Morgunblaðið - 15.08.1945, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagnr 15. ágúst 1945. MORGUNBLAÐIÐ 9 BRAGÐAREFUR VOM PAPEN Von Papen sneri við blað- inu. ÞANN 11. apríl 1945 tóku hermenn úr 9. Bandaríkja- hernum Franz von Papen, til fanga. Það var auðvelt verk að ná honum, þar sem hakn var staddur í Ruhr- hjeraðinu á sóknarsvæði Bandaríkjamanna. — Saga hans fram að þessu gefur mönnum tilefni til að halda að þessi valdagráðugi mað- ur og svikameistari, hafi enn einu sinni komið ár sinni klókindalega fyrir borð. Hann hefir yfirgefið hið sökkvandi skip nasista og eftir því sem hann sjálfur segir, var aðstaðan vonlaus. Og þessu hafði hann lengi búist við. Hann hafði tví- þætta áætlun. Þessi fyrv. kanlsari þýska lýðveldisins, sem hafði gert svo mikið til að koma Hitler til valda og þar með steypa veröldinni út í það öngþveiti, sem valda aðstaða hans leiddi til, hafði um langan tíma verið að gera áætlanir um, hvernig hánn á heppilegastan máta gæti sloppið við þau verð- skulduðu örlög, að vera tal- inn til stríðsglæpamanna, og á sama tíma reyndi hann að eyðileggja áætlanir hinna þriggja stóru um það, að brjóta Þýskaland á bak aft- ur í eitt skifti fyrir öll. Eins og margir aðrir fas- istar hafði fyrv. sendiherra Hitlers í Tyrklandi, löngu snúið við blaðinu, áður en hann var handtekinn og hafði beitt öllum sínum kröftum að því að sannfæra sigurvegarana um að hann gæti orðið voldugur banda- maður þeirra. Fordæmið frá Italíu og þeim löndum, sem hernumin höfðu verið af Þjóðverjum, virtist hafa sannfært hann um, að þessi anti-Hitlerismi, sem svo skyndilega hafði þróast, mundi geta reynst honum prýðilegt vegabrjef út úr ó- göngunum. Áður en þessi nasistiski stjórnmálamaðúr hvarf til hjeraðs í Þýskalandi, sem ekki var lengur á valdi nas- ista, fór hann snögga ferð til Spánar í andnasistiskum erindagerðum. í janúar skýrðu sænsk blöð frá því, að hann væri að gera ráð- stafanir til að bjarga sjer og vinum sínum frá hinu sökkv andi skipi nasista. Hann var einnig að leggja drög að því, sem um langt skeið hafði verið hans aðalmetnaðarmál — hlutverk sterka manns- ins, sem kæmi Þýskalandi til bjargar, er það hefði ver- ið sigrað. Honum var ljóst, hversu mjög skorti á ákveðna af- stöðu bandamanna gagnvart stríðsglæpamönnum. Með því að hann vissi, að nafn hans hafði ekki enn verið sett á stríðsglæpamannalist- ann, áleit hann sig ekki í ýkja mikilli hættu. Valdagræðgi hans var þó ekki eingöngu persónulegs eðlis. Hann bjóst við að hann gæti varðveitt kjarna stjett Greinin er þýdd úr ameríska túnaritinu ,,This Month” og skýrir frá æviferli og fram- tíðaráætlunum þýska stjórnmálamannsins, Franz von Papen, sem lengi hefur verið tai- inn slyngastur allra slyngra „dipíomata”. ar sinnar og þess skipulags er hann aldist upp við, og ef það tækist mundi hinn stóri dagur hans renna upp. Var rekinn frá Bandaríkj- unum í síðustu styrjöld. Árið 1915 var þýska hern aðarfulltrúanum í Banda- ríkjunum, von Papen, sem getið hafði sjer orð fyrir skemdarverkastarfsemi og njósnir „boðið” að vfirgefa hið hlutlausa land. Bretar fundu síðar ýms skjöl í fórum hans, er sönn- uðu sekt hans. Eitt brjef, er stílað var til konu hans var sjerstaklega einkennandi.— Franz von Papen hafði skrif að: — Jeg hef altaf sagt þess um ííflalegu Bandaríkja- mönnum, að þeir væru hálf bjánar og að þeim væri nær að halda sjer saman. Franz von Papen hefir ekki breytt skoðun sinni á vitsmunum Ameríkumanna og kann þess vegna að álíta Banda- ríkin prýðilegan aðseturs- stað fyrir starfsemi sína. Ef til vill er það þess- vegna, að hann varð af til- viljun á vegi bandarískra hermanpa, þegar hann var tekinn til fanga. Eftir því, sem heyrst hefir, var flogið með hann'til Bandaríkjanna. Ef svo er, er hann varla mjög óánægður með hlut- skifti sitt. Hættulegur maður. Franz von Papen, hinn tortryggni nasisti og aðdá- andi alls, sem þýskt er, hef- ir altaf verið hættulegur maður. Andnasistinn Franz von Papen, sem þó hefur haldið áfram að vera aðdá- andi alls, sem þýskt er, get- ur reynst enn hættulegri. Nafn hans hefir æfinlega verið tengt við orðróm um friðartilboð, hvenær sem slíkur orðrómur hefir síast út. frá hlutlausum löndum. Á s.l. ári birtu sænsku og svissnesku blöðin til dæmis forsíðufrjettir af hinum langdregnu ráðstefnum hans með þýskum viðskiftaleið- togum og ferð hans til Vati- kansins, sem hann lagði í upp úr því. London Times skýrði frá nokkrum tilboð- um um sjerfrið, sem komið hefðu fram frá íhaldssamari Þjóðverjum. Von Papen var talsmaður þeirra manna. Daniel D. Brigham frjetta- ritari New York Times sím- aði frá Róm: — Það er vænt anlega til þess að leita að einhverri leið til heiðarlegs friðar, sem Herr von Papen hefir komið til Róm. Það er ætlast til þess af honum, að hann fái stuðning frá Vati- kaninu og sá stuðningur er, Von Papen. að því er sumir segja, þegar fenginn, þó með því skilyrði að umboðsskjöl samninga- mannanna sjeu ó'aðfinnan- leg. Auk þess hafði von Papen í samræmi við þær áætlanir, er hann hafði gert fram í tímann, safnað að sjer hóp hentistefnumanna, er ljetu einskis ófreistað til að kom- ast hjá skráningu __ á lista stríðsglæpamanna. Á sínum tíma munu margir, ,,bona fide” útlagar og flóttamenn frá Þýskalandi vinna með þessum hóp, menn sem eru eins áreiðanlega andnasistar eins og þeir eru ag öðru leyti hlyntir Þýskalandi. Þeir munu biðja um væg- an og „heiðarlegan” frið fyr ir föðurland sitt. Og þeir munu revna að fá sigurveg- arana til að viðurkenna „sterka lýðræðisstjórn”. Endurreisn kaþólska mið- flokksins? I í þessum hópi andnasista |eru meðal annara hinir á- jköfu fylgjendur endurstofn- j unar kaþólska miðflokksins, jsem Hitler leysti upp árið 11933. Þessir menn telja iStjórn þess flokks munu jgeta orðið heppilega bráða- birgðastjórn, sem hægt ; verði að semja frið við. Þeir munu halda því fram, að þessi ílokkur muni síðar reynast fær um að stjórna hinu sigraða Þýskalandi. — Því að flokkurinn á. að sögn þeirra, að geta safnað öll- um Þj óð verj urn. alt frá verkamanninum upp í junk arann, undir merki sín með hina kristilegu hugsjón að ibakhjarli. Hendur flokksins , eru hreinar, af því að hann ! var leystur upp af Hitler og hann var sá flokkur, sem bandamenn sömdu við árið 1918. Vinur von Papen, barón von Weizsaecker, sendih. Þjóðverja í Vatikaninu frá 1933 og sðasti foringi mið- flokksins i Þýskalandi, hef- ir lengi haft augastað á frið arsamningum við vestur- veldin til þess síðar, að Þýskaland gæti orðið fært um að leiða styrjöldina við Rússa til sigursælla lykta. Monsignor Ludwig Kaas, sem áður hafði verið and- stæðingur von Papen, hafði einnig unnið að því, að koma á „heiðarlegum” friði með aðstoð Vatikansins og trvggja „heilbrigða” fram-1 tíð Þýskalands. Er það tilviljun, að tveir. aðrir vinir von Papen komu ’ til Róm seint á s.l. ári? Þ. 2.! nóv. 1944 tók Rupprecht prins af Bayern að ræða við páfann „um hin alvarlegu | vandamál Þýskalands”. — ( Þetta afsprengi Wittelsbach ættarinnar og baráttumaður, fvrir endurreisn konung- j dóms í Bayern, hefir altaf styrkt þau öfl, sem hafa1 krafist aðskilnaðar lands hans frá Þýskalandi. Flokk- urinn, sem fyrir þessu barð- ist var Bayerische Volks- partei, en sá flokkur var grein miðflokksins. Fáum dögum síðar birtist hinn ungi erkihertogi Otto af Habsburg í Róm, eftir leyndardómsfult ferðalag frá Bandaríkjum. Franz von Papen hafði haldið því fram, að þessi herramaður væri !sá rjétti aðili til að berjast fyrir kristilegu heimsveldi, þar sem Spánn átti einnig að fylgja með. Skýrslur, sem bárust til London 4. febrúar 1945 gáfu í skyn, að verið gæti að vináttan milli Spán- ar og nasista væri að fara út um þúfur. Athugulir menn sáu þarna á bak við hina slægu hönd bragðarefsins Franz von Papen. Von Papen vænti stuðings frá „diplomötum” af gamla skólanum. Maðurinn, sem átti þá ósk heitasta að verða frelsari hins sigraða Þýskalands nýt ur öflugs stuðnings ofstæk- isfullra hernaðarsinna, júnk ara, iðjuhölda, fjármála- manna og vissra stjó'rnmála manna, sem vonast til þess að þeir verði taldir ómiss- ; andi fyrir sigurvegarana á J viðreisnartímanum. Þeir reyna að koma áætlunum j sínum í framkvæmd með I því að endurreisa miðflokk- inn, sem altaf hefir verið jnátengdur kaþólsku kirkj- unni. Enda þótt Franz von Pap- en hafi verið talinn tryggur þjónn Hitlers, var hann þó 'ákaflega gætinn, er hann j starfaði í Áuswáertiges Amt — utanríkisráðuneyti Þjóð- verja. Þarna voru margir gamaldags embættismenn, eins og Schwerin-Krosigk, greifi, að vinna skítverk fyr ir Hitler um leið og þeir voru að hugsa um annað og betra Þýskaland. Von Pap- , en þurfti á trúverðugum I sendiherrum að halda í hlut jlausum löndum til þess að ;geta átt von á að sjá fram- tíðaráætlanir sínar rætast. í árslok 1943 var Hans Heinrich Dieckhoff, fyrrum sendiherra Þjóðverja í Bandaríkjunum, sendui til Madrid. Hann var duglegLW sendifulltrúi, hafði getíði sjer orð sem „gentleman” og hafði aldrei verið meðlimuar nasistaflokksins. Samt sem áður hafði hann altaf ver- ið nákominn von Papei.i og hefir ýms góð sambönd í hernum og meðal iðjuhöld- anna. Almannarómur sagði, áð> Hitler hefði kallað harux heim í árslok 1944. Síðar skýrðu sænsk blöð frá þyi, að þessi „diplomat” hefðl gengið í lið með andnasist- um og væri enn erlendis. Við þessa „vinaklíku” von Papen bætist enn Hans Thompson fyrrum sendih, t Svíþjóð. Hið nána samban<i Thompsons við sænska f jár - málamanninn Wenner-Grea gæti reynst van Papen nota drjúgt. Þá er einnig fyrver- andi sendisveitarfulítrrá Þjóðverja í Stokkh.Vlnu, Riedel höfuðsmaður, ’om. skyndilega komst að raua um, eftir 12 ára stjórn HitL- ers, að hann gæti alls c kk» þolað nasista. Herr von Hoeyningen- Huene, nasistasendiherrana í Portúgal heíir farið frá Lissabon og eins og stendur veit enginn um verustáð hans. í Sviss hefir von Pap- en komið að fjelaga sínum, „diplomat” af gamla skól- aniim Herr Koecher. AN.toð armaður hans er Baron Friedrich Werner von der Schulenburg, Fregnir frá Svíþjóð og Sviss hafa skýrt frá-því, að þessi fyrver. ndt sendiherra Þjóðverja í Rúss landi, hafi sett sig í sambarnS við fulltrúa frá neffítS frjálsra Þjóðverja í Mockvu í ýmsum hlutlausum lönd- um. Von Papen gerir mikið úi* kaþólsku sinni. Hann var viðurkendur forvígismáður páfadómsins í Þýskalendi löngu áður en Hitler komst til valda Allt fram að 1934 fór hann árlega pílagríms- ferð til Rómar. Hitler koran auga á hin ágætu sambönds hans við Vatikanið og sendi hann þangað til að gera vin- áttusamning árið 1934. Franz von Papen hefir komist úr margri klípurarL Slagorð hans hefir verið —- hættan er mitt dag'ega brauð — það líkar mjer veli. Hæfileikar hans eru margir. Það verða jafnvel óvinar hans að viðurkenna. En þa5 hlutverk, sem hann og vin- ir hans ætla sjer að fara meS í framtíðinni verður að líta á með tortrygnisaugum. Við skulum vona að hin- ir „fíflalegu” Bandaríkja- menn muni minnast fyrri ferils þessa manns og fara með hann eins og hann á> skilið — telja hann til hirma alþjóðlegu stríðsglæpa- manna. Sjötíu og timm ára er í dag 15. ágúst Kristín Bjarnadóttir, Bar- óhsstíg 78. Hinir mörgu viniir hefinar hjer í bæ og annars stað- ar senda henni hlýjar árnaðar- óskir á þessum. n-^erkisdegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.