Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimtudagur  30.  mars  1944.
MORGíNBLADIt)
11
torginu er einmitt lík honum.
Hypjaðu þig út".
. „Nei, sjáðu til, Barney. Hann
heimsótti fyrverandi konu sína
í Bank Street, hún er stung-
in af til Evrópu með alt
sitt-----".
„Bank Street", sagði Barney
hugsandi. „Hvaða númer?"
„Jeg hefi það hjerna", sagði
Magruder og tók óhreint um-
slag upp úr vasa sínum. „Við
skulum sjá .... tólf tuttugu og
fjórir".
. „Tólf hundruð tuttugu og
ffjórir?" endurtók hann. ,,Og
hvenær sást hann síðast?"
„Á föstudagskvöldið. Fór að
heiman frá sjer rjett eftir
kvöldverð, um kl. 8.30".
„Hvernig leit hann út?"
Magruder kipraði augun
saman og varð hugsi.
„Jeg sá hann einu sinni í
rjettinum. Hann var meðalmað
ur á hæð, dökkhærður, lítið
eitt feitlaginn------------".
Barney stóð á fætur.
„Hver hefir með málið að
gera?"
„Rand liðþjálfi".
„Jeg held það sje best, að
jeg gangi til hans".
„Jeg hjelt að þú þyrftir að
fara annað".
„Við sendum Jessup þang-
að". Barney lagaði á sjer hatt-
inn og gekk yfir að borði Lois
Hands, sem var rjett að leggja
niður eitt af þrem heyrnartól-
unum, sem voru á borði hans.
„Nú, nú", sagði hann. „Þú
vilt líklega, að jeg nái í skraut-
vagh til þess að koma þjer nið-
Ur á bryggju".
„Nei", sagði Barney, „jeg vil
að þú sendir Jessup í staðinn
fyrir mig. Jeg þarf að fara dá-
lítið annað".
„Jæja, já". Louis Hand mældi
hann með augunum frá hvirfli
til ilja, og svipur hans gaf til
kynna, að honum mislíkaði
maðurinn algjörlega, vöxtur
hans, framkoma og klæðnaður.
. „í ritstjónn þessa blaðs er
landsins besta úrval af letingj-
um og heimskingjum. Ef jarð-
skjálfti hristi þá fram úr rúm-
ufn þeirra, mundu þeir aðeins
snúa sjer við á góMinu og segja,
að „jú, Mklega væri verið að
spreng.ja fyrir nýjum járn-
brautargöngum". Því í fjand-
anum hefir ekki einhver náð í
þessa sögu um Frank Vaug-
han?"
„Magruder er að skrifa um
það núha".
„Dásamlegt", tautaði Louis
Hand með hræðilegri kurteisi.
„Og hann hefir sjálfsagt ekki
náð í það úr Times?"
„Það vill nú svo undarlega
til", sagði Barney blíðlega, „að
jeg veit dálítið um þetta mál.
Jeg var einmitt staddur í Bank
Street kvöldið, sem Frank
Vaughan hvarf. Og jeg þekki
mann ....".
•Louis Hand hlustaði þegj-
andi á hann. Þegar Barney
hafði lokið sögu sinni, starði
hann hugsandi út um gluggann
dálitla stund. Síðan sneri hann
sjer við með undraverðum
hraða (hann var mjög feitur
maður) og sagði þrumandi:
„Því í fjandanum ert þú þá
ekki að skrifa um þetta?"
„Það er alment ætlast til
þess, að jeg sje að taka mynd-
ir", sagði Barney og glotti.
„Hver segir það? Hafðu þig
hjeðan út sem skjótast. Það
getur hver sem er tekið þessa
mynd. Þarf að hafa barnfóstr-
ur handa ykkur öllum?"
Barney var farinn.
Hann ætlaði að heimsækja
Rand. Hann náði í hann á skrif
stofu hans, þar sem hann sat
með brotið glas fyrir framan
sig. Rand heilsaði honum hjart-
anlega.
„Það er heil eilífð síðan jeg
hefi sjeð þig", sagði hann.
„Hvað viltu núna?"
Barney henti hattinum sín-
um á borðið.
„Lít jeg út fyrir að vilja eitt-
hvað? Jeg, sem altaf kem fær-
andi hendi".
„Hm, maður kannast nú við
það", sagði Rand og glotti.
Barney hló.
„Við vorum að heyra, að
Frank Vaughan væri horfinn",
sagði hann.
Rand leit eins og ósjálfrátt
á glasið á borðinu fyrir fram-
an sig.
„Nú, já, já, blæs vindurinn
úr þessari áttinni?" sagði hann.
„Fjandinn hafi það, ef jeg get
sjeð, hvort hann hefir aðeins
verið að fá sjer smáfrí, eða ...".
„Eða hvað?"
Rand hallaði sjer aftur á bak
í stólnum og horfði hugsandi
á Barney.
„Þú segist koma færandi
hendi", sagði hann, „og þú ert
oftast vanur að meina eitthvað
af því, sem þú segir. Við hvað
áttirðu í þetta skifti?"
„Jeg á við það, að jeg sá
Frank Vaughan í Bank Street
sama kvöldið og hann hvarf".
„Ertu viss um það?"
„Já, alveg viss. En ef þú
hefðir mynd af honum, mundi
jeg verða ennþá vissari".
Rand opnaði skúffu á skrif-
borði sínu og tók upp úr henni
myndina, sem Ted Lassiter
hafði gefið honum.
„Þetta -ér sami maðurinn",
sagði Barney.
„Segðu mjer meira frá
þessu", sagði Rand,
Þegar Barney stóð á fætur
og bjó sig til þess að fara litlu
síðar, horfði Rand á hann, efa-
blandinn á svip.
„Jeg kann ekki við þetta",
sagði hann. „Þetta er svo ó-
venjulegt".
„Sjáðu nú til, drengur minn",
sagði Barney. „Jeg þekki þenn-
an náunga. Ef þú spyrð hann,
neitar hann öllu, af hræðslu
við að þurfa að mæta sem
vitni. En hann er fæddur
kjaftaskúmur og getur áreið-
anlega ekki staðist þá freist-
ingu að segja góða sögu, ef það
ekki hefir neinar afleiðingar í
för með sjer fyrir hann. Þess
vegna skaltu rólegur láta mjer
hann eftir".
„Þú hringir þá í mig, ef þú
frjettir eitthvað", sagði Rand.
Barney kinkaði kolli, kvaddi
og fór.
Úti var sama vonskuvefirið
og áður. Svona mikill snjór
hafði ekki komið í háa herrans
tíð.
Barney gekk í áttina til Bank
Street, að húsinu nr. 1224. Þeg
arþangað kom, var hvergi ljós-
glætu að sjá. Hann gekk upp að
húsinu og kveikti á eldspýtu,
til þess að ganga úr skugga
um, að þetta væri rjett hús. Jú,
þetta var húsið.
Johnson bjó hinu megin við
götuna. hjer um bil beint á
móti nr. 1224.
Barney stóð dálitla stund og
horfði út á götuna. Síðan fór
hann yfir hana, að húsi John-
sons, gekk upp stigann og
hringdi dyrabjöllunni. Dyrnar
opnuðust því nær strax, og
Johnson birtist þar, íklæddur
fagurlitum slopp, hárið vand-
lega burstað að vanda, og
pípu á milli varanna. Hann
fagnaði Barney vel og bauð
honum inn. Barney þáði það,
og komu þeir inn í setustofu
hans, sem var stórt, óhóflega
skreytt herbergi. Johnson
hafði mikla ánægju af að lýsa
því yfir, að hann hefði skreytt
það sjálfur. Herbergið var
miklu líkara því, að þar byggi
gömul piparjómfrú, því að á
öllum hillum og borðum voru
postulínskrúsir og vasar, með
vaxblómum í, á veggjunum
hjengu málverk af ávöxtum og
allir stólar voru fullir af sess-
um. Húsgögnin voru með rauðu
flauelsáklæði og kögri að ,neð-
an.
„Gjörðu svo vel og fáðu þjer
sæti", sagði Johnson. „Whiský
og sóda? Þetta er nú meira
veðrið altaf. Jeg er að hugsa
um að bregða mjer til Florida.
Þar er heitt og gott að vera".
„Hvenær ertu að hugsa um
að fara?" spurði Barney.
„í næstu viku".
„Hittirðu manninn þarna um
kvöldið?" spurði Barney.
Johnson leit sem snöggvast
einkennilega á Barney.
„Hvaða mann? Ó, þú átt við
dY
Kölaserðarmaðurinn
Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen.
3.
„Sá, sem ræður, má ekki vera of bráður, og ekki er
hægt að taka kolin úr gryfjunni, fyr en eldurinn er
slokknaður", sagði kolagerðarmaðurinn. En konungurinn
ljet sig ekki, og nú fór kolagerðarmanninum að sýnast illa
líta út með líf tóruna.
Nú voru það þrír af þjónum konungs, sem þjónuðu
honum daglega, er höfðu stolið hringnum. Þegar einn
þeirra kom inn og tók af borðinu hjá kolagerðarmannin-
um eftir kveldverð, þá stundi hann hátt um leið og þjónn-
inn fór út og sagði: „Þetta var sá fyrsti". Með því meinti
hann að þetta væri sá fyrsti af þeim þrem dögum, sem
hann átti eftir að lifa. „Seigur er hann, þessi prestur",
sagði þjónninn, þegar hann og fjelagar hans voru orðnir
einir, og svo sagði hann þeim að hann hefði sagt, -að hann
væri sá fyrsti. Hinn, sem átti að þjóna honum daginn eft-
ir, átti að taka vel eftir, hvað þessi lærði maður segði um
kvöldið, og svo fór, að þegar hann bar af borðinu, eftir
kvöldverðinn, sagði kolagerðarmaðurinn: „Og þetta var
annar". Svo átti sá þriðji að taka eftir hvernig færi þriðja
daginn, og það fór ver, en ekki betur, því þegar þjóninn
opnaði hurðina og ætlaði að fara út með diskana og boll-
ana, þá spenti kolagerðarmaðurinn greipar og sagði: „Og
þetta var sá þriðji", og svo stundi hann eins og hjarta
hans væri að bresta.
Þjónninn hljóp til fjelaga sinna með öndina í hálsinu,
og sagði að það væri enginn vafi á því, að presturinn vissi
hvað þeir hefðu gert, og svo fóru þeir allir inn til kola-
gerðarmannsins, f jellu á knje og báðu hann að segja ekki
að þeir hefðu tekið hringinn, þeir skyldu gjarna gefa hon-
um 100 dali hver, bara ef hann steypti þeim ekkd í glöt-
un. Þessu lofaði hann og sagði að þá skyldi ekki saka,
ef hann fengi peningana og hringinn og stóran grautar-
kekk. Hann setti svo hringinn inn í grautarkekkinn og
ljet svo einn þjóninn gefa stærsta geltinum konungsins
grautinn með hringnum, og gölturinn gleypti hvoru-
tveggja.
Um morguninn kom konungur og var heldur en ekki
reiður. Hann heimtaði að fá að vita hver þjófurinn væri.
„Ja, nú er jeg búinn að skrifa og reikna mikið", sagði
kolagerðarmaðurinn, „en það er nú þannig að það hefir
ekki nokkur lifandi maður stolið hringnum", sagði hann.
„Pöh! Hver er það þá", spurði konungur. „Æ, það er stóri
gölturinn konungsins", sagði kolagerðarmaðurinn. Nú var
vOhxJ' nníuihquníiJk^
Fyrir nokkuð mörgum árum
hjet blað eitt í Ameríku verð-
launum fyrir bestar heilbrigð-
isreglur. Margir vildu vinna til
verðlaunanna og var .þátttaka
mikil. Þessi heilræði fengu
hæstu verðlaunin:
1.  Keptu eftir því að hafa
ætíð glaðri lund.
2. Gerðu þjer það að fastri
reglu að reiðast ekki og ergja
þig ekki yfir smámunum.
3.  Dragðu andann djúpt og
ætíð með nefinu.
4.  Sofðu aldrei lengur en 8
klukkutíma, þegar þú ert heil-
brigður, og helst í köldu her-
bergi, þar sem bæði loftið og
herbergið er hreint.
5.  Borðaðu ekki mikið, en
tygðu matinn vel.
6.  Vinna verðurðu daglega
og ekki eyða meiru en þú afl-
ar þjer.
7. Sæktu eftir að vinna sam-
an með heilsuhraustum mönn-
um, og helst með þeim, sem
hugsa og tala skynsamlega.
*
Benjamín Franklín gaf æsk-
unni þessi heilræði:
Sparsemi: Borðaðu aldrei svo
mikið, að starf þitt verði þjer
erfiðara á eftir, og drektu
aldrei svo mikið áfengi, að þú
verðir kendur.
I Þagmælska: Segðu aðems
það, sem þú eða aðrir hafa
'gagn af, en hafðu ekki orð á
því, sem einskis er vert eða
öðrum til skaða.
; Reglusemi: Láttu hverja sýsl
an hafa sinn tíma og hvern
:sinn hlut.
Ákvörðun: Einsettu þjer að
gera það, sem skyldan krefur,
og framkvæmdu nákvæmlega
það, sem þú hefir einsett þjer.
I Sparsemi: Neitaðu þjer um
þau útgjöld, sem hvorki verða
þjer nje öðrum að sönnu gagni.
Eyddu engu til ónýtis.
Iðjusemi: Eyddu aldrei tím-
anum til ónýtis, vertu sívinn-
andi að því, sem þjer og öðr-
um er til gagns.
Hreinskilni: Vertu ráðvand-
ur og hreinn í huga og talaðu
samkvæmt því.
Rjettlæti:  Gerðu  það  ekki
öðrum, sem þú vilt ekki að þjer
sje gert. Dæmdu ekki aðra
hart.
Jafnlyndi: Vertu ekki reiði-
gjarn nje hefnigjarn. Stiltu
þig, þegar þjer finst aðrir gera
á hluta þinn. Temdu þj«r glað-
lyndi og jafnaðargeð. Vertu
stiltur í mótgangi.
Hreinl«ti: Forðastu óhrein-
indi á líkama þínum, á fötum
þínum og á heimili þínu.
Auðmýkt: Reyndu að líkjast
Jesú.
Franklín tók sjer fyrir að
læra eina dygð í einu, og svo
tók hann fyrir þá næstu, þar
til hann hafði lært og ¦ tamið
sjer þær allar. Þá fjekk hann
sjer vasabók og bjó til í hana
skrá, þannig, að strik var fyr-
ir hvern dag vikunnar og fyr-
ir hverja dygð. Svo skrifaði
hann á hverju kvöldi, hverja
dygðina hann hefði vanrækt
þann daginn.
•
Segðu ekki ætíð það, sem þú
veist, en þú verður að vita það,
sem þú segir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12