Morgunblaðið - 27.04.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. apríl 1945. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyfgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Merkilegt mál ÞAÐ VAR VEL ráðið hjá Nýbyggingarráði og sam- göngumálaráðherra, að taka sjer ferð á hendur norður á Skagaströnd um síðustu helgi og athuga með eigin augum möguleika fyrir stórfeldar framkvæmdir þar á staðnum, sem gætu orðið hvort tveggja í senn: Lyfti- stöng fyrir hjeraðið og stórvirkur þáttur á þeirri nýsköp- un atvinnulífsins, sem nú er efst á baugi hjá þjóðinni. Nýbyggingarráð tók með sjer í för þessa sjerfræðinga og kunnáttumenn á ýmsum sviðum, svo sem vitamála- stjóra, skipulagsstjóra ríkisins, forstöðumann rafmagns- eftirlits ríkisins, formann stjórnar Síldarverksmiðja rík- isins, skipstjóra o. fl. Var það hyggilegt hjá Nýbygging- arráði, að taka þessa menn með og láta þá kynna sjer stað- háttu strax í upphafi, því að sálfsögðu yrði til þessara manna leitað, ef til framkvæmda yrði ráðist síðar meir. Ennfremur voru með í förinni samgöngumálaráðherra og þingmaður Austur-Húnvetninga, en hann hefir barist öt- ullega fyrir því á undanförnum árum, að hafist yrði handa um stórvirkar framkvæmdir norður þar. ★ Hugmynd Nýbyggingarráðs er, að í náinni íramtíð rísi bær að Höfða.á Skagaströnnd og að hann verði skipu- lagður strax í upphafi. Telur Nýbyggingarráð og sjer- fræðingar þeir, sem hafa athugað staðhætti, að þarna sjeu ákjó'sanleg skilyrði fyrir all-stóran bæ, sem byggi til- veru sína á þeim miklu útgerðarmöguleikum, setn fyrir hendi eru. Frá Höfða er örskamt á bestu síldarmiðin og önnur fiskimið eru þar góð. Telja sjerfræðingar ,að þarna megi gera ágæta fiskihöfn, og er þegar hafist handa um þær framkvæmdir. Ríkið hefir nýlega fest kaup á.stóru landrými þarna á staðnum, þar sem það hefir keypt allt Spákonufells- land. Það yrði til ómetanlegs gagns fyrir hinn nýja bæ, að hafa umráð mikils lands. ★ Hjer er á döfinni stórmerkilegt mál. Þetta mun vera í fyrsta sinn hjer á landi, að sú hugmynd er uppi, að reisa heilan bæ af grunni. Auðvitað kosta þessar framkvæmdir mikið fje. F\-rst þarf að byggja góða fiskihöfn á staðnum. Næsta skrefið er síldarverksmiðja. — Báðar þessar framkvæmdir eru ákveðnar. En þegar þetta hvorttveggja er fengið, kemur annað að sjálfu sjer. Bærinn rís upp fyrr en varir. En þá er líka gott að hafa skipulag allt á reiðum höndum, svo ekki verði stigin víxlspor, sem oft vill verða og sem svo kostar ærið fje að leiðrjetta og lagfæra. ★ Ekki er ósennilegt, að rödd heyrist frá einhverjum þeirra manna, sem telja sig „vini sveitanna”, þar sem því verður haldið fram, að það sje ekki fyrir sveitirnar gert, að reisa bæ að Höfða á Skagaströnd. En sje þetta mál krufið ofan í kjölinn, munu menn sannfærast um hið gagnstæða. Það er blátt áfram lífs- skilyrði fyrir sveitirnar, að bæirnir stækki og þeim fjölgi og að fólkið, sem í bæjunum býr, hafi góða og trygga atvinnu. Það þarf engan spámann til þess að segja, livaða áhrif það hefði á hin blc'mlegu landbúnaðarhjeruð í Austur- Húnavatnssýslu, ef myndarlegur fiskibær risi að Höfða á Skagaströnd. Það myndi gerbreyta hjeraðinu. Bændur fengju öruggan markað fyrir afurðir sínar og það skap- aði þeim skilyrði til margháttaðra framkvæmda í fram- leiðslunni, sem þeir nú eru útilokaðir frá. Fólkinu fjölgar ört í landinu og er það vel farið. En það verður að skapa fólkinu skilyrði, til þess að lifa og starfa í landinu. Það verður best gert með hagnýtingu þeirra miklu auðæfa, sem sjórinn við strendur Jandsins geymir. Þangað verður að sækja afl þeirra hluta, er gera skal. Sá auður er einnig Ivkillinn að velferð sveitanna i nútíð og framtíð. \Jtlar slri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Útvarp ogf jazz. KOLBEINN ungi skriíar mjer brjef, sem jeg vil ekki láta ó- birt, þótt jeg sje varla sammála einu orði af því, sem þar stend- ur. Brjefið er ó þessa leið: , ,.Hr. Víkar! Dagskrá útvarps- ins hefir lengi verið ljeleg, en sífelt fer hún versnandi, svo jafn vel jeg get ekki þagað iengur. Fyrr má nú vera sónötu-súpan og kirkjutónleikarnir, svo maður ?a)i nú ekki um sellóeinleiki, út- arps-tríó, ræður ofan í ræður og svo þessa dauðþreytandi bætti. Þunglamalegri getur dag- skráin varla verið og jafnvel ■kki ósmekklegri heldur. Þá -jaldan Ijett músik heyrist í út- arpinu, þó eru það sjómanna- •alsar, spilaðir á harmoniku eða 'oá einhverjir spánskir tangóar, gamlir og úr sjer gengnir. — Það er hastarlegt, þótt þeir menn, ?em vinna að útvarpinu, sjeu andvígir jazzmúsik, þá skuli þeir ekki geta skilið að 75% af þjóð- 'nni (leturbreyting Víkars) vill ekki heyra þessar „sorgar- kviður“, heldur einmitt ljetta jazzmúsik“. Vill aðeins borga fyr- ir jazz og þó ekki. ÞAÐ VÆRI æskilegt, að menn fengju að vera sjálfráðir um það, hvort þeir hjeldu útvarpinu uppi með gjöldum og sköttum. Myndi tónninn ekki breytast í íslenska útvárpinu, er flestir landsmenn hlustuðu ó aðrar stöðvar og greiddu ekki eina krónu til þess? •Jafnvel nú í dag er ástandið þannig, að þar sem yngri kyn- slóðin er saman komin, og þarf jafnvel ekki til, þar er hlustað á „Armed Forces Radio“. Þetta er ósköp eðlilegt af þeirri ein- földu ástæðu, að þar er dagskrá- in ljett og fjörug, full af fyndni og ljettri músik. — Jeg væri á- kaflega ánægður, ef jeg losnaði við að borga þetta útvarpsgjald og mætti útvarpsráð innsigla bylgju sína á tæki mínu. Oft er bagalegt, að ekki er samkepni í rekstri fyrirtækja eins og út- varpsins, enda er hjer um glögt dæmi að ræða. — • Þetta var meira br jefið JEG ER nú vanur sínu af hverju, en sjaldan hefi jeg orð- ið eins hissa á brjefi, sem jeg hefi fengið, og þessu. En einmitt þessvegna birti jeg það, ti! þess að sýna, hversu íáránleg sjónár- ^ mið menn geta haft. Þa,ð má , margt að útvarpinu finna, en I „Kolbeini unga“ myndi efalaust finnast það alfullkomið, ef það j Ijeki „jazzmúsik" allan sólar- hringinn, en ef hann heldur, að 75% af þjóðinni sjeu honum fylgj andi í þessu efni, þá skjátlast honum heldur meira en alvar- lega. Eða hvaða útvarp erlent hefir hann hlustað á, har sem ekkert var um að vera allan dag- inn, nema einlægur jazz? — Vissu lega ber sHkur smekkur ekki, vott um það, að sálarlíf hans og sálufielaga hans sje mjög fjöl-1 skrúðu^t, ef þörfum þess verður J aðeins fullnægt með ámátlegu j | jazzgauli, en það er það sem hann ' vill auðsjáanleea helst. Jazz og i jazz getur verið tvent ólíkt, og. ieg held vfirleitt, að þau dans- J lög, sem leikin eru af plötum hjer i ríkisútvarpinu, sjeu með hví skásta af jazz, sem heyrist hjer nú, því þessi tegund tón- listar, ef tónlist skyldi kalla, er komin út í hreinustu öfgar, og virðíst fara ítöðugt lengra á þá brautina. -NH!# • Sónötusúpan og selló- einleikirnir. KOLBEINN ungi tekur að sjer í að gagnrýna tónlistarflutning j ríkisútvarpsins, án þess, að því er virðist, að hafa minstu hug- mynd um, að nokkur tónlist hafi nokkurt. gildi, nema jazzinn hans. Veit hann þá ekki, sá góði mað- ur, að það þvkir engin menning- arþjóð, sem lifir á jazz í tónlist- arlegum skilningi? Og veit hann ekki hitt, að t. d. breska útvarp- ið ver miklu meiri tíma af dag- skrá sinni til þess að flytja sí- gilda tónlist, en dahslög, og munu þó bestu danshljómsyeitir nú á dögum, það er að segja sem komast næst að gefa jazzinum nokkurt hljómlistargildi, einmitt vera þar í landi. Nei, Kolbeinn minn, það lýsir ekki menningu að hafa jazzinn einan sjer til andlegrar uppbyggingar, •—• og vilja þó helst ekki borga fyrír það. Brjefið hans Kolbeins ber einmitt alt vott um verstu teg- und jazz-ómenningarinnar, sem er að grípa sumt af ungmenn- um þessa lands. Þetta fólk talar í staðlausum fullyrðingum, eins og þegar hann heldur því fram, að 75% Islendinga sjeu þegar orðnir jazzdýrkendur, dæmir sí- gild verk án þess að hafa minstu nasasjón af því, hvað það er, sem um er að ræða. En svona á að sjást. HITT finst mjer aftur á móti misskilningur að stinga svona brjefum undir stól. Þau eiga að sjást. Almenningur á að sjá þetta og kveða upp dóminn. Og sá dómur mun falla dagskrá rík- isútvarpsins í vil, eins og hún er nú, ef á að tefla þeim afskræmi- legheitum, sem jazz nútímans er að verða, einum á móti henni. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir í þá átt að rýra gildi þeirra danslaga, sem útvarpið hefir flutt, en jeg vona, að þær beri ekki árangur. En það er auð vitað ekki gaman fyrir menn, sem þurfa að hlusta á jazzgaul allan daginn, að stundum skuli þeir ekki geta náð í það. Það er í slíkum tilfellum orðið líkast nautnameðali, enda á jazzinn, eins og hann er víða leikinn nú, meira skylt við það, heldur en heilbrigða skemtun. Menn þurfa ekki annað en að -líta á þann dans, sem nú er troðinn víða um heim eftir þessum lítið listrænu tónum, til þess að sannfærast um það. Og kannske er eins holt fyrir sumt fólk að fara í jazz- bindindi, svo það grípi það ekki sama æðið og þekst hefir sums- staðar þar sem jazzinn hefir ríkt einvaldur. — Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Hitler er í Berlín, segir þýskaj útvarpið þessa daga. Ekki Berlín arútvarpið, því það er þagnað í bili. En það kemur ekki málinu við. Hinar þýsku útvarpsraddir segja, að nærvera foringjans í sjálfri höfuðborginni sje mikil uppörfun fyrir hið þýska herlið, sem þar berst. Frjettamenn bandamanna ef- ast um, að rjett sje frá skýrt, að Adollf Hitler sje í höfuðborginni. Kannske vegna þess, að þeim þvkir ólíklegt að hann vilji eiga það á hættu, að Rússar taki hann til fanga. Öðru eins hafa nasistar logið eins og því að því sje vikið að, hvar foringinn er staddur hennan og þennan daginn. Enda var lengi svo um hnútana búið, eftir að hann fjekk sinn staðgeng il, til þess að hægt væri að taka | myndir af foringjanum annarstað j en hann var sjálfúr. Sumir segja að slíkar „tískudúkkur" hafi verið fleiri eli ein, með yfir skegg og hárlokk a la Hitler, sem hægt var að gríþa til, ef foring- inn vildi látast véra viðlátinrt ein hversstaðar annarsstaðar en hann var.. Hifler er í Berlín Talsmenn Nasista í útvarpinu halda því fast fram, að Nasistar, hermennirnir og öll þjóðin haldi áfram að berjast uns sigurinn er unninn. Þessu er slöngvað út, með miklu yfirlæti í þeim svifum, er bandamenn eru að leggja undir sig alt Þýskaland, og sýnt er, að þýski herinn getur ekki lengi veitt viðnám í heimalandi sínu. Eru gífuryrðin um væntanleg- an sigur töluð út í loftið, án þeás nokkrum detti í hug, að nokkur taki mark á þeim? Ellegar er hjer verið að boða það að fullur sigur hersveita bandamanna í Þýska- landi verði ekki annað en þátta- skipti í styrjöldinni. Upp úr þessu byrji Nasistar á samskonar styrj öld heima hjá sjer, eins og hinar undirokuðu þjóðir hafa rekið gegn Þjóðverjum undanfarin ár, hver í sínu heimalandi? ★ Ef útvarpsraddir Nasista síð- ustu daga eiga við þetta framhald Þýskalandsstyrjaldarinnar, þá er sennilegt, að nasistaforingjarnir með Hitler, hverfi sjónum manna á næstunni, til þess að vinna fram vegis að skipulegri léynistarf- semi í landinu. Hitíer kann að vera i Berlín. Það. skiptir ekki máli. En sje hann þar, myndi mega búast við, að hann hafi þegar rakað af sjer skeggið, og látið stífa af sjer hár lubbann. Hann er kannske kom- inn í verkamannagerfi, og hugsar sjer að smjúga út úr hinu rúss- neska umsátri, og komast í leyni lega miðstöð hinnar væntanlegu leyniþjónustu, sem á að efna til, þegar ekki verður neinn lengur uppistandandi af Þjóðverja hálfu til þess að berjast við banda- menn. Því ef að úr buxunum fógetinn fer og frakkanum svolitla stund, þá má ekki greina hver maðurinn er; sagði Þorsteinn Erlingsson i kvæði sínu um Jörund. ★ Þýska þjóðin hlýddi boði og banni Hitlers, meðan hann var yfirmaður voldugra herja, og réði yfir lífi og limum allra landa sinna. Þjóðverjar kunna enn um stund að láta að vilja hans, eftir því sem þeim er mögulegt, þó harm hverfi af sjónarsvið- ihú, feli sig í kjöllurum óg gefi fýfirskipanir úr ókunnum myrk- ur-heimkynnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.