Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐTÐ
Sunnudagur  12.  mars  1944J
Dómur í skömmtun
arseðlamálinu
9
menn
dæmdir
SAKADÓMARL Jónatan
Hallvarðsson, kvað í gærmorg-
un upp dórri í sykurseðlamál-
ámi svonefnda. sem uppvíst
¦"varð í fyrravetur. I sambandi
við þetta stórmál varð uppvíst
annað smávegis skömtunarfals
og var dómur einnig kveðinn
upp í því. Alls var dómur kveð
inn upp yfir 9 mönnum. en eft-
ir er að kveða dóm upp yfir
einum þeírra, Jóni Kjartans-
syni framkværndastjórá. Mál
hans er mjög umfangsmikið og
sjerstaks eðlis.
Tildrög málsins skulu hjer
rakin að nokkru:
Hinn 1. apnl s.l. kærði skömt
unarskrifstofa ríkisins yfir því,
að fram hefði komið við taln-
ingu þá daginn áður sykurseðl-
ar, er virtust vera falsaðir.
Seðlar þessir urðu raktir til
Jóns Kjartanssonar, fram-
kvæmdastjóra Sælgætisgerðar-
innar Víkings og h.f. Svans, en
hann skýrði frá því, að hann
hefði fengið þá hjá Adolph
Bergssyni. Við húsrannsókn í
skrifstofu ákærðs Adolphs þá
strax um kvöldið hinn 2. apríl,
fanst mikið af sykurseðlum, er
síðar reyndust vera falsaðir.
Gaf Adolph þá skýringu á því,
að þeir voru þarna, að Jón
hefði komið til sín í skrifstof-
una og lagt þá þar í umslag,
og þeir orðið eftir. Kvaðst hann
ekki hafa vitað, hvað í umslag-
int/var.
Viðskifti Jóns og Adoips eru
í stórum dráttum þau, að Jón
fór fram á það við Adolph, að
hann útvegaði honum sykur
vegna sykurskorts við rekstur
fyrirtækja sinna. Fyrst útveg-
áðt Adolph honum sykur, en
síðar fór hann að útvega hon-
úm sykurseðla. Sykur greiddi
Jón við gangverði, en um seðl-
ana var það samkomulag, að
hann greiddi framleiðslugjald
eða kr. 2.10 fyrir kílóið. Fyrsta
greiðsla Jóns til Adolphs fór
fram 7. jan. 1942, en sú síðasta
15. febr, 1943. Samtals nam
þetta kr. 37.495.64. Samkvæmt
skýringum Jóns má ætla, að
andvirði sykursins hafi numið
kr. 5030.00, en hitt hafi verið
fyrir seðla. Einnig má áætla,
að sykurseðlarnir hafi hljóðað
upp á 16.000 kg.
Mikill hluti þeirra sykur-
seðla, sem Jón fjekk hjá Ad-
¦olph, voru falsaðir, Friðjón
Bjarnason prentari prentaði þá
fyrir Adolph eftir myndamóti,
«r hann fjekk hjá Þorvaldi
Jónssyni myndagerðamanni.
Friðjón mun hafa prentað um
500 eintök af sykurreitum
skömtunarseðils, en þeir eru
samtals 12 á venjulegum seðli,
en voru aðeins 10 á þessum. —
Adolph greiddi Friðjóni 1000
kr fyrir seðlana.
Þá fjekk Adolph Guðm. Guð-
mundsson, sem starfaði við að-
alúthlutun skömtunarseðla, til
t>ess að útvega sjer sykurseðla.
Greiddi hann honum kr. 0.50
fyrir kílóið af meginhluta
fceirra seðla. Einnig fjekk Ad-
olph nokkra seðla hjá Lárusi
Hanssyni.
Verður nú nokkuð skýrt frá,
í hverju afbrot mannanna eru
tahn fólgin.
Adolph Rósinkranz Bergsson
hefir með úthlutun skömtunar
seðla til Jóns Kjartanssonar
gerst brotlegur um óleyfilega
notkun skjals. Með þátttöku í
broti Guðm. Guðmundssonar
hefir hann gerst sekur um brot
í opinberu starfi og þátttakandi
í þjófnaði. Þátttaka hans í broti
Lárusar Hanssonar á hann hlut
deild í að opinber starfsmað-
ur misnotar aðstöðu sína og
þátttaka hans í broti Friðjóns
^Bjarnasonar hlutdeild í skjala-
í'ölsun. Sala hans á sykri til
Jóns Kjartanssonar er talið brot
á skömtunarlöggjöfinni.
Adolph Bergsson er dæmdur
í 18 mánaða fangelsi og svift-
ur kosningarrjetti og kjör-
gengi. Auk þess er honum gert
að greiða skipuðum talsmanni
kr. 750.00.
Friðjón Bjarnason hefir
gerst brotlegur um skjalaföls-
un. Sæti hann 6 mánaða fang-
elsi og er sviftur kosningar-
rjetti og kjörgengi.
Brot Guðm. Guðmundssonar,
sem starfaði í þjónustu Reykja
víkurbæjar að úthlutun skömt
unarseðla, er heimfært undir
brot í opinberu starfi, þjófnað
og óleyfilega notkun skjals.
Hann sæti 6 mánaða 'fangelsi
og er sviftur kosningarrjetti
og kjörgengi.
Lárus Hansson hefir gerst
brotlegur í opinberu starfi og
svo hlutdeild í óleyfilegri notk
un skjals. Hann greiði kr.
800.00 til ríkissjóðs, en til vara
40 daga varðhald.
Þorvaldur Jónsson er hefir
gerst brotlegur um hlutdeild í
skjalafölsun. Honum er gert að
greiða 500 kr. sekt. til ríkis-
sjóðs. 25 daga varðhald komi
til vara.
Friðjóni, Guðmundi og Lár-
usi er auk þess, sem áður get-
ur, gert að greiða skipuðum
talsmönnum sínum kr. 400.00
hverjum.
Undir rannsókn þessa máls
komu fram s.l. vetur tvenn
myndamót, sem rakin voru til
Prentmyndagerðar Ól. Hvann-
dals og voru 4 starfsmenn hans
ákærðir fyrir það.
Þessir 4 menn voru allir riðn
ir við gerð fyrra myndamóts-
ins, sem eingöngu var af sykur
og kaffiseðlum. Var það mest-
megnis gert af rælni og svo
hinu, að skammturinn reyndist
þeim helst til lítill.
Hitt myndamótið gerðu tveir
þeirra, einnig kaffi og sykur-
skamtar. Var það gert af
,,fikti" „að gamni sínu. Það var
lítið eða ekkert notað.
Tveir þessara manna hlutu
500 kr. sekt hvor til ríkissjóðs
og 25 daga varðhald til vara.
En refsing hinna tveggja 400
kr. hvor og 20 daga varðhald
til vara.
Viímuhæli berklasj úklinga verð
ur reist ó landi Beykja í
SAMBAND ÍSLENSKRA
BERKLASJÚKLINGA hefir
fengið landspildu úr landi
Reykja í Mosfellssveit. Land
þetta, sem liggur austan Varm-
ár og sunnan Skammadals-
lækjar, er af miðstjórn Sam-
bandsins, landlækni og vinnu-
hælisnefnd, talinn hinn á-
kjósanlegasti staður sem völ er
á fyrir vinnuhælið. Landið er
í hæfilegri fjarlægð frá Reykja
vík, liggur á hlýlegum stað
mót suðri og suðvestri og er
mjög út af fyrir sig, þótt bygð
sje í grendinni. Sjerstakur veg
ur liggur að landinu. Þar er
heitt og kalt vatn, rafmagn og
byggingarefm við hendina.
Blaðamaður frá Mbl. hitti
Odd Ólafsson berklalækni, sem
er í miðstjórn S. í. B. S., að
máli í gær og bað hann segja
frá helstu atriðum í sambandi
við vinnuhælið.
-— Staðarval fyrir vinnu-
hælið var vandaverk; sumir
vildu hafa hælið uppi í sveit,
þar sem rekstur þess yrði ó-
dýrari en í nágrenni Reykja-
víkur. Aðrir vildu hafa það
sem næst bænum, því þar
mundu flestir dvalargestanna
eiga ættingja sína. Miðstjórnin
álítur, að hjer hafi fundist stað
ur, sem allir verði ánægðir
með, og nú, þegar landið er
fengið, mun þegar verða farið
að skipuleggja þorpið sem þar
á að rísa, og gera teikningar
að byggingum.
Þar á að rísa þorp.
•— Hvaða byggingar verða
reistar?
— Sambandið hefir hugsað
sjer fýrirkomulag bygginga í
aðalatriðum.
Bygt verður 1 aðalhús, 3
hæðir. Á 1. hæð verður eld-
hús, borðstofa, setustofa,
geymslur o. fl.
Á 2. hæð verða íbúðir hjúkr-
unarkonu og ráðskonu, vinnu-
herbergi læknis og eitthvað af
íbúðarherbergjum sjúklinga.
Á 3. hæð eins og 2ja manna
íbúðarherbergi fyrir sjúklinga.
Ennfremur verða bygð 10—
20 íbúðarhús, 2—3 herbergi
hvert, og loks 4—6 vinnuskál-
ar.
Þar sem byggingarkostnaður
er nú mjög mikill, verður byrj-
að á að byggja nokkur af smá-
húsunum og þau notuð fyrir
6—8 sjúklinga hvert. Þetta er
gert til þess að geta hafið starf-
semina sem allra fyrst. Þegar
aðalbyggingin hefir verið reist,
munu fjölskyldumenn, sem
dvelja langvistum á hælinu,
búa í þessum húsum með fjöl-
skyldum sínum.
Þeir, er dvelja á hælinu.
— Hverskonar sjúklingar
koma til með að dvelja á hæl-
inu?
— í fyrsta lagi sjúklingar
nýútskrifaðir af hælunum, sem
þurfa áframhaldandi eftirlit og
hafa takmarkað vinnuþol.
í öðru lagi sjúklingar með
langvinna, hægfara berklaveiki
og loks sjúklingar, sem eru að
meira eða minna leyti öryrkj-
ar af völdum berkláveiki.    ;
Mosfelissveit
Iðnaður verður aðalstarf.
—- Hvaða störf verða unnin?
— Fyrst um sinn munu
sjúklingarnir hafa nóg að gera
við smíðar á innanhúsmunum
og ýms önnur ljett störf er
vinna þarf meðan bygging
stendur yfir. Síðar mun smá-
iðnaSur verða aðalstarf stofn-
unarinnar: Smíðar, bókband o.
fl. mun verða iðja karla. Saum,
prjón o. fl. iðja kvenna.
— Rekstur?
Vinnuhælið  verður  sjálfs-
eignarstofnun rekin af S. I. B.
S. í samráði við ríkið og vafa-
lítið með styrk frá því.
í Reykjavík eru tugir manna
og kvenna með smitandi
berkla.
— Hvað um þörfina fyrir
vinnuhælið?
— Áður hefir verið gerð
grein fyrir þeirri hagnýtingu
vinnuhælisins í þágu þjóðfje-
lagsins sem vinnuhælinu er
ætlað að leysa af hendi, enn-
fremur þýðingu þess, ef hægt
er að fækka þeim ^Hilfellum,
sem vernsa aftur.
Það, sem jeg sjerstaklega vil
taka fram nú, er það, að öll
berklavarnastarfsemi er að
stórdragast saman hjer, vegna
skorts á sjúkrarúmum. Þess
vegna verður vinnuhælið að
taka til starf a .nú á þessu ári,
þá losna rúm á hælunum, þá
verður hægt að herða sóknina
gegn berklunum á ný.
í Reykjavík einni eru nú
tugir manna og kvenna með
smitandi berklaveiki, án þess
áð þetta fólk eða aðrir viti um
sjúkdóminn. Þessir óþektu
sjúklingar erfi stöðug og stór-
feld hætta fyrir börn og æsku-
lýð þessa bæjar.
Það eru möguleikar fyrir
hendi til þess að finna þessa
sjúklinga, en það eru engir
möguleikar til þess að koma
þeim á sjúkrahús til lækninga
og einangrunar, eins og nú
standa sakir.
Svona má þetta ekki ganga
lengur. Vinnuhælissjóðinn vant
ar nokkur hundruð þúsund
krónur, meðal annars til þess
að rúm verði til fyrir þessa áð-
ur um getnu sjúklinga, þegar
skipulagsbundin leit verður
hafin í Reykjavík.
Gefið okkur þessa peninga,
og við skulum losa rúmin.
Munið það, að enginn sjúk-
dómur drepur árlega jafn-mik-
ið af æskulýð landsins og
berklaveikin. Hajið það enn-
fremur í huga, að berklaveikin
er viðráðanlegur sjúkdómur. ef
fjármagn og starfskraftar eru
fyrir hendi.
Þeir menn, sem gefa fje sitt
til berklavarnanna, leggja það
sannarlega í arðbær fyrirtæki.
S.
Biskup Islands
inessar í
og Garðar
Hvítabandið' hefir merkjasölu
í dag. Börn, sem vilja selja merk
in, fá þau í Miðbæjarskólanum.
Ágóðinn rennur til styrktar
dönsku flóttafólki.
GRAND FORKS 5. mars.
BISKUP ÍSLANDS, síra Sig-
urgeir  Sigurðsson  messaði  í
dag (sunnudag) í íslensku Lút-
hers  kirkjunni  í Mountain x
Norður-Dakota,  sem  er  elsta
íslenska  kirkjan  í  Bandaríkj-
unum.
Aðrir prestar viðstaddir voru
síra  Haraldur  Sigmar,  forseti
Lútherska kirkjufjelagsins  og'
síra Kristinn K. Ólafsson, fyr-
verandi forseti kirkjufjelagsins
og áður prestur í Mountain.
Á  undan   guðsþjónustunni
flutti  síra  Haraldur  Sigmar
kveðju til biskupsins frá Dokt-
^or Frank Knebel, forseta Hinn-
, ar sameinuðu Lúthersku kirkj u
í Ameríku, en íslenska kirkju-
, f jelagið er deild í þeim  f je-
lagsskap.
i   Hann rakti einnig í stórum
, dráttum  sögu  safnaðarins  í
Mountain og mintist í því sam-
bandi  sjerstaklega  brautryðj-
endastarfs  síra  Páls  Þorláks-
i
sonar  frá  Stóru-Tjörnum  í
Ljósavatnsskarði, sem nefndur
hefir verið faðir íslensks land-
náms í Mountain.
I ræðu sinni lagði biskupinn
áherslu á hlutverk kirkjunnar
alment og þýðingu hennar í
þjóðfjelaginu.
Síra Kristinn K. Ólafsson
talaði á eftir biskupnum. Hann
mintist á sambandið, sem hefði
verið milli íslensku þjóðkirkj-
unnar og íslensku Lúthersku
kirkjunnar í Vesturheimi, og
talaði um verðmæti hins ís-
lenska trúarlega arfs.
Að lokinni guðsþjónustu var
biskup gestur á heimili Krist-
jáns Kristjánssonar og konu
hans, elstu núlifandi landnem-
anna í hjeraðinu. Kristján er
ættaður úr Skagafirði og er nú
93 ára gamall. Hann fluttist til
Mountain árið 1879 frá Gimli
i Manitoba. Biskupinn undrað-
ist, af hye miklum áhuga og
þekkingu gamli maðurinn fylgd
ist enn með málefnum íslands.
Fjöldi áheyrenda var saman
kominn í Lúthersku kirkjunni
í Garðar, er biskupinn mess-
aði þar seinna sama dag. Á leið
inni þangað var stansað við
gröf Kristjáns J. Júlíus (K. N.)
hins góðkunna íslenska kýmíii-
skálds. ¦— Biskupinn flutti
Isöfnuðinum í Garðar kveðju
frá síra Páli Sigurðssyni, sem
nú er á Islandi, en var áður
þjónandi prestur við kirkjuna
í Garðar. I lok guðsþjónustunn
ar afhenti Jón Ólafsson bisk-
upnum fyrir hönd safnaðarins
áletraðan lindarpenna úr gulli
að gjöf, til minningar um komu
hans.
GULLS IGILDI
AUGLtSING ER  J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12