Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur  12.  mars  1944
QfpittMitftife
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandi.
kr. 10.00 utanlands
f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
IRKJÁ
u«
Stóru sporin
ÞANN 25. FEBRÚAR síðastliðinn samþykti Alþingi
einum rómi eftirfarandi ályktun:
„Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að niður sje fallinn
dansk-íslenski sambandslagasamningurinn frá 1918.
Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra alþingis-
kjósenda til samþyktar eða synjunar og skal atkvæða-
greiðslan. vera leynileg. Nái ályktunin samþykki, tekur
hún gildi, er Alþingi hefir samþykt hana að nýju að af-
lokinni þessari atkvæðagreiðslu".
Það er merkur viðburður, er Alþingi íslendinga sam-
einast um samþykt þessarar tillögu. Hún er í fullu sam-
ræmi við fyrri yfirlýsingar og stefnu þjóðarinnar í sam-
bandsmálinu, að íslendingar myndu notfæra sjer fyrsta
tækifæri til þess að segja lokið sambandslagasamningn-
um. Þessi ályktun kemur nú til atkvæða þjóðarinnar til
staðfestingar eða synjunar og endanlegt gildi fær hún
svo, er Alþingi samþykkir hana að nýju eftir jákvæða
þjóðaratkvæðagreiðslu. Lokásporið í þessu máli verður
stigið á væntanlegu sumarþingi, er koma mun saman
dagana fyrir 17. júní.
Þann 8. mars var lýðveldisstjórnarskráin samþykt ein-
um rómi á Alþingi. Þessi ákvörðun Alþingis er forboði
einna mesta tímamóta í sögu okkar íslendinga. Bent hef-
ir verið á þá merkilegu tilviljun, að einmitt þennan dag,
eða 8. mars fyrir 101 ári, árið 1843, var gefin út tilskipun
um endurreisn Alþingis. — Eftir að fram hefir
farið þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrána
er Alþingi ætlað að kveða á um það að nýju, hvenær hún
sjálf skuli öðlast gildi. Vitað er að þrír flokkar þingsins
standa saman um það, að gildistaka stjórnarskrárinnar
fari fram eigi síðar en 17. júní næstkomandi og þegar
Alþingi hefir nú verið frestað, er fundum þess eigi frestað
lengur en til 10. júní. Lýðveldisstofnun er því ekki langt
undan landi, en þegar hún fer fram, rennur upp mikill
óskadagur i lífi þessarar þjóðar.
Á fundi í sameinuðu Alþingi í fyrradag var samþykt
svohljóðandi þingsályktun með samhljóða atkvæðum:
„Um leið og Alþingi gerir ráðstafanir til þess, að alda-
gömul frelsishugsjón þjóðarinnar um stofnun íslensks
lýðveldis rætist, ályktar þingið:
að senda hinum Norðurlandaþjóðunum bróðurkveðjur
og óska þeim frelsis og farsældar, og
að lýsa yfir því, að það telur sjálfsagt, að íslenska þjóð-
in kappkosti að halda hinum fornu frændsemi- og menn-
ingarböndum, er tengt hafa saman þjóðir Norðurlanda,
enda er það vilji íslendinga að eiga þátt í norrænni sam-
vinnu að ófriði loknum".
íslendingar hafa lagt á það kapp að halda tengslum og
góðri samvinnu við hin Norðurlöndin, og það er áreiðan-
legt að skerfur íslendinga til norrænnar samvinnu verður
ekki minni, ef íslendingar koma þar fram á vettvangi
fullkomlega frjálsir og sjálfstæður aðili við hlið hinna
frændþjóðanna.
Þá er enn þess að minnast, að í sambandi við fyrirhug-
aða lýðveldisstofnun hefir ný hreyfing komið á fánamál
okkar íslendinga, sem á liðnum árum hefur mótað sjálf-
stæðan þátt í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Mönnum hefur
vaxið skilningur á rjettmæti þess að viðurkenna og virða
helgi þjóðtáknsins og sjá í því afl sameiningar og þjóð-
legrar vakningar.
Fánahreyfingin var áður tákn vakningar með þjóðinni.
Þess er að vænta, þegar hugir manna snúast nú nieir um
þjófánann en áður, og aukinn skilningur vex fyrir rjettri
notkun hans, að í því felist enn sem fyrr; tákn nýrrar og
sannrar vakningár, er fara muni í hönd, er þjóðin slíguf
hin stóru spor í sjálfstæðismálum sínum.
I.
íStíSSBM
HEFIR  stundum  verið
fleygt og látin í Ijós óánægju
yfir því, hve fáir guðfræðingar
vilji taka að sjer prestsstörf í
sveitum landsins. En hvernig
býr ríkisvaldið að þeim, sem
sýna þá dirfsku að taka að sjer
þessi störf? Oftast verða þeir
að vera eins og farandkarlar,
sem eiga sjer ekkert fast býli,
sökum þess að jarðirnar, sem
þeim eru ætlaðar til afnota,
eru setnar. Verða þeir því sumir
að hafast við eins og nokkurs-
konar gerfipáfar í litlu Vatican,
ef þeir þá á annað borð kom-
ast að prestssetrunum.
Svo er rætt um að skipta
þessum reitum, sem eftir eru
af eignum kirkjunnar, sem rík-
ið hefir tekið í sínar hendur
með hæpnum rjetti. Eðlilegasta
lausnin á þessum málum hygg
jeg vera þá, að kirkjan losi sig
úr viðjum ríkisvaldsins. Þá
mun fyrst koma í ljós það, sem
nýtilegt er í henni.
Það verður að taka á málun-
um með einbeitni og festu.Kirkj
unnar menn eiga að standa
fast saman, en ekki að vera
jafn sundurleitir og nú er og
draga hver skóinn  af öðrum.
II.
Nýlega var jeg á ferðalagi
uppi í sveit. Þar sá jeg tvær
kirkjubyggingar, sem ekki yæri
vanþörf að hressa við. En þetta
er aðeins ein mynd af ótal mörg
um. Víða standa kirkjurnar
eins og hjallar, sem eru í þann
veginn að falla. Manni detta í
hug selstöðuhjallarnir dönsku,
sem jeg man eftir á bernskuár-
um mínum, grænir af elli.
Sveitakirkjurnar eru að vísu
sumar nothæfar, en hvað er yf-
irleitt gert til þess að prýða
þær og fegra? Sannleikurinn
er sá, að almennur áhugi fyrir
kirkjufegrun er á mjög lágu
stigi almennt og væri ekki nær
að búa betur að þeim kirkjum,
sem standa, heldur en að ráð-
ast í nýjar kirkjubyggingar,
þegar fólk verður að búa í
skálum. Fólkið er kirkjunnar
fegursta skraut eins og sagt
hefir verið rjettilega af yfir-
manni þjóðkirkjunnar. Verður
því að búa vel að því.
III.
Prestssetrin og prestssetur-
jarðirnar á að gera svo úr garði,
að hægt sje að lifa þar og starfa
mannsæmilegu lífi. Víða eru
þau í niðurníðslu sökum lje-
legrar aðbúðar. Fyrst ríkið heid
ur kirkjunni uppi, þá verður
það að búa þannig að þjónum
hennar, að þeim sje starfið
unun en ekki erfiði og kvöl,
enda mun slíkt ekki vera í anda
meistarans frá Nasaret.
Ungir menn kynoka sjer við
að starfa í víngarði kirkjunnar
innan um tóma þistla og þyrna.
Menn eru farnir að þrá vín-
berjauppskeruna, hið sanna
og hreina vín kristinnar trúar,
sem lítið sjest af í heiminuwi nú
— í kirkjulífi voru og þjóðlífi.
ikuem ð
krifar,
l/lr duQle
i
t
f
1
Y
i
Ðönsku  flóttamennirn
ir í Svíþjóð.
NÝLEGA er hafin hjer á landi
fjársöfnun fyrir danska flótta-
menn, sem flúið hafa land sitt til
Svíþjóðar og eiga þar í fjáhags-
örðugleikum. Þessi fjársöfnun er
svo sjálfsögð, að mesta furða er
að ekki skuli hafa verið hafist
handa um hana fyrr. Það var í
ágústmánuði s. 1., að Þjóðverjar
hertu svo fantatök sín á dönsku
þjóðinni, að þúsundir manna
tóku þann afarkost að yfirgefa
alt sitt í sínu eigin föðuriandi og
flýja yfir Eyrarsund. Lífið var
orðið, þeim óbærilegt ag sumir
þeirra gátu átt von á að verða
líflátnir, ef þeir dveldu lengur í
föðurlandi sínu.
Ungir og gamlir lögðu leið sína
yfir til Svíþjóðar og stofnuðu iífi
sínu í hættu. Hætturnar voru
margar á Sundinu. Tundurdufl
sprengdu skip og báta flóttamann
anna í loft upp og herskip Þjóð-
verja voru sífelt á verði. Margir
hinna dönsku flóttamanna sluppu
með naumindum gegnum þýska
kúlnahríð, en margir náðu aldrei
höfn hinummegin við Sundið.
Þeir, sem voru svo hepnir að
halda lífi og komast til Svíþjóð-
ar, gengu á land slippir og snauð
ir. Svíar sýndu frændum sínum
mikla hjálpsemi og gerðu alt,
sem í þeirra valdi stóð til að að-
stoða dönsku flóttamennina. En
það er ekki við því að búast, að
Svíar geti tekið við öllum hinum
mikla sæg danskra flóttaman-na
og veitt þeim atvinnu og lífs-
nauðsynjar.
Vinir í raun.
VIÐ ÍSLENDINGAR höfum
hjálpað Nofðmönnum og Finnum
í raunum þeirra. Með því höfum
við sýnt í verki, að við metum
gamla vináttu við frændþjóðirn-
ar á Norðurlöndum. En Danir eru
þó sú þjóð á Norðurlöndum, sem
við höfum haft mést saman við
að sælda. Fleiri íslendingar hafa
notið gestrisni í Danmörku en í
nokkru öðru erlendu landi. Þang
að hafa mentamenn vorir margir
sótt mentun sína og margir ís-
lendingar hafa búið árum saman
í Danmörku og fjöldi Islendinga
býr þar enn.
Mörg eigum við Ijúfar endur-
minningar frá hinu vingjarnlega
landi. Gamlar erjur við Dani eru
gleymdar og við viljum eiga þá
að vinum. Nú er tækifæri til að
sýna hvers virði við metum vin-
áttu Dana. Einmitt nú i erfiðleik
um þeirra eigum við að rjetta
þeim hjálparhönd. Þessvegna
skulum við gera fjársofnunina til
dönsku flóttamannanna mikla og
glæsilega.
•
Hf  Sprengjubrot úr  Kjósinni.
M/i__., Btin býr í Kjós og sem
las greinina í Morgunblaðinu um
sprengjubrotin úr ioftvarnabyss-
unum, sem fjellu nálægt bæ á
Álftanesi á dögunum hefir sent
mjer nokkur pund af sprengju-
um, sem hann segist hafa safnað
á skautasvelli, þar sem fjöldi
manns var að skemta sjer.
Sem betur fór varð ekki slys
að þessum kúlnabrotum. Það eru
mjög alvarleg og eindregin til-
mæli Islendinga til setuliðsins,
að það gæti hinnar mestu var-
kárni við skotæfingar sínar. Það
hlýtur að vera hægt að augiýsa
fyrirfram skotæfingar nú eins
og gert hefir verið á undanförn-
um árum. Almenningur getur þá
^K^K^X^X^K^K^^M^^X^i
íífinu
Ragnar Benediktsson Ivarað si§ að vera ekkí a þeim
i slóðum, þar sem von getur verið
prestur í Hruna.  á kúlnabrotum.
eau
Hin þögla umferð.
„HLJÓÐLÁTUR" skrifar: „Jeg
er nú ekki framfærinn maður,
nje gjarn á að taka það upp að
gagnrýna, en um daginn sá jeg-
einhversstaðar letraða aðfinslu,.
sem jeg vildi gjarnan mega taka
undir. Það er um hina svoköll-'
uðu þöglu umferð, sem var ínn-
leidd hjer fyrir ekki mjög löngu
siðan og átti að vera ágæt, ogj
var það, svo langt sem hún náði..
Og að því er mig minnir, |>á var
nokkuð lengi gengið all strangt
eftir því, að bifreiðastjórar:
þeyttu ekki horn sín í tíma og,
ótíma, og varð jeg þá stundum
var við það, að fólk þyktist við
bifreiðastjóra, ef þeir þej'ttu'
ekki horn sín nægilega lengi til
þess að þess yrði vart að farar--
tækið væri komið, en þá sögðu.
þeir: „Við megum ekki flauta".-
— Þeir voru þá sjer fyllilega
meðvitandi um hina þöglu um-
ferð, og höguðu sjer eftir settum
reglum.
•
En svo breyttist alt.
JEG get nú ekki almennilega
munað, hvenær þetta breyttist,
en svo er víst, að nú vaknar
margur maðurinn af fasta svefni-
í þessum bæ, við það, að bifreið-
ar þeyta horn sín hart og títt unr
miðjar nætur og eldsnemma:
morguns. Hvernig stendur á þess
ari breytingu? — Að visu getur
maður ímyndað sjer ástæðu, —
þá,, að eftir að setuliðið kom,
hafi stjórn þess ekki verið bent
á, að hjer væri þögul umferð, og
bifreiðastjórar þess þeytt horn'
sín, og hinir íslensku þá farið að'
syngja með. Þetta er ekkert ó-
eðlilegt. — En til hvers er verið
að setja reglur, ef ekkert má út
af bera, svo þær verði ekkí að-
engu, það er það, sem jeg furða
mig mest á.
Tómlæti og aftur
tómlæti.
ÞEGAR þarft og gott nýmæii
kemur fram, er því venjulega
vel fagnað, og menn reyna að
fara eftir því, — þ. e. a. s. hinir
löghlýðnari. En þegar þeir sjá,
að þeir eru að leggja á sig fyr-;
irhöfn og stundum óþægindi, til
þess að halda settar reglur, sem.
aðrir þverbrjóta alt í kringum
þá, — er þá ekki von, að þeir
trjenist upp á þessu og fylgi svo
fjöldanum í hávaða hans? En
þögul umferð er mikið menning-
armerki".
rio lon-
listarskóh
ans í dag
TBÍÓ Tónlistaskólans, þeír
Árni Kristjánsson, B.jörn Ólafs
son og dr. Edelstein, halda
hljómleika i Gamia Bíó kl.
1,30 í dag.
Tríóið leikur hið undur-
fagra tríó Tsjaikovsky í a-
moll, sem hann samdi til minn-
ingar um vin sinn Rubenstein
og sem endar á hinum frægra
sorgarmarsi.
Eimfremur leikur trroið eft-
ir Grieg. Tónelskir menn mnnu
ekki iála sig vanta á ]>essa
hljómleika. Þeir aðgöngnmið-
ar, sem óseldir kunna að vera,
verða seldir við inngiiiiginu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12