Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1944næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 26. maí 1944. JftrcguttMiiMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8..— Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. 1» Lýðveldið út á við í BRESKA stórblaðinu „The Times“ í London, hefir birst ritstjórnargrein um þjóðaratkvæðagreiðsluna og vænt’anlega lýðveldisstofnun hjer á landi. Greinin er vinsamleg í okkar garð og er yfirleitt skýrt rjett frá þróun málanna síðan 1918. En þegar „The Times“ fer að ræða um lýðveldið, virð- ist svo sem blaðið telji, að ekki sje enn nægilega tryggi- lega gengið frá því út á við. Um þetta farast blaðinu orð á þessa leið: „Ákvörðun íslensku þjóðarinnar er í alla staði endan- leg hvað innanlandsfullveldi snertir, en það hefir enn ekki verið gengið frá sambandi íslands út á við“. Síðar í greininni er þannig komist að orði, að ísland verði í framtíðinni, ekki síður en í fortíðinni „að tryggja sjer stuðning erlendis frá“. Ekki er fyllilega ljóst við hvað hið enska stórblað á með þessum ummælum. — Ef með þessu er meint það, að ísland vanti viðurkenningu erlendra stór- velda á stofnun lýðveldís, verða það áreiðanlega von- brigði allra íslendinga, að slík skoðun komi fram í merk- asta og áhrifaríkasta blaði Breta. ★ Eins og öllum íslendingum er kunnugt, var sumarið 1941 gerður samningur milli ríkisstjórnar íslands og for- seta Bandaríkjanna, um að Bandaríkin taki að sjer her- vernd íslands meðan styrjöldin stendur. í sambandi vjð þenna hervarnarsamning fóru fram orðsendingar milli forseta Bandaríkjanna, sendiherra Bretlands í Reykjavík annarsvegar og íslensku ríkisstjórnarinnar hinsvegar. í orðsendingu forseta Bandaríkjanna segir svo: „Bandaríkin skuldbinda sig ennfremur til að viður- kenna algert frelsi og fullveldi íslands, og að beita öllum áhrifum sínum við þau ríki, er standa að friðarsamning- unum, að loknum núverandi ófriði, til þess að friðar- samningarnir viðurkenni.einnig algert frelsi og fullveldi fslands“. •Og í orðsendingu sendiherra Breta í Reykjavík, er hann gaf í fullu umboði bresku ríkisstjórnarinnar, segir svo: „Bretland lofar að viðurkenna algert frelsi og fullveldi íslands og að sjá til þess, að ekki verði gengið á rjett þess í friðarsamningunum, nje á nokkurn annan hátt að ófriðn- um loknum“. ★ íslenska þjóðin lítur svo á, að þar sem hún hefir í hönd- um slíka yfirlýsingu tveggja stærstu og voldugustu stór- velda heims, sje hennar hlutur vel trygður í nútíð og framtíð. Því að áreiðanlega er ekki til sá Islendingur, sem vantreystir orðum þessara stórvelda. Og í sambandi við atburðina, sem nú eru að gerast hjer á landi, lýðveldisstofnunina, má geta þess, að í október 1942 lýsti stjórn Bandáríkjanna yfir því, að hún hefði ekkert við það að athuga, að ísland yrði lýðveldi eftir árslok 1943. Hjer var m. ö. o. fyrirfram fengin viður- kenning stærsta lýðríkis heimsins á lýðveldi ísjands. Loks má rtiinna á, að Sovjetríkin hafa nú einnig í verki viðurkent fullveldi íslands. Þau hafa nú í fyrsta sinn sent sendiherra til íslands. Það er áreiðanlega sannfæring allra íslendinga, að þegar að því kemur að friðarsamningar fari fram, verði það einmitt þessi þrjú stórveldi: Bandaríkin, Bretland 'og Rússland, sem mestu ráða við friðarborðið. Með þetta fyrir augum hljóta íslendingar að líta svo á, að framtíð þeirra sje örugg og trygg. Hitt er svo mál, sem varðar ísland og öll önnur smá- ríki, sem sje, hvernig sjálfstæði þeirra verði trygt í fram- tíðinni. ísland hefir hvorki her nje flota og getur því ekki varist árás á landið. En hvernig sem þessu verður komið fyrir í frariitíð- inni, er það einlæg von íslensku þjóðarinnar, að hún fái að búa í friði í þessu landi og að hið nýja lýðveldi fái að dafnast. . . Ávarp frá Reykja- víkurnefnd lýðveld- iskosninganna Reykjavíkurnefnd lýðveldis- kosninganna þakkar öllum þeim, sem störfuðu að kosn- irfgu eða á annan hátt stóðu að hinni glæsilegu kosningaþátt- töku. Vissulega vann hver og einn fyrir sjálfan sig og þjóðar- heildina. Eigi að síður telur nefndin sjer skylt að þakka, hve allir brugðust vel við til- mælum um störf og hve frá- bærlega samviskusamlega hver og einn framkvæmdi það verk, sem honum eða henni var fal- ið. Þetta á jafnt við um hverf- isstjóra, bifreiðastjóra, þá, er lánuðu bifreiðar sínar, þá, sem unnu á skrifstofunum, lögregl- una og yfirleitt alla, sem til starfs og aðstoðar voru kvadd- ir. Mætti gifta þjóðarinnar vera svo mikil, að ætíð verði svo vel svarað, þegar ísland kallar. Reykjavík, 25. maí 1944. Guðm. Benediktsson.. Sigfús Sigurhjartarson. G. Kr. Guðmundsson. Haraldur Pjetursson. — Kvennaskólinn Framh. af bls. 2. grímsdóttur, sem báðar voru í 4. bekk. Tvennir flokkar fyrverandi námsmeyja skólans mættu við skólauppsögm Konur er útskrif uðust fyrir 20 árum, færðu leikfimihússjóði skólans fjár- upphæð og 10 ára flokkurinn tilkynti, að hann ætlaði að gefa skólanum merki skólans á silki- grunni að hausti; en hinn 1. október n. k. á skólinn 70 ára afmæ)i. Nemendasambandið sendi skólanum brjef þess efn- is, að það ætlaði að gefa skól- anum fána og fánastöng fyrir 17. júní n. k. Frú Karítas Sig- urðsson gaf 300 kr. í leikfimi- hússjóðinn og N. N. 500 kr. til minningar um Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrverandi forstöðu- konu skólans. Námsmeyjar þær, ar í skólanum sátu s. 1. vetur, gáfu bókasafnvísi skólans 800 rr. og 750 kr. í „Ferðasjóð lámsmeyja Kvennask6Ians“. — Forstöðukona þakkaði fyrver- mdi námsmeyjum komuna, "æktarsemi þeirra í garð síns gamla skóla, gjafir þær er getið hefir verið og blóm þau, er henni voru færð. Leikfimihússjóður nemur nú rúmlega 100.000 kr. Af þeirri upphæð veitti bæjarstjórn Reykjavíkur 30.000 kr. á fjár- hagsáætlun yfirstandandi árs. Þakkaði forstöðukona þessa fjárveitingu og sjerstaklega kvenfulltrúunum í bæjarstjórn inni, frúnum: Guðrúnu Jónas- son, Katrínu Páísdóttur og Soffíu Ingvarsdóttur, öflugan stuðning þeirra við þetta áhuga mál Kvennaskólans. Inntökupróf til 1. bekkjar fóru fram í lok aprílmánaðar \Jiluerji ilripar: idr dagíeaci Ííj'inu f i og voru 29 námsmeyjar teknar I. inn í 1. bekk að vetri að því afloknu. Vegna mikillar að- sóknar varð að viðhafa sam- kepnispróf. Skólinn er fullskip aður að vetri. Auðir atkvæðaseðlar. ÞAÐ HEFIR nú þegar verið rætt og ritað svo mikið um þjóð- aratkvæðagreiðsluna, að það er næstum því að bera í bakkafull- an lækinn að bæta þar nokkru við. En jeg get ekki stilt mig um að minnast á eitt atriði atkvæða- greiðslunnar, sem mikið er rætt manna á milli, en það er hin háa tala auðra og ógildra seðla, sem komið hafa fram við kosninguna. Venjulega er talið, að þeir, sem skila auðum atkvæðaseðl- um í kosningum, vilji með því sýna hlutleysi sitt í kosningum. Þeir vilji ekki segja sitt álit á málinu, sem kosið er um. En það er fleira en það, sem til 'greina kemur, og það eru margir þeirr- ar skoðunar, að það hafi ekki vakað fyrir öllum, sem skiluðu auðu eða skemdu atkvæðaseðla sína, að sýna hlutleysi eða sinnu leysi. Óheppileg gerð at- kvæðasefflanna. ÞVÍ ER haldið fram af grein- argóðum mönnum, að gerð at- kvæðaseðlanna við þjóðarat- kvæðagreiðsluna hafi verið ó* heppileg og það sje vegna þessr að svo tiltölulega margir seðlar koma auðir eða ógildir. Jeg hefi heyrt greinda menn og athugula segja: „}eg varð satt að segja í vandræðum með að greiða at- kvæði, vegna þess, hve slæmt var að lesa það, sem á seðlinum stóð“. Menn vilja halda því fram, að atkvæðaseðlarnir hafi verið of litlir og letrið á þeim of lítið og of þjett. Litur seðlanna var brún leitur og svartir prentstafirnir skáru sig ekki nóg úr á pappírn- um. Hvort gerð seðlanna hefir haft áhrif í þá átt, að menn skiluðu auðu, eða ógiltu seðla sína af þeim ástæðum, verður vitanlega ekki sagt með neinni vissu, en víst er, að heppilegra hefði ver- ið að hafa seðlana stærri og letr- ið greinilegra, þannig, að enginn hefði þurft að villast á, hvern- ig hann átti að sýna vilja sinn á kjörseðlinum. t Seinleg atkvjeðatalning. ÞAÐ GENGUR jafnan seinlega fyrir sig að telja atkvæði hjer á landi eftir kosningar. Stafár það fyrst og fremst af erfiðum sam- göngum víða í sveitum landsins, en sú regla er höfð við talningu atkvæða, að atkvæðakössum er safnað úr öllum hreppum á einn stað, þar sem talið er. En jeg held, að þetta seinlæti sje ekki eingöngu samgönguerf- iðleikum að kenna, heldur og að einhverju leyti tómlæti og með- fæddu seinlæti þeirra, sem eiga að sjá um talninguna. Ef vilji væri fyrir hendi, þá mætti hæg- lega flýta talningu víða í sýsl- unum. En svo er það annað at- riði, sem seinkar fyrir því, að almenningur fái sem fyrst frjett- ir af úrslitum atkvæðagreiðsl- unnar og það er síminn. I fyrra- kvöld var talið í nokkrum sýsl- um og atkvæðatalningu var lok- ið fyrir miðnætti, en það var ómögulegt fyrir Reykjavíkur- blöðin eða útvarpið að ná í fregn ir af talningunni, vegna þess, að símastöðvarnar, þar sem at- kvæðatalningin fór fram, var lok að klukkan 8 að kvöldi. Við kosn ingar til Alþingis hefir Landsím inn oft sýnt greiðasemi við blÖð- in og haft stöðvar opnar á með- an atkvæðatalning hefir staðið VVVVVVVVVVVVVVVV yfir, án tillits til þess, hvort það væri hinn auglýsti afgreiðslu- tími viðkomandi símastöðva. Það hefði farið vel á því, að þeirri reglu hefði og verið haldið í þetta sinn, því vitanlega bíða blaðalesendur og útvarpshlustend ur með óþreyju eftir að heyra úrslitin í atkvæðagreiðslunni. © Dýrt símasamtal. í SAMBANDI við þessa at- hugasemd mma við Landsímann langar mig til að segja lesendum mínum frá því, að það er orðið nokkuð dýrt að tala í síma bjer á landi. En áður en jeg segi sög- una vil jeg geta þess, að starfs- fólk Landsímans á langlínuaf- greiðslunni, bæði konur og karl- ar, hefir jafnan sýnt frábæra lipurð við afgreiðslu samtala^r ir Morgunblaðið. Hefir sú lipurð oft og mörgum sinnum komið blaðinu og lesendum þess að miklu gagni og lesendur hafa fengið merkilegar frjettir með morgunkaffinu sínu, einmitt vegna vinsamlegrar aðstoðar starfsfólks landsímans. En það var dýra samtalið. Fyr- ir nokkrum vikum þurfti jeg að ná í símastöð á Norðáusturlandi að kvöldi til. Fyrir velvilja stúlknanna á Landsímanum f jekk jeg samtalið með „forgangs- hraði“, sem kallað er. Samtalið stóð í 6 mínútur og kostaði 120 krónur. Já, dýrt er drottins orð- ið, sagði kerlingin. Jeg man, að það þótti mikið að greiða 33 kr. fyrir símtal við Kaupmanna- höfn fyrir stríð. • Nýja framhaldssagan. Í'RAMHALDSSAGA Morgun- blaðsins, sem nú er nýbyrjuð í blaðinu, hefir þegar vakið athygli lesenda. Höfundurinn, W. Somer- set Maugham, er lesendum blaðs ins að góðu kunnur af mörgum sögum, sem birst hafa eftir hann í blaðinu sjálfu og í Lesbókinni. Einkum varð saga hans „I dag- renning" vinsæl. Sú skáldsaga verður nú kvikmynduð. „í leit að lífshamingju", sem nú er að byrja að koma út í Morg unblaðinu, er síðasta saga Maug- hams. Hún er ennþá ekki komin út í bókarformi, en mun verða gefin út' í New York í sumar. Saga þessi er sögð í þeim skemtí lega stíl, sem einkennir skrif Maughams. Höfundurinn segir sjáKur söguna, eins og atburð- irnir hafa komið fyrir hann sjálf an og hver veit, nema að höfund urinn styðjist í raun og veru við raunverulega atburði. Lýsingar á persónunum eru meistaralega gerðar. Ekki skal ánægju lesendanna spilt með því að rekja hjer efni sögunnar að einu eða neinu, en jeg spái því, að þessi saga verði ekki síður vinsæl en fyrri sögur Maughams. Og jeg vil ráðleggja lesendum blaðsins, sem ánægju hafa af skáldsögum, að fylgjast með frá byrjun. © Oxney er ekki til sölii. • í SAMBANDI við brjef, sem jeg birti hjer í dálkunum á dög- unurn, hefi jeg fengið upplýsing- ar um, að Öxney á Breiðafirði sje alls ekki til sölu. Afskifti bóndans þar af stofnun heimilis á eyjunni fyrir vandræðabörn eru þau ein, að hann hefir góð- fúslega gefið sitt samþykki til þess, að athugaðir sjeu mögu- leikar á því að koma upp slíku heimili á eyjunni, en lengra er það mál ekki komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 115. tölublað (26.05.1944)
https://timarit.is/issue/106344

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

115. tölublað (26.05.1944)

Aðgerðir: