Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1943, Blaðsíða 12
12 íþróttaf jelagið Þór 30 ára Frá frjettaritara vor- um í Vestmannaeyj- um. MERK TÍMAMÓT eru í dag í sögu íþróttahreyfing- arinnar í í Eyjum. íþrótta- fjelagið Þór var stofnað þennan dag árið 1913 og er því rjettra 30 ára. Þegar fjelagið var stofn- að, var, eins og að líkum lætur, heldur lítið um iðk- un íþrótta. Þó var hjer starf andi fjelag, sem eingöngu iðkaði knattspyrnu. En í lög um Þórs segir, að tilgangur fjelagsins sje ’að iðka alls- konar íþróttir, og má segja, að fjelagið hafi fyllilega náð þeim tilgangi. í"yrst í stað mun aðeins hafa verið iðkuð íslensk glíma, en smátt og smátt bættust fleiri íþróttagrein- ar við, svo sem alskonar frjálsar íþróttir, sund, hand knattleikur, tennis og leik- fimi. Starf fjelagsins á þessum 30 árum hefir verið afar mikið, því að frá stofnun þess hefir það ýmist staðið fyrir eða tekið þátt í öllum íþróttamótum og kappleikj- um, sem hjer hafa verið háðir. Starf fjelagsins verður ekki metið til fjár. Þeir, er starfað hafa undir merki íþróttanna, geta einir dæmt um, hve ómetanlegt gagn fjelög eins og þetta hafa fyr ir bygðarlag sitt, Á starf Þórs er varla hægt að minnast án þess að geta um starf Georgs Gísla- sonar kaupmanns í þágu fje lagsins. Hann var formaður fjelagsins frá stofnun þess og samfleytt til ársins 1919, og svo hefir hann verið for- maður þess oft síðan, eða samtals í stjórn þess í 17 ár. Georg var aðalhvatmaður- inn að stofnun fjelagsins og lífið og sálin í öllu því, er fjelagið tók sjer fyrir hend- ur um fjölda ára skeið, enda hafa fjélagsmenn kunnað að meta starf hans, því að á tvítugsafmæli fjelagsins var hann gerður að heiðurs- meðlimi þess. Þór telur nú yfir 300 fje- laga, og er mikið fjör í allri starfsemi fjelagsins. Stjórn þess skipa nú: Ingólfur Arn arson, formaður, Björgvin Torfason og Þórarinn Sig- urðsson, meðstjórnendur. FINNAR HRINDA ÁHLAUPUM, Virðuleg og þjóðleg hugmynd um skreytingu Lau garneskirkju Hjón yefa 2000 krónur til altaristöflu Stdkkhólmi í gærkveldi. FINNAR hafa hrundið nokkrum áhlaupum, sem rúss- neskar hersveitir gerðu á stöðvar þeirra í gær og fyrra- dag. Yoru eyðilögð nokkur stórskotaliðsvirki fyrir Rúss- um. — Reuter. NÝLEGA komu hjón bú- sett í Laujjarnessókn til sóknarprestsins sr. Garðars Svavarssoniar, og afhentu honum í kirkjunni 2000 króna gjöf, sem verja skyldi til framkvæmda sjerstæðrar og athyglis- verðrar hugmyndar, sem er runnin frá manni þeim, er gjöfina afhenti. Eins og getið hefir verið, eru í Laugarneskirkju tvö hliðarskip með boga-i dregnu lofti, en fyrir end- [ um þessara skipa, bæði ! þeimi er að kór snúa og j eins .að fordyri, eru fletir,, ^ sem tilfallpir virðast undir fagrar myndir. Hugmynd hins rausniarlega gefanda er sú, að á fleti þessa, þá er að kórnum snúa, komi' eftirlíkingar af laltaristöflu þeirri, er var í Laugarnes- kirkju hinni fornu, og sem mynd birtist af hjer, og annarri mynd, er viar í kirkjunni. Er tafla þessi nú á þjóðminjasafni og fyrir margra hluþa sakir hinn merkilegasti gripur. Var hún gefin 'Laugarneskirkju hinni fornu af þeim Bjarna Pálssyni og Eggert Ólafs-, syni árið 1757, en þá dvöldu þeir um tíma í Við- ey, og sóttu kirkju 'að Laug arnesi. Mun taflan veragef in til mjnningar um þá kynningu, sem þeir höfðu af kirkjunni þá, og þann andlega styrk, er þeir sóttu þangað. Hin myndin, sem uppi hjekk í Laugarneskirkju hinni fornu, er nú í einka- eign, og er hugmynd gef- andans, að eftirmynd henn ar komi fyrir stafni hliðar- skipsins hinum megin. Á framgafla hliðarskip- annars er hugmyndin, *að komi málverk af hinum einu tveim biskupum, er sátu í Laugarnesi í hinni svonefndu biskupsstofu þar. En það eru þeir Stein- grímur Jónsson, er biskup var frá 1824—1844, og er1 frá honum kominn mikill ættbálkur; og Helgi Thord eersen, er var biskup frá 1846—1866, en meðal barna hans var sr. Stefán, faðir frú Ragnheiðar Haf- stein. Hugmynd, sem þessi er vssulega athyglisverð og Altaristaflan, sem Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson gáfu Laugprneskirkju bendir til mikillar þjóð- rækni og virðingarverðrar umhyggju fyrir erfðavenj- um og viðhaldi fornra minja. Allir vita, að þessu hefir verið mjög ábótavant hjer lengi vel, fornir grip- ir hiafa farið forgörðum, og enginn hefir hugsað um að ný hús bæru svip eða minjar frá þeim, sem þau kunna að hafa tekið við af. Má ganga ,að því vísu,, Úð margir góðir menn verði til þess iað láta sjer þessa hugmynd að fyrirmynd verða á ýmsum sviðum. Senn líður að því, að dregið verði í húshapp- drætti Laugarneskirkju sem; stendur inni á túnunum hálfsmíðuð og bíður eftir að verða fullgerð og vígð. Hin forna Laugarneskirkjá var rifin árið 1794, og væri, gott til þess að vita, að ekki þyrfti kirkjulaust að vera þarna lengur en í 150 ár, en í það langan tíma hefir engin kirkja verið 1 Laugarnesi, ef talið er frá næsta ári. Góðir menn munu einnig sjá svo til, að kirkjan þurfi ekki lengi að standa hálfgerð, til þess að fullgera hana þarf aðeins herslumuninn, duglegt á- tak, því ekki er lengi að safnast þegar saman kem- ur, og dugnaður og fórn- fýsi safnaðiarins hefir ver- 5ð með eindæmum. Fimtudagur 9. sept. 1943. Málverkasýning Þorvaldar Skíila- sonar og Gnnnl. Scheving TVÖ ÞÚSUND manns hafa, komið á málverkasýn ingu Þorvaldar Skúlasonar og Gunnl<augs Schevings í sýni'ngarskálanum í Kirkju stræti. Vekur sýning þeirra mikla athygli að verðleik- um. Hún verður opin enn í nokkra daga. Þrettán myndir haf'a selst á sýningunni. Hefir Þorvaldur selt sjö og Scheving sex. Sýningin er opin frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h, Bæjarbúar ættu sem, flestir að nota tækifærið og kynnast list þessara tveggja málara. Þeir eru í fremstu röð íslenskra lista m'anna og eiga vonþndi báðir mikla framtíð fyrir sjer. Stalino í höndum Rnssn London í gærkveldi. RÚSSAR TILKYNTU í kvöld, að herir þeirra hefðu tekið borgina Stalino í Dombas-hjeraðinu, er hún höfuðborg þess og mikil iðnaðarborg. Þjóðverjar sögðust áður hafa yfirgefið bæinn samkvæmt áætlun, til þess að stytta víglínu sína, en eyðilagt þar áður alt sem þeir máttu ekki með komast. Stalin hefir gefið út dag- skipan og þakkað hershöfð- ingjum þeim, er tóku Stal- ina, og var fallbyssum skot- ið í Moskva, til þess að fagna þessum árangri. Rússar segjast alls hafa sótt fram um 15—20 km. á þessum slóðum, og tekið nokkur þorp og bæi, auk Stalino. Þar á meðal eru bæirnir Krasno Armeisk og Yashinovataya. Fyrir vestan Konotop segjast Rússar halda áfram sókninni, og hafa sött fram 6—10 km. Þar hafa þeir einnig tekið nokkur þorp. Líka sóttu Rússar nokkuð fram suður af Briansk, en fyrir sunnan og suðvestan Karkov eru harðar orust- ur háðar, og kveðast Rússar hafa bætt þar aðstöðu sína að nokkru, sótt sumstaðar fram um 5—6 km. Á Smolensksvæðinu segj ast Rússar hafa bætt að- stöðu sína í hörðum orust- um, en þar segjast Þjóð- verjar hafa hrundið Rúss- um aftur á bak á nokkrum stöðum. Óstaðfestar fregnir herma, að Þjóðverjar sjeu nú að yfirgefa Tamanskaga, þar sem þeir hafa nú verið síð- an í vetur og varið tangann við Kerchsundið. Skýra Þjóðverjar sjálfir í dag frá nokkrum bardög- um á þessum vígstöðvum. Reuter. m • ri ..i lveir oku olvaoir — annar án öku- rjettinda TVEiIR MENN voru í gær dæmdir í Lögreglu- rjetti Reykjavíkur fyrir (að aka bifreið undir áhrifum áfengis. Báðir voru mennirnir dæmdir í 10 daga varð- hald. Annar þeirra, sem hafði ökuleyfi, var auk þess sviftur ökuleyfi í 3 mánuði, en hinn, sem ekki hafði rjettindi til að aka bifreið var sviftur rjetti til þess að öðlaist ökuleyfi í næstu þrjá mánuði. Hjónaefni. S.l. laugardag opinþeruðu trúlofun sína ung- frú Dagmar Clausen frá Hell- issandi og Þórður Guðmunds- son frá Ulafsvík. J Næstsíðustu um- ferð Reykjavíkur- mótsins lokið NÆSTSÍÐUSTU umferð Reykjavíkurmótsins í golfi er nú lokið. Leikar fóru þannig í meistaraflokki. að Gísli Ólafsson vann Helga Eiríks son með 2 vinningum, þeg- ar eftir var að leika eina holu, og Jóhannes Helga- son vann Jakob Hafstein með sömu úrslitum. Leikn- ar voru 36 holur, og voru jeikirnjr injög spennándi og jafnir, eins og úrslitih bera með sjer. í 1. flokki vpnn Daníel Fjeldsted Sigurð Guðjóns- son og Ólafur Gíslason Magnús Kjaran. Úrslitakepnir í báðum flokkum fara að líkindum fram á morgun milli þeirra, Jóhannes'ar Helgasonar og Gísla Ólafssonar í meist- araflokki og Daníels Fjeld- sted og Ólafs Gíslasonar í 1. flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.