Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Mánudagur 19. júní 1944. — Lýðveldisstofnun að Lögbergi Lýðveldisfáninn var dreginn að hún á Lögbergi. Kirkjuklukk- um hringt í tvær mínútur og svo alger þögn í eina mínútu. Að þessu loknu söng mann- fjöldinn þjóðsönginn: Ó, Guð vors lands. Forseti Sþ. hringdi bjöllu og þingmenn settust í sæti sín. Flutti nú forseti sameinaðs Alþingis svohljóðandi ávarp: ÁVARP FORSETA SAMEINAÐS ALÞINGIS. Háttvirtu alþingismenn. Herra ríkisstjóri. Hæstvirt ríkisstjórn. Virðulegir gestir. íslendingar. , Hinu langþráða marki í bar- áttu þessarar þjóðar fyrir stjórn málafrelsi er náð. Þjfiðin er nú loks komin heim með alt sitt, fullvalda og óháð. Stjórnmála- skilnaður við erlent ríki er full komnaður. íslenskt lýðveldi er sett á stofn. Endurheimt hið forna frelsi. Æltfeður vorir, þeir, er hjer námu land, helguðu það sjer og sínum niðjum til eilífrar eign- ar. Og frelsi sitt innsigluðu þeir hjer með stofnun þjóðþings fyrir meir en þúsund árum. ,,Hátt á eldhrauni upp, þar sem ennþá Öxará rennur ofan í Almannagjá — , Alþingi feðranna stóð“. Þá varð Alþingi frjálsra ís- lendinga til og dafnaði, og það lifir enn í dag sem öldungur þjóðþinga allrar veraldar, sem þó ávalt yngist upp, og á fyrir sjer að þroskast og blómgast á ný með lýðfrjálsri þjóð, er vel- ur sjálf sína foringja. Þessi nú frjálsa þjóð, sem þolað hefir þrengingar margra liðinna alda og stundum undir erlendri kúgun, gleymdi þó aldrei sjálfri sjer nje afrækti sitt dá- samlega land, sem henni var í öndverðu af Guði útvalið, land, sem „hart var aðeins sem móðir við barn“, — hún hefir nú með áþreifanlegum hætti sýnt, að hún þekti sinn vitjunartíma, kunni að höndla hnossið, þeg- ar það átti að falla henni í skaut. Sjerhvað hefir sína tíð. Full- trúar þjóðarinnar völdu hinn rjetta tíma, sem fyrir fram mátti kalla ákvarðaðan af eðli- legri rás viðburðanna, en einn- ig vegna aðgerða íslendinga sjálfra. Þetta hafa aðrar þjóðir nú einnig viðurkent, góðu heilli. Það, sem nú er orðið. á ekki skylt við neina bylting og með rjettu hefir ekkert um- hverfis það á sjer óróleikans blæ. Það er ávöxtur langrar þróunar, sem engum gat tjóað að spyrna í gegn. Og slíkt má segja um eðlilega og rjettmæta frelsisþrá allra þjóða, sem aldrei verður kæfð. Slíkt er eins og straumþung elfan, sem ómót stæðileg fellur um langan veg í hafið. Og „hver vill banna fjalli frá fljóti rás til sjávar hvetja“? Vissulega megum vjer líta í anda liðna tíð. Það, sem er og það sem verður, á rót sína í því, sem á undan er gengið, með margvíslegum hætti. Vjer höf- um árla þessa' da|gs heiðrað minningu eins mætasta sonar þjóðarinnar, Jóns Sigurðssonar forseta. En að verki loknu gefst ávalt betra og sannara yfirlit ýmissa liðinna viðhorfa. Sagan mun hjer eftir, á óvjefengjan- legan hátt, skrá á spjöld sín orsakir og afleiðingar atburða í lífi íslendinga eins og ann- ara, frá upphafi vega, og bíð- ur fullnaðardómur þess. Alt mannlíf er í heild órjúfanlegum lögmálum háð. Vjer bindum nú vora bagga sjálfir. Á þessari stundu hlýðir, að jeg í nafni löggjafarþings þjóð- arinnar færi þeim, er síðast og síðastur hefir konungur verið yfir íslandi, Kristjáni X. Dana- konungi, þakkir fyrir velvilja hans í garð landsmanna á und- anförnum árum, og árna jeg honum, fjölskyldu hans og hinni dönsku þjóð allra heilla. Það er viss von vor, að haldast megí vináttubönd vor við ná- granna- og frændþjóðir vorar allar á Norðurlöndum, sem vjer einlæglega óskum friðar, frelsis og faísældar, jafnframt og vjer treystum því, að oss auðnist að lifa í fullri vinsemd og góðri kynning vio voldugar nágrannaþjóðir vorar og aðrar, er oss vilja samúð og stuðning veita og frelsi vort virða, svo sem einnig greinilega hefir komið í ljós á þessum örlaga- ríku tímum. Munum vjer minn ast þessa með þakklæti og fögnuði. Og það er ósk vor iil allra þjóðá, að sem fyrst megi linna þeim hörmungum styrj- aldar, sem nú þjaka mannkyn- ið, um leio og vjer viðurkenn- um bljúgum huga, að við því böli hefur forsjónin hlíft oss að þessu. Hver siðmentuð þjóð skal sínum stjórnarháttum ráða. Um | það ber eigi lengur að efast. — íslendingar hafa nú að sjálf- ráðu og trúir frumeðli þjóðar sinnar valið einum rórni það stjórnarform, er þeir telja best hljóðar þannig: hæfa frjálsri þjóð í frjálsu landi J — lýðveldið. Nú er að gæta þess ! vel, sem rjetti'lega er aflað. ! Ábyrgðin er vor og störfin 1 kalla, störf, sem oss ber að, vinna sameinaðir og með það i eitt fyrir augum, sem í sann- leika veit til vegs og gengis og blessunar landi og lýð. í dag heitstrengir hin íslenska þjóð að varðveita frelsi og heiður ættjarðarinnar með árvekpi og dygð, og á þessum stað votla fulllrúar hennar hinu unga lýð- veldi fullkomna hollustu. Til þessa hjálpi oss Guð Drottinn. KJÖRINN FORSETI ÍSLANDS Þá var tekið fyrir annað dag- skrármálið: Kosning forseta Islands fyrir tímabilið frá 17. júní 1944 íil 31. júlí 1945. Forseti Sþ. gat þess, að kosn- ing forsetans færi fram eftir reglum um kjör forseta sam- einaðs Alþingis. Var nú útbýtt seðlum meðal þingmanna. Fjellu atkvæði þannig: Sveinn Björnsson hlaut 30 atkvæði, Jón Si^urðsson skrif- stofustjóri Alþingis hlaut 5 at- kvæði, en 15 seðlar voru auðir. Lýsti forseti Sþ. því nú yfir, að Sveinn Björnsson væri rjett- kjörinn forseti Islands tilskilið tírnabil. FORSETI VINNUR IIEIT AÐ STJÓRNARSKRÁNNI Forseti Sþ. mælti nú á þessa leið: Herra forseti Islands, Sveinn Björnsson. Þjer hafið nú verið kjörinn fyrsti forseti hins íslenska lýð- veldis. Ber yður að fullnægja 10. gr. stjórnarskrárinnar, er „Forsetinn vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnar- skránni, er hann tekur við störf um. Af eiðstaf þessum eða heiti skal gera tvö samhljóða frum- rit. Geymir Alþingi annað, en Þjóðskjalasafnið hitt“. Eiðstafur þessi er svohljóð- andi: „Jeg undirritaður, sem kos- inn er forseti Islands, heiti því, að viðlögðum drengskap mín- um og heiðri, að halda stjórn- arskrá ríkisins“. Skrifstofustjóri Alþingis geng ur nú til forseta Islands, sem undirritar eiðstafinn í ívennu lagi. Því næst afhendir skrif- stofustjóri Alþingisforseta skjöl in -undirrituð, en hann lýsir yfir að heitvinningu forseta sje lok- ið. . Aldursforseti þingsins, Ingvar Pálmason, stje nú fram og mælti: Lengi lifi forseti Islands! Þingheimur og mannfjöldinn tók undir með ferföldu húrra. Þessu næst flutti hinn ný- kjörni forseti Islands, Sveinn Björnsson ávarp það, sem hjer fer á oftir. ÁVAÍÍP FORSETA ISLANDS. Herra alþingisforseti! Háttvirtir aiþingismenn! Jeg þakka fyrir það íraust, sem mjer hefir verið sýnt, með því að kjósa mig forseta ís- lands nú. Er jeg var kjörinn ríkissíjóri í fyrsta skifli fyrir rjettum 3 árum síðan, lýsti jeg því, að ieg liti á það starf miít framar öllu sem þjónustu við heill og hag íslensku þjóðarinnar. Og bað Guð ao gefa mjer kærleika og auðmýkt svo ao þjónu.sta min mætti verða íslandi og íslen%ku þjóðinni íil góðs. Síöan eru lioin þrjú ár, sem hafa verið erfið á vmsan hátt. Frá skrúðgöngunni m klu En hugur minn er óbreyttur. Jeg tek nú við þessu slarfi með sama þjónustuhug og sömu bæn. A þessum fornhelga stað, sem svo ótal minningar eru bundn- ar við, um atburði sem mark- að hafa sögu og heill þjóðar- innar, vil jeg minnast atburð- ar sem skeði hjer fyrir 944 árum. Þá voru viðsjár með rnönnum sennilega meiri en nokkru sirmi fyrr þau 70 ár, sem þjóðveldið hafði starfað þá. Og ágreiningsefniiý var nokkuð sem er öllum efnum viðkvæm- ara og hefir komið á ótal styrj- öldum í heiminum. Það voru trúarskoðanir manna. Forfeður vorir höfðu haldið fast við hina fornu trú, Ásatrúna, sem fluttst hafði með þeim til landsins. Nú var boðaður annar átrúnaður, kristindómurinn. Lá við full- kominni innanlandsstyrjöld milli he'iðinna manna og krist- inna. Alþingi tókst að leysa þetta mikla vandamál hjer á Lög- bergi. — Um þetta segir svo í Njálu: „Um daginn eftir gengu hvár irtveggja til Lögbergs, ok nefndu hvárir vátta, kristnir menn ok heiðnir, ok sögðust hvárir ór lögum annara. Ok varð þá svá mikit óhljóð at Lögbergi, at engi nam annars mál. Síðan gengu menn í braut ok þótti öllu horfa til inna mestu óefna“. Forustumaður kristinna manna fól nú andstæðingi sínum, hin- um heiðna höfðingja, Þorgeiri Ljósvetningagoða að ráða fram úr vandræðunum. Hann ger- hugsaði málið. — Um málalok segir m. a. svo í Njálu: „En annan dag gengu menn til Lögbergs. Þá beiddi Þorgeir sjer hljóðs ok mælti: „Svá lýst mjer sem málum várum sje komit í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir. En ef sundur er skift lögunum, þá mun sundur skift friðnum, ok mun eigi við þat mega búa“. Heiðinginn Þorgeir Ljósvetn- ingagoði segir, því næst svo: „Þat er upphaf laga várra at menn skuli allir vera kristnir hjer á landi“. Undu allir þessum málalok- um með þeim árangri að af leiddi blómöld íslands, uns sundurþykkið varð þjóðveldinu að fjörtjóni. , Nú á þessum fornhelga stað og á þessari hátiðarstundu bið jeg þann sama eilífa Guð. sem þá hjelt verndarhendi yfir ís- lensku þjóðinni, að halda sömu verndarhendi sinni yfir íslandi og þjóð þess á þeim tímum sem vjer nú eigum fram undan. ÞINGFUNDI SLITIÐ Er forseti íslands hafði lokið ávarpi sínu, mælti forseti Sþ. á þessa leið: Störfum þessa þingfundar er lokið. Þingheimur heldur þó um sinn kyrru fyrir á Lögbergi. — Þegar að afloknum fundi munu fulltrúar erlendra ríkja ílytja kveðjur. Sleit syo forseli Sþ. þing- fundi, en mannfjöldinn söng: Island ögrum skorið. Flokkur skáta, er þátt tók í hi nni veglegu skrúðgöngu í gær, kemur að Alþingishúsinu. (Ljósmynd: Jón Sen). REST AÐ AUGí.fSA í MORGUNBLAÐÍNU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.