Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						t
8
i
• M OE G UN.B.L-A ÐIÐ
Luugardagur 2, okt. .1943.
KARL  Á  BJARGI  ÁTTRÆDUR
KARL  Á.  SIGURGEIRS-
SON — eða Karl á Bjargi, eins
og hann jafnan er nefndur
heima í sveit sinni — er fædd-
ur 2. október 1863 að Svartár-
koti í Bárðardal. Foreklrar
hans voru merkishjónin Sigur-
geir Pálsson, Jóakimssonar —
ef sú ætt úr Aðalreykjadal —
og fyrsta kona hans, Vigdís
Ilalldórsdóttir frá Bjarnar-
stöðum í Bárðardal — er ætt
hennar og alkunn Þingeyinga-
ætt. (Hún var systir Jóns föð-
ur Halldórs bankagjaldkera,
og voru þeir því að öðimm og
þriðja að frændsemi Pjetur
líalldórsson borgarstjóri og
Karl á Bjargi).
Sigurgeir Pálsson varð m.jög
kynsæll maður, bæði hjer á
landi og fyrir vestan haf. Með-
al barna hans eru hinir þektu
Bardals-bræður og systur
þeirra í Winnipeg — og er það
mikill ættbálkur. Sjálfur fór
Sigurgeir til Ameríku á efri
í'trum og andaðist þar 96 ára
gamall 1925. Sigurgeir var
maður mikill vexti og garpleg-
ur, fríður og höfðinglegur, en
Vigdís kona hans var talin ein
hin mesta fríðleikskona, og hef
ir það útlit mjög gengið að
erfðum í ætt þeirra — og ekki
síður sönghneigðin, sem mun
h^fa verið mjög rik hjá þeim
baðum, en í öllum grelnum ætt
arinnar eru söngmenn miklir
og rík listhneigð.
Átta ára gamall fluttist
Karl með föður sínum vestur
að Þingeyrum, en þar bjó Sig-
urgeir nokkur ár, og síðar að
Víðidalstungu. Þaðan fluttist
hann vestur í Miðfjörð og bjó
þar á ýmsum stöðum, uns hann
fluttist alfarinn til Ameríku
árið 1900. (Alls mun Signrgeir
hafa stundað búskap í nærfelt
hálfa öld).
Árið 1890 hóf Karl Mskap
á Bjargi og hefir setið hinn
forna sögustað síðan, eða 53
ár. — Árið eftir eða 1891
kvæntist hann Margrjeti Jó-
hannesdóttur frá Auðunnar-
stöðum í Víðidal, en móðir
hennar, Ólöf Jónsdóttir, ekkja
Jóhannesar — ættuð af Vatns-
nesi — bjó fyrir á Bjargi, er
Karl fluttist þangað. Sambi'ið
þeirra Karls og Margrjetar
varð þó mjög skömm, því að
hún andaðist fáum mánuðum
eftir brúðkaupið. — Tveim ár-
um síðar, vorið 1893 gekk Karl
að eiga Ingibjörgu Jóhannes-
dóttur, systur Margrjetar
fyrri konu sinnar. Varð hjóna-
band þeirra einkar farsælt alt
þar til Ingibjörg ljest 1938.
Þeim varð 8 barna auðið, og
þóttu þau, er upp komust,
framúrskarandi mannvænleg,
af þeim lifa þo mi aðeins þrjú:
Margrjet, gift í Reykjavík, og
hræðurnir Páll og Sigurgeir,
báðir vel kvænlir og búa á
B.jargi.
Bjarg var mikil jörð og all
erfið, þurfti margt verka-
manna til þess að nýta hana á
gamla vísu. Þar var því margs
að gæta og niargs að taka til
höndum fyrir ungan bónda, er
þar tók við fyrir aldamót.
Fyrsta búskaparafrek Karls
var að byggja upp bæ sinn,
svo að hann þótti með myndar-
legustu og best hýstu bæ.jum,
eftir því, sem þá gerðist, og
þá þegar byrjaði hann að
sljetta og bæta túnið, sem var
all stórt, en bæði þýft og
grýtt, svo að jarðabætur sótt-
ust þar seint með verkfærum
þeim og aðferðum, sem þá
tíðkuðust. — Karli varð líka
oft fram eftir ævinni tafsamt
frá verkum: Glaðværð hans,
gestrisni og híbýlaprýði ollu
því, að Bjarg varð brátt eins-
konar miðstöð fyrir allan
gleðskap í sveitinni — og eng-
inn taldi það lykkju á leið
sinni, sem um fór, að koma við
á Bjargi, enda voru þar allir
jafnt boðnir og velkomnir. og
jafnan vel veitt — stundum
kannske meira af góðvild og
rausn, en beinlínis af forsjá.
Þrátt fyrir alt þetta, og
þrátt fyrir að allur fyrri hluti
búskaparára Karls var fremur
erfiður tími fyrir bændur, bún-
aðist honum furðu vel — og því
hetur, sem lengur leið, enda
voru þau hjónin samhent við
störfin engu síður en við að
hakli uppi glaðværð og gest-
risni. Ingibjörg var hin mesta
dugnaðarkona og fjölhæf,
vann hún og ljet vinna að tó-
vinnu svo að af bar, en Karl
'var hinn mesti vefari og óf
öllum stundum að vetrinum. —
Ingibjörg  saumaði  alt fyrir
heimilið og mikið fyrir aðra
sveitarmenn, því að hún var
afbragðs saumakona. Karl var
líka talinn mjög verklaginn
maður og hagsýnn við vinnu,
enda má heita, að honum sleppi
aldrei verk íir henda heima
fyrir enn í dag.
Haustið 1921 fór Karl til
Vesturheims í boði systkina
sinna. Dvaldi hann ]>ar vetrar-
langt — aðallega í Winnipeg,
en ferðaðist þó mikið um bygð
ir Islendinga, og komst alla
leið vestur að Kyrrahafi, til
Seattle, þar heimsótti hann
mágkonu sína Elinborgu Jó-
hannesdóttur, sem þar er bú-
sett, gift sænskum manni. Mun
Karl hafa sjeð ýmislegt í
þessari ferð, sem kom honnm
að gagni síðari búskaparárin.
Karl á Bjargi hefir aldrei látið
opinber mál mikið til sín taka,
þó hefir hann átt sæti í hrepps-
nefnd allmörg ár. Safnaðarfull
trúi og í sóknarnefnd var hann
fjöldamörg ár, og beitti hann
sjer mjög — og þau hjón bæði
— fyrir bættum söng í kirkj-
unni, og mun mega þekka þeim
það fremur flestum ðrum, að
hafist var handa um að útvega
orgel í Staðarbakkakirkju. —
Er þeim, sem þessar línur rita,
enn í barnsminni, þegar þau
voru að basla með stofuorgel-
ið sitt á sleða út að Staðar-
bakka, til þess að Ingibjörg
gæti leikið þar undir sálma-
söngnum á hátíðunum, áður en
orgel var komið í kirkjuna.
Bæði voru þau hjónin mjög
sönghneigð, og Ijek Ingibjörg
prýðisvel á orgel, enda fjekst
hún jafnan mikið við — þrátt
fyrir alt annríki — að kenna'
unglingum þá list.
Eitt af þeim störfum, sem
Karl hafði á hendi fyrir sveit-
unga sína, var að vera grenja-
skytta. Það var hann í 62 ár,
fór fyrst á greni, er hann var
hjá föður sínum á Rófu (nú
Uppsölum) 1880, en síðasta
grenið vann hann 1942. Er tal-
ið, að hann hafi eytt hátt á
þriðja þúsund refum á þessu
árabili. Ilann var líka einna
fyrstur til á þeim slóðum að
ala upp yrðlinga — löngu áð-
ur en „refalrú" heyrðust nefnd
—; en þann btiskap hafa þeir
Bjargsfeðgar einnig stundað
hin síðustu ár.
Karl á líjargi er ekki eins
mikill vexti og faðir hans var
— eða bræður hans sumir —
en þó nokkuð meira en meðal-
maður á hæð, vel vaxinn og
hinh mesti fríðleiksmaður er
hann enn í dag. — Eftir }>ví
er öll framkoman, snyrtimann-
leg, kurteis og Ijúímaimleg,
og þrátt fyrir ])ungar raunir
eins og ástvinamissir o. fl., er
hann og hefir altaf verið sí-
glaður í viðmóti, enda er hann,
eins og þeir frændur fleiri,
hinn mesti þrekmaður og karl-
menni bæði andlega og líkam-
lega. — Menn með þeirri skap-
gerð munu það hafa verið, sem
kallaðir voru „miklir borðar"
til forna. ¦— Um gestrisni hans
og híbýlaprýði hefir verið
rætt hjer að ofan. — Svo vin-
sæll er Karl, að vjer hyggjum,
að hann hafi aldrei átt óvin,
en öllum, sem honum hafa
kynst eða átt hafa sanian við
hann að sælda, hefir þótt vænt
um hann.
1 vor sem leið brá Karl búi,
og tók þá yngri sonur hans,
Sigurgeir, við af honum til
fulls. En þeir höfðu búið sam-
an um skeið á hálfri jörðinni.
Ilinum helmingnum tók eldri
bróðirinn, l'áll, við, þegar
hann kvæntist, og hefir hann
nú komið sjer upp snotru íbúð
arhíisi nokkuð i'rá gamla
bænum, sem enn stendur, en
mun verða bygður upp undir
eins og fært þykir. Liggur nú
mikið verk eftir þá Bjargs-
feðga, Karl og syni hans: Pjár-
hús, hesthús og hlöður úr
steinsteypu, og mundi bær og
fjós einnig vera komið ppp, ef
styrjöldin og dýrtíðin hefðu
ekki komið — túnið alt sljett
og vjeltækt og fært út um helm
ing — eða þó nær tveim þriðju,
ef við töðufeng er miðað.
-------Nú óskum við, gamlir
sveitungar og fyrrum heima-
menn Karls á Bjargi, homim
allrar blessunar á áttræðisaf-
mælinu. Ilarmar og mótlæti
hafa aldrei megnað að buga
hann á hinni löngu lífsleið-, til
þess var lundin of rökk, sálar-
]>rekið of mikið og hreinleiki
hjartans of frábær. — Mætti
nú kveldið verða b.jart — sam-
boðið hinum langa og gæfu-
ríka starfsdegi.
Jóhann og Friðrik.
- Fuxuflói
Framhald af bls. 7
íslendinga að hafa sem
sóknaraðila á þessu vísinda-
þingi slíkan mann sem
Árna Friðriksson, sem eigi- ^
þarf að efa, að kunni á því
tökin að hagnýta sjer ár-
angurinn af margra ára
vísindarannsóknum á fiski-
svæðunum hjer við land, ár
angur, sem alkunnur er orð
inn meðal vísindamanna á
þessu sviði og að áliti dóm-
bærra manna gefur skýr
svör við þeim spurningum,
sem með rannsóknunum var
leitast við að fá svarað.
Taikst að friða Faxaflóa,
er það afarstór og mikil-
vægur sigur, því að bæði er
það svo, að í Faxaflóa og
næsta nágrenni hans eru,
eins og fyr segir, aðalhrygn
ingarsvæði þorsksins og fló
inn því alveg tilvalinn klak
stöð þess ungviðis, og auk
þess ætti frekar að mega
gera sjer vonir um, að auðn-
ast mætti síðar að fá aðra
flóa og firði friðaða, eftir að
friðun Faxaflóa í reyndinni
hefði borið tilætlaðan ávöxt
til hagsbóta öllum þeim, er
fiskveiðar stunda hjer við
land.

X-9
Eftir Robert Storm
><><><><>0<><><><><><><><><><><><><X><>0<><><^^
<><>o<>o<><><><><><><><><><><><><><>^^          )
K-9 IS IN COrJFEZBHCe WlTH
' >A 5COTLAMP YAZP /NSPBCTOfZ
_IN LONDON}-----"-------'
/       X-9,  rve JUST
(  BBBN IN TOUCH WITH 'AOUÆ
> CHIBF IN WASHIN6TON  THIS
(  CASB YOU'ZB ON LOOKS UK£
\ ¦¦ BSP/ONA6B. ACTUALLV ITS
X^ INTBIZNATIONAL íZOBBBIZý!
/vHAT PO
WU MBAN,
INSPBCTVIZ?)
S*.^ c
FOfZBi6N A6BN7S
HAVB 0BSN SHlP-
PlNS  UNCUT
PIAMONDS INTÖ THB
US.  INNOCBNT Á
P/PLOMATS AIZB
/NVOLVgD, &UTMB
LION'T KNQW UUST^
HOW.

we unpbjz&tand a
CACHB OP PlAMONOS, W&ZTH
MOIZB THAN A MILL/ON LCtLAefn
/S ON ITS WAY TO AMBlZICA
/ZI6HT NOtV/ ja**«
MBANWHILB, 0ACKSTA5E IN A  WA5H-
SINSTON THBAT£E,t
Af/SS GILPA,  7HAT
tYAS A WONPBZPUL,
PBIZFOIZMANCB!,,..,
LITTLB COIZPOZAL WANTS
TO SEB vn'u l
Yfirlögregluþjónninn: Jeg hefi nýlega verið í sam-
bandi við húsbónda yðar í Washington, X-9. Þetta
mál, sem virtist vera njósnamál, er í raun og veru
í sambandi við alþjóða þjófafjelag.
X-9: Hvað eigið þjer við, yfiriögregluþjónn? Yfir-
lögregluþjónninn: Útlendingar hafa smyglað óslípuð-
um demöntum inn í Bandaríkin. Saklausir diplomat-
ar koma við sögu. En við vitum ekki á hvern hátt
ennþá.
Yfirlögregluþjónninn: Okkúr skilst, að nú sje ver-
ið að smygla inn kassa með demöntum, sem eru milj-
ón dollara virði. — Á sama tíma í Washington: Þjón-
ustustúlkan: Þjer ljekuð ljómandi vel, ungfrú Gilda.
Litli corpolalinn vill fá að tala við yður.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12