Morgunblaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1944, Blaðsíða 5
pUiðvikudagur 12. júlí 1944 MORGUNBLAÐIÐ EMÍL EMIL THORODDSEN verður jarðsunginn í dag. Með söknuði fylgja Reykvíkingar honum til grafar. Hjer ól hann mestan aldur sinn. Hjer vann hann æfi- starf sitt. Hjer átti hann heima. Þó allir vissu, að hann væri ekki heilsuhraustur, kom mönn um fráfall hans á óvart. Hæfileikar hans voru svo miklir. Þeir höfðu aldrei notast honum nje þjóð hans til fulls. Hann lifði ekki nema vorgró- andann. Menn töldu víst að hann ætti sumarið eftir. ★ Hann var fæddur í Keflavík 16. júní 1898. Faðir hans, Þórð- ur Thoroddsén, var þar hjeraðs* læknir. Foreldrar hans fluttust til Reykjavíkur er hann var 6 ára að aldri. Faðir hans gerðist þá starfsmaður hins nýstofnaða íslandsbanka. Snemma bar á frábærum gáf um hans, einkum á sviði tón- listar. Sagði moðir hans, frú Anna Thoroddsen, dóttir Pjet- urs organista Guðjohnsen, svo frá, er Emil var orðinn full- tíða maður, að hún hefði frá því hann var barn. borið í brjósti sjer kvíða fyrir því, að á þessum syni sínum sannaðist hið fornkveðna, að þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. — Löngu innan við 10 ára aldur var slagharpan orðin honum kært og viðráðanlegt hljóðfæri. Hann gekk í Mentaskólann, er hann hafði aldur til, og út- skrifaðist þaðan 19 ára að aldri. Skólabræður hans dáðu hann. Það, sem aðrir þurftu að eyða í tíma og fyrirhöfn, lá fyrir honum sem opin bók. Haft er eftir íslensku kennara hans, Sigurði Guðmundssyni skóla- meistara, að hann hefði aldrei fyrirhitt lærisvein með ríkari stílgáfu en Emil. Skólanámið fullnægði ekki fróðleiksþörf hans. Hugur hans hneigðist að myndlist. Hann las listasögu og iðkaði píanóleik. Samdi hann nokkur lög á þeim árum. Hann teiknaði og málaði í frístundum sínum. Myndir hans voru aldrei innantómar eftirlíkingar. Hann fór strax þar, sem í öðru, sínar eigin leiðir. Að afloknu stú- dentsprófi sigldi hann til Hafn- ar. Stundaði hann listasögu við Hafnarháskóla og fjekst nokk- uð við að mála. Mun þó aldrei hafa lagt mikið kapp á þá grein, eftir að hann kom til útlanda. Nú snjeri hann sjer með meiri alvöru að tónlistinni. Hann var í Höfn til ársins 1920, en síðan í Þýskalandi, Leipzig og Dresden í 4 ár. Kom hingað heim 1924 og stundaði nám hjá ýmsum afbragðskennurum. ★ Þau 20 ár, sem liðin eru síð- an, hefir aðalstarf hans verið á sviði tónlistarinnar. Þeir Páll Isólfsson og hann voru aldavin- ir og samstarfsmenn. Þekti Páll hann og verk hans manna best. Páll segir um þenna látna vin sinn: — Emil Thoroddsen var f jöl- gáfaðasti maour, sem jeg hefi fyrir hitt á lífsleiðinni. Það hefi jeg lengi vitað. Og þeir, sem þektu hann best, hafa sömu sögu að segja. jW^T"’ ■ IMINNINGARORÐ UM THORODDSEIM TÓiMSKÁLD Hann var ekki fyrr sestur að píanóinu en maður sá það, heyrði og fann, að hann var skáld. Hinn skáldlegi andi hans, hugarflug hans. næmi hans á svipbrigði hljómanna, kom fram í hverjum tón. Þetta varð öllum ljóst, á opinberum tónleikuni hans, er hann hjelt hjer í bæ, og eins er hann ljet til sín heyra í útvarpi. Þegar hann annaðist undirspil með söng, var hann manna lægn- astur að fylgja söngmönnun- um, í öllum þeirra útúrdúrum. Því honum voru allir vegir fær ir, þegar hann beitti fyrir sig hljóðfærinu. Átti hann vart sinn líka í að .,transponera“ lögum frá blaði, þegar því var að skifta. Oft hafði jeg orð á því við hann, segir Páll, að hann van- rækíi snilligáfu sína. Því ert þú ekki altaf að semja tónverk, sagði jeg við hann. En hann sinti því lítt, kærði sig ekki um það. Kanske vegna þess að öll metorðagirni var honum fjarlæg. Hann samdi helst ekki tónverk, nema einhver tilefni væri til þess. Sem belur fer komu stöku sinnum þau tilefni. Eins og t. d. þegar hann setti Pilt og stúlku á leiksvið. Þá orkti hann lögin fyrir kvæði afa síns, lög, sem standast samjöfnuð við það sem mælt er á alþjóða mælikvarða. Og þegar hann tók sig til og tók þátt í samkepni, þá hlaut hann verðlaunin, og það jafn- vel þó tónverk hans væru að hei£a mátti augnabliks verk. Méðal tónverka Emils eru heitir handbók í tveim bind- um, sem nýlega er komin út, og Brynleifur Tobíasson menta skólakenari hefir samið. Út- gefandi er bókaforlagið Fag- urskinna, en upphafsmaður að útgáfu þessari er Guðmundur Oamalíelsson. Yar upprunalega áformað að bók þessi kæmist lit fyrir 3—4 ár.um. En verkið reyndist meira og torsóttara, en hægt var að gera sjer grein fyrir að óreyndu. I bók þessari eru helstu æfi- atriði 3755 Islendinga, þeirra, sem uppi voru 1. febrúar 1904, er Islendingar fengu heima- stjórn, og fram á þenna dag. Er bókin alls um 800 blaðsíð- ur, svo 4—5 manna er getið á hverri síðu. Bóþin er letur- drjúg, og því mjög mikill fróð leikur þarna saman komin um æfi einstakra manna. Svo segir í formála bókar- innar, um reglur þær, sem farið hefir verið eftir um upp- töku manna í bók þessa: lljer eiga að vera allir al- þingismenn og embættismenn á íslandi frá 1. febrúar 1904 | til þessa dags, þar með taldir ráðherrar og helstu sýslumenn. I Ilreppstjórar eru hjer taldir I á umræddu tímabili, en því þessi helst: Alþingiskantatan 1930, er hann hlaut verðlaun fyrir, háskólakanfata, er hann var beðinn að semja í sambandi við vígslu hinnar nýju háskóla- byggingar, þá má einnig nefna sönglög og píanólög og strok- kvartett. Fyrstu verðlaun fjekk hann fyrir sjómannasöng fyrir nokkrum árum og nú fyrir lag sitt „Hver á sjer fegra föður- land“, og var það „svanasöng- ur“ hans. Yfir öllu því sem hann samdi, « var óvenjulegur menningar- og snildarbragur heimsborgarans. En þegar farið var að hæla honum fyrir eitt og annað, sem hann hafði gert, þá fór hann hjá sjer og vildi ekkert gott um sig heyra. Því þó aðrir væru ánægð ir með verk hans, varð aldrei fundið, að hann væri það sjálf- ur. Þvert á móti. Fyrir mörgum árum hafði miður mun hreppstjói’atalið ekki vara tæmandi. Enn eru nefndir allir þeir bændur, sem hlotið hafa heiðurslaun úr styrktarsjóði Chr. konungs IX., þ. e. þeir, sem eru á lífi 1. febr. 1904, og aðrir miklir framkvæmdamenn um búnað og fjelagsmálafrumuðir í bændastjett og þeir, sem á ein- hverju öðru syjði hafa skarað fram úr eða bfíið lengi við góðan orðstír. Sjáva^rútferðarmenn, skip- stjórar, stýrimenn, vjelstjórar, hafnsögumenn og ýmsir dug- andi bátaformenn og sjónienp eru hjer taldir eftir þeim heim- ildum, sem fyrir hendi hafa verið, en mjög toi’velt hefir verið að afla þeirra. og harma jeg það. en við- því verðuo ekki gert. anir og verslunarumboðsmenn éru teknir upp, einknm að því er kemnr til Reykjavíkur, 'eftir bendingu frá skrifstofu Yerslunarráðsins og Samb. Isl. samvinnuf jelaga. Iðnaðarmenn og iðjurekend ur eru taldir, einkum í Reykja- vík, eftir bendingu frá Land- sambandi iðnaðarmanna. Bæjarstjórar og margir hann t. d. samið Iag, sem nú er orðið víðkunnugt. Kunningi hans hafði óskað eftir því, að fá frumritið til varðveislu. Höf- undurinn Ijet sjer fátt um finn ast, tók nótnablöðin og stakk þeim í ofninn. Það var daufur eldiir í ofninum þá stund, svo hinn tilvonandi eigandi nótna- blaðanna gat bjargað þeim úr eldinum. Þannig varðveittist það tónverk. En enginn veit hve mikið fór í eldinn. ★ Fyrstu ár úlva’.’psins var hann starfsmaður þess. Þau ár vann hann ómetanlegt verk fyr ir þá stofnun. Auk þess sem hann var hinn ágætasti píanó- leikari, tók hann saman fjölda af tónlagasyrpum íslenskra þjóðlaga og laga íslenskra höf- unda. Er það slórkosllegur fengur fyrir útvarpið að eiga þessi lagasöfn. Hann var með afbrigðum afkaslamikill mað- ur, er því var að skifta, og hann fjekk viðfangsefni sem voru honum hugleikin. Ljek þá verk ið í höndum hans. Hann flutti líka mjög góð erindi um tón- list í útvarpið, fræðsluerindi og önnur. Erindi þessi báru af flestu því, sem útvarpið hefir haft ao bjóða á þessu sviði, því hjá honum fór saman djúptæk þekking á efninu. og mikil stíl- gáfa í allri framsetningu. ★ Árið 1935 ferðaðist hann með Karlakór Reykjavíkur, sem píanóleikari, um Norðurlönd. Ljek hann þá í útvarp m. a. í Höfn. En þar hafði hann áður starfsmenn bæjarfjelaga eru hjer taldír. Þá eru hjer taldir helstu rithöfundar og fræðimenn, skáld í bundnu niáii og ó- bundnu, listmálarar, rnynd- höggvarar, myndskerar, hljóm listarmenn allskonar, helstu veitingamenn, verkfræðingar, arkitektar, rafmagnsfræðingar póstar, hæstarjettarlögmenn, lyfsalar, helstu lögreglumenn, praktiserandi sjerfræðingar í læknastjett, helstu hjúkrunar- konur og fáeinar ljósmæður, leikarar ráðunautar, ýmsir verkstjórar, fiskimatsmen, bankamenn og blaðamenn. Þegar bókín kom iit. voru 2355 manns. á líi'i af þeim, ‘sem þar er getið. verður vinsæl bók, ha A bæði gagn af. þyí tslendingar verið mikið fvrir að hafa sem vitneskju um , sam- ■landa sína. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftaima. Sími 1710. haldið sjálfstæða píanótónleika. Skömmu síðar veiktist hann af berklum. Átti hann lengi í þeim sjúkdómi. Var um tíma á heilsuhæli í Danmörku. Kom þaðan eftir mikla læknisaðgerð, með annað lungað óstarfhæft, en hitt mikið skemt. Næstu ár var hann heilsutæpur Enn var'3 hann að leita til sjúkrahælis- vistar, hjer á Vífilsstöðum. Þa'ð an kom hann fyrir 4 árum. Þessi síðustu ár hans uröu á margan hátt þau ríkustu í æíi hans. Á Vífilsstöðum kyntist hann eftirlifandi konu sinni, Áslaugu Bjarnadóttur. Hún skapaði honum fallegt og hlý- legt heimili. Hann vann þessi ár meira en nokkurn gat grun- að, að heilsa hans leyfði. Áður hafði hann fengist við að stað- setja og lagfæra leikrit, fyrir leiksýningar hjer. Og skopleiki samdi hann, hvern af öðrum. Þeir báru annan blæ en menn eiga hjer að venjast. Þar voru skoplegar hliðar manna og þjóS lífs leiddar í Ijós, án smásmugu legrar meinfýsni. Yfir öllu sem hann Ijet frá sjer fara, hvort heldur var í bundnu máli eða óbundnu. var hin sama hatt- vísi, sem yfir allri framkornu mannsins. Hann leit á mannlíf- ið og samferðafólkið af sjór.ar- hól hins víðsýna gáfumanns. En honum var áberandi í nöp við þá ménn, sem reyndu að sýnast meira en þeir voru, reyndu að tildra sjer hærra en hæfileikarnir ley/ðu þeim, á kostnað annara. Þetta var hon- um andstygð, enda var það á- báflega fjarri allri skapgfrð hans. Yrði hann ekki var við neinn uppskafningshátt, var hann mildur og sanngjarn í dómum sínum. Velvildin skein út Úr hverri línu hans, þegar hann fann, að menn lögðu sig fram af einlægni og áhuga og ætl- uðu sig ekki meiri menn en þeir voru. ★ Síðasta daginn, sem hann lifði, kom vinur hans í heim- sókn til hans. Gesturinn hafði ekkert hugboð um að skilnað- arstundin væri í nánd. Sjúkling urinn spyr: ,.Hvað er að frjetta úr líf- inu?“ Komumaður skildi ekki fyrri en er hann heyrði andlátsfregn ina daginn eftir, hvað vinur hans átti við með spurningunni. Hann var að kveðja lífið, og hann vissi það. Þetta var síÁ- asta spurning hans um það, sem geroist á þeim slóðum. En spurningin vakir í huga jmanns: ..Hvað er að frjetta úr lífinu?” Það eru menn eins og Emil Thoroddsen, sem gera lif þjóð- arinnar ríkara, menn, sem lifa ulan og oían við alla meðal- mensku, hreppapólitík og dæg- urþras, menn, sem lifa í list sinni, ekki sist þegar list þeirra og hæfileikar endurspegla lífs- þrótt og frjómagn íslenskrar menningar. Þegar þeir falla frá, dregur ský fyrir sól. Þeit þyrftu, þjóðarinnar vegna, að fá að lifa alt æfi sinnar sumar, V. St. Islendingaættir: Cagnleg handbók IIVER ER MAÐURINN Kanpm enn, kaupf j elagsst jór ar, ýmsir starfsmenn við versl- Þetta sem margir og gaman hafa áltaf það- gefnii', elegsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.