íúúðarhús á stórri eignarlóð ásamt útihúsum úr steini, hentugum til hverskonar iðnrekstrar, er til sölu ef viðunandi boð fæst. Sameign við iðnrekanda sem vantar verksmiðjupláss gæti einnig komið til greina. — Tilboð merkt: „Framtíð'', sendist af- greiðslu blaðsins. — Fullri þagmælsku heitið. <imnnsniRn LIFSTYKKJABUÐIN Hafnarstrææti 11 tilkynnir: Nýkomið mikið og gott úrval af enskum lífstykkjum. Teygjubelti og korselett. Nýjasta tíska. LÍFSTYKKJABÚÐIN, HAFNARSTRÆTI 11. Sími 4473. Testell 12 manna. — Nýkomin. Bankastræti 11. Karlmaður eða stúlka óskast á skrifstofu um 4 mánaða tíma eða lengur. Getur fengið fæði og húsnæði. Kunnátta í ensku og bókfærslu nauðsynleg. Umsókn merkt „Keflavík“ sendist blaðinu. Fimtugur: INGI LÁRUSSON TÓNSKÁLD K. Einarsson & Björnsson. Frá Steinclóri Okkur vantar hreinlegan og velvirkan eldri mann til þess að þrífa bifreiðar. BlfreiðastöÖ §teindórs. @F LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKl ÞÁ HVER ALLIR söngvinir á íslandi kannast við Inga Lárusson. Lög hans hafa borist hús úr húsi og bæ frá bæ, alveg eins og snjöll ferskeytla, sem verður landfleyg á svipstundu. Ingi er fimtugur í dag. Hann er fæddur á Seyðisfirði. Af föð- ur sínum, Lárusi Tómassyni, skólastjóra, lærði hann á orgel, barn að aldri. Innan við ferm- ingu ljek hann stundum við messur í Seyðisfjarðarkirkju og fór vel úr hendi. Hann stund aði nám við verslunarskólann í Reykjavík. Árið 1913 tók hann við stjórn Karlakórsins Braga á Seyðisfirði og var þá yngsti mað ur í hópnum. Síðan hefir hann víða dvalið og altaf verið kirkju organisti, þar sem hann hefir átt heima.Og það er segin saga; hvar sem Ingi hefir sest að, þar er komin upp söngsveit á samri stund, ýmist karlakórar eða blandaðir kórar. Auk þess hefir hann leikið undir fyrir l'lesta íslenska söngvara, sem ferðast hafa um Austurland. Þótt starf Inga hafi verið á öðru sviði, hefir hugurinn altáf verið við sönginn. Á yngri ár- um ætlaði hann að fara utan til náms. Sótt var um styrk til Alþingis. En sú von brást. Um þær mundir veiktist einnig fað- ir hans skyndilega, og dró sjúkdómurinn hann til dauða. Þannig urðu fyrirætlanirnar um utanför að engu. Síðar hafa ástæður ekki leyft slíkar náms- farir. Á uppvaxtarárum Inga var óvenju blómlegt sönglíf á Seyð- isfirði. í heimahúsum kyntist hann sönglist frá blautu barns- beini. Þá var Kristján læknir Kristjánsson á Seyðisfirði. — Hann var tónskáld, ekki mikil- \irkur, en lög hans öll frumleg, hugsuð og smekkleg. Kristján læknir hafði auk þess ágæta rödd og söng oft einsöng á skemtunum, bæði með Karla- kórnum Braga, er hann stjórn- aði, þar til Ingi tók við og með pianoundirleik. Það hefir vafa- laust verið meiri músík-menn- ing á Seyðisfirði um þessar mundir en flestum öðrum stöð- um á landinu. Karlakórinn Bragi starfaði að staðaldri, blandaðir kórar voru æfðir, þegar á þurfti að halda, ungu stúlkurnar lærðu á pianó og gí- tar og piltamir á fiðlu. í þessu umhverfi óx Ingi upp. í endur- minningu hans eru uppvaxtar- árin — eins og hann orðar það — „söng- og sólskinsbjartir dagar'. Ingi hefir ekki sótt það, að láta lög sín á þrykk út ganga. En þótt hann hafi borist minna á en æskilegt hefði verið, hafa lög hans breiðst út um alt land. Hvert mannsbarn á íslandi, sem opin hefír eyru, þekkir lögin „Nú andar suðrið“ og „Gott áttu hrísla“, svo að tvö þau víðkunnustu sjeu nefnd. — En auk þeirra eru t. d. „Lífið hún sá í ljóma þeim“, „Kvöld í sveit“. „Svanurinn“, „Átthaga- ljóð“, „Harðfenga þjóð“ og ó- tal mörg fieiri. Það er til marks um afköst Inga, þegar því er að skipta, að hann gerði 4 lög, er sungin voru á Seyðisfirði, þógar fyrstu „Fossar“ Eimskipafje- lagsins komu til landsins. Öll lög Inga eiga sammerkt um það, að þau eru þýð og inni- leg. Sjálfur er hann eitthvað það ljúfasta og lýriskasta, sem jeg hefi rekist á í mannsmynd« Gæðin og prúðmenskan liggýa svo utan á honum, að þar get- ur enginn um vilst. Því miður hef jeg ekki getað náð í mynd af honum til að sanna mál mitt. Allir, sem kynst hafa Inga Lárussyni, myndu óska þess, að geta hitt hann á Reyðarfirði í dag. Ami Jónsson. Minningarorð um Friðrik Olafsson, skipstjóra Idag verður til grafar borinn Friðrik Clafsson skipstjóri. Hann andaðist hjer í bæ 17. þ. m. 68 ára að aldri. Fæddur var hann að Hofi á Kjalarnesi 5. jan. 1874 og ólst þar upp hjá föður sínum Ólafi bónda Eyjólfssyni. Árið 1888, þá 14 ára gamall, rjeðist Friðrik í skipsrúm á þil- skip til Jóns Jónssonar í Mels- húsum og sigldi með honum til ársins 1893, að hann rjeðst til Jóhannesar Hjartarsonar, sem var með aflahæstu skipstjórum hjer á þeim tíma. Árið 1899 lauk Friðrik skipstjóraprófi mun það einsdæmi. Þegar þil- og var næstu 3 árin stýrimaður skipaútgerðin lagðist niður hjer með Jóhannesi á kútter „Kristó dró Friðrik sig til baka frá fer“. Mun hann hafa fengið formensku en stundaði þó sjó- góða þekkingu og reynslu hjá mensku til æfiloka. þessum ágætismönnum, er j Friðrik var ekki mikill á velli, seinna kom honum að góðum en ég minnist þeirra gömlu notum, eftir að hann tók sjálf-^góðu daga þegar allir litu upp ur við skipstjórn. Árið 1902 tók ^ til hans og dáðust að honum hann við skipstjórn á kútter fyrir dugnað hans og tru- „Róbert“ og síðan nokkur ár J mensku. Jeg minnist einnig þeg- með „Svan“ og „Haffara“ fyrir J ar við unglingarnir, sem með Sigurð Jónsson í Görðunum og'honum voru, framkvæmdum aflaði prýðisvel. Árið 1907 rjeðist Friðrik sem skipstjóri til Ó. Ólafsen (H. P. Duus) er þá hafði mikla útgerð hjer, og var hann skipstjóri á skipum hans nær 20 ár og lengst af þeim tíma með þilskip- ið „Ásu“. Friðrik Ólafsson var mjög heppinn skipstjóri. Um langt skeið var hann hæstur með afla af þilskipum hjer sunnanlands. Dugnaður hans og kapp við fiksveiðamar var með afbrigð- um. Hann var einnig heppinn stjórnari og meðan hann hafði skipstjórn á hendi misti hann aldrei hann út af skipi sínu. — Var hann mjög örugfeur og að- gætinn í starfi. Það var því ekki að undra þótt menn sæktust eftir skip- rúmi hjá honum, enda hafði hann ávalt valið lið. Þilskipaeigendur keptust um hann, því þeír vissu að þarna var meira en meðalmaður. Til dæmis um skyldurækni hans og árvekni í starfi, má geta þess, að þegar hann hafði ver- ið sjómaður í rúm 20 ár, hafði hann enga nótt sofið í landi, á útgerðartímabilinu — fyrirskipanir hans, með því aS gera eins og við gátum; þá vor- um við honum að skapi og þaS vildum við allir vera. Nú er hann dáinn, mikli ogr góði skipstjórinn, sem allir mikluðust af að vera með, og nú minnast þeir hans, með þakk. látum hug fyrir góða og örugga handleiðslu á skipi og mönnum« Sig. Sigurðsson. NÝKOMIÐ Ullarkjúlaefnii (angfóra), handunnin leðurblóm og belti, ullarflauel, gardínuefni. VIRIIVNiN^w <~>t telh a Bankastr. 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.