Morgunblaðið - 03.05.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.1946, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. maí 1946 MOhdUNBLAÐIB 5 INGI T. LÁRUSSON JEG minnist þess, þegar jeg var drengur tíu eða elleí'u ára gamall, að jeg kom til Seyðis- fjarðar, að vetrarlagi ög dvaldi þar í nokkra daga. Þar sá jeg margt, sem mjer sveitacirengn- um þótti merkilegt og minnis- stætt enda var þá Seyðisfjörð- ur í hröðum vexti og atvinnu- og skemtanalíf alt í miklum blóma. Eitt kvöldið sem jeg dvaldi í þessum ævintýralega bæ, kom jeg var á skemtisamkomu og er mjer mjög minnisstætt, að þar heyrði jeg í fyrsta skifti einsöng, á opinberri samkomu og var það Kristján heitinn Kristjánsson læknir, sem söng þar nokkur lög, en ^nn hafði fallega rödd og var mjög músikalskur maður, eins og þjóðkunnugt er. Þegar aðalskemtiatriðum sam komunnar var lokið, byrjaði dansinn og heyrði jeg þá í fyrsta sinni spilað fyrir dansi á píanó. Sú músik fanst mjer fögur og aðlaðandi. Jeg heyrði einhvern spyrja, hver það væri sem spilaði og svaraði einhver annar, að það væri Ingi Lárus- son. Sá sem spurði furðaði sig á því að slíkur unglingur gæti spilað svo mikið, en þá svar- aði einhver nærstaddur að Inga væri óhætt, þó ungur væri, þeg ar hann væri sestur við hljóð- færið. Þegar dansinn hafði staðið nokkra stund, stóð upp frá hljóðfærinu drengur á ferm- ingaraldri. Hann var brosleit- ur og þegar hann gekk frá hljóðfærinu, var hann ljettur í spori. Þetta var Ingi T. Lárus- son og sá jeg hann þarna, í fyrsta skipti. Jeg varð hrifinn af að sjá þennan unga hljóð- færaleikara. Mjer fannst hann sjerstaklega drengilegur og fallegur og hann fylti hug minn, sem fýrirmynd þess, sem af guðs náð væri innbiásinn snillingur á sviði hljómlistar. Nokkrum árum síðar kyntist jeg Inga T. Lárussyni persónu- lega og vórum við góðir vinir ætíð síðar. Mjer eru vel minnis- stæðar þær stundir þegar jeg heimsótti hann á Seyðisfirði, á unglingsárum hans, en þá var hann byrjaður að semia lög sjálfur. IJann hafði oi’gel heima í sínu herbergi og var þá stund um ekkert tregur að spila fyr- ir mig lög, eftir ýmsa fræga snillinga, á sviði tónlistarinn- ar, en þess á milli spilaði hann lög eftir sjálfan sig. Jeg man greinilega hvað mjer þótti þá strax fallegt lag hans við kvæði Jónasar Hallgrímssonar, „Nú andar suðrið“ o. s. frv. en það lag samdi Ingi á unglingsárum sínum. Eitthvert fyrsta lagið, sem jeg held að Ingi hafi sam- ið, er við kvæði Páls Ólafsson- ar „Ó, blessuð vertu sumarsól", og varð það landfleygt á örfá- um árum, enda kom það snemma fyrir almennings sjón- ir, í „Organtónum" Brynjólfs Þorlákssonar .A þessum árum samdi Ingi nokkur falleg kvæða lög, t. d. við vísur Páls Ólafs- sonar, „Sólskríkjan mín situr enn*á sama steini“ og við vís- ur Þorsteins Erlingssonar, „Litla skáld á grænni grein“. A þessum árum samdi Ingi líka fánalag, við kvæði Einars Bene TÓNSKÁLD gift Guðmundi Þörsteinssyni lækni, á Borgarfirði eystra og Snorri Lárusson, nú á Akur- • n eyri. diktssönar „Rís þú unga íslands merki“, og þykir mjer það fallegast allra þeirra laga, sem jeg hef heyrt við það kvæði. Snemma samdi Ingi líka gull- fallegt lag við kvæði Einars Benediktssonar, ,,í svanalíki lyftist moldin hæst“. Aðeins örfá af þessum fyrstu lögum Inga, hafa birst á prenti, en þau sem p^entuð hafa ver- ið, hafa öll orðið þjóðkunn, á örfáum árum og eru þau nú daglega sungin, í hverri ein- ustu bygð landsins. En megnið af lögum Inga hefur ennþá ekki komið fyrir almennings- sjónir og eru þau því alveg ó- kunn mestum hluta þjóðarinn- ar. ■ En nákomnir vinir Inga, fengu stundsm að heyra hann sjálfan spila mörg lög eftir sig og jeg veit, að bæði mjer og öðrum, sem áttu þess kost, að vera með Inga í vinahóp, verða ógleymanlegar þær stundir þeg ar hann spilaði, fyrir okkur, ýms af lögum sínum, sem eru hvert öðru fegurra og ekki síst er hann gat sjálfur túlkað þau frá hljófærinu og gefið þeim það líf og anda, er hann sjálf- ur kaus. Þegar Ingi Lárusson var fimtugur, fyrir nokkrum árum, spilaði hann nokkur af lögum sínum í útvarpið, en Þorsteinn Hannesson söng þau. Þá fór Ingi fram á það, (við útvarpið, að þau yrðu tekin upp á hljóm- plötu. En þá vildi svo óheppi- lega. til að útvarpið sá sjer það ekki fært, vegna vöntunar á góðum plötum. Jeg hygg að Ingá hafi þótt þetta leitt og þar með glataðist einasta tæki- færið, til þess, að fá nokkur af bestu lögum Inga hljóðrituð í hans eigin meðferð. En vel gæti jeg trúað því, að mörgum sem unna hljómlist og fögfum lög- um þætti það nú mikils virði, ef til hefðu verið, á hljómplöt- um nokkur af lögum hans, spil- uð 'af honum sjálfum. Dr. Páll ísólfsson sagði í út- varpinu, fyrir nokkrum árum, að Ingi T. Lárusson væri ein- hver sú allra lyriskasta sál, sem hann hefð,i nokkui’n tíma þekt. Þessi orð Páls ísólfssonar tel jeg mikils virði og eflaust rjett. Ingi T. Lárusson bjó yfir ó- venjulegum auði, af fögrum melódíum, sem mótuðust í með ferð hans, þegar hann var sest- ur við hljóðfærið. En því mið- ur mun Ingi aldrei hafa hirt um það, að setja á pappír nærri allar þær melódíur, sem í hug hans bjuggu og karmski eru engar þeirra til nú, nákvæm- lega eins og þær voru, þegar hann túlkaði þær sjálfur á hljóðfæri. Ymsir músikalskir rRenn, sem þektu Inga T. Lárusson vel, hafa jafnvel haldið því fram, að hann hafi verið eins- konar Schubert okkar, hjer á landi, svo ijettar og fagrár voru margar melódíur hans. En nú þegar hann er látinn, verða kannske lög hans lítilsmetin, við fráfall hans, eins og lög Schuberts, þegár hann dó í fá- tækt og algjörðu umkomuleysi. Það hefir verið sagt, að allar eigur Schuberts hafi verið seld ar, fyrir nokkur ríkismörk, þegar hann dó og þar á meðal var mikið af hans allra fegurstu verkum, sem nú hafa verið gef- in út, mörgum sinnum, í miljón um eintaka, um allanrv heim. Vel getur svo farið, að ís- lenska þjóðin telji, síð^r meir, sjer vansæmd, að Ingi T. Lárus son var lægstur á tónlistamanna styi'k, hjá þjóðinni, árið sem hann dó. , Ingi T. Lárusson yar fædd- ur á Seyðisfirði, 26. ágúst 1892, sonur Lárusar Tómassonar, skólastjóra þar og konu hans Þórunnar Gísladóttir Wium. Systkini Inga voru .þrjú, Gísli símritari á Seyðisfirði, dáinn fyrir nokkrum árum, Margrjet Ingi var giftur Kristínu Ágústsdóttir Blöndal en þau slitu samvistum eftir nokkurra ára. sambúð. Þau áttu eina dótt- ur, er hún nú búsett á Norð- firði, hún heitir Tnga Lára. Ungur fór Ingi til náms, í Verslunarskólanum hier í Reykjavík, og eftir það stund- aði hann aðallega verslunar- og skrifstofustörf, en var í nokk- ur ár póstafgreiðslumaður og símstjóri á Norðfirði. Nokkur síðustu ár æíinnar, var Ingi T. Lárusson mjög heilsuveill og naut illa sinna hæfileika, af þeim ástæðum og tvö síðust^j árm sem hann lifði var heilsa hans alveg þjotin, svo að hann várð að liggja rúm- fastur. Allann þann tíma dvaldi hann hjá Guðmundi Stefáns- syni símstjóra á Vopnafirði og reyndist Guðmundur og kona hans Inga traustustu vinir, í raunum hans og veikindum og eiga nú vinir Inga og þjóðin öll, þeim hjónum mikið að þakka, fyrir þeirra mikla dreng lyndi og umönnun allan þann tíma, sem hann lá helsjúkur á sóttarsæng. Þegar Ingi dvaldi síðast í Reykjavík, vaið hann alvarlega veikur, af þeim sjúkdómi, sem síðar dróg hann til'dauða. En þá kom það greiniléga í ljós, hversu marga vini hann átti . Ingi T. Lárusson. i. Svífa nú tónar sárir landi yfir. — Svali’ er í blænum, morgunn vorsins unga. Sönghörpur stynja undir ekkans þunga, alls staðar harmur, hvar, sem óður lifir. Bláfjólum hlíða blika tár á hvarmi. Bjarkir í lundi hnipnum greinum standa. Þrestir í lyngi, svanir söngvalandi saknaðarkvæðum leyna innst í barmi. Hnigið er skáld, er söng í sálir inn sólfegurst ljóðin, gulli dýrri hreima. Hátt, yfir snilling, lætur líkaböng. Hljómdísir kveðja kærsta vininn sinn, kliða’ ’onum þakkir, aldrei honum gleyma, honum, sem skært af hreinni guðs náð söng. II. 9 Svo fylgir hugur þjóðar þjer á braut, og þú átt hennar hjartastrengi alla. Hún mun um raðir alda aldrei gleyma þeim arfi dýra, sem hún frá þjer hlaut. Við hljómsins leik er heilög sæl’a að dreyma, og hvílast svo við móðurjarðar skaut. Og meðan Heimir hörpu lætur gjalla mún hlýtt í kyrð á ljúfa sönginn þinn. Á helgum slóðum hefðu róminn snjalla. í hliðskjálf þá ert boðinn velkominn. Og Jónas setur þig við hægri hönd •— þá hefst við sóiblik tóna og stefja gleði. Og hörpuslátt frá drottins dýrðarhöll í dagsins eilífð heyra má um lönd. — því slíkum hreim hann unni mest af öllu. En þaðan engin skyggir sjónarrönd. Og þar sjest aldrei sólin síga að beði. Þar signist allt við helgilog og dag. Svo þar er hvorki líf nje lán í veði. í Ijóssins sönghöll ómar skærst þitt lag. Sig. Arngrímsson. hjer, því jafnvel fólk sem aldrei! hafði hann augum litið, sendi! honum þá kveðjur sínar og góð-‘ ar gjafir. Öll slík vinsemd hafði djúp áhrif á hina listrænu sáli hans, og engin orð hvorki i . ræðu nje riti geta lýst því þakki læti, sem Ingi bar til þeirra er sýndu honum vinsemd, í veikindum hans. aðeins við- kvæmustu hljómar, listrænnar sálar geta túlkað þær þakkir og einmitt þeir hljómar er jeg viss um, að hafa ómað í sál Inga T. Lárussonar, siðustu stundirnar, sem hann lifði, í þessum heimi. Ungur mun Ingi hafa orðið fyrir ýmiskonar vonbrigðum í lífinu, eins og.gengur og ger- ist. En þar sem hann var ó- venju viðkvæmur í lund og dulur að eðlisfari, mun hann ekki hafa flíkað tilfinningum sínum við aðra. Og á síðari ár- um var hann jafnvel tregur til, að halda á lofti þeim lögum sín- um, sem túlka best tilfinning- ar hans og minningar, og nú minnist jeg þess, að nokkru áður en Ingi fór síðast hjeðan* úr Reykjavík, var hann heima hjá mjer seint um kvöld. Allir í húsinu voru háttaðir og farn- ir að sofa, nema við tveir og ‘ konan mín.. ÞS“ settist Ingi við pianóið og spilaði eftir sig lag, við vísu eftir Stefán frá Hvíta- dal, „Það er svo margt að minn- ast á“, þetta lag er ákaflega melankolst, en með afbrigðum; fallegt. I þetta skifti varð sorg- in og viðkvæmnin í laginu, svo sjerstök, að við sem hlustuð- um, sátum í leiðslu og hugur okkar klöknaði og síðan minn- ist jeg aldrei svo Inga, að mjer komi ekki þessi kvöldstund í hug. Þegar Ingi dvaldi síðast í Reykjavík, kom hann sjerstak- lega oft á heimili eins ákveð^ ins vinar síns hjer. Og þótt þar væri ekki rúmt um húsakynni, var þar ætíð rúmt um vináttu og gleði og þar ríkti altaf list- rænn andi og mikil músik. Á þessu heimili undi Ingi sjer vel og þangað komu oft ýmsir vin- ir hans og velunnarar og áttu þar með honum ánægjulegar stundir, þá spila^i Ingi oft mörg ■af fegurstu lögum sínum og hygg jeg að þær stundir sjeu ógleymanlegar þeim sem þeirra nutu. Þann 24. mars s. 1. Ijest Ingi T. Lárusson, austur á Vopna- firði, eftir langa og erfiða legu, tæplega 54 ára gamall. Honum auðnaðist ek);i að fagna sól þessa sumars, með hinu gull- fa'gra lagi sínu, „Ó, bktssuð vertú sumarsól“, en Ríkisút- varpið byrjaði dagskrá sumars- ins, með þessu lagi, núna á sumardaginn fyrsta og þann dag heyrðist oU í útvarpinu spil að, þetta sama lag. Og jeg er þess fullviss, að þetta lag og mörg fleiri af lögum hans, eiga eftir að hljóma í mörg ár, á öldum Ijósvakans. frá íslenska Ríkisútvarpinu, þjóðinr.i til ánægju og um leið verða þau óbrotgjarn minnisvarði um nafn Inga T. Lárussonar. í dag verður Ingi til grafar borinn hjer í Reykjavík, samkv. háns eigin . ósk. Og nú í sumar og á ó- Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.