Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 31. mars Í944. MOBGUNBLAÐIÐ Um irkjiibyggingar síðustu dratuga G.'imlar kirkjubyggingar. A SVIÐI kirkjubygginga hefir orðið ör þróun og að ýmsu leyti gagnger bylting á síðustu áratugum víðsvegar í Evrópu. Þótt ætla mætti, að kirkjan sem ríkisstofnun væri afturhalds- BÖm, hefir tækni nutímans, breytt viðhorf og nýjar lífsskoð- anir valdið margskonar um- hverfingu á því, sem áður var talið gamalt og gott. Alt frá því að kristni ruddi sjer til rúms í Evrópu, hafa byggingameist- arar allra tíma og kirkjuhöfð- ingjar kappkostað að reisa fög- ur guðshús og eru mörg þeirra einnig dásamleg. Flestum eru kunnar höfuðstefnur í kirkju- list, eins og rómanskur stíll með hvolfboga, gotneskur stíll með hvassboga og barokkstíll með sitt þunga skraut og útflúr. Kirkjuturnar voru reistir, ér gnæfðu hátt til himins og voru tákn leitar mannssálarinnar að samfjelagi við guð. Höfuðmust- eri í Evrópu, eins og Pjeturs- kirkjan í Róm, St. Pálskirkjan í London og Notre-Dame kirkj- an í París og Kölnardómkirkja eru risavaxnar byggingar, er taka tugi þúsunda kirkjugesta, enda hefir tekið aldir að reisa sumar þeirra. Engu hefir verið til sparað að gera þær eins veglegar og unt var, enda telj- ast þær til mestu dýrgripa menningarinnar. Margar aðrar og minni kirkjur frá síðari öld- um eru sannkölluð listaverk, þar sem helgi og tign ríkir, og menn hafa kappkostað að gera þær þannig, að þær vektu lotn- ingu og háleitar hugsanir trú- aðra manna. Þær hafa því ver- ið nefndar guðshús, af því að í þeim skyldi guð tala til synd- ugra manna með sínu heilaga orði. Yndislegar eru margar þessar kirkjur, þar sem dulræn helgi virðist hvíla yfir kór og kirkjurúmi. Nýjar kröfur. EN ÞAÐ fór um þessar kirkjubyggingar líkt og um aðrar byggingar. Ný bygging- arefni komu til sögunnar, nýj- ar kröfur og ný tækni ruddi sjer til rúms. Steinsteypa, raf- magn, miðstöðvarhitun, ný einangrunarefni, nýjar kröfur um ljós og heyrð (akustik) ruddu sjer til rúms og breyttu fyrirkomulagi kirkna líkt og annarra bygginga. Alt líf manna hefir gerbreytst á síð- ustu áratugum með rýjum uppgötvunum og nýrri tækni. Stórborgir hafa rísið upp og fólksstraumurinn í flestum löndum legið úr sveitum í borg- ir. I miljónaborgum eru nú ekki lengur reistar stórar kirkjur, heldur smáar, oft fyrir 1000— 1500 kirkjugesti. Safnaðar- starfsemi hefir aukist og nýjar þarfir orðið til. Nú eru kröfur gerðar til safnaðarhúss i sam- bandi við kirkjur, þar sem hverskonar safnaðarstarfsemi á sjer athvarf: Safnaðarfundir, barnafræðsla til fermingar, kvenfjelagsstarfsemi o. s. frv. Presti er oft ætlað' vinnuher- bergi í nýjum kirkjum, sömu- leiðis kirkjuverði, lestrarstofu er oft komið fyrir og líkhúsi, þar sem lík eru geymd uns jarðarför fer fram. Allar þess- ar nýju kröfur hlutu að breyta og fyrirhuguð Neskirkja Eftir próf. Alexander Jóhannesson gerð kirkna, útliti þeirra og fyrirkomulagi. Nú er yfirleitt horfið frá því að reisa kirkjur i gömlum stíl, þrátt fyrir feg- urð gömlu kirknanna, og krafa sett fram um það, að nýjar kirkjur sjeu í samræmi við ný lífsviðhorf og þróun annarra lista. Kirkjunni er ætlað að verða andlegt heimili sóknár- barnanna. Kirkjubygginga- meistarar vorra tíma eru sann- færðir um, að unt sje að skapa margskonar ný kirkjuform, er geti örfað trúaráhuga manna og skapað svipaða helgi og tign og bundin er gömlu kirkjunum. Þegar fyrstu steinsteypukirkj- urnar voru reistar í Basel og Frankfurt a. M., risu vandlæt- arar upp og hófu mikinn and- róður gegn sliku guðleysi að ætla sjer að reisa kirkjur úr steinsteypu, — en nú amast enginn lengur við: þessu og margar kirkjur eru nú reistar víðsvegar um lönd úr þessu efni, af þvi að það er sterkt, haldgott og ódýrt. Guðsþjónustan sjálf ákveð- ur nú form kirkjurúmsins. Menn hverfa frá margskonar skrauti í kirkjunum, hætta við skifting kirkjunnar í skip, losa sig við stoðir, er trufla, og skapa stóran kirkjusal með víðu rúmi og tengja hann við kórinn, svo að ein samfeld heild skapist. Kirkjunum er nú ekki lengur ætlað að verða stórkostleg minnismerki, held- ur er þeim ætlað að verða hag- kvæm hús til guðsþjónustu, þar sem vel fer um söfnuðinn og hann nýtur hins taláða orðs og kirkjusöngsins. Vegna þessa nýja viðhorfs er kírkjurúmið gert að samkomu- sal mariha, en ekki að bústað guðs, eins og kirkjan oft var nefnd áður. Prjedikunin er að- alatriðið í lúterskum kirkjum (og hjer verður aðeins rætt um lúterskar kirkjur), og er þvi kept að því í þessum nýju kirkjum að beina allrí athygli kirkjugesta að prjedikunarstól 1 og altari og kirkjusöng. Mar- teinn Lúther komst þánnig að orði.....,,að í kirkjunni fari ekki annað fram en að Drott- inn vor tali við oss með sínu heilaga orði og við tölum við hann með bæn og lofsöng .... “ Aðalatriði guðsþjónustunnár verður því að lesa upp úr Ritn- ingunni og nær guðsþjónustán hámarki sinu í prjedikuh prests ins, en hún er játning synda og bæn um fyrirgefning. Guðs- þjónustan verður þvi samstarf prests og safnaðar og er því mest um vert, að söfnuðurinn sjái sem best altari og prjedik- unarstól og heyri alt, sem fram fer. En auk þess verður hver kirkjugestur að hafa góða birtu til þess að geta lesið sálma þá, er sungnir eru og tekið á þann hátt virkan þátt í guðsþjón- ustunni. Ný sjónarmið. í KIRKJUBYGGINGARLIST verður þetta sjónarmið að ráða, að birta og heyrð sje ágæt. A alþjóðafundum um kirkju- byggingar hafa þessi nýju við- horf verið rædd á undanförn- um áratugum og samþyktir verið gerðar, m. a. um, að æski- legt sje að hætta við skipaskift- inguna og gera kirkjurúmið að einum samfeldum sal, t. d. á alþjóðafundunum um kirkju- byggingár í Dresden 1906 og Magdeburg 1928. Innri skreyting "kirkna er að mestu leyti að hverfá. í stað altaristaflna eru stundum sett krossmörk eða ljósmagni er allavega fyrirkomið, eins og best. þykir henta hverri kirkju- gerð.-Kórinn er þó enn venju- legast eitthvað lítilsháttar upp- hækkaður, svo að betur sjáist til prests, en markalínur milli kórs og kirkjurúms eru smám- saman að hverfa. Kirkjusúlur valda truflun og eru þær því óviða notaðar. Ef kirkjurúm er mjög stórt, er gerður ofurlítill halli á kirkjugólfi, svo að hver kirkjugestur sjái hæfilega fram yfir næstu röð. í nokkrum kirkjum er farið að hafa altari í miðri kirkju, svo að kirkju- gestir sjái betur athöfn þá, sem fram fer við altari (úthlutun saki-amenta, ferming, hjóna- vigsla) eins og t. d. í Essen í Þýskalandi (1930) og nú í Co- ventry á Englandi. Á kirkju- gólfi eru hafðir rúmgóðir gangar, ekki aðeins í miðju, heldur. einnig til hliða (10—15 sæti í kirkjubekk, ef gangar eru beggja megin, en 6—10 sæti, ef aðeins er gangur öðru megin), sætisbreidd er sem næst 55 cm., en fjarlægð milli bekkjaraða milli 75 og 94 cm. Kirkjuorgel er nú stundum sett kórmegin, stundum yfir sjálfuni kórnum, en oft til hlið- ar, eins og t. d. í amerísku- kirkjunni í Berlín og viðar. Á alþjóðafundi byggingameistara í Búdapest 1930 var sjerstaklega rætt um, hversu orgéli (pípu- orgeli) skyldi fyrirkomið í nýjum kirkjum og sú krafa sett fram, að við hverja nýjá kirkjubygging skyldi orgel- meistari hafður með í ráðum áður en kirkjubygging yrði hafin. Þar var bent á, að und- irbygging hvers pípuorgels yrði að bera a. m. k. 750 kg. þunga á hvern fermetra og að best væri að orgel væri a. m. k. í meters fjarlægð frá vegg vegna slagahættu. Ný kirkjuform. KIRKJURÚMIÐ sjálft hefir, eins og kunnugt er, á liðnum öldum haft margskonar lögun. Krosskirkjur voru áður algeng ar, látneskar krosslcirkjur, þar sem langskipið var lengra en hliðarálmurnar og grískar krosskirkjur, þar sem báðar álmur voru jafnlangar, en hvorttveggja hefir nú verið yf- irgefið af ástæðum heyrðar og sýndar: í kirkjum þessum heyr- ist illa og allir kirkjugestir sjá rekst á svalir, stóla, stoðir og aðra hluti kirkjunnar og á kirkjugesti og fer það eftir efni flatar, h\-ort hljóðið endurkast- ast eða það hverfur. Á þennan hátt myndast i ki'rkjurúminu eins og sundurleitt haf af hljómbylgjum, því að tvöfalt endurkast myndast stundum, eftir því, hvernig gagnfletir eru gerðir. Eyrað heyrir því frum- tóna og endurvarpstóna með öi-stuttu millibili, en stundum getur endurómurinn heyrst í nokkrar sekúndur eftir að frumtónninn er horfinn. Lang- ur endurómur truflar á sama hátt og bergmál. Heyrðartrufl- anir stafa að mestu frá endur- ómnum. Endurómsvaranleikinn hefir því verið rannsakaður, en hann breytist með stærð rúmsins og mannfjölda án til- lits til flata beirra, er frumtón- arnir skella á, hversu þeir eru útbúnir. Viðurkend er formúla sú, er Wallace C. Sabine við Har- ward-háskóla fann upp: 0,05 t — ---- rúmmáls a og táknar þá t enduróms- varanleika í sekúndum í rúmí ekki altari og prjedikunarstól. Um leið og hætt er við skipa- skifting kirkjurúmsins, hafa menn skapað, ný form kirkju- rúmsins: Breiðkirkjur (einkum í Hollandi), þar sem breidd kirkjunnar er meiri en lengd- in til þess að kirkjusætin sje ekki í of mikilli fjarlægð frá kór og prjedikunarstól (Slík- ar kirkjur- eru í Stuttgart, Mannheim, Hamborg og víð- ar),-Langkirkjur með latnesk- um krossi (St. Pjeturs-kirkjan í Randers í Danmörku, Elíasar- kirkjan í Kaupmannahöfn að nokkru leyti, Mattheusar í Hamborg), en ilestar þessar kirkjur hafa þaim galla, að ekki geta allir kirkjugestir sjeð altari og prjedikunarstól og heyrðin því oft gölluð. í nýjum grískum krosskirkjum (t. d. Karlsruhe) hefir kirkjustólum verið raðað í boga út frá kór með skásettum hliðargöngum á kirkjugólfi og svipað fyrir- komulag er í ýmsum öðrum kirkjum, t. d. ásttstrendum kirkjum (Bérlín-Schmargen- dorf). Þá eru til eggmyndaðar uns ðann heyrist ekki, en a kirkjur, eins og egg í lögun (í nokkrum þýskum bæjum) og hringkirkjur, þar sem kirkju- rúmið er kringlótt (t. d. í Ber- lín, Essen og sennilega í Co- ventry). Loks má nefná horn- krókakirkjur, sem eru þannig gerðar, að út frá miðbyggingu liggja tvær álmur á ská, eins og tveir homkrókar, og voru nokkrar slíkar kirkjur reistar fyr á öldum. en þekkjast nú tæplcga lengur. Margar af þessum nýju kirkj- um, er hjer hefir verið minst á, munu sumum þykja ljótar, en hin mismunandi form eru í raun og veru leit að hagkvæm- um stíl, þar sem grundvallar- kröfur vorra tíma um ljós og heyrð fái fyllilega notið sín. Heyrð. HEYRÐ (akustik) er eitt af eru sogeiningar (absorptions- einingar) efnis f latar samkvæmt töflum, er gerðar hafa verið um ýms efni og er sogstuðull 1,00 fyrir flöt, sem er eitt fer- hyrningsfet og sogar í sig allan hljóm. Sabine lagði til grund- vallar 512 hljómsveiflur á sek- úndu og miðaði við opinn glugga, sem var eitt ferhyrn- ingsfet. Af einingum fx'ssum má nefna: Einfalt gler ... 0,27 timburhúð ....... 0,61 fortjöld ......... 0,50—1,00 líkami manns - .. 4,70 Með þessari þekking hefir reynst mögulegt að velja þá klæðning á flöt, er best hentar hverju sinni. Of mikið hljóm- sog enduróms veldur einnig truflunum. Bestur endurómur er stuttur, fer ekki yfir 2 sek- úndur i sölum, sem eru frá 90 erfiðustu viðfangsefnum bygg- i og UPP í 28000 teningsmetra. ingameistara vorra daga. Með jheyrð er átt við, að hljóði eða hljómum sje miðlað jafnt á alla 'staði í ákveðnu rúmi og að eft- , irómur sje sem stytstur, hljóð- ið sogist burt (absorption). I Vegna mikilvægis heyrðarinn- ar í nútíma-tækni, t. d. í út- varpssölum, hefir mál þetta verið rannsakað ítarlega á und anförnum áratugum, og má nú telja, að grundvallarlögmál heyrðarinnar sje kunn. Verður þvi að gera þá kröfu, að hver byggingameistari þekki þessi lögmál og kunni að beita þeim. Hljómurinn berst (frá prje- dikunarstól, orgeli, söngkór) með 340 metra hraða á sekúndu í allar áttir, eins og kúlubylgj- ur, ef engin fyrirstaða verður. Er því mikils um vert, að stefna hljóðsins sje rjett. Lóðrjett frá sendistaðnum minkar þykt hljómsins, ef svo má að orði | kveða, og má því homið ekki vera meira en 45’ frá talöxlin- vun svo að heyrist. Hljóðið Sljettfágað efni veldur mestu endurvarpi, en mjúk og gljúp efni gleypa tóninn. Kirkjugest- ir gera slíkt hið sama og er því oft mikill munur á heyrð eftir því, hvort margt manna eða fátt er í kirkju, ef heyrðarút- búnaður er í ólagi. Enduróm- urinn fer vitanlega eftir hljómstyrk þess, er talar, syng- ur eða tónar. Gott efni til end- uróms þarf því að vera nálægt og að baki prests (í prjedik- unarstól, fyrir altari), söngkórs og orgels, en mjúk og gljúp efni í afturhluta salar. Er af þessu auðsætt að lögun kirkju- rúmsins er afar mikilvæg fyr- ir góða heyrð. Þessvegna eru hvelfingar óheppilegar, af því að hljómbylgjurnar safnast þar saman og svonefndir hljóm- skuggar myndast. Erfiðleikum veldur, ef hljómgjafi er á mis- munandi stöðum í kirkju (söngkór vestanmegin, eins og tíðkast hefir) og þessvegna Framhald á 8. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.