Morgunblaðið - 20.03.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.03.1945, Blaðsíða 6
OOCyOO&?< 6 MOR GUNBLAÐIÐ Þriðjudag’ur 20. mars 1949 K Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Bitstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Auslurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Velkomnir heim! MJÖG ER ÞAÐ ánægjulegt að komnir skulu vera heim nokkrir ungir íslenskir mentamenn, sem dvalið hafa á Norðurlöndum síðan stríðið braust út. Þessir ungu mentamenn hafa lengi þráð heimkomunnar, en þeir hafa ekki átt þess kost að vitja ættlandsins fyr en nú. Eins er ástatt um marga landa, sem enn dvelja á Norðurlönd um og lokið hafa námi þar. Þeir bíða enn þeirrar lang- þráðu stundar, að. mega hverfa heim, en fæstir þeirra eiga þess sennilega kost, fyr en stríðinu lýkur. En við fögnum innilega komu þeirra, sem fengið hafa fararleyfi og bjóðum þá hjartanlega velkomna heim. Hinir ungu mentamenn eru íslensku þjóðinni sjerstak lega kærkomnir. Ekki aðeins er það fagnaðarefni, að hafa endurheimt þá „úr útlegðinni“. Við fögnuðinn bæt ist einnig það. að þjóðin hefir lengi beðið heimkomu þess ara raanna, því verkefnin bíða þeirra á öllum sviðum. Dr. Sigurður Þórarinsson sagði í einkar skemtilegu út varpserindi, er hann flutti á dögunum, að eitt af því' sem mest gladdi hann við heimkomuna var, að hann sá hvar vetna svo mikinn gróanda í íslensku athafnalífi. Þetta er alveg rjett. Og það er einmitt vegna gróandans á öll- um sviðum athafnalífsins, að íslensku þjóðina vantar nú tilfinnanlega unga menn, með sjerþekkingu á ýmsum sviðum. Úr þessu rætist smám saman, eftir því sem þeim fjölgar, ungu mentamönnunum, sem koma heim að af- loknu námi erlendis. Aldrei hefir íslenskt athafnalíf haft þess meiri þörf en nú, að geta fekið tæknina í þjónustu sína. Og aldrei hef- ir þjóðin haft meiri möguleika á því, að ná tækninni í þjónustu athafnálífsins, en einmitt nú, ef rjett er að stað ið. Og það er ekki hvað síst á þessu sviði, sem mestar von ir eru tengdar við heimkomu hinna ungu mentamanna, sem hafa stundað nám hjá þjóðum, þar sem tæknin er komin á fullkomnasta stig. Gaman var að heyra til íslensku stúdentanna í Amer- íku, í útvarpsþættinum á sunnudagskvöldið. Þeir eru fullir áhuga og altaf eru þeir — í sambandi við námið — að koma auga á eitthvað nýtt, sem gagn geti orðið að heima. Ekki er vafi á, að ungu mentamennirnir, sem stunda nám vestan hafs, eiga eftir að koma með marg- ar nýjungar heim til gamla Fróns. Anægjulegt er til þess að vita, að hinir ungu menta- menn eiga ekki að þurfa að kvíða atvinnuleysis eítir heimkomuna. Á öllum sviðum bíða þeirra verkefnin. Spellvirkjarnir BLÍÐVIÐRIÐ undanfarna daga er farið að setja vor- blæ á höfuðborgina. Hvanngrænar nálar stinga upp koll- inum víða í görðum, rabarbarinn brýst út úr vetrarhýð- inu og gáir til veðurs. Alt þetta minnir á vorið, sem fram-' undan er. Við fögnum þessum fyrstu vorboðum. Hin síðari ár hafa stjórnarvöld bæjarins gert sjer tals- vert far um að fegra og prýða bæinn. Enn er þó þetta á byrjunarstigi. Og það er ákaflega hætt við, að þetta nyt- sama starf beri lítinn árangur, ef borgararnir fást ekki sjálfir til að vernda þá staði, sem stjórnarvöld bæjarins eru að reyna að prýða. En í þessu efni sýnir fjöldi Reyk- víkinga ekki aðeins tómlæti, heldur óafsakanlegt kæru- leysi. Má í þessu sambandi minna á grasblettina á Hring- braut í Vesturbænum. Þessir blettir voru settir í stand s.l. haust, eftir að lokið var byggingarframkvæmdum bæjarins (nýju bæjarhúsin) þar á staðnum. En nú eru vegfarendur teknir til að eyðileggja á ný þessa grasbletti og sýna verksummerkin, að bílarnir munu vera þar af- kastamestir. Hvemig stendur á því, að lögreglunni tekst aldrei að hafa hendur í hári þeirra skemdarvarga, sem beinlínis gera sjer leik að því, að rífa niður alt, sem upp er bygt í þessu bæjarfjelagi? 'Uílverji ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU IíveSjur að vestan. ÞAÐ ÞYKIR vafalaust mörg- um gaman að dagskrárlið út- varpsins, sefn nefnist „kveðjur vestan um haf“. Einkum munu þeir, sem eiga ættingja og vini vestra, hlusta með athygli í þeirri von, að þeirra ættingi láti til sín heyra. Það er aðeins eitt við þenna dagskrárlið, sem stingur okkur óþægileg-a, sem hlustum, en það er, hve unglingarnir, sem farið hafa vestur til náms hafa verið áhrifagjarnir hvað snertir hljóð og framburð. Sumir stúd- entanna hafa tekið upp amerísk an íramburð á íslenskunni. Það fer ekki hjá því, að þetta dragi úr ánægjunni við að hlusta á þenna annars svo skemtilega út- varpsþátt, Það eru þó ekki nema fáir af islensku stúdentunum, sem heyrst hefir í, sem hafa tekið upp hinn vestræna hreim í rödd sína og menn munu hafa tekið eftir því, að það fór ekki eftir því, hve lengi þeir höfðu dvalið vestra, hvort röddin var hrein á íslenskunni, eða ekki. • Ætla að koma heim. ÞAÐ VAR ánægjulegt að heyra stúdentana, sem til heyrð ist á sunnudaginn var, lýsa því yfir, að þeir ætluðu að koma heim undireins og þeir hefðu iokið námi, til að starfa og miðla sinni þjóð af kunnáttu sinni og lærdómi. Sumir ljetu meira að segja í ljós þá ósk, að það gæti orðið, sem allra fyrst. Það er auðsjeð, að það hefir borist þeim til eyrna, að við hjer heima vær um hrædd um, að við myndum tapa þessu fólki „til landsins með hina miklu möguleika“. Annað atriði, sem lá hinum ungu stúdentum á hjarta, sem skilja mátti á orðum þeirra var, að hjer heima á íslandi væri mönnum um og ó, hve íslenskum námsmönnum væri hælt mikið fyrir góða frammistöðu. Þetta orð, sem margir íslenskir náms menn hefðu fengið vestra hefði orðið til þess, að við hjeldum hjer heima, að amerískir skólar væru ljelegir og hver skussi gæti komist þar áfram og jafn- vel orðið efstur. En stúdentarn- ir báru þessa firru eindregið til baka og bentu á, að þó margir íslenskir námsmenn hefðu staðið sig vel, þá væri það upp og nið- ur, eins og gengúr og sumir hefðu komist að raun um, að þeir höfðu ekki nægjanlega und irbúningsmentun hjeðan að heim an til að geta fylgst með í skól- um, sem þeir hafa innritast í vestra. • Mjólkin í Chicago. LOKS var það eitt atriði enn- þá, sem hlustendur munu hafa tekið eftir í útvarpsþættinum frá námsfólkinu vestra, en það var ummæli mannsins, sem er að nema mjóikurfræði í Amer- íku. Hann skýrði svo frá, að i Chicago — og þá sjálfsagt víð- ar — væri það lög, að ekki mætti selja mjólk á veitingahúsum nema í lokuðum flöskum, eins og þær koma frá mjólkurbú- uhum. Hann tók það sjerstaklega fram að fyllsta hreinlætis væri gætt í allri meðferð mjólkurinn- ar í Vesturheimi. Það, sem ís- lensku stúdentarnir tóku einna mest eftir er þeir komu til Madi son í Winscosin var, hve mjólk- in var góð. Þeir áttu ekki slíku að venjast heimanað. • Þættimir eru of gamlir. ÞAÐ er aðeins eitt, sem jeg vildi hafa verulega út á þessa þætti að vestan að segja, en það er, að þeir eru orðnir altof gaml ir, þegar þeim er útvarpað hjer heima. í þættinum á sunnudagskvöld- ið var, voru stúdentarnir að tala um, að þeir væru á förum til annara staða. „Jeg mun fara um 1. desember", sagði einn. Eftir því, sem maður komst næst mun það hafa verið 1. desember s. 1., sem hann átti við. Nú er við höfum fengið flug- póstsamgöngur við Bandaríkin hlýtur að vera hægt að fá ]>ess- ar hljómplötur fyrr. Útvarps- hlustendur munu ábyggilega von ast eftir, að áframhald verði á þessum dagskrárlið. • Viðureign við miðaokrara. BÍÓGESTUR skrifar mjer um viðureign sína við bíómiðaokr- ara hjer á dögunum. Brjefið er á þessa leið: — Jeg get enga miða fengið í kvikmyndahúsinu sjálfu, en út á götunni var hægt að fá nóg af miðum á 10 krónur stykkið. Jeg reyndi að semja við einn okrar- ann og bað um afslátt en við það var ekki komandi. „Nei, takk, sagði hann, miðarnir renna út hjá mjer“. Þetta var um klukkan 7. Næst reyndi jeg að útvega mjer miða á 9 sýningu, en það fór alt á sömu leið. 10 krónur fyrir betri sæti niðri, ekki minna. Einn okrari, sem jeg kannaðist við benti mjer á út- sölumann, sem stóð alllangt frá kvikmyndahúsinu. Hefir sá sennilega verið hræddur við lög regluna. Jeg gekk til hans og samningar hófust. Hann vildi láta mig fá 4 miða á 18 bekk niðri. Jeg tók við miðunum og spurði hvað hann ætti að fá fyr ir þá. 40 krónur sagði hann. Mjer fanst það dýrt og neitaði að borga. Þar sem jeg var með mið- ana í höndunum, sagði jeg: „Nú er það jeg sem ræð. Ekkert okur hjer. Þú getur fengið 12 krónur fyrir miðana, eða í hæsta lagi 15 til þess, að þú fáir einhverja þóknun fyrir ómakið, að kaupa miðana. Annars getum við gert upp á lögreglustöðinni". • HvaS okrararnir hafa upp úr sjer. OG SAGAN af viðureigninni við miðaokrarann heldur áfram. „Miðaokrarinn neitaði hvort- tveggja, að taka við 15 krónum, er jeg rjetti honum og eins hinu að koma með mjer á lögreglu- stöðina. Miðunum slepti jeg hins vegar ekki og fór í bíó og skemti mjer prýðilega. En það er hreint ekki svo lít-, ið, sem okrararnir græða á miða sölunni. Jeg komst að ]iví, að tveir drengir, sem þarna voru að selja miða, áttu 5 miða á 7 sýn- ingu og 10 miða á 9 sýningu. •— Þeir höfðu 112 krónur upp úr krafsinu þetta kvöldið“. Já, margt er nú brallað í bæn um, dettur manni í hug, er mað- ur heyrir slíkar sögur. A ALÞJÓÐA VETTVANGI | ÞRJÁTÍU og sex klukku- stundum eftir að hinn konungs sinnaði nershöfðingi Mario Ru- atta hafði sloppið úr haldi, skoraði kommúnistablaðið Unit á borgarbúa í Róm að fara út á götuna. Um 10 þúsund manns fór fylktu liði áleiðis til Coloss- eumtorgsins. Þar hjeldu ræður kommúnistar, actionistar og sósíalistar, en rauðir fánar hengu á hinum fornu veggjum. Rræðumennirnir hrópuðu: Nið- ur með konungsvaldið! Við för- um ekki af götunum, fyrr en lýst hefir verið yfir lýðveldis- töku! Og lýðurinn æpti: Niður með konunginn, niður með Roatta. Æstur hópur, um 2000 manns, ruddist út úr Colosseum og stefndi til Quirinal-hallarinnar. Lögreglumenn vopnaðir riffl- um voru á verði á leiðinni. — Múgurinn æpti: Niður með lög- regluliðið! Hóf síðan grjótkast. Ríðandi hermenn komu á vett- 'vang. Vjelbyssum var skotið upp í loftið. Handsprengjur sprungu 1 mannþrönginni. Maður einn rak upp skelf- ingaróp og hneig niður. Hand- sprengja hafði sprungið í hendi hans, áður en hann fengi kast- að henni. Hann beið þegar bana. Á honum fanst skírteini kommúnistaflokksins. Mannfjöldinn þusti nú frá Quirinalhöllinni og að stjórnar- byggingunni. Þar baðst nefnd manna inngöngu og var einn í henni ritstjóri kommúnista- blaðsins, Velio Spano, sem einnig er í framkvæmdaráði flokksins. Fjekk nefndin Bon- omi forsætisráðherra skjal, þar sem honum voru settir úrslita- kostir: Annað hvort að gera róttækar endurbætur eða segja af sjer. Bonomi sagði: — Jeg hleyp ekki undan merkjum. Forsætisráðherra kallaði nú til skyr.difundar samráðherra sína, en menn úr fjórum flokk- um eiga sæti í nefndinni: —- Kristilegir j afnaðarmenn, verka menn, frjálslyndir, kommúnist-' ar. Þar afhenti utanríkisráð- herrann, Gasjeri, tormaður kristilega jafnaðarmannaflokks' ins, kommúnistanum Togliatti, úrslitakosti: að láta kommún- ista hætta kröfugöngum eða segja af sjer ella. En stjórn kömmúnistaflokksins skipaði Togliatti að segja ekki af sjer. Meðan Rómaborg var öll i: uppnámi, ákvað stjórnin að flýta hreinsurtinni, endur&k’pu' leggjs lögregluliðið. Kömmún-' istar fóru þrisvar í gegnum, sjálfa sig: 1) Þeir neituðu að: hinn fallni kr'öfugCingumaðúr: hefði Verið kommúnisti. 2) Þeir, lýstu yfir því, að flestir af kom: múnistunum á fundinum í Col osseum hefðu ekki venð með- limir flokksins, heldur tilheyrt' „Kommúnistahreyfingunni“ (Movimento Communistf ). 3) . Framhald á 8. síðiu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.