Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sumnidagur  12.  mars  1944
MORGUNBLAÐIi)
11
HIj.	
115-11	
1	*il
	f í
1	tlt
	\ i
	1
..	¦V
draumur.,Síðan jeg sá son minn
á jeg enga ósk heitari en að
komast heim. Bráðum, hugsa
jeg með mjer, bráðum verða
skuldirnar greiddar og jeg
frjáls, og þá mun jeg fara aft-
ur til þorps míns. Þar mun jeg
ekki þurfa á Reyknum mikla
að halda, þar er alt gött og
enginn sem hrópar. „Fljótur,
dráttarkarl, fljótur. En jeg mun
aldrei komast heim. Nú verður
höfuðið skorið af mjer. Hvaða
not hefir hinn útlendi gamli
læknir af höfði mínu? Hvers-
vegna vill hann láta taka af
mjer höfuðið? Er honum borg-
að fyrir það? Hversu mikið fær
hann fyrir það?" hrópaði Yen,
gekk nær dr. Hain og steytti
hnefana framan í hánn. „Út-
lendingarnir hafa líka höfuð
sem hægt er að skera af þeim",
hrópaði hann beiskur í skapi.
„Sá tími kemur að höfuð þeirra
eru skorin af, svo að þeir sjá
aldrei syni sína framar. Það er
það sem okkur hefir verið sagt
og lofað: að útlendu djöflarnir
verði reknir burt úr landinu og
drepnir, og þá munum við fá
auðæfin, sem þeir hafa sölsað
undir sig.-En jeg", sagði hann
og grjet, „jeg verð þar ekki. Það
á að taka mig af lífi, og höfuð-
ið verður tekið af mjer. Jeg
mun aldrei framar sjá son
minn, og það er enginn úr f$öl-
skyldu minni nærstaddur til að
grafa lik mitt —".
Þegar hjer var komið sög-
unni, tók Yen báðum höndun-
um fyrir andlitið og titraði af
ekka, því að nú fyrst rann upp
fyrir honum, að lík hans yrði
vanheiðrað og sundurskorið.
Það myndi ekki verða til að
sauma höfuðið á hann aftur,
svo að hann yrði dæmdur til að
vera eirðarlaus og lítt göfugur
andi, í staðinn fyrir að verða
forfaðir, sem fórnað 'var hrís-
grjónum og reykelsi. Og í ör-
yæntingu sinni ímyndaði hann
sjer kvalastaðinn eins og líf
dráttarkarlsins, en án huggun-
ar ópíums.
Dr. Haiíi hafði orðið dálítið
órótt þegar dráttarkarlinn
steytti hnefana framan í hann,
en hann heyrði og skildi aðeins
eitt orð af þvi sem hann sagði,
orðið tsu, sem þýðir sonur. Það
gaf honum litla hugmynd um
örlög Yen, en hann kendi inni-
legá í brjósti um hann. Sir
Henry Kingsdale spurði túlk-
inn: „Hvað er hann að segja?"
Túlkurinn, sem hafði sjálfur
átt fullt í fangi með að fylgjast
með orðaflóðinu, sem streymdi
af vörum Yen, ypti öxlum.
„Kommúnistahjal", sagði hann
Kurt Planke, rjetti hendina að
öskubakkanum og slökti í vindl
ingnum sínum á honum.
„Ef það getur sannað sakleysi
dráttarkarlsins, er jeg reiðubú-
inn til að meðganga að jeg
kyrkti Russell, gaf honum inn
eitur og stakk hann í bakið",
sagði hann kæruleysislega, enda
þótt sjerhver taug líkama hans
titraði af samúð með hinum
sorgmædda Kínverja.
„Jeg verð að komast að,
hvort Russell var við góða
heilsu. er hann steig út úr kerr
unni", sagði sir Henry þrákelkn
islega. „Það er aðalatriðið. Or-
sakaðist dauði hans af ein-
hverju sem skeði í Chapei, eða
skeði eitthvað á hinu stutta
tímabili fra því að hann kom
inn í hótelið og þangað til hann
gekk inn í herbergið sinn? Það
var eini tíminn sem þjer, hr.
Planke, voruð með hinum látna
án þess að vitni væri til stað-
ar. Það er enn ekki skýrt til
fulls, hvernig stendur á að
seðlaveski og hringir hins látna
fundust í fórum yðar".
Er sir Henry sagði þetta, leit
hann fram hjá Kurt að borð-
endanum, þar sem Helen sat
niðurlút, eins og hún þyldi ekki
að horfa á þennan harmleik.
Hún þrýsti hnjám sínum að
Frank undir> borðinu, en snert-
ing sú dró ekkert úr skjálftan-
um í limum hennar. Alt í einu
stóð Frank upp, kastaði vindl-
ingnum sínum á gólfið, hvíldi
báðar hendurnar á borðinu, og
sagði:
„Afsakið, að jeg gríp fram í
fyrir yður, herra. Jeg hefði átt
að vera búinn að tala fyrir
löngu. Það var ekkert athuga-
vert við Russell þegar hann
kom heim. Hann var satt að
segja svo vel hraustur, að nærri
^ lá að hann dræpi konuna sína.
Þar sem jeg var svo óheppinn
að vera áhorfandi af þessari
, heimilisdeilu, sló jeg hann nið-
ur. Hann fjell með hnakkann
á borðbrúnina. Jeg býst því við
að jeg sje valdur að dauða hans.
Ef til vill hefir hann hauskúpu-
brotnað eða eitthvað þesshátt-
ar. Það er því óþarft fyrir yð-
ur að yfirheyra aðra um þetta.
Jeg gerði það, og ábyrgðin er
mín".
Helen rak upp undarlegt hálf
kæft óp, er hann sagði þetta.
Frank veitti því enga athygli.
Síðasta klukkutímann hafði ris
ið óbrúanlegt djúp milli hans
og konu þessarar. Þegar hann
hafði lokið máli sínu, stóð hann
um stund hreyfingarlaus og
beið átekta. Sir Henry hafði
orðið á svipinn við þetta snögga
ávarp, eins og maður, sem
hrekkur upp við vekjara-
klukku. En áður en hann gat
sagt nokkuð, stökk dr. Hain á
fætur og hrópaði:  .
„Jeg hefi talað við dr. Brad-
ley. Brotin hauskúpa eða önn-
ur útvortis meiðsli eru algjör-
lega útilokuð. Líkskoðunin hef-
ir sýnt það. Hr. Taylor hefir,
hvað því viðvíkur, ekki átt
neina sök á dauða Russells —
ekki beina sök, að minsta
kosti". Hann settist niður aft-
ur, hissa á sjálfum sjer. Hann
undraðist, að hann skyldi enn
geta tekið þátt í mannlegum
vandamálum, og stuðlað að því
að rjettvísin 'næði fram að
ganga. Svefnleysi næturinnar
og brjefið sem var samanvöðl-
að í vasa hans hafði gert hann
undarlega hörundsáran og við-
kvæman. Hann var sannfærður
um að hvorki Kurt nje dráttar-
karlinn ættu nokkra sök á
dauða Russells. En þegar Frank
fór að tala, rann það upp fyrir
honum, að konan myndi hafa
myrt mann sinn. Sir Henry var
ekki kominn j afnlangt, heili
hans varð æ sljórri, þeim mun
lengra sem leið fram yfir tím-
ann, sem hann fjekk sjer venju
lega pípurnar sínar tvær. Hann
hallaði sjer fram yfir borðið
og sagði viragjarnlega: „Sjáið
þjer nú til, hr. Taylor, þjer
sködduðuð hann ekki til ólífis,
svo mikið er víst. Ef hr. Russ-
ell hefir raunverulega ráðist á
konu sína, og þjer slegið hann
niður, sem jeg hefi enga ástæðu
til að efast um að sje satt, er
það afsakanlegt, jafnvel lofs-
vert verk. Enginn okkar myndi
horfa á konu misþyrmt, án þess
að reyna að verja hana".
„Þakka yður fyrir", sagði
Frank og settist niður aftur.
Alt í einu slaknaði á taugum
hans, sem höfðu verið spentar
til hins ýtrasta, og hann varð
algerlega máttlaus. Hann vindl
ingaöskjuna. Hún var tóm. Jeg
þyrfti að fá mjer eitt glas af
wiský, hugsaði hann. Nú færð-
ist máttur í limi hans á ný. Það
var eins og hann væri að vakna
upp frá dauðum.
„En hvernig stóð annars á
því, að þjer voruð viðstaddur
þegar hr. Russell títom heim?"
heyrði hann að sir Henry
spurði. Borðið var langt og sir
Henry sat langt í burtu. Hann
hikaði enn, þegar Helen sagði
án þess að líta upp:
„Hr. Taylor kom til að kveðja
okkur, áður en við fórum um
borð. Hann ætlaði að þakka
okkur fyrir brúðargjöfina, sem
við sendum honum. Það er
brúðkaupsdagurinn hans í
dag".
Frank tók ekki eftir hinu
napra sigurhrósi í orðum henn-
ar. Sir Henry sagði kurteislega:
„Mjer þykir leitt að hafa taf-
ið yður á brúðkaupsdaginn;
þjer voruð ekki sjerlega hepnir
með daginn", bætti hann við,
því að lágar sprengingar rufu
þögnina öðru hvoru. Það hefði
getað verið þrumur. Frank stóð
upp aftur og sagði. „Jeg ætlaði
Pjetur og Bergljót
Eftir Christopher Janson
25.
var nú búinn að nauða svo lengi á Árna að vera fylgdar-
maður sinn, að Árni hafði loks lofað að fara með honum.
„Jeg kem varla heim fyr en seint í kvöld", sagði Árni
við konu sína um leið og hann kvaddi hana. Svo lögðu
þeir af stað. Englendingurinn var í sólskinsskapi. Hann
kastaði yfirhöfninni á bak sjer og raulaði fyrir munni
sjer glaðvær stef. Við og við yrti hann á Árna. — „Mikið
er þetta fínn morgunn, Mr. Árni, já, mjög fínn morg-
unn".
„Ojá", sagði Árni, „en hann rignir nú áður en við kom-
um heim í kvöld".
„Rignir, rignir. Gerir ekkert, jeg hefi teppi", sagði Mr.
Smith, og breiddi úr ábreiðu sinni og ljet hana hanga
lausa yfir herðarnar.
Heima á Bjarnarstöðum gekk alt sinn vana gang. Berg-
ljót kom snemma heim frá selinu með nokkur keröld,
sem þurf ti að lagf æra og ætlaði upp ef tir af tur um kvöld-
ið, en þegar hún heyrði að faðir hennar kæmi ekki heim
um daginn, þá varð hún kyr, því Katrín hafði sjálfsagt
komið því þannig fyrir, að Pjetur gæti gert sjer eitthvert
erindi til Bjarnarstaða undir kvöldið. Og Pjetur ljet held-
ur ekki bíða lengi eftir sjer. Hann kom og mikið þurftu
þau að hvískra og pískra og kanske kyssast svolítið líka.
Bergljót sagði að lokum, að ef hún fengi ekki Pjetur, þá
vildi hún ekki heldur neina Englendinga nje hringjara,
svoleiðis óþverra sagðist hún ekki líta á. Pjetur hló og
fanst þetta vel mælt.
Svo fór að rökkva. Bergljót varð að fara af stað, en
Pjetur vildi fylgja henni. Meðan þau voru að tala um
það, kom maður hlaupandi niður brekkuna fyrir ofan
bæinn, sprengmóður. Pjetur var fljótur að skjótast út
úr bæjardyrunum, því þetta var Árni sjálfur. Hann haf^i
týnt húfunni, hendur hans voru blóðrisa og öll föt hans
útötuð af mold og leir.
„Hvað hefir komið fyrir þig, maður?" spurði Katrín,
þegar Árni settist niður á stól og varpáði mæðinni. „Og
hvar er f jelagi þinn?" bætti hún við.
,,Æ, hann situr einhversstaðar uppi í skarðinu hjerna
fyrir ofan bæinn og kemst hvorki upp nje niður".
„Hvað er þetta?" spurði Katrín. „Komust þið upp á
fjallið?"
„Það lítur helst út fyrir það. Þú skilur líklega að ekki
geta mannafætur gengið það, sem geitafætur komast ekki,
— en sumir trúa nú ekki slíku", sagði Árni. „Jeg vildi
snúa við, þegar við vorum komnir hálfa leið, og ekki
OuhxT nrnj&iqunrJk^
Eigingirnin veðjaði eitt simv
við vini sína um það, að hún
væri sú valdamesta í heiminum
Hún sagði að allir menn væru
þrælar sínir, allir beygðu sig
fyrir sjer og allir viðurkendu,
að hún drotnaði yfir heiminum.
Hún skoraði á þá, sem veðjað
höfðu við hana, að þeir skyldu
ferðast með henni um heim all-
an, svo að hún gæti sannað
þeim, að hún hefði á rjettu að
standa.
Þeir urðu við áskorun Eigin-
girninnar og fóru með henni
land úr landi. Alsstaðar sáu
þeir, að allir höfðu hana í há-
vegum og báru ok hennar með
ánægju.
Loks hjelt hún fjölmennan
fund í þjettbygðu landi. í byrj-
un fundarins gekk hún fram og
hrópaði hárri röddu:
„Er nokkur sá hjer í þessu
fjölmenni, sem ekki vill viður-
kenna, að jeg sje voldugasta
drottning á þessari jörð og sú,
sem mestu ræður?"
Meðan fjöldinn var að kalla
og vegsama vald Eigingirninn-
ar gekk fram að hásæti hennar
fátækleglega klædd kona með
ungbarn á handleggnum og tvö
smábörn hjengu í pilsfaldi
hennar. Hún var einörð og djarf
mælt og sagði:
„Jeg beygi mig ekki fyrir
valdi þínu og viðurkenni ekki,
að þú sjert voldugust allra á
þessari jörð. Jeg ber í brjósti
mínu það, sem er voldugra en
þú og getur orðið þjer að fjör-
tjóni".
Þegar konan hafði lokið máli
sínu, stóð Eigingirnin upp og
sagði með gremjutón:
„Jeg hefi tapað veðmálinu.
Jeg gleymdi móðurástinni, þeg-
ar jeg veðjaði. Hún er neisti
frá guði kærleikans, sem alt
sigrar".
Eilífðin er löng.
Prestur svertingja var að
gera trúbræðrum sínum skilj-
anlegt, hve löng eilífðin væri.
Hann sagði:
„Kæru bræður, hugsið ykkur,
að smáfugl tæki í nef sitt einn
dropa úr Kyrrahafinu og flýgi
með hann yfir í Atlantshafið.
Þannig hjeldi hann áfram að
fljúga með einn dropa, þangað
til Kyrrahafið yrði þurrausið,
— Þá væri samt ekki kominn
miður dagur, hann væri á
morgni eilífðarinnar".
Maðurinn: — Því varstu að
vekja mig? Mig dreymdi svo
yndislega.
Konan:  —  Hvað  dreymdi
Þig?
Maðurinn: — Mig dreymdi
að jeg var í stórum sal, og í
honum voru stórir hópar af
ljómandi fallegum ungum stúlk
um, sem voru til kaups. Verð-
ið á þeim var 500 kr., 1000 kh
og svo upp í 10.000 kr.
Konan: — Sástu nokkra, sem
líktist konunni þinni?
Maðurinn: — Já, margar.
Þær hjengu þar í kippum á
veggnum og kostaði hver 25
aura.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12