Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MOBGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur  12.  mars  1944
Óskastimdin
,  HAFA BORNIN, ykkar sjeð
barnaleikinn    ,,OÍa    smala-
fcdreng", sem Leikfjelag Reykja
ívíkur sýfiir um þessar mundir?
Þar fá þau svör við spurn-
, íngunni, hversvegna „Óli
smaladrengur" og önnur góð
börn geta hitt á óskastundina.
í leiknum sjá þau og heyra að-
eins það, sem fallegt er og
göfgandi. Það er brýndur fyrir
þeim mannkærleiki, á máli,
sem börnunum er auðskilið.
Huldumamma kemur þreytt
og svöng á fund Óla smala-
drengs og biður hann að hjálpa
sjer, vísa sjer til vegar. — Óli
. tekur    Huldumömmu    með
"mestu kurteisi — hann býður
fienni að bera pokann, sem
hún lúin er að bagsa með; hann
kemst að því, að hún sje svöng,
og gefur henni alt úr nestis-
mal sínum, og loks fylgir hann
henni skemstu leið til bæjar.
;' Huldumamma finnur, hvað
Óli smaladrengur er ánægður
•fyfir því, að geta orðið henni að
liði, og þar sem Huldumamma
býr yfir meiru en sýnist,  þá
i launar hún Ola smaladreng
með því að uppfylla óskir hans.
Það er mikilsvert að láta
börn sýna jafnöldrum sínum,
hvernig þau eigi að hegða sjer
í lífinu, sýna þeim það á barns-
lega einfaldan hátt, svo að un-
un er að bæði fyrir sýnendur
og áhorfendur, yngri sem eldri.
R, Það hefir oft verið minst á
það, að skemtanir við barna
hæfi væru af skornum skamti,
og þó að kvikmyndahúsin
hefðu endrum og eins sýning-
ar við þeirra hæfi, 'væri það
alt of sjaldan.
Það er því alveg sjerstök á-
stæða til þess að geta um þessa
sýningu Leikfjelags Reykjavík
ur, sem í alla staði er prýðileg
til yndis og ánægju fyrir böm-
in og aðstandendur þeirra. Á
meðan að bæjarbörnum gefst
kostur á að njóta hans, er
skemtanalífi þeirra, utan heim-
ilanna, að vissu leyti borgið.
í leiknum er sungið, spilað,
dansað, farið í feluleik, tekið
á móti tignum gestum, og að
síðustu fer allur leikflokkur-
inn í heimsókn til áhorfenda.
Leikflokkurinn stigur að leiks-
I lokum ofan af Ieikpallinum,
gengur í hring í áhorfendasaln-
um og heilsar vinum og aðdá-
endum til þess nú að láta litlu
áhorfendurna sjá, að þetta hafi
nú alt verið „sosum og sosum",
og að Oli smaladiengur sje
hann Daði, og kóngsdóttirin
hún Anna, Huldumamma hún
Jóna, Lítill og Trítill þær
Kristín og Stella, hirðmeyjarn-
ar Agústa, Bergljót, Ingibjörg,
Steingerður, og ótal fleiri eru
nöfnin  á  öllum  leikendunum.
Leikstjórnina hafa þær syst-
urnar Emilía og Þóra Borg
Einarsson haft á hendi, með að-
stoð frú Ástu Norðmann, sem
æft hefir með þeim dansana.
Hugsum okkur það starf,
sem liggur á bak við slíka
kenslu. Börnin sem leika minni
og stærri hlutverk eru 16, þar
að auki 14, sem notið hafa
kenslu í dansi, söng og sam-
leik. Öllum börnunum hefir
verið kendur skýr og greini-
jlegur framburður á móðurmál-
inu, f allegur limaburður í
|göngu og æfðir með þeim ein-
dansar og hópdansar, sömu-
leiðis söngur.
I fleiri vikur fór kenslan
fram því nær daglega, en á-
hugi og ánægja, jafnt nemenda
og kennara, var svo samstilt,
að alt erfiði hvarf, þegar ár-
angur af starfinu varð eins
glæsilegur og raun ber vitni.
Fyrir 28 árum var ÓJi smala
drengur sýndur hjer í Reykja-
vík og vakti þá almenna aðdá-
un yngri og eldri. Jeg tel, að
leikurinn sje að mörgu leyti
sígildur og muni á öllum tím-
um eignast aðdáendur, ekki
síst verði framvegis lögð önn-
ur eins vinna fram við leik-
stjórnina og þær systurnar
Emilía og Þóra hafa gert að
þessu sinni.
Anna Ásmundsdóttir.
Málaflutnings-
skrifstofa
Einar B. Guðmundsson.
Guðlaugur Þorláksson.
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrifstofutími
kl. 10—12 og 1—5.
Anna Gunnarsdóttir 70 ára
Öðrum til gagns og sjálfri
sjer til sæmdar, sjötug nú lít-
ur yfir farinn veg.
Það fólk, sem um síðustu
aldamót var í ,blóma lífsins og
lítur nú til baka — lítur í anda
liðna tíð", sjcr yfir stórfeldara
tímabil breytinga og framfara
í þjóðarháttum öllum, en nokk-
ur önnur kynslóð sem áður hef-
ir lifað, og má um það með
sanni segja, að það hafi lifað
tímana tvenna.
Ein þeirra er merkiskona sú,
er þessar línur eru tileinkað-
ar, frú Anna Gunnarsdóttir,
Laugaveg 60. Hún er fædd í
Gunnarsbæ í Hafnarfirði, 12.
mars 1874, og á því sjötugsaf-
mæli í dag. Foreldrar hennar
voru: Margrjet Sigurðardóttir
og Gunnar Gunnarsson, sem
þar bjuggu, kunn sæmdarhjón,
og minast þeirra enn margir
eldri Hafnfirðingar, og geta
þeirra að góðu einu, og muna
dugnað þeirra og myndarskap
í hvívetna. Anna er því af góðu
bergi brotin, og standa að henni
traustir stofnar í ættir fram.
En það . var ekki ætlunin að
fara að rekja ættir hennar hjer,
enda brestur mig margt til þess,
— heldur að minnast hénnar
með fám orðum, á þessum, á
þessum merkisdegi æfi hennar.
Anna ólst upp í foreldrahúsum,
og dvaldi þar framundir tvítugs
aldur, en fluttist þá suður að
Kirkjuvogi í Höfnum. Var það
heimili rómað fyrir rausn og
myndarskap í hvívetría, og mun
vera hennar þar hafa orðið
henni góður skóli til þroska,
enda efniviðurinn góður, og
hefir það, ásamt góðri heiman-
fylgju og reynslu í skóla lífs-
ins, orðið til að skapa úr henni
þá öruggu, sterku og heil-
steyptu persónu, sem hún er og
hefir reynst að vera, hvað sem
á hefir dunið á lífsleiðinni. Er
henni vel um flesta hlutí farið.
Eftir nokkura ára dvöl í
Kirkjuvogi, fluttist Anna til
Reykjavíkur, og giftist þá Stef
áni Daníelssyni skipstjóra, var
með þeim- fult jafnræði. Stefán
var úrvals maður að mannkost
um og atorku, heppinn og afla-
sæll skipstjóri, og hugljúfi
hvers manns, er honum kyntist,
enda var samlíf þeirra hjóna
hið ástúðlegasta, og í alla staði
til fyrirmyndar. — En  skjótt
bregður sól stundum sumri. -—
Eftir nokkura ára sambúð,
misti hún Stefán, frá fjórurn
ungum börnum þeirra, fórst
hann með Kútter „Georg", vet-
urinn 1908 og með honum tveir
bræður haris, mestu efnis- og
dugnaðarmenn, var annar
þeirra til heimilis hjá þeim
hjónum.
Stóð Anna þá ein uppi með
börnin, efnalítil ung ekkja.
Kom þá best í ljós, hvað í henni
bjó. Harm sinn og hinn mikla
missi, bar hún með hugrekki og
þreki, "hún skildi og vissi að:
„rósemi og traust, skal þinn
styrkur vera, og hún vissi einn-
ig: að Guð hjálpar þeim, sem
hjálpar sjer sjálfur, enda hefir
henni að því orðið.
Anna hefir komið upp öllum
sínum börnum og komið þeim
vel til manns, og er slíkt ekki
nein meðalmenska. En það fer
að jafnaði ekki svo mikið fyr-
ir því, þó ein kona leysi af
höndum slíkt þrekvirki, án
annara hjálpar, þegar störfin
eru unnin innan fjögurra
veggja í kyrþei og yfirlætisleysi
en þeir sem til þekkja, vita,
hve hjer hefir verið mikið að
sjer lagt.
Þó Anna sje flestra kvenna
best verki farin, mikilvirk og
hagsýn í öllum störfum, hlýtur
vinnudagurinn oft, að hafa ver-
ið langur. Á þessum samastað,
Laugaveg 60, hefir hún búið
yfir 40 ár. Háð sína baráttu,
hryggst og glaðst, og unnið sína
sigra, með sæmd og prýði. Nú
nýtur hún ávaxta iðju sinnar,
í sambúð með tveim sonum sín
um, sem alt vilja gera móður
sinni til góðs, til að gera henni
lífið sem best og ánægjulegast.
Elsti sonurinn er giftur, og frá
henni farinn, en einkadótturina,
mjög efnilegri og velgefna
stúlku, misti hún eftir lang-
vinnan sjúkdóm, á tvítugs aldri.
Annars verður saga Önnu
Gunnarsdóttur ekki sögð hjer.
Tll þess þyrfti meira rúm en'
jeg hefi yfir að ráða, þó hún
gæti ef til vill, veitt einhverj-
um uppörfun og kjark á þeim
harmanna tímum, sem nú hafa
yfir þessa þjóð gengið. Er saga
hennar merkileg sönnun þess,
hve einbeittur vilji, óbilandi
þrautseigja, kjarkur og sjálfs-
bjargarþrá, fá til vegar komið.
Það yæri holt fyrir það fólk,
sem er í þann veginn að hefj'a
lífsstarf sitt, að taka slíkar kon-
ur sjer til fyrirmyndar.
í dag, á þessum merkisdegi
æfi Önnu Gunnarsdóttur, veit
jeg, að allir, sem hana þekkja,
hugsa hlýtt til hennar og' við
vinir hennar viljum þakka
henni margar ánægjustundir og
uppbyggilegar stundir, dáðrik
störf og gott eftirdæmi, og ósk.
um henni heilla og hamingju
á ókomnum tímum.
Spölinn sem að eftir er,
auðna og blessun fylgi þjer.
J. T.
75 ára á fnorgun:
75 ARA verður á morgun
Guðjón Kr. Jónasson, Ránar-
götu 31. Hann er fæddur að
Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit
13. mars 1869. Guðjón fluttist
til Reykjavíkur árið 1902. —
Sjómaður hefir hann verið
lengst af æfinni, eða um 50 ár,
fyrst á skútum og kútterurn,
en síðan sem formaður á ára-
skipum og reri úr Mið-Selsvör
hjér í Vesturbænum. En nú
síðustu árin hefir hann rekið
fisksölu.
Guðjón hefir lengi átt heima
í Vesturbænum og er Vestur-
bæingum að góðu einu kunnur.
Hann er fáskiftinn maður um
annara hagi. Hann er lífsglað-
ur, Ijettur í lund og skemti-
legur í viðræðum.
Vinir Guðjóns munu á þess-
um tímamótum hugsa með
hlýju til hans og árna honum
góðs og fagurs æfikvelds.
wimmmniuiiiMiiitHiiiHiiiiimmimiiHimnnmnmj
B. P. Kalman
i                    ¦
9   hæstarjettarmálafl.m.    ¦
5 Hamarshúsinu 5. hæð, vest §§
9   ur-dyr. — Sími 1695.   S
immmmiii......MiiiiiiiiiiiiinitimiKiiiuHiiuuiiiHiUi
Eggart  Claessen
E'mar  Ásmundsson
hæsiariettarmálafluíningsmenii,
— Allsknnar Ingfrœðistörf —
Oddfellowhim.B      Sími  1)71.
t - 9

t JU&T CALLED-   **%®^M
HB.AQK VARTERS, X'9'.
7UB\'RE TfiROMN&
A ORA&NET AROUND
rniZ  EN7IRB
5EC7ION l
r
&J£% UO'T iMPUCA7ED,I}M   N
S-JRE. 3UT *m£'Q 3£TTBR i-ÍOLO
MS*  A<» A MA7ERIÍM. \fJlTMEe>e>'.
. A' ŒAGT f/E  KNOiA/ ALEX,
*> ti^BM ln tOwn í
Eftir finhfri Storm
COf* tHfc CENr£R cifi- to+tn.A
MUROBP-.BR *>iC~3 L.>N?6TecT5D
--------------------"WvT^T---------
Lögregluþjónninn: — Jeg var að tala við aðal-
lögreglustöðina, X-9. Þeir eru að girða svæðið af
með lögregluverði.
X-9: —• Ágætt. Er eitthvað af þínum mönnum
að rannsaka sjúkrahúsið sjálft
Lögregluþjónninn: — Já! Mjer svíður það mjög
sárt, að stelpan skyldi láta Alexander sleppa.
X-9: — Jeg er alveg viss um, að hún er ekki
neitt bendluð við þetta, en við hefðum éftt að halda
henni sem mikilvægu vitni. — Við vitum að minsta
kosti, að Alexander er hjer í borginni.
Á meðan ferðast morðinginn, án þess að nokkwr
veiti honum eftirtekt, í einúm ai strætisvögnum
borgarinnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12