Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 5, nóv. 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar GuðmundssoD Auglýsingar: Axni Öla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasöiu 40 aura eintakið, 50 aura með Lftsbók, Þeir vinna illt verk m í TVÖ ÁR hafði þjóðin beðið eftir því að Alþingi inti af hendi þá frumskyldu þingræðisins, að mynda stjórn í landinu, sem Alþingi stæði að og bæri ábyrgð á. Allan þenna tíma höfðu foringjar stjórnmálaflokkanna kepst um að lýsa yfir því, að þeir teldu það vera helgustu skyldu þingsins að leysa þetta verkefni og að það væri höfuðsmán, ef þetta tækist ekki. Þenna söng kyrjuðu foringjar stjórnmálaflokkanna, hver í kapp við annan, alt til laugardagsins 14. október s. 1. En þann dag var það gert heyrum kunnugt, að þrír þing^lokkar hefðu komið sjer saman um málefnagrund- völl til stjórnarmyndunar. Þá var hinu langþráða marki náð. Þingræðisstjórn myndi verða mynduð næstu daga. En þá skeður það einkennilega, að Framsóknarmenn ætla gersamlega að tryllast. Áður en ríkisstjórnin er formlega mynduð og áður en nokkuð er látið uppi um málefnasamning flokkanna, er að stjórninni stóðu, rjúka Framsóknarmenn af þingi og boða.fundi víðsvegar um landið, til þess þar að rægja hina nýju stjórnarsamvinnu og afflytja hennar mál á alla lund. ★ Þessi fáheyrða framkoma Framsóknarmanna hefði ver- ið skiljanleg og afsakanleg, ef þannig hefði verið á málum haldið, að Framsóknarflokknum væri varnað þátttaka í því samstarfi, sem náðist að lokum. En þessu var ekki þannig varið. Þvert á móti. Alt hugsanlegt var gert til þess að reyna að koma á samstarfi allra flokka. En það var Framsóknarflokkurinn, sem sagði sig úr leik. Hann braust út úr, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn, sem for- ystu hafði í þessum tilraunum, taldi engan veginn von- laust að samstarf myndi takast. Og eftir að Framsóknarfl. hafði rofið fjögra flokka samstarfstilraunina, var honum enn boðið að vera með í myndun tveggja flokka stjórnar, með Sjálfstæðisflokknum. En því tilboði hafnaði Fram- sókn einnig. Eftir alt þetta gerist Framsóknarflokkurinn svo bíræf- inn að ætla að telja þjóðinni trú um, að flokkar þeir, sem nú hafa tekið höndum saman og int af hendi frumskyldu þingræðisins með myndun ábyrgrar ríkisstjórnar, hafi unnið eitthvert óhæfuverk, sem þjóðin eigi að fordæma. Hvílík ósvífni! Og hvílíkt regin skilningsleysi á dóm- greind kjósenda í landinu' ★ Lofum Framsóknarmönnum að fara sína leið. Þeir hafa nú farið um landið þvert og endilangt og reynt á alla lund að ófrægja ríkisstjórnina og flokka þá, sem að henni standa. Þeir hafa afflutt málefnagrundvöll stjórnarinnar og bætt við frá eigin brjósti, eftir því sem henta þótti á hverjum stað. En nú hafa plöggin verið lögð á borðið. Þar getur hver og einn sjeð um hvað samið er og dæmt frá eigin brjósti. Það er engan veginn sennilegt, að fólkið í sveitunum fylgi Framsóknarflokknum í þessu gönuhlaupi. Enda gæti vart meiri ógæfa hent sveitirnar en það, ef þær færu nú að einangra sig og rísa gegn þeirri stórvirku nýsköpun í at vinnulífi þjóðarinnar, sem stjórnarflokkarnir hafa efst á stefnuskrá sinni. ★ Á sama tíma sem Framsóknarmenn fara berserksgang um--sveitir landsins til þess að rægja ríkisstjórnina, streyma að henni kveðjur og árnaðaróskir frá fjelögum og fjelagasamböndum, sem heita stjórninni fylsta stuðn- ingi. Þetta sýnir betur en nokkuð annað, að þjóðin er að vakna. Vakna til skilnings á því, að þjóðin býr yfir mikl- um og glæsilegum möguleikum, ef hún ber gæfu til að hagnýta sjer þá. En það má þjóðin vita —og það veit hún — að framtíð hennar verður ekki trygð með sundrung og-tflokkadrætti. Þess vegna eru Framsóknarmenn nú að vinna ilt verk. Ríkisstjórnin treystir á dómgreind og þegnskap fólks- ins, að það láti ekki ofstopamennina villa sjer sýn. Skákeinvígið SKÁKEINVÍGI Baldurs Möll ers og Ásmundar Ásgeirssonar um Skákmeistaratitil íslands hófst sunnudaginn 1. október, eins og lesendum Morgunblaðs ins er kunnugt. Síðan hafa ver- ið tefldar níu skákir. Fyrsta skákin var tefld í Oddfellowhúsinu. Baldur hafði hvítt og vann eftir tæpa 50 leiki. Önnur skákin hófst í Thorvaldsensstræti 2 miðviku- daginn 4. okt. og lauk 6. okt. með sigri Ásmundar. Þriðja skákin hófst 8. okt. og lauk 10. okt. með sigri Baldurs. Fjórðu skákina vann Ásmundur eftir þriggja daga viðureign 14. okt. Fimta skákin varð jafntefli, sunnudaginn 15. okt. Sjöttu skákina vann Ásmundur, eftir harðan bardaga, en Baldur vann sjöundu skákina óvænt, en glæsilega. Áttundu skákina vann Ásmundur á sunnudag- inn var (29. okt.), og er það eina skákin, sem lauk formlega sama daginn og hún hófst. Ní- unda skákin var tefld á mið- vikudaginn var (1. nóv.) og lauk formlega í fyrrakvöld með jafntefli. Vinningar standa því þannig, að Ásmundur hefir unnið fjórar skákir og gert tvær jafntefli, en Baldur hefir unnið þrjár og gert tvær jafn- tefli. Baldur þarf því að vinna síðustu skákina, sem verður tefld í dag til að halda íslands- meistaratitlinum. Skáksamband Islands, sem sjer um kepnina, hefir tekið upp þá nýbreytni að sýna á- horfendum skákirnar á sýning- arborði og hefir einhver skák- meistari skýrt skákirnar þar fyrir áhorfendum. Hefir þetta fyrirkomulag reynst mjög vin- sælt og aðsókn verið miklu meiri en að venjulegum skák- mótum. úrslitaskákin tefld í dag og hefst kl. 2 e. h. í húsi Sjálfstæð isflokksins, Thorvaldsensstræti 2. Ásmundur leiku hvítu. Lýðveld isháf íða r- kvikmynd sýnd í New York UM 100 íslendingar komu saman nýlega í Henry Hudson- gistihúsinu í New York til að horfa á kvikmyndir af lýðveld ishátíðahöldunum hjer þann 17. júní s. 1. íslendingafjelagið í New York hjelt samkomu þessa. Loftur Guðmundsson ljós- myndari, sem nú dvelur í Ameríku, sýndi kvikmyndir er hann hafði tekið af lýðveld ishátíðinni og voru myndirnar í eðlilegum litum. Ennfremur var sýnd kvikmynd af ferða- lagi forseta íslands til Amer- íku. Áhorfendur klöppuðu mjög þegar íslenskir áhrifa- menn komu fram á myndun- um, einkum voru mikil fagnað arlæti, þegar myndirnar af for setanum voru sýndar. Að kvikmyndasýningunum loknum voru sungnir ætt- jarðarsöngvar. Bragí Ólafsson hefir verið skípaður hjeraðslæknir í Eyrar- bakkahjeraði. ver/i, ;i ókripar: t ]r daaíeaa Íífi Rjómi út á „recept“. FLESTIR Reykvíkingar, sem komnir eru til vits og ára, muna eftir þeirri hneysu og menning- arleysi, er fólk varð að sýna læknisvottorð, eða koma með uppáskrift frá lækni til þess að fá keypta ávexti hjá ríkinu. ■— Einhverja hollustu og að dómi kunnra sjerfræðinga nauð- synlegustu íæðu, sem ís- lendingar þurfa að neyta til þess að halda heilsu. Velviljaðir menn, sem vildu gera gott úr öllu, afsökuðu þetta ástand með því, að skortur væri á gjaldeyri og við hefðum ekki ráð á af þeim ástæðum, að flytja nýja ávexti inn í landið. Má vera að nokkuð hafi verið til í því. Nú er því ekki til að dreifa, að við fáum nýja ávexti, hvorki eftir læknisráði nje með öðru móti, því þeir eru alls ekki til. Samgöngurnar við útlönd eru svo tafsamar, að innflytjendur geta ekki tekið á sig að flytja inn nýja ávexti, því mikill meiri hluti hverrar sendingar er orðinn ónýtur er hingað kemur. En við losnum ekki við „re- ceptin“ fyrir því, Reykvíkingar, er við viljum gera okkur daga- mun í mat eða drykk. Nú fæst ekki rjómi í Reykjavík nema upp á „recept“! • Vantar það, sem við á að jeta. JÁ. Þannig er það hjá okkur í Reykjavík, að íbúarnir geta ekki fengið rjómadreitil til há- tíðabrigða hvað, sem í boði er. Það var þó huggun margra, á meðan hægt var að fá rjóma- lögg, að bæta samsullið, sem kallað er mjólk, með rjóma. Þá má með sanni segja, að það vanti það, sem við á að jeta, því ekki er smjórklípu að fá í þessum bæ, þó gull sje fyrir það boðið. Engin hætta er heldur á, að menn borði yfir sig af eggj- um. Smjörlíki og blámjólk er engin kjarnfæða í skammdeg- inu. En kannske •megum við hrósa happi á meðan við getum fengið það án „recepts?" Snjókúlu skæru- hernaður. Á HVERJUM VETRI, þegar snjókoma er hjer í höfuðstaðn- um, hefst skæruhernaður mikill á götum borgarinnar með snjó- kúlum. Enginn maður er óhultur fyrir skæruliðunum, sem halda þessum hernaði uppi, en það eru aðallega unglingar, sem leggja slíka hermensku fyrir sig. Nú er ekkert við því að segja, og er vafalaust eðlilegt, að hraust ir strákar fari í snjókast inn- byrðis. En rólynt fólk, sem geng- ur um göturnar vill helst vera laust við að taka þátt í slíkum leik. Snjókast unglinga á göt- unum, er þar að auki hættulegur leikur, sem getur valdið og hef- ir raunar valdið slysum. Lögreglan okkar, sem sjálf er orðin æfð í skotfimi, en hefir vit og smekk til þess að æfa sig að skjóta í mark úti á Seltjarnar- nesi, þar sem skothríðin móðgar engan, nema ef til vill æðarfugl- inn, ætti að hafa auga með snjó- kúluskæruliðunum og taka dug- lega í lurginn á þeim. — Væri gott, ef lögreglan gæti kent hin- um ungu hermönnum, að æfa sig í snjókasti, þar sem ekki er am- ast við þeim. „Við skulum kýla í regnhlífina". í FYRRAKVÖLD gekk jeg inu ____i fram hjá tveim dreng-stubbum á fjölfarinni götu hjer í bænum. Þeir voru að æfa sig í snjókasti á mönnum, sem gengu fram hjá þeim. Tvær stúlkur nálguðust þá og er þær sáu, að strákarnir voru með snjókúlur, kölluðu þær til þeirra: „Góðu strákar. Kastið ekki í okkur. Þið getið skemmt regnhlífina, ef kúla kemur í hanaj'. En er stúlkurnar höfðu þetta mælt, mátti sjá, að piltum var fyrst skemt. Þær Ijetu snjókúlu- hríðina dynja á stúlku tetrun- um miskunarlaust. „Við skulum kýla í regnhlífina“, sagði stærri strákurinn og hinn ljett ekki segja sjer það tvisvar. Að lok- um fór á þá leið, að snjókúla hitti regnhlífina og hún rifnaði, en strákar þutu eins og öskot í burtu. Það hvað ekki vera hægt að fá sæmilega regnhlíf hjer í bæ und- ir 50—60 krónum. Glóðaraugað. ÖNNUR SAGA úr skæruhern- aðinum á Reykjavíkurgötum, er einnig um tjón — en það var manntjón. Kunningi minn, sem jeg hitti í morgun var með þetta líka litauðuga glóðarauga á vinstra auga. —. Æ, jæja, karlinn, varð mjer að orði. Þú hefir ekki orðið lang lífur í stúkunni. — Þetta er ekki af því, svar- aði mannauminginn. Það voru bannsettir prakkararnir hjer í götunni. Jeg fekk snjóbolta svona illilega á sviðin í gærkvöldi. Það þyrfti að taka duglega í lurginn á þessum strákum. Þeir hætta ekki fyr en þeir stórslasa ein- hvern. m Kirkjudyr í hálfa gátt. „ER siður að gráta í kirkjunn, eða við gröfina hjer?“, er haft eftir kerlingu, sem var við jarð- arför í bygðarlagi, þar sem hún hafði ekki komið áður. Það er sennilega sinn siður í landi hverju með það, en eitt ar alveg fastur siður hjer við jarð- arfarir frá dómkirkjunni, að að- alkirkjudyrnar eru ekki opnaðar nema til hálfs, þegar kirkjufólk- ið fer út, hvað margir, sem eru í kirkju. Þessi sparnaður, á að opna báðar hurðirnar, veldur ó- þarfa þrengslum í anddyrinu, enda er það oft þannig, að lík- vagninn er kominn vestur und- ir Uppsalahorn, þegar þeir síð- ustu komast loks út úr kirkj- unni. Það ætti að vera bæði kostn- aðarlítið og fyrirferðarlítið, að bæta úr þessu til hagræðis fyrir fólk, sem kemur til kirkju við jarðarfarir. Tillaga um blaðaút- gáfu. KUNNUR borgari hjer í bæn- um, sem jeg var að ræða við á dögunum, um blaðaleysið, hafði þessa tillögu um blaðaútgáfu: „Mjer finst, að verkföll í prent smiðjum ættu ekki að ná til dag blaðanna. Dagblöðin eru nauð- syn, sem almenningur þarf að fá, eins og t. d. rafmggn, vatn og matvæli. Það verða ávalt samn- ingar fyr eða síðar í hverju verk falli og mjer finst það ætti að leyfa að gefa út dagblöðin upp á væntanlega samninga. ■— Blöðin ýrðu bara að samþykkjá, að reyna ekki að hafa nein áhrif á deiluna í það og það skiftið“. Þetta finst mjer góð tillaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.