Morgunblaðið - 17.06.1943, Blaðsíða 1
Vikublað: ísafold.
30. árg., 133. tbl. — Fimtudagur 17. júní 1943.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
- - -
Rússar undirbúa
sumarsúkn
hjá Orel
London í gærkv.
ÞÝSKA frjettastofan skýr-
ir frá því í kvöld, að Rúss-
ar flytji nú mikið lið og
birgðir í hjeraðið mjlli Or-
el og Kharkov. — Segir
frjettastofan að þetta bendi
til að Rússar hafi í hyggju
að hefja sumarsókn sína á
þessum slóðum á næstunni.
1 frjettum Þjóðverja
segir ennfremur: „Rússar
hafa gert tilraunir til þess
að brjótast í gegn um varn
arlínur Þjóðverja við Orel.
Sendu Rússar fram úrvals-
hersveitir, en Þjóðverjum
tókst að hrinda þessum á-
rásum“.
Frjettir frá Moskva gefa
í skyn, að bardagarnir, sem
nú eiga sjer stað hjá Orel
muni geta orðið byrjunin áð
miklum bardögum.
Rússar segjast hafa sótt
fram hjá Mtensk og hafa
hrundið öllum gagnárásum
Þjóðverja. —Reuter
Guðmunéur Valur Guðmunds
son, 17 ára, særðist hættulega
Rúmenar
leita fyrirsjer
um frið
New York í gærlcvöldi—:
Rúmenar hafa leitað fyrjir
fejer um friðarskilmála hjá
bandamönnum, ef þeir dragi
sig út úr ófriðnum, eftir því
sem stjórnmálamenn í An-
kara í Tyrklandi halda fram.
Það fylgir sögunniý að stjórn-
málafulltrúi hlutlauss ríkis
sje milligöngumaður.
Loftsóknin gegn
Sikiley hafin
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morg
unblaðsins frá
Reuter.
SÓKNIN gegn Sikiley, er
margir telja að verði næsta
manna, er hafin, eftir hið
innrásarmarkmiið banda-
stutta hlje, sem orðið hefir
á bardögum í Miðjarðar-
hafi í nokkra daga.
I fyrradag gerðu flug-
vjelar bandamanna miklar
loftárásir á flugvelli á Sik-
iley. Þjóðverjar sendu flug
vjelar á móti árásarflug-
vjelunum og voru 11
þeirra skotnar niður. Auk
þess voru fimm flugvjelar
skotnar niður fyrir möndul
veldunum. er þær reyndu
að gera loftárás á stað einn
í Norður Afríku. Á einum
sólarhring voru skotnar nið
ur 16 flugvjelar fyrir mönd
ulveldunum við Miðjarðar-
haf, en bandamenn mistu
7 flugvjelar.
Það kemur' víða fram í
frjettum, að búist er við að
innrásin geti hafist hvaða
dag, sem er úr þessu.
Brot á
skömtunar-
loggjotinm
SAKADÓMIARI hefir ný-
lega kveðið upp dóma yfir
fjórum deildarstjórum í
KRON og verslunarstjóran-
um í Liverpool fyrir brot á
skömtunarlöggjöfinni.
í fjórum deildum KRON
hafa skömtunarvörur verið
seldar án þess að hægt
hafi verið að standa skil á
skömtunarseðlum fyrir þær
vörur áð öllu leyti. — Er
þetta brot á skömtunarlög-
gjöfinni og deildarstjórar
umræddra deilda dæmdir í
samtals 4200 króna sekt.
Einnig hefir verslunar-
stjórinn í Liverpool verið
dæmdur í 1000 króna sekt
> fyrir samskonar brot.
Tveir skipverjar dóu af sórum
Ólafur Sverrir Ólafsson, 18
ára, særðist hættulega.
Japanar
nota eitur-
gas
Chungking í gærkv.
JAPANSKIR flugmenn
hafa varpað eiturgas-
sprengjum á kínverska her
menn í Paotow í Suiyang-
hjeraði, að því er talömað-
ur kínversku herstjórnarinn
ar í Chungking skýrði frá
á herforingjaráðsfundi í
dag„
Japanskt stórskotalið
hefir^- einnig skotið gas-
sprengikúlum 1 bardögun-
um við Matoursan í suður
hluta Shansifylkis. Þessi
talsmaður herstjornarinnar
skýrði einnig frá því, að
japanskt skip hefði varpað
akkerum við Woosung út
af Shangsi með 120 gas-
geyma innanborðs ásamt 50
smálestum af gassprengi-
kúlum. —Reuter.
Skipið bjargaðist
með íiaumindum
ÞÝSK FJÓRHREYFLA sprengjuflugvjel gerði
árás á strandferðaskipið Súðina kl. iy2 í gær, er
skipið var á siglingu fyrir Norðurlandi.
Bjart var veður, en skipverjar urðu ekki varir við flug-
vjeiina fyr en þeirri svipan að hún lækkaði flugið og rendi
sjer niður að skipinu.
Vörpuðu flugmenn tveim sprengjum að skipinu, en
hvorug þeirra hitti það. En þær Sprungu svo nálægt skips-
hliðinni, að skipið laskaðist svo, að strax kom að því leki.
Um leið og flugmenn lækkuðu flugið til þess að reyna
að hæfa skipið með sprengjunum,
geröu þeir vjelbyssuskothríð á skipverja, er voru ofan
þilja. Særðust fjórir þeirra alvarlega í skothríðinni,
m. a. hásetinn, sem var við stýrið.
Flugmönnum tókst að
koma skipverjum algerlega að
óvörum með þeim hætti, að
þeir flugu að skipinu undatl
sól.
Sprengjurnar tvær komu í
sjóinn bakborðsmegin við
skipið, en báðar svo nálægt
því, að þær löskuðu það, önn-
ur að aftanverðu, en hin
framarlega.
Sjór kom strax í lestarum
skipsins eftir sprengingarnar,
og mátti því búast við, að
skipið sykki þá og þegar.
Tveir erlendir togarar voru
að veiðum nálægt Súðinni,
þegar árásin var gerð. Skips-
höfn Súðarinnar fór nú í bát-
ana og reri áleiðis til togar-
anna. Togárarnir komu til
móts við þá.
Hinir særðu menn voru
settir um borð í annan tog-
arann, og sigldi hann áleiðis
til Húsavíkur.
Á leiðinni til Húsavíkur
dóu tveir hinna særðu
manna, hásetarnir Hermann
Jónsson, til heimilis að
Mjölnisveg 8 hjer í bænum,
og Guðjón Kristinsson frá
ísafirði.
Fjórir aðrir voru sárir, en
ekki nema tveir þeirra hættu-
lega, þeir Guðmundur S. Guð-
muridsson þjónn, til heimilis
á Laugaveg 141 og Ólafur S.
Ólafsson kyndari, á Smyrils-
veg 29. Hinir særðu voru
fluttir í sjúkraQúsið á Húsa-
vík. Samkv. viðtali við hjer-
aðslæknirinn í gærkvöldi, eru
sár þessara manna alvarleg,
einkum Guðmundar.
Þangað var og fluttur son-
ur skipstjórans, Björn Ivjar
an. Ilann er drengur uni ferm
ingu. Hann var farþegi með
skipinu. Hann er lítið meidd-
ur, en hafði * fengið tauga-
áfall.
Árásin var . gerð í svo
skjótri svipan, að skipverjar,
er tíðindamaður blaðsins á
Húsavík hafði tal "af í gær-
kvöldi, höfðri átt erfitt með
að gera sjer grein fyrir öllu
því, er gerðist í því vetfangi.
Þeir sáu flugvjelina sveima
Framh. á bls. 2.
Sænskum
nasistaíor-
ingja fleygt
út af
Skansen
Stokkhólmi í gærkvöldL
SVEN OLAV LINDHOLM,
foringja stærsta nasista-
flokks Svíþjóðar, — Svensk
Socialist Samling — og
nokkrum fjelögum hans,
var kastað út af .skemti-
staðnum Skansen í Stokk-
hólmi í dag.
Fólk, sem, var að skemta
sjer í Skansen, reiddist við
þá fjelaga, er þeir heilsuðu
sænska fánanum með nas-
istakveðju, er verið var að
draga fánann af stöng, í
kvöld, og rjeðist mann-
fjöldi á þá nasistafjelaga
og kastaði þeim út.
Sænska blaðið „Alle-i
handa“ segir í þessu sam-
bandi, „að svona eigi að
fara með alla nasista“.
— Reuter.