Morgunblaðið - 01.10.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunuudagur 1. okt. 1944. Dr. Sigfús Blöndal sjötugur Dr. SIGFÚS BLÖNDAL í Kaupmannahöfn er sjölugur á morgun. Hann hefir í nærfelt fimmtíu ár dvalist í Kaup- mannahöfn og lengst af verið bókavörður við Konunglega bókasafnið, uns hann fyrir nokkrum árum ljet af þeim störfum vegna aldurs, en hjelt þó áfram að vera lektor í ís- lensku við háskólann, er hann þá hafði tekið að sjer nokkr- um árum áður. Sigfús mun einna fjöílfróðastur allra ís- lendinga, er nú lifa, enda hafði hann góða aðstoðu til að afla sjer margskonar fróðleiks sem bókavörður og skrásetjari við safnið, og auk þess er hann af- burða tungumálamaður. — Sú saga gekk um hann, er hann var við nám í latínuskólanum, að eitt sinn hafi fjelagar hans komið heim til hans, er hann var að véltast úm af hlátri af grískri fyndni, er hann var að lesa. Auk ensku, þýsku og frönsku, er dr. Sigfús talar reip rennandi, er hann vel að. sjer í ítölsku og hefir lagt stund á rússnesku og ýmis önnur mál. Þekking hans er þó ítarlegust í íslenskum fræðum og hefir hann samið margar fræðilegar ritgerðir um margskonar efni og gefið út rit. (Ævisögu .Jóns Ólafssonar Indíafara, Odyss- eifskviðu Hómers o. fL). Hann hefir og fe/igist við skáldskap og gefið út safn af frumsömd- um kvæðum: „Drottningin í Algeirsborg og önnur kvæði“ og þýtt m. a. Bakkynjurnar eftir Euripides. Enn eitt verk hans mun halda nafni hans á lofti í mörg hundruð ár, hin mikla orðabók hans um íslenskt nútíðarmál með dönskum þýðingum, sem ber nafn hans og prentað var á árunum 1920—1924. Hafði hann ásamt konu sinni frú Björgu Þorláksdóttur unnið að henni í nál- 20 ár, en naut einn- ig aðstoðar margra íslendinga við samningu hennar, einkum dr. Jóns Ófeigssonar. í orðabók þessari mun vera um 120.000 orð úr íslensku nútíðarmáli og eru þar geysimörg orð af al- þýðu vörum, er áður höfðu ekki verið skrásett. Orðabók þessi er því sannkölluð gull- náma fyrir íslensk og germönsk málvísindi og er svo um hnút- ana búið, að bókin verði sífellt endurnýjuð og endurbætt með stofnun íslensk-danska orða- bókarsjóðsins, er kona hans frú Björg átti frumhugmyndina að. Háskóli íslands sæmdi Sigfús doktorsnafnbót í heimspeki í viðurkenningarskyni fyrir orða bókarstarfsemi hans, er hann var fimmtugur. A þessum tímamóttum í ævi hans munu fjölmargir íslend- ingar senda honum hlýjar hug- arkveðjur og þjóð hans mun ætið minnast hans sem eins af ágætustu sonum sínum, er vann afreksverk það, er henni má vera einna kærast, á þeim áratugum, er íslensk sjálfstæð- isbarátta var farsællega til lykta leidd. Orðabók hans mun verða einn af hyrningarstein- um í hinu mikla verki, er há- skóli vor hefir ákveðið að láta gera, samning vísindalegrar ís- lenskrar orðabókar frá 1540 til vorra daga. A. J. Sr. Ólafur Magnússon Framh. af bls. 7. segja. Hann dó 1909, ef jeg man rjett. Það var alltaf viss passi, áð- ur. en samtalinu lauk, að Páll segir: — En hafið þjer lesið pass- íusálmana á latínu, sjera Ólaf- ur minn? — Þeim fækkar víst, sem lesa passíusálmana á því tungumáli, segir sr. Ólafur, um leið og hann fer að týgja sig til ferðar. V. St. Þrír hershöfðingjar. London: Þýska frjettastofan skýrir frá því, að þrír þýskir hershöfðingjar hafi nýlega dá- ið hetjudauða í fremstu víglínu Voru það þeir Gerhard Linde- mánn, Betz og Albercht. Ekki var sagt hvar þeir hefðu fallið. Sannleiksþorsta svalað Einhver hollvinur sannleik- ans, sem þó kann betur við að láta ekki nafns síns getið, er að tala utan að því í Morgunblað inu í gær, að jeg hafi farið með ósannindi í svargrein til próf. Nielsar Dungals, þar sem jeg mótmælti þeirri staðhæfingu prófessorsins, að ráðgert hafi verið að reisa Hallgrímskirkju fyrir opinbert fje. Jeg sagði: „Kristnir Islendingar ætla sjer að reisa Hallgrímskirkju fyrir frjálst gjafafje fyrst og fremst. Um annað hefir aldrei verið rætt“. Þessi orð mín eru ekki blekking og ekki ósannindi, háttvirti nafnleysingi. Allir, sem hafa hugmynd um skipan kirkjumála á landi hjer, vita, að söfnuðirnir verða yfirleitt sjálfir að standa allan slraum af kostnaði við byggingu og viðhald sóknarkirkna. Hall- grímskirkja hefir í því efni enga sjerstöðu. Hún er sóknar kirkja að lögum. Ef ráðgert hefði verið að reisa hana íyrir opinbert fje, hefði þurft til þess sjerstaka löggjöf. Slík löggjöf er engin til. Hallgrímskirkja hefir lögum samkvæmt enga sjerstöðu gagnvart öðrum sókri arkirkjum. Hið opinbera hefir ekki tekið á sig neinar skuld bindingar við hana. Af þessu er auðsætt, að það er staðleysa, að ráðgert hafi verið að reisa Hallgrímskirkju fyrir opinbert fje, gripin úr lausu lofti vegna vanþekking- ar eða vísvitandi blekkingartil raun í því skyni að gera söfn- uðinn tortryggilegan. Hitt er mjer vel kunnugt um, enda ljet jeg það ótvírætt í ljós í fyrnefndri svárgrein minni, að Hallgrímssöfnuður hefir leyft sjer þá bjartsýni að vonast til að minningarkirkja yfir ástsælasta mann íslenskr- ar kristni og einstæðan vel- gerðamann þjóðarinnar allrar, myndi geta átt von það al- mennrar vinsemdar, að op-in- berir aðiljar myndu jafnvel vilja greiða eitthvað fyrir fram kvæmd byggingarinnar. Og við höfum meira að segja í tilrauna skyni leitað fyrir okkur um hug bæjarstjórnar Reykjavík- ur í því efni, en þeirri fyrir- spurn, sem beint var til henn- ar um það, hefir ekki einu sinni verið svarað. Þeir, sem í alvöru telja sannleikann sagna bestan, ættu að geta ályklað af þessu, hverjar skuldbindingar hið opinbera hefir tekið á sig gagnvart Hallgrímskirkju og hve sú fullyrðing hefir við mik il rök að styðjast, að ráðgert hafi verið að reisa þessa kirkju fyrir opinbert fje. En hinsveg ar getur enginn við því gert, þótt einhverjir vilji heldur hafa það, sem ósannara reynist, hvað sem þeir segja, sem þessu máli eru kunnugir og vila, hverju þeir halda fram. Brjefritarinn nafnlausi telur að gjafafjárupphæðin til Hall- grímskirkju sje ekki orðin há og vitnar í opinbera greinar- gerð hinnar almennu fjársöfn- unarnefndar þeirri getgátu til stuðnings. Hann er vitanlega jafn ófróður um það eins og annað, sem snertir mál Hall- grímssafnaðar, að kirkjunni hef ir borist fje úr öðrum áttum, sem ekki hefir farið um hendur þessarar nefndar. Jeg get gefið honum og öðrum þær upplýs- ingar, að Hallgrímskirkja á nú hálfa miljón króna í handbæru fje, eða fimmfalda þá upphæð, sem hann telur vera í sjóði hennar, og þar með eru ekki taldir þeir peningar, sem kven fjelag safnaðarins hefir safnað af miklum dugnaði. Það fje á hvort sem er ekki að ganga iil byggingarinnar sjálfrar, held- ur til skreytingar á kirkjunni. Auk þess eru í vörslu biskups sjóðir, sem gefnir hafa verið til sjerstakra framkvæmda í kirkjunni, svo sem til altaris skrej^ngar og, orgelkaupa, er nema samtals 50—60 þús. kr. Ennfremur á kirkjan gjafalof- orð fyrir kirkjuklukkum. Jeg er ekki að miklast yfir þessum upphæðum. ,,En sannleikurinn er sagna bestur“. En það er ekki efamál, að þessar upphæð ir væru orðnar margfaldar, ef söfnuðurinn hefði ekki átt að mæta þeim rógi og óvináttu hjer í höfuðstaðnum, sem er einstætt og óþekkt fyrirbæri í sögu nokkurs safnaðar á ís- landi. Sigurbjörn Einarsson. Blaðið „Berklavörn" selt á götunum ídag BERKLAVÖRN, blaö Sam- bánds ísl. berklasjúklinga, verð ur selt á götunum í dag. Blaðið er 36 bls. að stærð, vand að að frágangi. Efni þess er m. a.: Avarp til vina og styrktar- manna S.Í.B.S., Frá 4. þingi S.Í.B.S., Berklavarnir — Heilsu vernd barna eftir Helga Ing- ' varsson yfirlækni, Tíundin af heilbrigðisdögunum eftir sjera Sigurð Einarsson, La Belle Dame Sans Merci, kvæði eftir John Keats, Berklahættan á stríðstímum eftir Ólaf Geirs- son berklayfirlækni, Um skarfa kál eftir Huldu, Fjelagsmál eft ir Andrjes Straumland, Vinnu- heimilið, Ræða eftir Jóh. Þ. Jósefsson alþm., Baráttan við berklaveikina eftir Jónas Krist jánsson lækni, Imba eftir Odd- nýju Guðmundsdóttur, Gagn- kvæmar skyldur eftir Jón Rafnsson, Stríð og friður eftir Björn Guðmundsson frá Fagra dal,' Minni íslands, ræða flutt á lýðveldisfagnaði sjúklinga að Vífilsstöðum 17. júní 1944, eft- ir Jón frá Ljárskógum, Með morgunkaffinu eftir Valdimar Ágústsson og Fjárhagur S.Í.B.S. Námskeið í sænsku. Sendikenn ari Peter Hallberg, fiL lic., mun í vetur halda námskeið í sænsku í háskólanum fyrir stúdenta og aðra, sem þess óska. Kennslan er ókeypis. Námskeiðið verður á miðvikudögum kl. 5.30^-7 og hefst miðvikudag 4. okt. í 6. kenslustofu háskólans. Samsæti S. 1. föstudag var Flosa Sig- urðssyni trjesmíðámeistara haldið samsæti í G. T.-húsinu í Reykjavík. Þar voru saman- komnir vinir hans og samstarfs . menn í góðtemplarareglunni. Hófinu stýrði Ludvig C. Magnússon skrifstofustjóri, en Árni Óla rithöfundur talaði fyrir minni heiðursgestsins og ’ færði honum að gjöf frá templ, urum brjóstmynd, sem Ríkarð ur Jónsson myndhöggvari hafði gert af Flosa sjötugum, en það varð hann 24. júní þ. á. Þá fluttu og ræður stórtempl- ar, umdæmistemplar og ýmsir aðrir auk samsætisstjóra, en heiðursgesturinn svaraði. Veislan fór hið besta fram,, og var auðheyrt, að þar var vini fagnað og góðum fjelaga, stórbrotnum athafnamanni og góðum þegni lands síns. Flosi er kvæntur hinni góð-' kunnu merkiskonu, frú Jónínu Jónatansdóttur, en hún gat ekki setið boðið vegna sjúkleika, en fjölskylda hans var þar að öðru leyti, svo og riokkuð af • starfsliði Elliheimilisins Grund, en það er og hefir jafnan verið frá stofnun eitt af mörgum starfsheimilum Flosa Sigurðs- sonar. Þinpenn í bo5i ú Bessaslöium Frá skrifstofu Alþingis, hefir blaðinu borist eftirfarandi: Síðastliðinn miðvikudag, 27. ^þ. m. buðu forseti íslands og frú hans, alþingismönnum, ráð herrum, skrifstofustjóra Al- þingis og fulltrúum í skrifstofu þingsins, ásamt konum þeirra,. til kaffidrykkju að Bessastöð- um. Lagt var af stað , hálfri stundu fyrir nón, og voru um 80 manns í förinni. Þegar til Bessastaða kom, bauð forseti íslands gestina velkomna í hin um nýja móttökusal, sem reist ur var þar á síðastliðnu vori. Síðan var sest að kaffidrykkju og þvínæst skoðuð híbýli for- seta og einnig nýreist, vönduð úthýsi Bessastaðabúsins. Að því loknu var aftur gengið til Bessa staðastofu og setið þar að góð- um fagnaði og við samræður fram undir kvöld. Áður en heim var haldið, ávarpaði for- seti sameinaðs Alþingis forseta íslands og frú hans, þakkaði þeim góðar viðtökur og árnaði þeim vélfarnaðar. Gestirnir tóku undir þau orð og hyltu forsetahjónin með ferföldu húrrahrópi. Starfsafmæli Framhald af bls. 8. vill láta lítið á sjer bera, en er alþektur fyrir sjerstaka vand- virkni og samviskusemi við störf sín. Jeg sendi þjer, Hjörtur hjá Magnúsi Benjamínssyni, í nafni vina þinna, okkar hug- heilustu hamingjuóskir, og við vonum, að þjer veitist ótal gæfusamra starfsdaga á kom- andi árum. Og eigir þú „passa“, sem heimilar þjer hreysti og háan aldur. gættu þess þá vel að glata honum ekki. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.