Morgunblaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 15. júní 1944 Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið. 50 aura með Lesbók. Sjálfstæðir menn ÞEGAR björtustu vonir ágætustu manna okkar lands eru að rætast, þegar margra alda hríðavetur erlendra yf- irráða er liðinn, og þegar misviðrasamur vortími fyrir sjálfstæðisgróður þjóðarinnar er að enda, en sumarið blasir við sólbjart og hlýindalegt, þá finst flestum heil- brigðum vakandi íslendingum að vegur gæfunnar liggi fram undan sljettur og beinn. Hugsanir eru líkar hjá þjóðinni eins og unga manninum,-sem búinn er að ljúka örðugu námi og hefir framtíðina fyrir sjer, eða bóndanum sem árum saman hefir unnið að því, að sljetta túnið sitt og hefir það fyrir augunum einn góðan veðurdag í byrjun sláttar eggsljett og algróið með bylgjandi grasbreiðunni. Fyrir'slíkum mönnum er að eðlilegum hætti birta fram undan, ef ekki eru einhver innri sár sem skyggja á gleð- ina. En þegar gæfan blasir við, þá er ekki síður én endra- nær ástæða til að hugleiða margar spurningar. Allar hljóta þær að snúast að því, hvers gæta þurfi til að glata ekki því hnossi, sem fengið er og hvað nauðsynlegt sje til þess, að fá að njóta fenginna gæða um langan aldur. Þess konar hugsanir hljóta þessa daga að vera ofarlega í hugum allra þeirra íslendinga, sem hugsa fram í tímann og láta sjer ekki það nægja, að binda sig við líðandi stund. Veður öll eru válynd í okkar spilta heimi og þó að sólin skíni í heiði í dag og sumargo'lan hlý og hressandi leiki um vangana, þá er skjótt að skipast veður í lofti og á morgun getur verið kominn stormur eða rigning og sveljandi kuldi breytt ánægjulegu viðhorfi á raunaleg- an hátt. — Okkar litla þjóðfjelag, sem nú hefur gönguna sem frjálst og fullvalda lýðveldi og hugsar sjer að vera óháð og lúta engum yfirráðum erlendra manna, það hefir margs að gæta ef vel á að fara. Ef að sumarið á að verða langt og bjart og íiaustið í mikilli f jarlægð, þá verða þegn- ar þjóðarinnar að gera skyldu sína. Hjer sem annars staðar veltur nokkuð á atvikum, sern enginn mannlegur máttur fær við ráðið, en á hinu veltur mest, hvernig mennirnir lifa og starfa, hvort þeir éru menn til að verða frjálsir og sjálfstæðir í bestu merkinu þeirra dýrmætu orða. Á undanförnum hefir nokkuð þótt á því bera, að hin sanna menning þjóðarinnar væri á undanhaldi fyrir vax- andi stefnuleysi, nautnagirni, sviksemi í orðum og verk- um. Líst mörgum svo sem aukinn lærdómur, bætt að- staða, gerbreyttar samgöngur og meiri nálægð við hinn víðlenda heim, hafi ekki megnað að koma í veg fyrir þetta, en hafi jafnvel reynst háskasamlegt fyrir okkar fornu dygðir: sannleiksást, orðheldni, stefnufestu, fyrir- hyggju og persónulegt sjálfstæði. — Ef þetta skyldi vera rjett, þá er hjer um mikla hættu að ræða sem skylt og nauðsynlegt er að vinna gegn og gjalda varhuga við ef vel á að fara. Þeir menn, sem eru óheilir, óheiðarlegir og hviklyndir, verða oftast til lítilla nytja hvar í stjett eða stöðu, sem þeir eru, enda þótt þeir sjeu gæddir mikl- um hæfileikum og hafi fengið mikinn lærdóm í einhverj- um efnum. Þeir geta sjaldan haft traust nema um stund- ar sakir og verða að lokum sjálfum sjer verstir. Framtíðar sjálfstæði okkar lands getur meðal annars og ekki síst oltið á því, að í landinu sje sem fæst af slkum mönnum. Við vonum að svo verði og við vonum, að okk- ar þjóðfrelsi gefist sem best. En það verður að byggjast á heiðarlegum og sjálfstæðum mönnum, sem leggja á það allt kapp, að vera sjálfum sjer nógir. Mönnum, sem eru trúir í orði og verki, sem aldrei eru augnaþjónar, sem gera kröfur til sjálfra sín meiri en annara, sem láta sjer ekki lynda að skolast með straumnum, heldur gera sitt ítrasta til að skara fram úr á sínu sviði og láta meira eftir Sig sjást en þá sem á undan voru. Ef gæfa íslands verður svo sterk að eiga nægilegt af þvílíkum mönnum í hverri ,sveit og hverjum kaupstað og öllum stjettum, þá er sjálf- stæði, landsins sem að júnísólin sveipar í geislum sínum I á komandi dögum í engri hættu. 75 ára: Óiafur jjíbverji ilrtj 4 X l lyfr dcic^íecýci Íí^i í dag verður 75 ára hinn viðurkendi atorkumaður Olaf- ur Jóhannsson fyrverandi bóndi á Qtafsey á Breiðafirði, sem sagt var um að aldrei feldi nytsamt verk úr hendi. Á unga aldri nam Ólafur gull smíði í Reykjavík hjá Ólafi sál. Sveinssyni og stundaði hann þá iðn fram eftir æfinni, en þc aðeins á vetrum, því fóðuröfl- un handa búfjenaði sínum mat hann mjög mikils, sem best lýsti sjer í útliti hans eftir harða vetur, en þá veitti hann einnig oft bændum af heyfeng sínum, sem annars hefðu beðið tjón. Ólafur er af náttúrunnar hendi smiður, sem best lýsti sjer í svo mörgu á heimili hans og reyndar víðar og voru smíð- isgripirnir alt frá hinum fín- ustu gull og silfurmúnum til báta með fullum seglum, en þá smíðaði hann nokkra, alt upp í sex manna för, og sneið og saumaði segl þeirra, sem t>óttu reynast vel. Þrált fyrir miklar annir við bú sitt og smíðar, færðist Ól- afur ekki undan þátttöku x op- inberum störfum og rjeði þar hin einlæga tilfinning hans um kröfu ættjarðarinnar til þegn- anna um óeigingjarnt starf henni til handa, enda stjórnaði hann fjárhagslegum málum Skógarstrandarhrepps, sem oddviti í 19 ár, þannig, að ekki þótti betur mega takast. Vegna þess mikla ír.austs, sem Ólafur naut við störf í þágu almennings, þá var hann kosinn oddvili Stykkishóims- hrepps einu ári síðar en hann flutti þangað, sem var 1920, og gegndi hann þeim starfa þar til hann hvarf þaðan aftur að nokkrum árum liðnum. Nær allan þann tíma, um aldarfjórðung, sem Ólafur var oddviti í nefndum sveitarfje- lögum, átti hann sæti í sýslu- nefnd Snæfellsness og Hnappa- dalssýslu og einnig í yfirskatta- nefnd sýSlunnar. Ólafur naut og nýtur enn í dag óskiftrar vináttu þeirra manna, sem meta hæfileika hans og skyldurækm við rjett- an málstað og leggur hann meira upp úr þeirri vináttu en fjöldans. Margir af þessum vinum hans eru dánir, en þeir sem á lífi eru enn í dag, bæði hjer í sýslunni og í Reykjavík, þar sem hinn aldurhnigni maður dvelur, nú,, munu vafalaust senda honum hlýjan hug á þess um tímamótum æfi hans. Snæfellingur. V f T l Cm*4*X****4Im*mM'm*iM»m*h*h*mX* „Hreinlætisæði". „Hefir þú heyrt það, maður?“ sagði kuningi minn við mig í gær morgun, er jeg hitti hann á Aust urstrætinu. „Ha! Sjeð hvað?“ sagði jeg eins og álfur út úr hól. „Hreinlætisæðið, sem hefir gripið um sig í bænum. Það eru allir eins og vitlausir að þvo, eða mála htisin sín og taka til. Og þetta er alveg ágætt. Færi betur að „æðið“ gripi nú verulega um sig svo að hvergi í bænum sæist á-dökkan díl. En það eru ávalt einhverjir, sem skerast úr leik“. Og í því hann sagði þetta, geng- upx við framhjá Thorvaldsens- basar, hinu gamla, virðulega og þjóðlega fyrirtæki í aðalverslun- argötu bæjarins. Það verður varla sagt, að Thorvaldsensbasar hafi skorið sig út úr neitt sjerstaklega, eða vak ið athygli vegfarenda fremur öðr um verslunum á þessum slóðum — fyrr en nú. Það er búið að mála öll gömlu íúsin umhverfis Thorvaldsens- basarhúsið og nú stingur gamli xasarinn illa í stúf við umhverf- ið. Ekki bætir úr skák, að búið er að mála hús Magnúsar Benja nínssonar, sem er áfast við bas- xrinn og lítur heildarmyndun af lúsinu út eins og býrjað hafi ver ið að mála húsið, en svo hætt við í miðju kafi. Samskonar pistil væri ástæða til að skrifa um gamla Bernhöfts bakaríið, sem nú er í eigu ríkis- ins. Skreytingin í mið- bænum. NÚ ER BÚIÐ að setja upp flaggstengur í miðbænum og það má búast við að bærinn verði verulega prúðbúinn yfir hátíðina eins og hann á líka að vera. I gærmorgun talaði jeg um Hótel Island-grufininn, og þörfina á, að sljetta yfir hann. Það var byrjað á því verki um það leyti, sem jeg skrifaði greinina og því var lok- ið í gærdag. Síðan hefi jeg frjett, að það fyrir tilstilli Harðar Bjarnasonar arkitekts og þeirra manna, sem hafa verið fengnir til að sjá um skreytingu í bæn- um fyrir þjóðhátíðina, að grunn- urinn var sljettaður. Fánaborg. EN ÞAÐ er ekki einungis í mið bænum, sem menn hugsa um að skreyta hús og götur fyrir há- tíðina. íbúar í bæjarhúsunum við Hringbraut hafa gert smekkleg- ar ráðstafanir til að skreyta hin jar glæsilegu byggingar. Eins og kunnugt er, eru svalir á öllum í- búðum bygginganna að sunnan- verður. Svo að segja hver ein- asti íbúðareigandi hefir fengið sjer litla flaggstöng til að setja á svalirnar hjá sjer. Allar steng- urnar eru eins og einnig flöggin 1 öll eru af sömu gerð og stærð. Verður þetta án efa mjög smekk- legt og mun prýða mjög bygg- ingarnar og umhverfið. Það er aðeins leiðinlegt að ör- fáir íbúðareigendur skárust úr leik. En það verður þó leiðinleg- ast fyrir þá sjálfa, því þeir eru svo fáir, að varla mun það spilla heildarsvipnum á suðurhlið bæj- arbygginganna, þó fána vanti á þessar örfáu svalir. Það hefir vantað gótt' náfn á þessi nýju hús. Væri ekki ein- mitt ágætt, að kalla þau „Fána- borg“ í tilefni af smekklegri fram takssemi eigenda húsanna? inu | | Aðgangur bannaður. ÓVÍÐA í HEIMINUM mun vera gert jafnmikið ónæði á vinnustöðum, eins og hjer á landi Menn telja það sjálfsagt, að koma í vinnutíma á vinnustað til að rabba við menn, sem eru við vinnu sína og tefja fyrir. Það er sama hvort vinnustaðurinn er úti eða inni. Iðjuleysingjar og slæp- ingar koma á skrifstofur í full- kominni erindisleysu til að tefja fyrir. Setjast niður og fá sjer sí- garettu og tala og tala. Sömu sög una er að segja af mörgum öðr- um vinnustöðvum. Það er erfitt fyrir menn, að reka fólk út, sem kemur í heimsókn, jafnvel þó það eigi ekkert erindi og það er orð- inn svo almennur ósiður hjer að fólk sje tafið frá vinnu sinni, að vinnufólk myndi taká það illa upp, ef yfirmenn bönnuðu því að taka á móti heimsóknum á vinnustað. Sumstaðar hafa verið sett upp 'spjöld á vinnustöðvum, þar sem segir með greinilegu letri: „Að- gangur bannaður", eða „Óviðkom andi bannaður aðgangur", „Er- indislausum bannaður aðgangur“ o. s. frv., en ekki stoðar. Það er eins og fólk kunni ekki að lesa. 9 Ætti að leggja ósiðinn niður. ÞAÐ ÆTTI AÐ leggja þenna leiðinlega ósið niður. Það er dýrt að hafa fólk í vinnu nú til dags og ekki er það nen^a sanngjörn krafa, þeirra er vinnu kaupa, að vinnufólkið fái að vera í friði við störf sín og haldi sig að vinnunni. Það hefir tekist í sömum verk smiðjum hjer á landi, að útiloka heimsóknir til verkafólks. Eins ætti það að vera hægt á skrifstof um og öðrum vinnúátöðvum. Ef menn þurfa að tala saman eiga þeir að geta gert það í frístund- um sínum. • Leiðinlegar innheimtu aðferðir. ÖNNUR ÓÞÆGINDI, sem mönnum eru gerð á vinnustöðv- um eru hinar leiðu rukkaraheim sóknir. Rjett er það, að lánsversl unarfyrirkomulagið, sem tíðkast hjer á landi svo mjög leiðir til þess, að fyrirtæki, sem lána þurfa að hafa innheimtumenn í sinni þjónustu til að krefja skuld ir. Það er oft erfitt að hitta menn nema á vinnustað þeirra og senni legt, að margir- kjósi heldur að greiða reikninga sína í vinnutím anum og fá ónæðið þar, frekar en heima hjá sjer. En það, sem ætti að gera, er að breyta um innheimtuaðferð. Ef að menn geta ekki greitt reikn inga sína sjálfir á þeim stöðum, sem þeir taka út vörurnai', ætti að nægja að senda þeim inn- heimtubrjef. Ef menn þversköll- uðust við að greiða skuldir sínar með því að koma á staðinn, mætti senda innheimtumenn, eða hætta algjörlega að lána fólki, sem ekki stendur skil á skuldum sínum. Það innheimtufyrirkomulag, sem haft er hjer á landi, eða hjer í Reykjavík, er leiðinlegt, veldur mönnum óþægindum og töfum. Best væri fyrir kaupmenn og við skiptavini þeirra, að engin láns- verslun færi fram. Menn greiddu vörur sínar við móttöku. En til þess, að það væri hægt, þyrfti að breyta fyrirkomulagi á launa- greiðslum, greiða launin vikulega í stað mánaðárlega. Hjer virðist vera Verkefdi fyrir Verslunar- mannafjelagið og samtök kaup- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.