Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugandagur  4.  mars  1944.
Jón Magnússon skáld — Minningarorð
Jón  Magnússon
I SKALDIÐ
^j látinn.
I Jeg ætla ekki hjer að rekja
SEiferil hans. Það er að vísu
erkilegt að komast úr fátækt
4g umkomuleysi upp í það, a&
yerða mikilsvirtur borgari
þjóðfjelagsins, og það gerði
jón Magnússon af eigin ramm-
íeik, en jeg ætla ekki að lýsa
^orgaranum Jóni Magnússyni,
Áeldur langar mig til að fara
isokkrum orðum um hann sem
skáld og sem mann.
•
Jón Magnússon gaf út eftir
sig fjórar Ijóðabækur: Blá-
skéga, Hjarðir, Flúðir og Björn
á Beyðarfelli. Þegar í fyrstu
bókinni mátti sjá þann svip,
sem einkendi síðar alla ljóða-
gerð Jóns, — mikla formfeg-
urð, innilegar tilfinningar,
heiðríkju hugans og skýrar,
skáldlegar sýnir.
Jón var ekki með neinn
bægslagang, hvorki í lífi nje
ljóðum. Hann var eins og kyrt,
djúpt vatn, en undirstaðan gat
verið þung. Og mest er um það
vert, að Jón var á stöðugu
framfaraskeiði, hann var vax-
andi skáld og hafði þegar tek-
ið sæti á fremsta bekk meðal
íslenskra ljóðskálda, og myndi
áreiðanlega hafa festst sig þar
enn betur í sessi, ef honum
hefði auðnast að halda áfram
þrogkaferli sínum hjerna meg-
in grafar.
•
Það er eitt orð í fornu máli,
^n mjer kemur í hug, er jeg
rininnist ¦ vinar míns, Jóns
Magnússonar. Það er orðið
„heiðþróaður", sem Egill
Skallagrímsson notar um Ar-
inbjörn vin sinn. Því að Jón
Magnússon var ekki aðeins vax
andi skáld, heldur einnig vax-
Jandi maður. Að vísu hlýtur
hann að hafa tekið gott eðlis-
far í arf, en hitt er þó meira
um vert, hvernig hann ávaxt-
í.ði sitt pund. Hann var dreng-
ur hinn besti, einlægur vinur
vina sinna, hreinskilinn og
djarfmæltur um það, sem hon-
um þótti miður fara hjá mönn-
um og málefnum, en þó alt af
fullum drengskap. Glettinn var
hann og fyndinn, en þó alvöru-
maður. Mjer dettur ekki í hug
að halda því fram, að Jón
Magnússon hafi verið gallalaus,
en hann var óvenjulega vel
gerður <jg  vel gefinn maður,
einn af þeim mönnum, sem
ekki þarf að skreyta til þess að
þeir sómi sjer vel. Jóh var ein-
lægur trúmaður, en þó frjáls-
lyndur og hleypidómalaus og
með opinn hug gagnvart nýj-
um viðhorfum. Má sjá þetta á
hinum mörgu gullfallegu, and-
legu Ijóðum hans og sálmum.
Jeg tel mjer það ómetanlegt
happ að hafa átt vináttu Jóns
Magnússonar. Hann mun ætíð
koma mjer í hug, er jeg heyri
góðs manns getið.
Mikill harmur er kveðinn að
þjóðinni allri, þegar ágætis-
menn hennar falla í valinn á
besta aldri. Mikill söknuður er
oss það, vinum og kunningjum
Jóns Magnússonar, að hafa
hann ekki lengur meðal vor.
En dýpst er sorgin og sárast-
ur söknuðurinn hjá eiginkonu
hans og dætrunum litlu, sem
nú gráta ástríkan eiginmann
og föður. En það er huggunin,
að þær gráta góðan mann. Og
minningin um hann mun lengi
lifa, — í hjörtum ástvina hans
og með allri þjóðinni.
Jakob Jóh. Smári.
STARFINU er lokið, hvíldin
er fengin, „höfninni náð bak
við helsins flóð".
Það verður sjálfsagt mörg-
um, er þeir heyra hina snögg-
legu andlátsfregn Jóns Magn-
ússonar, að hugsa til orða
skáldsins:
„Dáinn horfinn harmafregn,
kvæma dreng. Það var ekki að-
eins hin stórfelda hamraborg
og svipmikla náttúrufegurð
umhverfis Þingvöll, sem tók
hug unglingsins þeim tökum,
sem entust alla æfi, heldur einn
ig minningarnar um líf og sögu
þjóðarinnar þar, í 1000 ár,
minningarnar um hetjurnar og
andans göfugmenni, sem alt
vildu í sölurnar leggja til þess
að einstaklingar þjóðfjelagsins
gætu lifað í friði innbyrðis og
á þann hátt orðið landi og lýð
til sem mestrar farsældar. Og
jeg gæti trúað því, að einmitt
þetta hafi hjálpað til, eða flýtt
fyrir því, að hin meðfædda
skáldskapargáfa Jóns Magnús-
sonar fjekk- útrás með slíku
snildarbragði, sem raun ber
vitni.
Jeg tel víst, að það hafi ver-
ið erfið ganga fyrir Jón Magn-
hvílíkt orð mig dynur yfir!" ússon, að flytja hingað, úr sínu
En þeim verður þá einnig hugs- stórfagra og ástfólgna bygðar-
að til framhaldsorða skáldsins:  lagi, sem hann hafði fest svo
„En jeg veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn".
Jón Magnússon andaðist að
kvöldi 21. f. m. á Landsspítal-
anum að afstöðnum uppskurði,
47 ára að aldri. Hann átti, mörg
síðustu árin, við þrálátan sjúk-
dóm að stríða, sem hann bar
með fádæma þreki og rósemi.
En nú fanst honum, að ekki
yrði lengur biðið með róttæk-
ari aðgerðir, sem lauk með því,
að hann hneig í valinn.
Jón Magnússon var einn
hinna f jölmörgu búsettu Reyk-
víkinga, sem ólst upp í sveit
og fluttist hingað sem ungur
maður. Hann ólst upp í Þing-
vallasveitinni, við hinn fræga
sögustað, Þingvöll, og hefir
það að sjálfsögðu haft mikil á-
hrif  á  hinn  gáfaða og við-
mikla trygð við, að hann f jekk
leyfi til þess fyrir nokkrum ár-
um, án nokkurra rjettinda, að
taka reit til trjáræktar í
Hvannagjáarbrekku í Þing-
vallalandi. Gróðursetti hann
þar árlega hundruð trjá-
plantna og hlúði að sem best.
Lagði hann í þetta mikla vinnu
og umhyggja hans fyrir því var
óþreytandi. En hinn ungi mað-
ur „átti svo frjálsan og fast-
ráðinn hug, — sem f jeleysi gat
ekki þokað á bug", að hann tók
sig upp og flutti hingað, þar
sem fleiri úrræði voru fyrir
hendi. Og ferðin hepnaðist,
lánið var með honum. Hann
lærði sína iðn, stofnaði síðan
farsælt heimili með konu og
börnum, Tak hjer stórt iðnað-
arfyrirtæki, orti mörg ágæt
kvæði, sem út voru gefin við
y###»«»#<t«<WW#<!>«OX##X####>»|#W»>PM< bestu viðtökur og var elskað-
ur og virtur af öllum, sem
kyntust honum. Hann var því
sannarlega lánsmaður, enda
var hann sjálfur sinnar gæfu
smiður. Hann var svo óvenju
vel gerður maður, að aít hlaut
að snúast honum til góðs. Og
lífið brosti við honum, er hann
árið 1930 gekk að eiga eftirlif-
andi konu sína, frú Guðrúnu
Stefánsd., alþm. í Fagraskógi,
merka og vel skáldmælta konu,
eins og kunnugt er. Eignuðust
þau 4 börn, 1 son, sem dó ung-
ur, og 3 elskulegar dætur, sem
enn eru í æsku.
Kvæði Jóns Magnússonar
munu lifa meðan íslensk tunga
er töluð og minningin um
drengilegan mann mun altaf
lifa í hugum samtíðarmanna
hans. Skáldfrægð hans fór ört
vaxandi, hann átti djúptæk í-
tök í hugum manna um alt
lánd. Merkur og víðlesinn mað-
ur utan af landi sagði nýlega
við mig, að hann teldi skáld-
verk Jóns Magnússonar, „Björn
á Reyðarfelli", það besta, sem
hann hefði lengi lesið.
En Jón Magnússon kom víð-
ar við og áhrif hans náðu til
margs. Eitt hið merkasta, sem
hann vann síðustu árin, tel jeg
starf hans við undirbúning
hinnar nýju sálmabókar. Hon-
um var það hugstætt starf, sem
hann leysti af hendi af alúð,
eins og annað, og lagði í það
mikla vinnu. Verður það starf
hans aldrei fulllaunað, eða
þakkað sem vert væri. Sálma-
bókin verður áreiðanlega mörg
um meira virði fyrir þau verð-
mæti, sem hann rjeði að þang-
að kæmust, og mun það ekki
hvað síst eiga við um val hans
á sálmum Hallgríms Pjeturs-
sonar.
Jón Magnússon unni ættjörð
sinni og þjóð og vildi sóma þess,
framfarir og frelsi í öllum
greinum. Hitt er annað mál, að
honum gast ekki að ýmsu í þjóð
lífinu. Hann óskaði þjóð sinni
svo veglegs hlutskiftis og fanst
svo mikið til um landið, að
hann vildi ætlast tií þess, að
hver og einn styddi að velferð
heildarinnar og að einstaklings
hyggjan og flokksræðið kæmi
þar ekki til greina. Honum
sárnaði það, sem hverjum öðr-
um góðum dreng, þegar lands-
ins börn gerðust til þess, að
vjefengja og níða rjett sinnar
eigin þjóðar. Að slíkum manni
er hinn mesti skaði. En þó ald-
urinn yrði ekki hár, lá þó mik-
ið eftir hann og hann náði því
æðsta og hæsta marki, sem náð
verður hjer á jörð, að vera góð-
ur maður.
Við erum hljóðari og þrungn
ari alvöru við lát þessa mæta
manns. Vinir hans og allir, sem
kyntust honum, sakna hans og
harma, að samleiðin hjerna
varð ekki lengri. En þyngstur
harmur er þó kveðinn að konu
hans og ungu dætrunum þrem-
<  >
<  •
<  •
SPAÐKJÖT
Verslanir, útgerðarfyrirtæki, matsölu-
hús, vegaverkstjórar og aðrir, sem ætla
að fá spaðkjöt hjá oss, þurfa að kaupa
það sem fyrst, því birgðir vorar þrjóta
innan skams.
Sambaitd ísl. samvinnufjelaga
Sími 10$0.
ur, skyldifólki og vandamönn-
um. En þeim og oss öllum, sem.
kyntust  honum,  á  að  vera:
harmabót, endurminningin um
óvenjulegt valmenni. Jeg þyk-
ist líka viss um, að það sje ekki
í anda hans, að við sýtum og',
grátum  burtför  hans.   Hitt:
mundi honum meira að skapi,
að þjóðin manni sig nú upp til
sameiginlegra  átaka  í  öllu.
góðu, hafni innbyrðis stríði og
sundrung og vinni í einingu og
af  alúð hjartans  að  sönnum
verðmætum fyrir þjóðina.  Þá
mundi vel vegna, eins og þrá
hans stóð til.
Jeg þakka þjer, vinur, fyr-
ir samveruna. Hittumst heilir
á Feginslandi. Jeg læt að lok-
um listaskáldið kveðja skáldið
góða:
Flýt þjer, vinur, fegra heim;
krjúptu' að fótum friðarboð-
ans
og fljúgðu' á vængjum morg-
unroðans
meira' að starfa guðs um
geim.
Steindór Gunnlaugsson.
Viðræðisfundur
í Brellandi
London í gærkveldi. ¦— Að-
stoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, Edward R. Stettinius,
mun á næstunni fara tii Lond-
on til samninga við Breta um
mál, sem ekki koma beinlínis
hernaði við. — Meðal þeirra
mála, sem tekin verða fyrir á
ráðstefnu þessari, verða olíumál
in í löndunum við austanvert
Miðjarðarhaf, einnig hina fyr-
irhuguðu olíuleiðslu Banda-
ríkjamanna austur þar.
Flugvjelaskipi sökt.
London í gærkveldi: —
Breskir kafbátar hafa sökt jap
önsku flugvjelaskipi, 8.000
smál. að stærð. Var skipinu sökt
með tundurskeyti. Ennfremur
hafa kafbátar Breta sökt fleiri
skipum fyrir Japönum síðustu
daga og laskað beitiskip
Skíðadragtir
teknar upp í dag,
KlæðaversL
Andrjesar Andrjessonar U.
Verksmiðjur og vöruafgreiðslur.
Getum  nú útvegað  frá Bandaríkjunum
hina þektu
ty L A 1% 14
dráttarvagna ásamt tilheyrandi vögnum.
Talið við os% sem fyrst.
GÍSLI HALLDÓRSSON 1
VERKFRÆÐlNGAR  &  VJELASALAR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12