Morgunblaðið - 17.11.1945, Page 1

Morgunblaðið - 17.11.1945, Page 1
16 síður 32. árgangur. 269. tbl. — Laugardag'ur 17, nóvember 1945 ísafoldarprentsmiðja h.f. De Gaulle gefst upp við stjórnarmyndun F inni og Þjóðverji fá ISobels verðlaun Stok"khólmi í gærkvöldi. ÞÝSKI prófessorinn Otto Hahn hefir hlotið Nobelsverð- launin í efnafræði fyrir árið 1944, og finski prófessorinn Ar- turi Wirtonen þessi sömu verð- laun fyrir árið 1945. Próf. Hahn er 66 ára gamall, og hefir unnið að rannsóknum á radioaktivum efnum, og radioefnafræði. Hann hefir t. d. fundið hið radioaktiva efni Radiothom, og einnig efnin Mesothorium og Protactinum. — Próf. Hahn vann eitt sinn með Meisner, hinni austurrísku vísindakonu, sem var ein af þeim, sem fann upp aðferðina til þess að búa til atómsprengj- una. — Reuter. „Erfift að halda jól" London í gærkveldi: í DAG var rætt í néðri mál- stofu breska þingsins um neyð þá, sem fyrir dyrum er í Evrópu í vetur, og tóku margir þing- menn ti máls. Mæltist þeim mjög á eina lund, — þá, ■ að mikil hætta væri á hungri og pestum á meginlandinu í vetur, sjerstak lega þó í Þýskalandi. Voru menn sammála um það, að sem mest þyrfti að efla UNRRA og starf- semi þeirrar stofnunar. Einn þingmaðurinn komst svo að orði að þót Bretar hefðu margt af skornum skamti, þá myndi þeim reynast erfitt að halda jól, þeg- ar þeir vissu af hundruðum þús- unda, annarsstaðar, sem hung urdauðinn vofði yfir. — Annar þingmaður ljet svo um mælt, að þetta væri alt vegna þess, ”að Þýskalandi hefði verið skift í fjögur svæði, og þannig hefði alt fjárhags- og atvinnulíf ver- ið gert ómögulegt í landinu, — auk þess sem í Iandinu væri ein miljón erlendra hermanna, og mætti Guð einn vita, gegn hverju þeir ættu að vernda þýsku þjóðina.“ •— Reuter. Sigurður Eggerz fyrv. forsætisráð- herra, látinn Fara ekki á sjóinn. LONDON: Fikimenn í Gríms by hafa. virt að vettugi að- vörun f.jelagsstjórnaT sinnar um að halda áfram fiskiveið- um, og gert verkfall. Eru nú 80 fiskiskip og bátar bundin við hafnargarðana þar. HINN GLÆSILEGI og kunni stjórnmálamaður, Sigurður Eggerz, fyrrum bæjarfógeti og forsætisráðherra, andaðist hjer í bænum í gærmorgún, eftir stutta legu. Það mun hafa verið í fyrra- sumar, að Sigurður missteig sig og meiddist þá á öðrum fæt inum. Hann náði sjer þó brátt eftir þessi meiðsl. En síðastliðið sumar tóku meiðslin sig upp og lá Sigurður þá nokkurn tíma á spítala. Hann komst þó á fætur aftur og virtist hinn hressasti, þar til nú fyrir um hálfum mánuði, að hann fjekk óþolandi kvalir í fótinn. Var hann þá fluttur á spítala á ný. Kom þá í ljós, að illkynjuð meinsemd hafði setst að í fæt- inum. Var nú reyndur skurð- ur, en það dugði ekki. Sigurð- ur andaðist eins og fyrr segir í gærmorgun. Sigurðar minst á Alþingi. Fundur var boðaður í Sam- einuðu Alþingi kl 1,15 í gær. Forseti Sþ., Jón Pálmason mint ist þar Sigurðar Eggerz á þessa leið: í morgun andaðist hjer í bæn um Sigurður Eggerz, fyrrum alþingismaður og forsætisráð- herra, rúmlega sjötugur að aldri. Sigurður Eggerz fæddist á Borðeyri, 28. febrúar 1875, son ur Pjeturs Eggers kaupmanns þar og konu hans Sigríðar Guð mundsdóttur, bónda'á Kollsá Einarssonar. Hann útskrifaðist úr lærða skólanum í Reykjavík 1895 og tók lögfræðipróf við Kaupmannahafnarháskóla 1903. Árið 1905 var hann settur sýslumaður í Barðastrandar- sýslu, en árið eftir varð hann aðstoðarmaður í stjórnarráð- inu. 1907 var hann um tíma settur sýslumaður í Rangár- vallasýslu. Árið eftir, 1908, var hann settur sýslumaður í Skafa fellssýslu, og var honum veitt sú sýsla á sama ári. Sumarið 1914 varð hann ráðherra ís- lands, en tók lausn frá því em- bætti í maí árið eftir, og var síðar á sama ári skipaður sýslu maður Mýra- og Borgarfjarðar sýslu, en bæjarfógeti í Reykja- vík varð hann 1917, fyrst sett- ur og síðan skipaður. Á sama ári varð hann fjármálaráð- herra í ráðuneyti Jóns Magnús sonar og gengdi því embætti til 1920. Þá varð hann framkv.stj. í Smjörlíkisgerðinni í Reykja- vík og gengdi því starfi til 1922, en þá varð hann forsætis og dómsmálaráðherra, og hafði það embætti á hendi í 2 ár, til 1924. Síðan var hann banka- stjóri íslandsbanka til 1930, en á næstu árum, 1930—32, mál- flutningsmaður í Reykjavík. Sýslumaður í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði var hann frá 1932 til 1934, er hann var skipaður sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfóg- í'ratnn 6 ‘i Riðu Flugufregnir um að hann hafi sagt af sjer London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. MIKIL VANDRÆÐI eru nú á um stjórnarmyndun í Frakk- landi. De Gaulle hershöfðingi, hefir, að minnsta kosti í bili, gef- ist upp við að mynda stjórn, og er það aðallega kennt ágreiningi hans og kommúnistanna, sem vilja fá þýðingarmikil ráðherra- embætti, þar sem þeir eru stærsti flokkur þingsins. De Gaulle ber það aftur á móti fram, að hann ætti sjálfur að kjósa sjer ráðherra sína, þar sem honum hefði verið falin stjórnarmynd- unin, og hann kjörinn stjórnarforseti samhljóða. Flugufregnir hafa borist um það, að De Gaulle hafi sagt af sjer sem stjórnarforseti, en þær eru ekki staðfestar. Yfirleitt er mikið öngþveiti í París og menn afar svartsýnir á ástandið, sumir hverjir. Viðræðum flokkanna er stöðugt haldið áfram. Rólegl í dag í Tel RÓLEGT hefir verið í Tel Aviv á Gyðingalandi í dag, en umferðabann er að næturlagi í borginni. Herlið er allsstaðar á verði á götunum. Gyðinga- blöð hrósa yfirleitt hinum góða aga, sem breskir hermenn og lögregla hefir sýnt í óeirðun- um undanfarna daga. — Rætt hefir verið um óeirðirnar í breska þinginu, og hefir ný- lendumálaráðherrann látið svo um mælt, að uppþot slík sem í Tel Aviv, verði ekki þoluð lengur. Bandaríkin aðvara Búlgara af nýju ðgja að andstöðuflokkar sijórnarínnar sjeu beiiiir London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hefir aftur aðvarað Búlgara um það, að ómögulegt muni reynast að taka hið minnsta mark á kosning- um þeim, sem fram eiga að fara á næstunni í Búlgaríu, þar sem Bandaríkjamenn hafi sar.nanir fyrir því, að andstöðuflokkar stjórnarinnar sjeu beittir allskonar hótunum og ógnunum, og geti ekki hagað sjer sem frjálsir flokkar. Segir Bandaríkjastjórn, að hún muni ekki viðurkenna kosningarnar sem lýðræðislegar. Þrátt fyrir frestun. I aðvörun Bandaríkjastjórn- ar segir, a® Búlgaríustjórn hafi lofað að fresta kosningunum frá því í ágúst, þar til nú seint í nóvember, og undirbúa á þeim tíma það, að þær gætu fariS fram 'án nokkurra hindr- ana. Bandaríkjastjórn ber það á Búlgaríustjórnina að hún hafi ekki gert hið minsta til þess að minka kúgun þá, sem andstöðu- flokkarnir urðu að sæta, og sje ekki í landinu nú prentfrelsi, málfrelsi nje fundafrelsi. Er- indreki Bandaríkjamanna hef- ir nýlega ferðast um Búlgaríu og mun aðvörunin að miklu leytil bygð á skýrslu hans. Þýðingarmiklir flokkar. I aðvöruninni er sagt, að þýð- ingarmiklum lýðræðisflokkum Framli. á bls. 5. De Gaulle og kommúnistar Þingmenn kommúnista krefj- ast þess að fá eitt af hinum þrem þýðingarmestu ráðherra- embættum, hermálaráðherrann, utanríkisráðherrann eða innan- ríkisráðherrann. Þetta mun De Gaulle alls ekki vilja. — í dag komu þingmenn kommúnista, þar á meðal Maurice Thorez á fund með þingmönnum jafnað- armanna. Kommúnistinn Bonte sagði blaðamönnum eftirfar- andi: „Við leyfum engum manni, hvaða nafnbætur, sem hann kann að hafa, að skifta sjer af hvað flokkur okkar ger- ir. — Til varnar flokki vorum munum við berjast, jafnvel þótt til blóðsúthellinga komi“. Ávarp gefið út. Síðar var gefið út ávarp af þingflokki kommúnista, eftir að þeir höfðu komið sjer'saman undir forsæti Jaques Dulcos. — Þar segir, að flokkurinn muni gera allt sem hann geti, til þess að sem fyrst verði hægt að mynda stjórn, sem sýni sanna mynd af kosningunum. Framkvæmdanefnd jafnaðar- manna, sem kom saman í dag undir forsæti Jules Moch, gaf líka út tilkynningu, sem svo hljóðaði: „Eftir að hafa athug- að stjórnmálaafstöðuna, stað- festir nefndin það álit flokks- ins og sitt, að ganga beri að stjórnarmynduninni eftir sömu aðferðum og andstöðuráðið' gegn Þjóðverjum hafði á sín- um tíma samþykt, og sem þrír stærstu flokkarnir hafa sam- þykt“. Milano í gærkveldi: SÍÐARI hluta dags í dag, slapp Pellegrini, fyrrum fjár- málaráðherra Mussolinis úr dómshúsinu hjer, þar sem hann var hafður í haldi. Hann hlýtur að hafa haft hjálparmenn, þar sem hann var mjög haltur, eftir að hafa fengið skot í annan fót- inn, er hann var handtekinn. Ekki hefir lögregan, sem nú leit ar hans, haft upp á honum enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.