Morgunblaðið - 10.04.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. apríl 1946 Þjóðviljinn opinberar innræti sitt Harmar að geta ekki látið drepa menn JEG ætla ekki að eyða að því mörgum orðum, þótt jeg sæi það í blaðinu Þjóðviljan- um í gær, að ritstjórar þess vilja mig feigan. Þar er mjer r.efnilega skipað að fyrirfara irxjer, líklega af alþingismann inum taugaóstyrka, Sigfúsi Sigurhjartarsyni. — Jeg á að hans boði að fremj^ sjálfs- morð, sem fyrst, sjálfsagt á- siamt fjölskyldti minni. Bend ir þetta til þess að greinar- höfundur þykist ekki þess um .kominn að láta gera mig höfð inu styttri, eins og siður hef- ir verið kommúnista að leika ýmsa menn víða um heiminn. Þetta virðist greinarhöfundi falla allþungt. Slíkt er alla- jafna framkvæmt í nafni hins „austræna lýðræðis“. — Sök- um þess hve greinarhöfund- ur sýnir glöggt sinn innri mann, hlýtur pistill sá hjer í blaðinu, sem hann segir í einu orðinu, að jeg hafi skrif- að, en í því næsta, að jeg muni ekki hafa skrifað, að hafa komið heldur illa við hann, fyrst hann opinberar „æru“ sína svo greinilega, ,sem raun er á í þessum harma grát yfir því að jeg skuli ekki - era kbminn undir græna torfu. Það er auðvitað enginn hissa á því, að kommúnist-1 um væri ósárt um; að starfs- mönnum- annara blaða hjer fækkaði skyndilega. Þetta ber alveg framúrskarandi gott vitni um hversu djúpt hin svokallaða „menning" þeirra ristir, og ekki síður iim hitt/hvaða aðferðir og að gerðir hinn æruprýddi flokk- ur þeirra álítur sjer samboðn astar, þessi flokkur, sem bæði hefir fengið (g)æruna og all- fyrirskipanir sínar sendar austan frá Moskva, — flokk- urinn, sem að lokum mun hengja sig í einhverri „lín- unni“ þaðan. Jens Benediktsson. Jóhannes Þorsteinsson heldur hljómleika á fimmtudag Spilar þar bæði á flygil og frompef. Fjórir hljóðfæraleikarar aðstoða. JÓHANNES Þorsteinsson, hinn vinsæli jazzpíanóieikari, ætlar aö halda hljómleika í Gamla Bíó annað kvöJd. Jó- hannes er á förum af landi brott. Fer hann til Danmerk- ur í þessum már.uði með ung- frú Elsu Sigfúss og mun leika undir á hljómleikum með henni bar. Er ekki að efa, að afrek þeirra beggja verða ís- landi til sóma. Reykvíkingar eru orðnir lang eygðir eftir jazzhljómleikum, þar sem ísleoskir hljóðfæra- leikarar sýni, hvað þeir geta. Óg ef að líkum lætur, verða menn ekki fyrir vonbrieðum á hljómleikum Jóhannesar. Hann er fyrir löngu orðinn alkunn- ur meðal yngri kynslóðarinn- ár fyrir píanóleik sinn, bæði í útvarpi og á dansstöðum. Hitt munu færri vita að hann er einn besti, ef ekki besti. jazz- trompetleikari á íslandi. Efnisskráin á hljómleikum Jóhannesar ->ærður tvíþætt: Hann mun leika á flygil, með aðstoð Karls Karlssonar á trommu, en einnig verður „Jam Session“, og þar kemur fram fimm manna hljómsveit. Jó- hannes leikur á trompet, Bald- ur Kristjánsson á flygil, Björn R. Einarsson á básúnu, Gunn- ar Egilsson á clarinet og Karl Kaylsson á trommu. Blaðamaður frá Morgunblað- inu átti í gær tal við Jóhannes. — Þú ætlar þjer sennilega að mennta þig eitthvað í list- inni, þegar þú kemur til Dan- merkur og hefir lokið starf- inu með ungfrú Elsu Sigfúss? spurðum vjer. — Já, ef mjbr tekst að fá góða kennslu, annaðhvort í jazz eða klassiskri músik, en þó helst í hvorutveggja. Ann- ars langar mig til þess að fá tækifæri til þess að spila með einhverri danskri hljómsveit, ef tök verða á slíku. — Og nú ertu að kveðja með hljómleikunum á fimmtudag- inn? — Já, jeg býst ekki við að geta haldið aðra hljómleika, áður en jeg fer. Mig hefir lengi langað til þess að koma hjer upp konsert, en af því hefir ekki orðið fyrr en nú. En nú er að hrökkva eða stökkva, því að ekki er víst, bvenær jeg kem heim frá Danmörku. — Þú hefir fengið góða menn til þess að spila með þjer á fimmtudaginn, er mjer sagt. — Já, það hefir borið vel í veiði. Karl Karlsson verð- ur með *njer á trommu. Við erum búnir að spila saman í mörg ár. Hann hefir ljettan og skemmtilegan áslátt. Baldur Kristjánsson spilar á píanó í hljómsveitinni. Hann er þekkt- ur píanóleikari og spilar á Borg inni, eins og allir vita. Björn R. Einarsson, eini maðurinn á Framhald á bls. 12 Seinkar enn afhend- ingu faáfanna! SIGURÐUR Bjarnason kvaddi sjer hljóðs utan dag- skrár í Nd. í gær og beindi þeirri fyrirspurn til atvinnu- málaráðherra, hvað hæft væri í þeim sögusögnum, að vænta megi seinkunnar á afhendingu Svíþjóðarbátanna. Það hefði verið gert ráð fyrir, að afhend ing bátanna færi fram fyrir næstu síldarvertíð, en ástæða væri að halda að sögusagnir þessar hefðu \hð rök að styðj- ast. Atvinnumálaráðherra, Aki Jakobsson, upplýsti að skeyti hefði borist frá Svíþjóð um að verksmiðjurnar hafi tilkynnt eftirlitsmönnum Islendinga brjeflega að bátunum myndi seinka um einn mánuð. — All- ir minni bátarnir (50 tn.) yrðu komrúr fyrir síldarvertíð, en helmingur stærri bátanna (80 tn.) ekki. Ekki væri hægt að segja á þessu stigi málsins, hvort þetta verði endanlegt. Ríkisstjórnin myndi gera allt, sem í hennar valdi stæði til þess að bátarnir gætu orðið til- búnir fyrir síldarvertíð. Sigurður kvað afgreioslu og meðferð þessa máls af hendi Svía fara að verða einkenni- lega og full ástæða að rann- saka hvernig á slíkum drðetti gæti staðið. Þessi seinkun á af- hendingu stærri bátanna væri mjög bagaleg fyrir útgerðar- menn. Dósentinn lögfestur. í Ed. var frv. um dósents- embætti handa Birni Guðfinns- syni afgr. sem lög með 9:1 atkv. Minning Frú Önnu Jónsdóttur Flugbátur ferst. LONDON: Einn af flugbát- um breska flughersins hrapaði nýlega í sjó niður á höfninni í Singapore, er hann var nýbú- inn að hefja sig til flugs. í bátnum voru 11 menn og fór- ust sex þeirra en hinir slösuð- ust. FRÚ ANNA JONSDOTTIR kona sr,. Pálma Þóroddssonar í Hofsós verður til grafar borin í dag. Hún var nál. 91 árs að aldri, fædd þ. 25. apríl 1855. Faðir hennar var sr. Jón Halls- son prófastur og hjeraðshöfð- ingi í Skagafirði, er þá þjónaði Goðdala-prestakalli, en síðar var prestur að Miklabæ í Blönduhlíð og síðast í Glaum- bæ. Móðir frú Önnu var Val- gerður Sveinsdóttir frá Gils- bakka í Austurdal. Frú Anna ólst upp með móð- ur sinni til átta ára aldurs, en síðan með föður sínum, sr. Jóni Hallssyni. Þegar Björg, systir Önnu, giftist Sigurði Pjeturs-1 syni að Hofsstöðum, fluttist Anna þangað. Þar kyntist hún manni sínum, sr. Pálma Þor- oddssyni. Hann var þá á presta skólanum, en kaupamaður á Hofsstöðum á sumrin. Þau tildrög voru til þess, að sr. Pálmi gekk mentaveginn, að sr. Sigurður Thorarensen að Útskálum, gerði kunnugt á þjóðhátíð, er haldin var í Garði 1874, að hann hjeldi daginn hátíðlegan m. a. með að heita því að kosta einhvern fátækan pilt í skóla, sem barnakennar- inn, Þorgrímur Guðmundsen, teldi efnilegastan. Varð Pálmi Þóroddsson fyrir valinu. En hann var skamt kominn 1 skóía er velgerðarmaður hans sr. Sigurður fjell frá. Er sr. Pálmi hafði lokið embættisprófi 1885 vígðist hann til Fells-prestakalls. Síðar voru Hofsþing samein^ið Fells- prestakalli, og fluttíst sr. Pálnji þá að Höfða. Nokkru eftir alda- mót hættu þau hjón búskap og fluttu til Hofsóss. En í 49 ár var sr. Pálmi þjónandi prestur og sótti aldrei um önnur brauð. Svo mikil var trygð prestshjón- anna við sóknarbörnin, enda nutu þau virðingar og vinsælda þeirra allra. Frú Anna heitin var ákaflega tápmikil dugnaðarkona, styrk stoð manns síns í langri sam- Þjóðsöngnum sjaldan beiur iekið í DÁLKINUM ,,Á inniendum vettvangi“ í Morgunblaðinu þ. 5. apríl birtist eftirfarandi málsgrein: „Forstöðumenn úti- fundarins, sem haldinn var á sunnudaginn við Miðbæjarskól ann treystu of mikið á leikara- skap flokksbræðra sinna. I fundarlok ljeku þeir íslenska þjóðsönginn. Þegar hann er leikinn taka íslendingar ofan höfuðföt sín. En bá fjellu ,,frelsishetjur“ hins íslenska kommúnista- flokks „út úr rullunni“.“ Morgunblaðið birti auglýs- ingu um fundinn og stutta fregn um hann að honum lokn- um. í bæði skiptin var skýrt tekið fram, að Stúdentafjelag Reykjavíkur óg Stúdentaráð Háskólans boðuðu til hans. Enn iremur var þess sjerstaklega getið, að ræðumenn væru einn frá hverju stjórnmálafjelagi innan háskólans auk annara. Þegar blaðið þrátt fyrir þetta heldur því fram, að eingöngu sósíalistar hafi staðið fyrir fundinum hlýtur það að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að villa lesend- um sýn um fund þenna og til- drög hans. x Að því er snertir endurtekn- ar staðhæfingar blaðsins um pað, að margir fundsrmanna hafi ekki tekið ofan, þegar þjóðsöngurinn var leikinn, skal það tekið fram, að þetta er staðleysa, og mun þjóðsöngn- um sjaldan hafa verið betur tekið. Stúdentafjelr.g Reykmvíkur og Stúaentaráð Háskólans óska ekki eftir því. að útifundur- inn í Barnaskólaportinu verði dreginn inn í pólitískt dægur- þras. Jakoh Sigurðsson. form. Stúdentafjel. Rvíkur. Guðmundur Ásmundsson, form. Stúdentaráðs Háskólans. búð þeirra. Hjónaband þeirra var svo ástríkt, að aldrei bar þar skugga á. Þó tekjurnar væru alla tíð rýrar, en börnin mörg, komust þaú hjón alltaf vel af með ráðdeild og fyrir- hyggju, enda þótt þau hafi alla tíð verið samhent um gestrisni og rausn, sem annað í búskap sínum. Frú Anna var kona örlynd og skapmikil nokkuð, svo jafn- an orkaði eigi tvímælis hvort henni líkaði betur eða verr, en fremur ljettlynd, svo hún mikl- aði ekki fyrir sjer erfileika. Hún var skýrleikskona, hafði á unga aldri lagt áherslu á 3£» afla sjer þeirrar mentunar, sem fáanleg var með aðstóð eldri systkina á fjölmennu höfðings- heimili. Hún var stálminnug og átti auðvelt með á efri á árum að bregða upp myndum í frá- sögnum sínum af því fólki, sem hún hafði kynst á unga aldri og atburðum, sem á einhvern hátt voru eftirminnilegir. Börn sr. Pálma og frú Önnu voru 11, er náðu fullorðins- aldri. Elst var Þorbjörg heitin Möller, er giftist Jóhanni Möl- ler verslunarstjóra á Sauðár- króki. Hún ólst upp hjá afa sínum, sr. Jóni Hallssyni og konu hans. Hún varð bráð- kvödd á sextíu ára h.júskapar- afmæli foreldra sinna. En hin börnin 10 eru á lífi. Frú Lovísa gift Guðmundi Sveinbjörnssyni fyrv. skrifstofustjóra. Móður- bróðir hennar, Stefán Jónsson verslunarstjóri, tók hana til fósturs. En Sigrún kona Jóns Sigurðssonar alþm. á Reynistað ólst upp hjá Sigurði Pjeturs- syni á Hofsstöðum. Átta voru börnin í heimahúsum, Jgn sið- ar bóndi á Þingeyrum, Þóranna kona Pjeturs Pjeturssonar fyrrum kaupmanns á Akureyri, Hallfríður kona Vilhelms Er- lendssonar kaupmanns í Hofs- ós, Jóhanna er var gift Jóni ísleifssyni verkfræðingi og Bryndís kona Steindórs Gunn- laugssonar lögfræðings, Jóhann bókhaldari á Hvammstanga, Stefán bústjóri á Korpúlfsstöð- um og Þórður kaupfjelagsstjóri í Borgarnesi. Frú Anna var heilsuhraust fram á síðustu ár, uns lífs- þrótturinn fjaraði út eftir lang- an virinudag. Bjart hafði verið yfir ævi hennar allri, meðan hún ól upp fríðan barnahóp sinn og ekki síður þegar börn hennar og barnabörn umvöfðu hana ástríki á efri árum henn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.