Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. apríl 1946 HULDA SKÁLDKONA Frú Unnur Benediktsdóttir Bjarklind Fædd 6. ágúst 1881. Dáin 10. apríl 1946. FYRIR sextán og hálfu ári kom jeg fyrsta skipti í Þing- eyjarsýslu. Þetta var að haustlagi og jörð tekin mjög að sölna. Víða var landið 'búið að bregða yfir sig gráum kufli, og svo að segja hvarvetna voru einu litbrigð- in annaðhvort svört kletta- rið, rauðleit mýri eða bleikur flói. En þó voru til þeir staðir, sem áttu sier lit- klæði. Veður var ekki gott, kuldalegt þykkni í lofti og lengstum rigning. En annað veifið reif þó göt á hina gráu skýjaþekju, og sólin skein nið- ur í gegnum fagurbláan ljóra. Og Aðaldalshraunið, sem norp- aði nöturlegt undir hinum gráa regnhimni, varð heill dýrðar- heimur hinna fegurstu og fjöl- breytilegustu lita. Sjálfar hraun strýturnar fengu á sig gulrauð- an, bláan eða blárauðan bjarma — og svo hinn fjöl- breytti gróður á mismunandi stigum sölnunar! Þarna giamp- aði regndropi á brúnni mosa- kló, þarna tindraði hann á bleiku laufi, þarna á gulu, þarna á fjólubláu og sko hina silfruðu knappa á víðinum. Það hraut um þá gullregn, þegar næðingurinn skók þá. Svo var það Laxá. Jeg hafði heyrt um það talað, að hún væri íegurst bergvatn á íslandi. Jeg hafði hugsað með mjer- Þetta er eins og hvert annað gum. En ein- mitt þegar við ferðafjelagarnir komum að ánni, var dregið frá bláum ljóra og sólin glitaði Laxá, sem fossaði um fagur- gróna hraunhólma. Og önnur eins litbrigði hafði jeg ekki sjeð á neinu vatnsfalli , — voru þetta einhverjir töfrar — eða voru viðbrigðin svona mikil, eftir allt regnið, allt hið gráa? Nei, Laxá var undursamlega fögur, fagnaði hinni lækkandi sól með litaskiptum, sem voru frábær, en voru samt veru- leiki. .. . Og í sambandi við fegurð hraunsins og árinnar datt mjer ekki í hug skáldið á Sandi, heldur söngvarinn úr Laxárdalnum, Hulda. Þarna vorum við komnir í hennar ljóðheima. Og svo oft sem jeg hef lesið kvæðið Krosssaumur *— ef til vill það af úrvalsljóð- um íslenzkra bókmennta, sem karlmaður hefði síst getað kveð ið — hefir mjer ávallt komið til hugar haustskrúð hraunsins í Aðaldal og litbrigði Laxár. Þá var það heimilið, sem við gistum í Húsavík — sá blær menningar, sem yfir því hvíldi, en fyrst og fremst fólkið: Hús- bóndinn, glaður og skemtinn risnumaður og prúðmenni. hús- freyjan, sem var það meira en að nafni, þó að hún hinsvegar kynni skil á öllu því fegursta í heimi íslenskrar menningar og þekkti margt hið besta í bók- menntum veraldar. Loks spek- ingurinn, faðir hennar, undur á þessum veraldarhjara. Hinn kviki öldungur með æsku í augum, sem spegluðu miklar fjarvíddir og hin ríku litbrigði þess hugar, sem fvrir engu hef- ir hopað og horfir þó ekki um öxl með söknuði og ekki fram með kvíða eða eftirvæntingu, en lifir enn 1 augnabliki þess starfs, sem hann veit að sam- kvæmt tilverunnar rökum hlýt ur að eiga sjer tilgang. Sá kunni að handleika bók, sá kunni að leggja frá sjer bók. Sko þessa, hvar hún liggur, óhræsið, sko þennan ræfil að innihaldi, sko þessa gersemi, sko þennan skemmtilega rata. Svona gat hann merkt þær með því að leggja þær frá sjer á óendanlega breytilegan, en þó látlausan hátt — og svo máske gefa þeim allra snöggvast auga út undan gleraugunum. Skáldkonan Unnur Benedikts dóttir Bjarklind var, svo sem alþjóð er kunnugt, dóttir Bene- dikts Jónssonar á Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjar- sýslu, og var í báðar ættir kom- in af gagnmerku og gáfuðu fólki, sem átti fegurð handar og huga og þrá til að skapa sjer fagurt umhverfi og bætta hagi. Hún ólst upp á heimili, þar sem ræddar voru bókmenntir íslend inga, saga og þjóðhættir, en engu síður erlend nýmæli í bókmenntum og þjóðfjelags- málum, framtíð íslensku þjóð- arinnar og horfur í málum alls hins vestræna heims. Hún heyrði stórhuga menn leggja ráðin á um framkvæmdir, hún kynntist miklum vonum og máttugum hugsunum, og hún lærði að meta fegurð og dreng- skap. Hún fjekk þegar í föður- húsum að læra erlend mál í þeim tilgangi einum að njóta góðs af því besta í bókmennt- um þjóðanna, og síðan fór hún hingað til höfuðstaðarins til frekari menntunar, og hjer átti hún þess kost að umgangast menntað og siðfágað áhugafólk um bókmenntir og önnur menn ingarmál. Hin unga og efnilega mennta kona og skáldkona giftist árið 1905 Sigurði Sigfússyni Bjark- lind, kaupfjelagsstjóra í Húsa- vík, hinum ágætasta manni að mannkostum og menningu allri, og þau sköpuðu saman hið ágæta heimili, sem varð menn- ingarleg miðstöð hjeraðsins og víðkunnugt fyrir risnu. Hús- freyja þess heimilis og ágæt móðir barna sinna, las fjölda bóka og ferðaðist til útlanda oftar en einu sinni til þess að fylgjast sem best með því, sem helst var við hennar hæfi í bókmenntastraumum nágranna þjóðanna vestan og austan Norð ursjávar, og hún varð hinn fyrsti listræni og um leið stór- virki kvenrithöfundur íslands. Þau hjónin, Unnur og Sigurð ur Bjarklind, fluttust hingað til Reykjavíkur árið 1935, og hjer áttu þau síðan heima. Þau eign- uðust hjer marga vini, og voru bæði, þegar húsfreyjan naut sín, fyrir sakir veikrar heiisu, hinir sömu ljúfu og viðfeldnu gestgjafar og þau höfðu verið nyðra. Þau áttu fjögur börn, og eru þrjú þeirra á lífi, tveir syn- ir og ein dóttir, og eru þau öll búsett hjer í bænum. Unnur Bjarklind Hulda skáldkona gaf út alls átján bækur, og sú nítjánda er fullbúin til prentunar. Af bók- um hennar eru, að þeirri með- taldri, sem enn er ekki prent- uð, sex ljóðabækur, en 13 í óbundnu máli, þar af ein skáld- saga í tveimur bindum. Ýmis- legt af því, sem hún skrifaði í óbundnu máli var góður skáld- skapur, og allt bar það vitni um ást hennar á fegurð, dreng- skap og sannri menningu. í einni af þessum bókum hennar ,,Skrítnum náungum“ kom mjög í ljós hæfileiki, sem hún beitti annars lítið í skáidskap sínum, en það er hressileg, en hlýleg glettni. Samt sem áður var það á sviði ljóðlistarinn- ar, sem hún komst lengst. Þar skapaði hún varanleg verðmæti og vann brautryðjandastarf, sem langt er frá að mönnum sje almennt ljóst, og hefir það verið mín skoðun, síðan jeg fann hjá mjer hvöt til að at- huga í heild ljóðlist okkar Is- lendinga á síðari hluta 19. ald- ar og þeim áratugum, sem liðn- ir eru af þessari, að Huldu hafi borið sæti í fyrsta flokki við út- hlutun skáldalauna, og mun það verða flestum frjálsum og bók- vitrum mönnum ljóst, þá er út verða gefin úrvalsljóð hennar og rækilega verður um hana skrifað. Hulda var tvítug, þegar hún fyrst birti ljóð eftir sig á prenti. Þau birtust í Framsókn, sem frú Jarðþrúður Jónsdóttir gaf út. Síðan birti Hulda kvæði í Ingólfi og í Sumargjöf Bjarna Jónssonar frá Vogi, en árið 1909 gaf hún út fyrstu ljóðabúk sína, Kvæði. Kvæðin í blöðum og tímaritum og eins ljóðabókin, vöktu mjög mikla athygli. Tvö höfuðskáld þjóðarinnar skrif- uðu um ljóðin, þeir Matthías Jochumsson og Þorsteinn Er- lingsson, og Einar Benedikts- son orti kvæði til hinnar ungu skáldkonu. Þá er það og víst, að Benedikt Gröndal, sem hafði ráðist gegn Hannesi Hafstein, þá er hann flutti fyrirlestur um raunsæisstefnuna í bókmennt- um, taldi kvæði Huldu bera boð um nýja og fegurri ljöðlist — og Bjarni Jónsson frá Vogi, sem unni mjög einmitt fögrum skáld skap, mat ljóð hennar mikils. Raunsæisstefnan í bókmennt um umheimsins varð hjer frek- ar áhrifalítil, og við Islending- ar Jcomumst hjá öfgum hennar, nr- L : **• því að við höfðum ekki lent á rómantískum glapstigum — og eins og á hefir verið bent höfð- um við átt okkar heilbrigðu raunsæisbókmenntir frá fornu fari, þar sem eru íslendingasög urnar. Þær stefnur, sem tóku við erlendis af realismanum, sýmbólismi og nýrómantík, leiddu heldur ekki íslensk skáld á neina verulega glapstigu, en höfðu hjer þó áhrif, sem allt til þessa dags hefir gætt í bók- menntum okkar og gætir enn hjá sumum skáldum — og máski ekki síst þeim, sem gera sjer þess ekki grein og mundu trúlega alls ekki viðurkenna það. Strax í ljóðakveri Einars Kvarans frá 1893, sem er mikl- um mun merkara en flestir hafa komið auga á, ennþá sem kom- ið er, gætir áhrifa sýmbólism- ans öfgalaust og til auð- særra bóta. í fyrstu ljóðabók Guðmundar Guðmundssonar eru áhrif nýrómantíkurinnar augljós, en nokkuð dauf og ekki nógu hnitmiðað formið. Þá er það ljóðakver Þorsteins Gíslasonar frá 1904, Nokkur kvæði. Þar er svo góður skáld- skapur, sem auðsýnilega virð- ist innblásinn af erlendum kveð skap, án þess að þar komi til greina nein eftirherma, að ætla má, að ef Þorsteinn Gísla- son hefði ekki einmitt um þetta leyti lent út í tímafreka póli- tíska ritstjórn, þá hefði hann orðið á sviði bókmenntanna all- áhrifarikur um ný viðhorf og sköpun þjóðlegrar nýróman- tískrar ljóðlistar. Einar Bene- diktsson hefir áreiðanlega mikil kynni á Hafnarárum sínum af hinum nýju stefnum og hneig- ist að sumu leyti í þeirra átt, en hann er svo stórbrotinn og sjerstæður, að hann sprengir markalínur allra isma, en hitt er ennþá lítt eða ekki rann- sakað mál, að hve miklu leyti líkingamál hans og dulhyggja stendur í sambandi við erlend- an symbólisma. Jóhann Gunnar Sigurðsson yrkir nýrómantísk og sýmbólsk kvæði, og þar á meðal tvö af sínum bestu ljóð- um, Kveðið í gljúfri og Óráð. Sama er að segja um Jónas Guðlaugsson, og nægir þar að benda á Hóladans og Æskuást. Víst er og um það, að mörg ljóð Jóhanns Sigurjónssonar, og leikrit hans, Bóndinn á Hrauni, Fjalla-Eyvindur og Galdra- Loftur eiga sín tengsli við þess- ar stefnur á Norðurlöndum — og um margt í síðari skáld- skap Guðmundar Guðmunds- sonar og í dulhyggju Einars Kvarans í ýmsum skáldsögun- um er sama að segja. En það íslenskt skáld sem naut var- anlegast margs hins besta úr þessum stefnum, skildi gleggst þá möguleika, sem þær höfðu í sjer fólgna fyrir íslenska ljóð- list, hugsaði stærst í sambandi við þá og miðlaði óbeint mestu til hinna yngri skáldanna, var Hulda skáldkona. Auðvitað er, að kvæði Huldu vöktu meiri athygli en ella hefði orðið, fyrir þær sakir, að fljótlega kvisaðist — ekki að- eins 1 Reykjavík, heldu>- og út um land, — að höfundur þeirra væri kornung stúlka, meiri at- hygli sagði jeg, því að telja má víst, að þessi ljóð hefðu ekki farið fyrir ofan garð og neð- an, þó að einungis einn eða tveir menn hefðu vitað, að höfundur þeirra væri ekki karlmaður. Fyrst og fremst er það, að aug- ljóst var, að þau voru góður skáldskapur — en auk þess voru þau allnýstárleg. Þau voru formfögur, í þeim var fólgin heillandi, draumkennd og dul- úðug þrá eftir fegurð og sam- ræmi ytra og innra — og yfir þeim blær þjóðkvæða og þjóð- sagna, ekki allt sagt berum orð- um, heldur oft það, sem var dýpst sjeð og innilegast lifað, að hálfu dulið, stundum fyrst og fremst í heildaráhrifum kvæðisins, stundum í einstökum setningum, sem lýstu inn í heima tilfinningalífsins, draum anna og þránna á fíngerðari og dulúðgari hátt en hjá þeim karl mönnum, sem brugðið höfðu fyrir sig svipuðu formi — og aðallega með skírskotun til þess sem fól í sjer þrá eftir sælu í fegurð og yndisleik. Einkum var það endurvakning og fegrun þuluforms og viðlaga, sem vakti mikla og maklega hrifni, því að allir mundu þá'dultöfra, sem þeir höfðu orðið fyrir í móður- keltu eða við knje ömmu af hinni undarlegu og heillandi fegurð þulubrota, viðlaga og barnagælna. Enda varð sú raun in, að þá er Hulda hafði endur- nýjað þuluformið, vísað þar veginn til fegrunar og aukins innihalds, án þeirra föstu tak- marka, sem venjulegt ljóðform setur, gerðust margir til að yrkja þulur — og þá einkum konur, en einnig*karlar. Nægir þar að minna á Theódóru Thór- oddsen, Ólöfu á Hlöðum, syst- urnar Ólínu og Herdísi og Sig- urð Nordal, og auðsæ eru áhrif þulurnar hjá Davíð Stefánssyni, einkum í 1. bók hans oy sama gætti í ýmsum fyrstu kvæðum Tómasar Guðmundssonar og ýmsra þeirra, er ortu í skóla á árunum kringum 1920 — og ó- hætt er að fullyrða, að frá þeim Davíð og Tómasi liggja þræðir til hinna yngstu ljóðskálda, sem best kveða. En svo eru margir ljóðahöfundar, sem hafa bein- línis stælt hinn nýja þulukveð- skap eða þau kvæði, sem standa í nánum tengslum við hann. Mjer er kunnugt um það, að á berskuheimili Huldu skáld- konu voru þulur og viðlög, forn goða- og hetjukvæði og eldri °g yngri þjóðsagnir og ævin- týri höfð í miklum metum, og þar var ríkjandi skilmngur á eðli og gildi alls þess. Henni mun þegar í æsku hafa lærst að skilja, að hin glófögru bauga brot og hinir fagurformuðu gripir voru til orðnir við elda saknaðar og sársauka, ófull- nægðrar sæluþrár og glataðra hæfileika til mikilla afreka og mikils þroska. Og hún mun snemma hafa öðlast skilning á því, hve dásamlegt það hafði verið íslenskri alþýðu, hið fljúg andi klæði, sem hafði um aldir Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.