Morgunblaðið - 19.10.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1945, Blaðsíða 2
51 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. okt. 1945 Yfir framförum íslands er rómantískur blær Sjerkenni þjóðarinnar beislun náttúruafla — segir K Höjgaard verkfræðingur K. HÖJGAARD er nú á för- um til Danmerkur. Tíðinda- maður blaðsins hitti hann að Hótel Borg í -gær og ræddi við hann um stund m. a. um kynni hans af íslandi og störfum hans hjer. — Það var sumarið 1900, að jeg kom hingað fyrst, segir ; Höjgaard. Jeg var þátttakandi í kynnisför danskra stúdenta, sem fræg var og þótti hin skemtilegasta. Við vorum hjér á landi eina 10 daga og fór víka í ferðalag austur um sveit- ir. Jeg var gestur Tryggva Gunnarssonar bankastjóra með an jeg dvaldi hjer í Reykjavík, i naut gestrisni hans í ríkum mæli. Hann vár skemtilegur maður og hinn viðkunnanleg- asti. — Hvernig leist ykkur ungu stúdentunum á landið? — Þetta var eiginlega fyrsta sporið frá danskri hlið til þess að útbreiða þekkingu á íslandi. meðal dönsku þjóðarinnar. Þeg ar jeg horfi til baka til þess- arar heimsóknar, þá finst mjer ' að þjóðinni sje rjett lýst í fám orðum með því að segja að hún hafi legið í dvala, að því er snertir verktækni og fram- kvæmdir. Þegar jeg lít til þessa tíma og ber þá saman við land- ið í dag, þá get jeg ekki annað en dáðst að því hvernig íslend- ingurn hefir tekist á tiltölulega skömmum tíma að taka tækn- ina í þjónustu sína. Þegar jeg kom hingað fyrst, þá voru hjer eigi önnur samgöngutæki en hestarnir, ef maður ijet sjer ekki nægia að fara fótgang- andi. En nú eru hjer öll hin fremstu samgöngutæki á landi og í lofti. Góðkunningi minn, Th. Krabbe, fyrverandi vitamála- stjóri vinnur að mikilli bók um verklegar framkvæmdir á ís- landi. Hann ætlaði að láta frá- sögn sína enda á árinu 1940. En við kunningjar hans höfð- um ráðið honum til þess að halda frásögninni áfram til árs- ins 1945. Jeg þykist þess full- viss að margir munu hafa ánægju af því að iesa þessa bók hans. Yfir framförum íslands það sem af er þessari öld, er rómantískur blær. Sjerkenni á íslensku þjóðlífi er í dag, hve ötullega er að því unnið að tpka náttúruöflin í þjónustu þjóðarinnar. Efast jeg um að nokkurs staðar í hciminum sje það gert í eins ríkum mæli og hjer í Reykja- vík, síðan jarðhitinn var beisl- aður til afnota fyrir: almenn- ing. Mikill munur er að koma hingað nú t. d. frá Danmörku, hjer er ljós og hiti og vjela- orka og alt þetta tekið beint úr skauti náttúrunnar. Það er mik il gæfa fyrir þjóðina að geta tekið þetta alt saman heima hjá sjer. í Danmörku vantar okkur í dag bæði eldsneyti og vjelaorku. Við erum orðnir vanir því á undanförnum ár- ijun að búa við kulda í híbýl- um okkar. En það háir okkur mest nú, hve orkán er af skorn- um skamti. Mikið af iðnaði okk ar er lamað vegna þess að vjel- ar hans verða ekki reknar. — Hver voru tildrög þess, að þjer tókuð að yður að reisa aílstöðina við Ljósafoss? — Við vorum skólabræður frá Polytekniska skólanum, Jón heitinn Þorláksson og jeg. Við komum þangað samtímis haust- ið 1897. Með okkur tókst góður kunningsskapur, er hjelst eftir að við höfðum lokið námi. — Þegar Jón Þorláksson kom til Danmerkur í þeim erindum að fá lán til að reisa Ljósafossstöð- ina, þá kom hann að máli við mig. Síðan tókst með tilstyrk tveggja banka, Handelsbankans í Höfn og Enskildab. í Stokk- hólmi að fá fjárhagslegangrund völl undir framkvæmdina. Síð- an tókst að koma stöðinni upp, eins og til hennar var stofnað. Jón Þorláksson hafði mikinn áhuga fyrir Hitaveitunni, og átti tal um hana við mig, en síðan Pjetur Halldórsson,. eftir- maður hans. Það var ekki nema eðlilegt framhald af verkinu við Ljósafoss að við tækjum Hitaveituna að okkur. En það var óneitanlega stórt spor að taka í einu frá litlu veitunni úr þvottalaugunum og í hitaveit- una frá Reykjum. Það þurfti djörfung til að ráðast í svo mik ið og nýstárlegt fyrirtæki, því hjer var fátt um fyrirmyndir. Nokkurt gagn höfðum við af þeirri reynslu, sem fengin er með fjar-hitun í Kaupmanna- höfn. Þar eru bæjarhverfi hit- uð með vatni frá rafmagns- stöðvum. En vitanlega eru slík hitunarkerfi smámunir einir samanborið við Hitaveitu Reykjavíkur. Samt var hægt að fá mikilvægaT bendingar frá sjerfræðingum sem vinna 1 þjón ustu Kaupm.hafnarbæjar. En það er svo með allar stórfrEyn- kvæmdir' á hinu verklega sviði. Altaf þarf að leita aðstoð- ar ýmsra sjeríræðinga í mis- munandi starfsgreinum verk- fræðinna?. Verkefnin eru orðin svo víðfeðm og margbrotin, að enginn einn maður getur náð út yfir allar greinar hennar. Samvinna Dana og íslendinga á hinu verklega sviði síð- asta áratuginn hefir verið góð. Mjer er ánægja að því. — Þau vináttubörnd, sem þannig hafa tengst munu trauðla rofna., Síðan vjek Höjaard verk- fræðingur að ýmsum þeim framkvæmdum, sem firma hans hefir haft með höndunr undan- farna áratugi. T. d. hafnargerð- inni í Gdynia í Póllandi. Það verk stóð yfir frá 1924—1939, og var ekki lokið. Höjgaard verkfræðingur var í Póllandi fyrir tveim mánuðum til þess að semja um að taka upp þá hafnargerð að nýju. Áður en Þjóðverjar yfirgáfu borgina sprengdu þeir þriðjung hafnar- garðanna. Verkfræðingar að Reykjum í Mosfellssveit: Kay Langvad, Valgeir Björnsson og K. Höj- gaard lengst til hægri. í Portúgal hefir firmað haft stórvirki með höndum í mörg ár, byrjaði þar á hafnargerð- um árið 1929. Bygði m. a. höfn í bænum Setubal, skamt frá Lissabon. Þar er mikil sardínu- veiði. Að endingu barst talið að starfsemi firmans Höjgaard og Schultz hjer á landi framvegis. Fyrst um sinn höfum við með höndum, sagði Höjgaard verk- fræðingur flugvallargerðina í Vestmannaeyjum, er við höfum tekið að okkur. Auðheyrt var á K. Höjgaard verkfræðingi, að honum leikur hugur á því að góð vinátta hald ist í framtíðinni milli Dana og íslendinga, þó stjórnmálasam- bandið sje rofið, enda mun hann við mörg tækifæri hafa komist að raun um það, að ís- lendingar óska einskis fremur, en samstarf og hlýhugur megi vera ríkjandi milli frændþjóða þessara. 1 FALLEGAR VÖRUR! K APiiR KJÓLAR TÖSKUR = VERSLUNIN W ló Laugaveg 47. LISTERINE TANNKREH Húsmæðrafjelagið ræðir afurðasölumál og lokun sölubúða Fundur var haldinn í Hús- mæðrafjelaginu 12. þ. m., a'ð kvöldi. Rætt var um afurðasölumál- in og búðarlokunina. Framsögu ræðu um afurðasölumálin hafði frú Guðrún Pjetursdóttir. Rakti hún þar skilmerkilega gang málanna og viðhorfið nú. Mjólkurskömmtunin skýrðist þannig: að fjöldinn.gat ekki fengið ríflegri skammt en raun ber vitni, kom til af því að miða varð við það mjólkur- magn, er Mjólkursamsalan hef- ir yfir að ráða til almennings og allir urðu að fá eitthvað og börn og sjúklingar mest. Deila varð 21,000 lítra niður á bæjar- búa og fara rúmir 19,000 1. í þá niðurjöfnun. Afgangurinn var ekki til skiftana og er hann seldur í frjálsri sölu. Mjólkur- magnið nú mun vera líkt og 1 fyrra, en bæjarbúar miklu fleiri og mjólkin því hlutfallslega minni á hvern einstakan. Að notað er lítramál kemur til af því, að það er löggilt hjer. Einn ig kom fram rödd um það, hvort bændur gætu ekki hagað burð- inum þannig, að jafna honum betur á árið, og salan því jafn- ari bæði fyrir þá og okkur. Bent var á það hversu óvitur- leg sú ráðstöfun á sínum tíma það var, er nærsveitarbúum mörgum var gert ókleift að framleiða mjólk, rrtættum við nú súpa seiðið þar af. Viðvíkj- andi mjólkurskömmtuninni var þessi tillaga samþykkt: Fjölmennur fundur í Hús- mæðrafjelagi Reykjavíkur bein ir þeim tilmælum til forstjóra Mjólkursamsölunnar, að for- stöðustúlkurrf hverrar mjólkur- búðar sje falið að úthluta þeirri mjólk, sem seld er í frjálsri sölu sem rjettilegast til þeirra, er harðast verða úti við mjólkur- skömmtunina. Er rætt var um kjötið. heyrð- ust raddir um það, að oflágt væri reiknað 40 kg. af kjöti á hvern einstakan til niður- greiðslu. En upplýst var, að það væru þá 8 kr. meira á hvern, en vísitalan gerir ráð fyrir. Hins vegac- komu fram ákveðnar raddir um það, að ekki mætti skrúfa upp dýrtíðina í þessu sambandi eða íþyngja ríkis- sjóði, en talið er að margar milljónir muni sparst honum að fara þessa leið. Hvað smjörið snerti, voru all ar fundarkonur á sama máli um það, að flytja bæri smjör inn í landið og hverjar þær afurðir, er við ekki gætum fullnægt okkur sjálf. Viðvíkjandi smjör- inu var þessi tillaga einróma samþykt: Þar sem sýnt er að fram- leiðsla á íslensku smjöri nægir hvergi nærri neyslu lands- manna, þá vill Húsmæðrafjelag Reykjavíkur beina þeirri á- skorun til rjettra hlutaðeig- enda, að flutt sje inn í landið það magn af smjöri, sem þarf til viðbótar innlendu framleiðsl unni, svo að smjörþörf lands- manna verði fullnægt. Á fundinum var einnig minst á fiskinn og hversu nauðsynlegt það væri að vanda vel-til frysta fiskjarins og að hann væri lát- inn alveg nýr í frystihúsin. Formaður fjelagsins frú Jón- ína Guðmundsdóttir hafði orð fyrir um búðarlokunina, sem ef hún næði fram að j;anga, kæmi mjög illa við húsmæðurnar, er þyrftu sjálfar að sækja í mat- innn auk annarra búverka. í sama streng tók einnig Soffía Ólafsdóttir og sagði að ef hver stjett hugsaði einungis um sig, þá færi ekki vel. Húsmæðrafje lagið gæti til dæmis samþykkt að húsmæður ættu að hafa frí- á hátíðum og tyllidögum, eins og flestir aðrir frá verkum. En þeim dytti það bara ekki í hug, vegna þess að þær tækju tillit til annara. Um þetta mál korrt fram tillaga og hljóðaði svo: í tilefni af samþykkt Verzlun armannafjelags Reykjavíkur um breyttan lokunartíma sölu- búða á laugardögum. Mótmælir Húsmæðrafjelagið eindregið þeirri ráðstöfun. Telur fjelagið að öll frekari lokun frá því sem nú er, sje til mikilla óþæginda' fyrir húsmæður og skorar því á Verslunarráð, að láta slíka sam þykkt ekki koma til fram- kvæmda. Var hún' samþykkt í einu hljóði. Töluverðar umræður urðu um þessi mál og tóku auk fyrr- nefn’dra þátt í þeim þær: Vikt- oria Bjarnadóttir, Guðný Björ- næs, Guðrún Jónsdóttir, Soffía Jónsdóttir, María Maack, Guð- rún Eiríksdóttir og Guðný Vil- hjálmsdóttir. — Stríðsglæpamenn. Framhald af 1. síðtl maður ,,Vinnufylkingarinnar“ svonefndu. Eru þessum þrem- ur aðallega gefnar Gyðingaof- sóknir að sök. Segir um þetta í ákæruskjalinu: „Hverju þess- ir menn fengu áorkað með Gyð ingaofsóknum sínum, verður ekki vitað með vissu, en á mörg um stöðum í Evrópu voru Gyð- ingar bókstaflega upprættir. Það er varlega áætlað, að a£ þeim 9.600.000 Gyðingum, sem búsettir voru á þeim stöðum, þar sem Þjóðverjar voru við völd, hafi nasistar blátt áfram drepið 5.700=000. i 1 Aðrir sakborningar. Af þeim mönnum öðrum, sem ákærðir eru í skjalinu, má nefna: Martin Bormann, einka ritara Hitlers og skrifstofu- stjóra, Walter Funk, ráðgjafa Hitlers í fjármálum og Ríkis- bankastjóra, Hjalmar Schacht, fyrrverandi Ríkisbankastjóra og fjármálaráðherra, von Pap- en, fyrrverandi varakanslara og sendiherra Þjóðverja í Tyrk! landi, Arthur Seyss-Inquart, landsstjóra í Austurríki, með- an landið var undir yfirráðum Þjóðverja, Wilhelm Keitel, yfir mann herstjórnar Þjóðverja, Erich Reader, fyrrum yfir- mann þýska flotans, og Dönitz; flotaforingja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.