Morgunblaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. mars 1943. Útgéf.: H.f- Árvakur, Reykjavík. Pramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 6.00 á mánuCi innanlands, kr. 8.00 utanlands í lausasölu: 40 aura eintakiö. 50 aura með Lesbók. Fyrrl greln Lauffey Valdimarsdótfir: 5 STARFSEMI MÆ0RASTYRKSNEFNDAR Oiegur að leikslokum AÐ getur varla dregist lengi úr þessu, að úr því verði skorið, hvort hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi geti komið sjer saman um lausn dýrtíðarmálanna. Hins- vegar er það ofur eðlilegt, að það taki tíma, að kanna til hlítar innan þingsins, hvort til sje grundvöllur til þess að byggja á aðgerðir í þessum málum, sem Alþingi getur sam einast um, eða nægjanlegur meirihluti þingsins, svo að framkvæmdir sjeu öruggar og tryggar. Því má ekki gleyma, að dýr- tíðarmálin eru stórpólitísk, sennilega þau stærstu, sem hjer eru á dagskrá nú. En af því leiðir, að sáralitlar líkur eru til þess, að nokkur lausn fáist - á þessum málum, nema það sje gert í sambandi við ríkis-< stjórn, sem þingið sjálf hefir myndað. Hjer í blaðinu hefir nokkr- um sinnum verið á það bent, að langæskilegast væri, að all- ir þingflokkar tækju höndum saman og mynduðu þjóðstjórn, til þess að leysa þetsi mál og * önnur vandamál, sem daglega bera að á þessum hættutímuni Væri hægt að korna á siikum innanlandsfriði nú, . myndi þjóðin vissulega verða betur undir það búin að mæta og verjast margskonar erfiðleik- um, sem án efa eiga eftir að bera að garði, meðan ófriður- inn stendur yfir. Hinu má held-, ur ekki gleyma, að íslenska þjóðin á eftir að ganga frá * sjálfstæðismálum sínum. En 'íþví þarf ekki að lýsa, hve ó- metanlegur styrkur það yrði þjóðinni, þegar gengið verður frá þessum málum, ef deilur og flokkadrættir lægju niðri og þjóðin stæði sem einn mað- ur út á við og inn á við. Dýrtíðarmálin eru viðkvæm og vandmeðfarin. Ekkert er ■ auðveldara en að æsa flokka * og stjettir til mótþróa gegn ákveðinni lausn þeirra. Örugg- ; asta ráðið til þess að forðast æsingar og mótþróa, er sam-( < starf flokkanna. Þungamiðja dýrtíðarmál- anna er þetta tvent: Annars- vegar kaupgjaldið, hinsvegar verðlag innlendra afurða. — ' Hjer þarf að koma á samræm- ingu, finna rjett hlutfall milli kaupgjalds og afurðaverðs. — Þetta er fyrsta skrefið. Svo er að þoka dýrtíðinni niður með sameiginlegu átaki. Eigi það að einhverju leyti að gerast með framlögum úr ríkissjóði, mælir alt rjettlæti með því, að þar < beri þeir þyngstu byrðarnar, er stríðsgróðinn hefir hafnað hjá. Meðrastyrksnefndin- hefir um, margra ára skeið haft opna skrifstofu, í Þingholtsstræti 18, þar sem konur geta leitað ráða um ýms vandamál sín, og þeim hefir verið veitt aðstoð til að reka rjettar síns gagnvart ein- staklingum, svo sem bamsfeðr- um og fráskildum eiginmönnum, og einnig hjálpað til að neyta rjettinda þeirra, sem þjóðfjelag- ið veitir þeim samkvæmt ýmsum lögum. Þá hefir skrifstofan út- hlutað fje, sem safnast hefir um jólin til fátækra mæðra og ein- stæðra og tekið á móti umsækj- endum um sumardvöl á vegum Mæðrastyrksnefndar og unnið fyrir þá starfsemi .nefndarinnar. Skifstofa þessi hefir notið nokkurs styrks úr ríkis- og bæj- arsjóði, sem þó hefir verið mjög af skornum skamti. Vegna pen- ingaleysis og annara ástæðna — veikinda kvenna er störfuðu fyr- ir nefndina að þessum málum — hefir ekki verið hægt undan- farið að hafa þessa starfsemi svo víðtæka sem þörf var á. Nú hefir alþingi hækkað styrk til nefndarinnar og er vonandi að bæjarstjóm fallist á að leggja fram ekki minna fje til þessa starfs. Verður nú skrifstofa þessi opin á hverjum degi, nema laug- ardögum, milli 8 og 5 e. h. og auk þess á mánudögum og mið- vikudögum milli 8 og 10 e. h. og á föstudögum frá 5—7 e. h. Skal hjer í stuttu máli skýrt frá því, hver verkefni skrifstofa þessi hefir með höndum og hverj ir eiga þangað sjerstaklega er- indi: ÓGIFTAR MÆÐUR. Menn kunna að spyrja hvort nokkur þörf sje á því að snúa sjer til sjerstakrar skrifstofu til þes® að fá hjálp til þess að fá viðurkent faðerni bams — hvort ekki sje nægilegt að snúa sjer beint til sakadómaraskrif- stofunnar, sem annast slík mál? Það má nærri geta að það eru erfið spor fyrir unga stúlku að leita aðstöðar yfirvaldanna til þess að fá viðurkenningu barns- föður hennar fyrir faðerninu. — Oft vill stúlkan því fá einhvern til þess að tala við manninn áður en að leitað sje yfirvaldanna og úrskurður fenginn. Og þó svo. fari, er maðurinn er kallaður til viðtals við yfirvaldið (skrif- stofu sakadómara í Reykjavík), að hann kannist við faðerni bams ins, þá þykir stúlkunni gott að hliðra sjer hjá að þurfa að mæta á þessari opinberu skrifstofu og mega fela Mæðrastyrksnefndinni að koma fram með kröfur fyrir sína hönd. Skyldur barnsföður. Meðlags- úrskurður. Sú spurning sem oft- ast er borin upp á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar er um skyld ur barnsföður og hve mikið hann eigi að greiða í styrk til bams- móður, vegna barasfararinnar og ; í meðlag með barninu. Þetta ber að meta í hvert sinn eftir ástæð- ' um foreldra barnsins. Meðalmeð- lag það, sem greitt er með böm- um úr sveitarsjóði, er upphæð ;sú; sem sveita- og bæjarfjelög greiða fyrir hönd barnsföður, sem ekki hefir staðið í skilum á gjalddaga, en framlag föður með barni má úrskurða miklu hærra, ef ástæður hans leyfa það, því barnið á rjett á að upp- eldi þess sje hagað eftir kjörum þess foreldris, sem betur er statt. faðir á að greiða barnsmóður Eins getur sú upphæð, sem barns vegna barnsfararinnar, styrkur fyrir og eftir fæðingu, barnsfar- árkostnaðar og útbúningur bams, verið mjög misjöfn eftir ástæð- um beggja og heilsufari barns- móður, fyrir og eftir fæðingu. Styrkurinn er þó aldrei reiknaður fyrir skemmri tíma en 6 vikur eftir barnsburð og ekki lengur en í 6 mánuði eftir fæðingu, en get- ur reiknast mestallan meðgöngu- tímann ef stúlkan er veik og hefir læknisvottorð um það, að þau veikindi stafi af meðgöng- unni. Það er því margs að gæta þegar gera skal reikning um þetta og er nauðsynlegt að slíkir reikningar sjeu lagðir fram, því venjulega eru ekki úrskurðaðar nema 600 krónur — nú í dýrtíð- inni — fyrir öllum þessum kostn aði ef engar sjerstakar kröfur eru gerðar fyrir hönd ^stúlkunn- ar, og gengur þó treglega að fá slíkar kröfur teknar fyllilega til greina, því stúlkunni hefir þá venjulega verið gert að bera sjálf helming kostnaðar, auk veikinda og erfiðleika meðgöngutímans. Einnig gengur erfiðlega að fá úrskui’ðað meira en meðal með- lag, þó barnsfaðir hafi góðar á- stæður, því embættismenn þeir, sem með dómsvald fara í þess- um málum virðast ekki skilja lögin betur en svo, að þeir blanda saman skyldu sveitarfjelaga, sem bundin er við meðalmeðlög, og skyldú barnsföður, sem á að fara eftir ástæðum hans, svo að jafnvel má úrskurða föður til þess að greiða allan framfærslu- kostnað bamsins, þegar svo stendur á. Auðsjeð er að eftir því sem ljett er af barnsföður framfærsluskyldunni vegna barns ins verður sú byrði þyngri á móðurinni og legst auk þess oft á aðra með henni, vandamenn, húsbændur, almenna gjaldendur. Enda fer bamið margs á mis vegna vanrækslu föðursins gagn vart því. Margir feður borga þó af frjálsum vilja móðurinni meira en meðalmeðlag með barninu. En svo framarlega sem foreldrar óskilgetins barns ætla ekki að ala það upp á sameiginlegu heim ili þeirra, ætti æfinlega að gera gangskör að því að faðerni bams ins sje viðurkent á löglegan hátt Einfaldasta aðferðin til þess að að faðirinn gangist við baminu á skrifstofu valdsmanns (sáka- dómara í Reykjavík en bæjarfó- geta eða sýslumanns annarsstað- ar hjer á landi) og sje þá gerð- ur úrskurður um meðlag með baminu. Auðvitað má líka gera samning um þetta með aðstoð málaflutningsmanns, en hitt er einfaldari leið og kostnaðarlaus, enda verður viðurkenning fað ernisins að eiga sjer stað hjá valdsmanni. Hefir þá barnið sama rjett og skilgetið barn til arfs eftir föður og föðurfrænd ur og yfirleitt jafnan rjett til uppeldis af hálfu föður síns, þó það fari á mis við þá umhyggju sem leiðir af sambúð við föður- inn. íslensk stúlka, sem á barn með útlendingi, eða íslenskum föður sem dvelur erlendis, getur feng- ið meðlag greitt hjer af dvalar sveit sinni, ef faðernið hefir ver- ið sannað eða viðurkent og úr- skurður gerður um meðlags- greiðslu. Endurgreiðir ríkissjóð- ur dvalarsveit þessi útgjöld og annast um innheimtu meðlags- ins frá föðurnum. Er því mjög nauðsynlegt allra hluta vegna, að stúlkur sem eiga hjer börn með útlendum mönnum, fái viður- kenningu þeirra fyrir faðerninu, samkvæmt íslenskum lögum. — Ætti það að geta trygt þeim með- lagsrjett með barninu hjer, þó föðursins misti við. Barnsfaðernismál. Fari svo að maður sá, sem stúlka lýsir föður að barni sínu, vilji ekki kannast við faðernið, verður að höfða barnsfaðernismál gegn honum. Nærri má geta að erfitt er að rannsaka slík mál og komast að sannleikanum. Málafærsla er ekki leyyfð fyrir undirrjetti, og er því skylda dómarans að afla upp- lýsinga. Það er flestum stúlkum. mjög erfitt að tala um slík efni frammi fyrir dómara og getur þá svo farið að ekki komi fram upplýsingar, sem þýðingu geta haft, eða að framsögn ruglist. Það er því mikils virði að stúlkan geti notið aðstoðar einhvers, sem hún hefir trúað fyrir málavöxt- um. Mæðrastyrksnefndin hefir fengið leyfi til þess hjá saka- dómara að fulltrúi nefndarinnar sje viðstaddur er stúlkan er yfir heyrð, og er þá hægt að fylgjast með því að þau atriði komi fram, er máli skifta. Er óhætt að segja að komið hafi það fyrir að slík hjálp hafi ráðið úrslitum. Barnsfaðernismál geta oft verið vandasöm og flókin og eru þá sjaldan rannsökuð eins vel og skyldi. Því í raun rjettri em þetta. sakamál. Það er glæpur þegar karlmaður neitar, á móti betri vitund, að kannast við bam sitt, fleygir frá sjer öllum föðurskyldum og ætlar stúlkunni einni að hafa fyrir bami þeirra, og sama má segja um stúlku, sem ætlar að koma á karlmann: lífstíðarábyrgð á bami, sem hann á ekkert í. Sýnist nokkuð meira í húfi þegar um slík mál er að ræða, heldur en þegar tekin era til rannsóknar smávægileg þjófn aðarmál, ,sem þó eru tekin miklu fastari tökum. Stúlkum er þörf ‘á allri þeirri hjálp, sem þær geta fengið, er þær eiga í slíkum mál um og ættu því að nota sjer þá iaðstoð, sem Mæðrastyrksnefndin býður þeim, er þær era í þeim vanda staddar. FRÁSKILDAR IvONUR. Þegar hjón skilja, og um ein- hverjar eignir er að ræða, leita báðir aðilar venjulega aðstoðar málaflutningsmanns. En iðulega eiga sjer stað hjónaskilnaðir án þess að nokkurrar slíkrar hjálp- ar sje leitað. Það gefur að skilja að þörf er á lögfræðislegri að- sltoð þegar um slík vandamál er að ræða. Þó um litlar eignir sje að ræða eru teknar ákvarðanir viðvíkjandi börnunum og ákveðin meðlög mannsins með þeim og konunni. Það virðist t. d. koma fyrir, er skift er bömum jafnt milli mannsins og konunn- ar, að ekkert meðlag sje greitt með þeim börnum, sem konan hefir hjá sjer, þó hún sje bundin við heimili sitt, en maðurinn hafi vinnu. Það er því nauðsynlegt a5 kona er skilur við mann sinn, leiti lögfræðilegrar aðstoðar til þess að tryggja rjett sinn og barnanna. Slíka aðstoð getur skrifstofa Mæðrastyrksnefndar veitt og er hún ókeypis eins og önnur hjálp sem þar er látin í tje. Fráskildar konur fá meðlög greidd með börnum sínum úr bæjarsjóði, (sveitasjóðum) eftir sömu reglum og ógiftar mæður, Bæjarskristofan greiðir þá fjeð á gjalddaga en annast innheimtu meðlaga hjá* fráskildum eigin- manni. F'ái konan hærrí upphæð en meðalmeðlög greiðir skrifstof- an mismun þann sem fram yfir er, ef framfærslustjóm telur að konian þurfi á viðbótarstyrk að halda. Á konan því rjett á með- almeðlagi, skilyrðislaust, samkv. skilnaðarleyfisbrjefinu, en á við- bótinni samkvæmt mati fram- færslufulltrúa, þó telst öll sú upphæð sem konan fær og ekki fer fram úr greiðslu þeiri sem ákveðin er í skilnaðarleyfisbrjef- inu, hinum fráskilda eiginmanni til skuldar og verður sveitar- styrkur til hans ef endurgeiðsla á sjer ekki þegar stað frá hans hendi. Meðlög má hækka og lækka eftir ástæðum og veitir skrif- stofa Mæðrastyrksnefndar að- stoð til þess að skrifa slíkar um- sóknir og framfylgja þeim. Lögum samkvæmt eiga ógift- ar mæður rjett á því að fá jafn- an greitt meðalmeðlag úr bæjar- sjóði (eða sveitar ) þótt úrskurð urinn hafi gert ráð fyrir lægri upphæð, t. d. verið gerður á tíma bili þegar meðalmeðlög voru lægri eða á öðrum stað í landinu þar sem meðalmeðlög voru skv. öðrurft mælikvarða. Ilinsvegar hafa stjómarvöldin ekki fengist til að viðurkenna að fráskildar konur ættu þenna rjett og reikna þeim því oft lægri meðalmeðlög og telja þá nauðsynlegt að sótt sje um breytingu á úrskurði skv. skilnaðarleyfisbrjefi til þess að fá gildandi meaðlmeðlög. Þær konur, sem fá lægri upphæð en FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.