Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.1945, Blaðsíða 8
8 f MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. Júní 1945 Kjartan Sigurjónsson I siingvari Fáein minningarorð í DAG er til moldár borinn í Vík i Mýrdal. Kjartan Sigur- jónsson söngvari. Hann var fæddur 11. jan. 1919, sonur Sig urjóns Kjartanssonar kaupfje- lagsstjóra í Vík og konu hans Höllu Guðjónsdóttur. Kjartan var snemma söng- hneigður svo að af bar, og má segja að hann hafi helgað tón- listinni alla krafta sína frá blautu barnsbeini til dauðadags Fyrstu undirstöðu sína í hljóm list fjekk hann í föðurgarði, og varð það honum svo drjúgt vega nesti,- að strax á , unga aldri mátti heita, að hvert hljóðfæri ljeki í höndum hans. Kjartan stundaði söngnám hjá Sigurði Birkis um áraskeið, og hefir Birkis talið hann einn allra efnilegasta nemanda, sem til hans hefir komið. -— Jafnhliða söngnáminu fjekkst Kjartan við kenslustörf á vegum Sam- bands ísl. karlakóra, og síðar á vegum þjóðkirkjunnar. — Gat hann sjer hvarvetna miklar vin- sældir fyrir starf sitt sakir mannkosta og hæfileika. A síðastliðnu ári rjeðst Kjart an til London til framhalds- náms í söng, og þótti þar frábær lega efnilegur nemandi. — Má geta þess til dæmis um álit kennara Kjartans á hæfileikum hans, að hann var einn valinn úr öllum nemendahóp skólans til þess að fara með óperuhlut- verk á vegum skólans. Spáði honum því alt frægðar og frama á listabrautinni, og gæfuríkri framtíð við hlið hinnar ungu eiginkonu hans, Báru Sigurjóns dóttur. En svo var skyndilega höggvið á strenginn. Hann ljest í London 8. f.m., eftir skamma legu. Kjartan Sigurjónsson var orð inn kunnur og dáður söngvari áður en hann fót utan. — Hann söng oft á vegum Ríkisútvarps ins, og var um langt skeið ein- söngvari hjá Karlakór Reykja- víkur, svo allur þorri lands- manna þekkti hina háu, silfur skæru tenórrödd hans, sem barst til þeirra eins og sólar- geisli á öldum Ijósvakans. — Og þeir sakna þess, að röddin er hljóðnuð. En meiri er þó söknuður okk ar hinna, sem þekktum sönginn og þekktum manninn. Kynni mín af Kjartani eru orðin all- löng og náin, og get jeg í sann leika sagt, að betri dreng og elskulegri fjelaga hefi jeg trauðla fýrirhitt á lífsleiðinni. Hann virtist borinn til gæfu og borinn til þess, að gera aðra gæfusama. Hann var fríður sýn um, hrókur als fagnaðar í vina hóp, næmur fyrir öllu, sem fag urt var og listrænt, og gæddur þeim hlýleika hjartans, að öll- um leið vel í návist hans. Jeg átti einu sinni því láni að fagna að dvelja um skeið á heimili Kjartans í Vík, og minnist jeg þess ekki að hafa sjeð ástríkara samband milli sonar og foreldra en þar. Og svo var eins og alt litla þorpið í Vík ætti Kjartan. Það birti yfir öllum, þegar hann kom heim, og alt varð tómlegra, þegar hann fór. Nú er Kjartan farinn, alfar- inn, og mjer finst alt tómlegra en áður. Axel Guðmundsson. Hjúskapur. Á morgun verða gefin saman í hjónaband í Amer- íku frú Helga Sigurðsson og col. Potter. Heimilisfang þeirra er ForJ George Mead, Maryland, U. S. A. Breski sendiherr- ann þakkar aðsfoð við handtöku þýskra flugmanna BRESKI sendiherrann í Rvík hefir fyrir hönd yfirmanns breska flotans við ísland borið fram þakkir til Einars Jónsson- ar, Raufarhöfn, Helga Kristjáns sonar og Krislins Kristjánsson- ar í Leirhöfn á Sljettu, Indriða Einarssonar skipstjóra og Jóns Gunnlaugssonar læknis, fyrir aðstoð við handtöku þýskra flugmanna. Tók Helgi vopn Þjóðverj- anna frá þeim, Kristinn skaut yfir þá skjólshúsi, hreppstjór- inn gerði bresku flotastjórninni aðvart. Indriði var að flytja læknirinn til Kópaskers, en lagði krók á leið sína til Leir- hafnar til að flytja þangað sjó- liða. — Listsýningin. Framh. af bls. 5. irhuguðu bálstofu í Fossvogi. En auk þess eru þarna teikn- ingar eftir Sigurð af kirkju- turninum á Hólum í Hjaltadal, sem Skagfirðingar ætla að reisa í minningu um Jón Arason, fyr- irhuguð lítil kirkja að Hall- ormsstað og hús í Öskjuhlíð. V. St. AÐVÖRUN til biireiðarstjórca Bifreiðastjórar skulu hjer með alvarlega áminntir um, að bannað er að gefa hljóðmerki á bifreiðum ,hjer í bænum, nema umferðin gefi tilefni til þess. Þeim- ber og að gæta þess, einktím að næturlagi, að Hfreiðir þeii ra valdi eigi hávaða á annan hátt. Þeir, sem kunna að verða íyrir ónæði vegna ólög- legs hávaða í bifreiðum, sjerstaklega að kvöld- og næturlagi, eru beðnir að gera lögreglunni aðvart og láta henni í tje upplýsingar mn skrásetmngannim- er viðkomandi bifreiðar, svo og aðrar upplýsingar, ef unnt er. , LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Byggingarlóð Tvær samliggjandi lóðir á góðum stað nálægt mið- bænum til sölu ef viðunanlegt boð fæst. Skifti á hæð <S> í nýju húsi gæti komið til greina. — Upplýsingar í síma 4005 kl. 2—4^í dag og kl. 10—12 f. h. á morgun, EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — HVER ÞÁ? Tökum nú aftur á móti pöntunum á hinum heim.sþekktu Sleinway Piano og hin góðkunnu , Pohlmann Piano Talið við oss sem fyrst. STURLAUGUR JONSSON & Co. Reykjavík. Sími 4680. i * - 9 v ^ v v Effir Robert Sform f TELU VOUR eECRETARV VOU PLAN A N 5M0RT TRIP...íVlkSHT PICK Up A PIECE ( OF REAL E5TATE ... 0E CASUAL1. IP VOU TPV ANVTMlNö FUNNV, IT WiLU __. , BE UNFORTUNATE FOR VOU ! ----WELL.. MOLD iTl SERE COME TME C00K AND MANDV-AtAN BACK FROM m 5M0PPIN6 ! . WE COULP MAVE AEKED FOR A ÖREAT DEAL MORE BUT WE'RE REA6ONA0LE PEOPLE TO DEAL WITHI 1F I öET TjíE FIFTEEN TH0U5ANP FOR VOU, VOU PR0MI5E NEVER , TÖ /M0LE5T MB A6AIN ? -_J BUT, OF C0UR5E [coj»r. 1015, King Features Syndicate, Inc., World rights reserved.'//. j.—A) uerra Condo: — Ef jeg næ í þessa fimtán þúsund dollara, viljið þið þá lofa að angra mig ekki aftur? Grímumaður: — Auðvitað! Við hefðum getað heimtað miklu meira, en við erum sanngjarn- ir í viðskiftum! 3) Grímumaður: — Segið ritaranum, að þjer ætl- ið að fara í stutta ferð, og það geti verið, að þjer kaupið jarðeign. Látið eins og ekkert hafi í skorist! Það borgar sig ekki fyrir yður að reyna nokkur undanbrögð. Herra Cordo: — G-ott og vel! 4)*Yutsk: — Hæg Þarna koma eldabuskan og vikapilturinn úr innkaupaferð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.