Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur  10.  des.  1943.
MORGUNBLAÐIÐ
m
men
tir:
A
1
þj
Islensk handrit
ióðbókasafni Skota
Nokkra nýjar bækur
Verða Ijósmynduð fyrir milligöngu Is-
lendinga í Edinborg
Frá utanríkisráðuneytinu og I brjefi, dags. 3. nóv., tilkynti hr.
Landsbókasafninu  hefir  blað-' Sigursteinn  Magnússon  ráðu
inu borist eftirfarandi:
í ÞJÓÐSKJALASAFNI Skota
í Ediriborg er allstórt safn ís-
lenskra handrita, eða rúmlega
eitt hundrað númer. Handrit
þessi eru flest öll þangað komin
úr eigu Finns próf. Magnússon-
ar og Gríms skjalavarðar Thor-
kelíns. Handrit þessi hafa fæst
mikið gildi um fornar bókment-
ir íslenskar, en aftur á móti er
þar eitthvað, er varðar hinar
síðari aldir, þar á meðal nokk-
ur handrit, er stafa frá þeim
Svefheyjafeðgum, Ólafi bónda
Gunnlaugssyni og Eggert Ólafs-
syni, mest eiginhandarrit. En
Finnur Magnússon var sem
kunnugt er bróðursonur Egg-
erts Ólafssonar.
Ræðismaður Islendinga í Ed-
inborg, herra Sigursteinn Magn
ússon, hafði fyrir tilmæli hjeð-
an að heiman grenslast um það,
hvort þess myndi kostur að fá
keypt úr safni þessu Drykkj-
arbók (Pótologiu) Eggerts Ól-
afssonar,  eiginhandarrit  hans,
og  sneri  sjer  til  Landsbóka-
safnsins  að  milligöngu utan-
ríkisráðuneytisins um það, hvað
það  vildi  til  þessara  mála
leggja, en stuðningur frá þess
hálfu eða bein tilmæli kynni
að  hafa  þýðingu er til  þess
kæmi að leita kaupa á hand-
ritinu við stjórn bókasafnsins
í Edinborg.  Taldi  hann samt
heldur ólíklegt, að bókasafns-
stjórnin myndi vilja láta hand-
ritið af hendi.  Þessu  svaraði
landsbókavörður  á þann  veg,
að það væri í sjálfu sjer vel
þess vert að freista þess að fá
handrit  þetta  keypt  handa
Landsbókasafninu og svo önn-
ur . íslensk handrit í breskum
6Öfnum,  er  fæst  hafa  mikið
gildi fyrir fornar íslenskar bók-
mentir,  en varða meira bók-
mentir vorar og sögu á síðari
öldum  *og  hafa þess  vegna
minna gildi i augum erlendra
manna. En það er nú kunnugt,
að  safnamenn  eru  yfirleitt
fastheldnir  á  alt,  sem  söfn
þeirra  geyma,  þótt vandsjeð
megi kalla hver not sje að því,
og  á þetta ekki síst við  um
gömul  handrit.  Var það því
varatillaga landsbókavarðar, ef
ekki gæti af kaupum orðið, að
ræðismaðurinn, hr. Sigursteinn
Magnússon,  yrði  beðinn  að
grenslast eftir möguleikum á
. því að fá handritið tekið á smá-
. filmu  —  mikrofilm  —  eða
fótostatiska  eftirmynd  af  því
og svo öðrum íslenskum hand-
ritum,  fyrst og frerast þeim,
sem eru í Ádvocates Library í
Édinborg. Ritaði utanríkismála
ráðuneytið   ,  ræðismanninum
þetta méð brjeíi % okt. Með
neytinu að fullreynt væri, að
engin líkindi væri til þess, að
íslensku handritin fengist
keypt. En hinsvegar hefði bóka-
vörðurinn dr. H. W. Neikle
heitið samvinnu og aðstoð um
það, að handritin, en þau eru
105 að tölu, yrðu mynduð fyrir
okkur með annari hvorri þeirri
aðferð, sem fyr var nefnd, eins
fljótt og unt væri. Má raunar
vel una þeim málalokum, því
að slíkar eftirmyndir, vel gerð-
ar, geta komið að f ullum notum,
og er það mjög mikilsverð við-
bót við handritasafn okkar að
fá eftirmyndir þessar.
í sambandi við eftirgrensl-
anir þessar datt ræðismannin-
um, hr. Sigursteini Magnússyni,
í hug, að viðeigandi væri, að
íslendingar í Edinborg tæki sig
saman  um  að  koma þessu í
kring. Var hugmynd þessari vel
tekið af þeim íslendingum, er
í Edinborg  dvelja um  þessar
mundir. Hefir nefnd verið kos-
in i því skyni að sjá um fjár-
söfnun til greiðslu á kostnað-
inum og annast um framkvæmd
verksins. í nefnd þessari eiga
sæti hr. Sigursteinn Magnúrscn
ræðismaður, og er hann formað
ur nefndarinnar, frú Ingibjörg
Magnússon,  Valgarð  Ólafsson
verslunarfulltrúi, Hjörtur Eld-
járn Stúdent og Ottó Jónsson
stúdent.  Gert er ráð fyrir að
mestur hluti þessa verks verði
að bíða friðartíma vegna skorts
á efni, en loforð er fengið um,
að Drykkjarbókin verði mynd-
uð fótostatiskt nú þegar, og er
von á að hún verði send hingað
í  bókarformi  mjög  bráðlega.
Hefir nefndin hug á að vinna
að því, þegar lokið er að mynda
íslensku handritin í Edinborg-
arsafninu,  að farið verði eins
að um önnur íslensk handrit i
breskum söfnum. Þessi ákvörð-
un nefndarinnar er tengd við
minningu þess að nú eru liðin
25 ár síðan sjálfstæði vort var
viðurkent 1. desember 1918.
JÓH. KARLSSON & CO.
Sími 1701 — 2 línur
AUGLÝSING ER
GULLS iGÍLDI
NU ERU JOLABÆKURNAR
farnar að tínast á markaðinn og
virðist vandað til þeirra'venju
fremur bæði um efni og frá-
gang. Hefir bókagerð fleygt
mjög fram hjer á landi á síð-
ustu mánuðum þrátt fyrir mikl
ar annir í prentsmiðjum, enda
er hin bókelska þjóð okkar
hætt að láta bjóða sjer annað
en vandaða vöru af þessari teg-
und. Vekur það vegfarendum
listræna nautn að horfa í búð-
argluggana um þessar mundir,
svo skrautlegar eru hinar ný-
útkomnu bækur og lokkandi
að minsta kosti fyrir augað.
Til merkustu bóka, sem kom
ið hafa út á þessu ári má vafa-
laust telja Ferðabók Eggerts
Ólafssonar og Bjarna Pálsson-
ar í þýðingu Steindórs Stein-
dórssonar frá Hlöðum, en út-
gefendur eru Haraldur Sig-
urðsson og Helgi Hálfdánarson.
Bókin er prentuð í ísafoldar-
prentsmiðju og er frágangur
hennar sjerlega vandaður. Eins
og kunnugt er, kom Ferðabók-
in fyrst út á dönsku, samin af
Eggert einum, en seinna kom
hún út á þýsku, frönsku og
ensku og var sú útgáfa nokk-
uð stytt. Má það merkilegt kall
ast og ekki vansalaust með öllu,
að þetta stórmerka rit skuli
ekki hafa komið út á íslensku
fyr, og eiga þeir, sem að þess-
ari útgáfu standa, miklar þakk-
ir skilið fyrir hina vönduðu út-
gáfu á þessu öndvegisverki um
land okkar og þjóð. Er Ferða-
bókin enn að miklu leyti i fullu
gildi, þótt orðin sje hátt upp í
tveggja alda gömul.
Þá heíir Lithoprent sent á
markaðinn annað bindi ljós-
prentunar sinnar á Fjölni, og
er annar og þriðji árangur í
þessu bindi. Er sú starfsemi
Lithoprents, að gefa út ljós-
prentaðar útgáfur af merkum
bókum, sem lengi hafa verið
ófáanlegar og aðeins til í eigu
örfárra bókasafnara, hin þarf-
asta og til þjóðnytja. Er skemti
legt að fá Fjölni upp í hend-
urnar með stafsetningu þeirra
Fjölnismanna. í þessu bindi eru
meðal annars Heilóarvísa Jón-
asar, Fýkur yfir hæðir, sem
upphaflega hjet Grikkur og hin
hvassorða grein Jónasar um
rímnakveðskapinn. Bíða menn
þriðja bindisins með óþreyju.
Meðal skáldverka frumsam-
inna á íslensku, sem út haía
komið á þessu ári, má nefna
íslandsklukkuna eftir Halldór
Kiljan Laness. Er skáldsaga
þessi bygð á fornum málsskjöl-
um varðandi mál Jóns Hregg-
viðssonar, borgfirsks bónda, er
ákærður var fyrir *norð á
„kóngsins böðli", Sigurði
Snorrasyni. En tilgangur höf-
undarins mun vera sá, að lýsa
baráttu einstaklingsins til þess
að öðlast rjettlæti í þessari
syndum spiltu og rangsnúnu
veröld. Mun framhald væntan-
legt af þessari skáldsögu, og er
Helgafellsútgáfan útgefandi.
íslands Fata Morgana, Hill-
ingar íslands, nefnist ritgerða-
safn eftir Eggert Stefánsson
söngvara, sem kom út i sumar
Er þar margt v.el sagt og vit-
urlega, og er Eggert hinn snjall
asti r ithöf undur, hef ir viða
farið  pg mörgu  kynst,  enda
bera ritgerðir hans þess ljósan I mikið mál, en sumstaðar dg-
vott. Kemur höfundurinn viöa  lítið tyrfið.
við í þessum ritgerðum og er
hvergi myrkur í máli. Sumar
ritgerðirnar eru ádeilur, en
sumt ævintýri. Aftast í bókinni
eru greinar þær, sem höfund-
urinn hefir ritað á erlendum
málum á söngferðum sínum um
önnur lönd, en Eggert hefir ver
ið óþreytandi að kynna land sitt
hvar sem hann hefir farið, bæði
í tónum og rituðu máli. Útgef-
andi þessarar bókar er Víkings
útgáfan.
Fátt hefir verið um nýjar
ljóðabækur á þessu ári. — En
meðal þessara fáu má nefna
Stef og stökur, eftir Hallgrím
Jónsson fyrverandi skólastjóra.
Er hann prýðilega skáldmælt-
ur og hefir mjög vandað orð-
færi. Ef til vill kann sumum að
finnast fullmikið af minningar-
kvæðum í bókinni, en óþarfi er
að láta slíkt firta sig frá lestfi
bókarinnar og verður hver aó
yrkja eins og honum stendur
hugur til. Útgefandi bókarinn-
ar er Jens Guðbjörnsson.
í sumar kom út þriðja út-
gáfa af smásögum Axels Thor-
steinssonar, I leikslok. Gerast
þær í Kanada, Bretlandi, Frakk
landi og Belgíu og Þýskalandi
í lok fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar.Mun AxelThorsteinssonvera
eina „stríðsskáldið", sem við
eigum. Ekki er mikið um skáld
leg tilþrif í þessum sögum, en
þær bera vott um göfugt hjarta
lag höfundarins, og er það líka
nokkurs virði. — Sögurnar eru
hugljúfar, frásögnin viðfeldin
og stíllinn tilgerðarlaus. Þessi
skrumlausi og yfirlætislausi
rithöfundur hefir að makleg-
leikum eignast allstóran les-
endahóp.
Allmargar þýddar bækur hafa
komið út á þessu ári, og mun
þó von á fleirum fyrir jólin. —
Ein hin merkasta af þeim, sem
þegar eru komnar, er Talley-
rand, eftir Duff Cooper, í þýð-
ingu Sigurðar Einarssonar dó-
sents, en útgefandi er Finnur
Einarsson. Flestir munu kann-
ast við Talleyrand, hinn fræga,
franska stjórnmálamann, sem
uppi var á dögum frönsku
stjórnarbyltingarinnar og fram
yfir daga Napóleons mikla,
manninn, sem þótti svo slung-
inn. að Metternich, sem jafnan
fór halloka fyrir honum í hinu
pólitíska tafli, á að hafa sagt
um hann, þegar hann írjetti lát
hans, „Hvað skyldi refurinn
hafa í hyggju núna?" Höfund-
ur bókarinnar, Duff Coóper, er
þektur, breskur rithöfundur og
stjórnmálamaður. Útgáfan er
sjerstaklega vönduð.
Bókaútgáfan Norðri h.f. á
Akureyri hefir hafið útgáfu á
merkilegu skáldverki eftir
norska skáldsagnahöfundinn
Trygve Gulbrandsen, Bjarnar-
tlalsættin, og er fyrra bindið
komið út undir nafninu Dagur
i Bjarnardal, undirtitillinn Dun
ar í trjálundi (Og bakom syng-
er skogerne). Bók þessi hefir
hlotið miklar vinsældir í Nor-
egi og raunar víðar, enda er
hún talin ágæt lýsing á norsku
þjóðlífi,.og sýnir vel þann þrótt
mikla kjarna, sem i norsku
þjóðinni býr. Konráð Vilhjálms
Fjallkonuútgáfan sendi á
markaðinn í sumar hina vin-
sælu skáldsögu Tolstois Kó-
sakkar, í þýðingu Jóns Helga-
sonar blaðamanns. — Fróðir
menn telja þessa bók kafla úr
ævisögu hö^ndarins sjálfs og
fjallar hún um hernað og ást-
arævintýri í Rússlandi. Þýð-
ingin er fremur lipurlega gerð,
en þýðandinn er ekki alveg laus
við hinn hvimleiða kvilla, þágu
fallssýkina.
Loks hefir Mál og menning
sent út til fjelaga sinna, svo og
í bókabúðir, fyrra bindið af
skáldsögunni Þrúgur reiðinnar,
eftir hinn fræga, ameríska rit-
höfund John Steinbeck. Gerist
hún á tímum hinnar ægilegu
landbúnaðarkreppu í Banda-
ríkjunum, þegar hundruð þús-
unda bænda komust á vonar-
völ. Þetta er talin einhver
merkilegasta skáldsaga, er kom
ið hefir út í Bandaríkjunum á
síðustu árum. Stefán Bjarmai*
hefir þýtt bókina, vel á köfl-
um, en ekki altaf losað sig frá
frummálinu sem skyldi.
» ? ?----------
Ferðasögurfráöllum
löndum heims
FERÐASÖGUR voru með þvi
fyrsta, sem menn töldu í frá-
sögur færandi og færðu í letur.
Bókin „Ferðasögur frá öllum
löndum heims" hefir að geyma
úrval frásagna frægra manna
af ferðum þeirra, alt frá blóma-
öld Grikkja og þangað til Amy
Johnsson og Lindberg hófu sig
til flugs, ein síns liðs yfir út-
hafið. Þar eru sögur og sagn-
fræðilegar lýsingar frá öllum
afkimum og undralöndum ver-
aldar. Þar lýsir Clavijo hinni
gullnu ferð til Samarcand, Sver*
Hedin og Abbé Iluc hinu dul-
arfulla Tíbet,  Doughty, Law-
rence og Bertram Thomas segja
frá  auðnum  Arabíu,  Dallam,
organisti Elisabetar Englands-
drotningar segir f rá því er hanr*
flutti Tyrkjasoldáni orgelið frá
drotningunni, en pílagrímurinr*
Willibald segir söguna af því,
er hann smyglaði balsami frá
Landinu  helga.  Hjer  kennir
margra grasa.
í bókinni eru líka frásagnir
eftir Gertrude Bell, F. S.
Smythe, Scott kaptein, sir
Francis Younghusband, Living-
stone, Stanley og Stevenson.
Fyrsta heftið er komið út.
Fleiri koma eftir áramótin frá
bókaútgáfunni Heimdallur.
Spánverjar biðjast
afsökunar
Jordana, utanríkisráðherra
Spánverja, hefir opinberlega
beðið Breta afsökunar á fram-
ferði nokkurra Spánverja í ein
kennisbúning Falangistaflokks
ins spánska, sem fyrir nokkru
síðan ruddust inn í hús breska
váraræðismannsins í Saragossa
og móðguðu hann og fjölskyldu
hans. Lofaði Jordana að mönnt
urri þessum skyldi refsað.
son hefír snarað bókinni á þrótt Reuter.
i >  t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16