Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur 18. sept. 1947
MORGVNBLÁÐIÐ
THOR JENSEN
NNINGARORÐ
THOR JENSEN andaðist að
heimili sínu, Lágafelli í Mos-
fellssveit, þann 12. september.
Hann hafði legið þúngt hald-
inn í 8 daga, fjekk heilablóð-
fall að morgni þess 4 sama
mánaðar. Komst hann naumast
til fullrar meðvitunar eftir það.
En meðan hann mátti mæla,
vildi hann rísa úr rekkju, og
helst safna vinum og vanda-
mönnum til fagnaðar, áður en
hann skildi við jarðlífið, sáttur
við allt og alla. Þannig endaði
líf þessa 83 ára atorkumanns.
Æfisaga Thor Jensens er al-
þjóð í aðalatriðum kunn. —
Hann var fæddur á Friðriks-
bergi við Kaupmannahöfn 3.
desember 1863. Faðir hans
missti eigur sínar í styrjöld-
inni, sem Danir áttu við Þjóð-
verja, þegar Thor var á fyrsta
ári.
Hingað til landsins kom
hann nýfermdur ísavorið 1878,
til þess að gerast búðarsveinn
við Brydesverslun á Borðeyri.
Fjevana einstæðingur var hann
og varð að vinna kauplaust í 5
ár að öðru leyti en því, að hann
f jekk fæði og húsnæði við versl-
unina. Menn hafa líka heyrt
frá því sagt, hvernig hann af
eigin rammleik kom ungur und
ir sig fótum efnalega og hvern-
ig hann heillaðist af landinu og
þjóðinni. Hvernig íslendinga-
sögurnar opnuðu honum nýja
heima og leiddu hann til auk-
ins skilnings á þjóð nútímans.
Eldri kynslóðinni í Borgar-
firði er einnig í minni verslun-
arstjóraár hans í Borgarnesi.
þegar hann reisti þar bú 1886
með hinni ungu konu sinni,
Þorbjörgu Kristjánsdóttur frá
Hraunhöfn. Gamlir Borgfirð-
ingar minnast hins fjörmikla,
hagsýna, duglega útlendings, er
ávann sjer vináttu og hylli hjer
aðsbúa, varð hjálparhella
þeirra, sem áttu erfiðast upp-
dráttar, en ráðhollur leiðbein-
andi fyrir þá, sem voru bjarg-
álna.
Þá er og oft í frásögur fært,
hvernig hann sjálfur lærði af
búhöldum hjeraðsins að koma
upp stórbúum, fleirum en einu
á skömmum tíma.
Meðan Thor Jensen var versl
unarstjóri í Borgarnesi á árun-
vm 1886—1894, var hann ekki
nema að hálfu leyti sjálfs sín
ráðandi, þvi verslunareigandinn
var norskur stórkaupmaður. —
Þess vegna tók Thor Jensen sig
upp þaðan, árið 1894, enda þótt
hann hefði á þeim 8 árum, er
hann var í Nesinu, bundið
tryggði bæði við staðinn, hjer-
aðið og íbúa þess.
Þá hefst sá þáttur í lífi hans,
sem að ýmsu leyti var lærdóms-
ríkastur. Hann stofnar sjálf-
stæða verslun á Akranesi. Þar
bjóst hann við að geta notið
krafta sinna, þekkingar og
hæfileika, sjer og sínum til
fulls. Sagan af verslunarárum
hans þar er saga um það, hvern
ig hlýtur að fara fyrir stórhuga
mönnum, sem lifa með fullkom
léga efnalega ósjálfstæðri þjóð,
er hvorki hefur rekstursfje,
síma nje samgöngutæki í sínum
eigin höndum.
Á þeim árum, sem Thor Jen-
sen var  búsettur á Akranesi,
kvaðst hann hafa haft mest
starfsþrek og lífskjör, enda var
hann þá á Ijettasta skeiði. En
þó hann ynni nótt með' degi, og
gæfi sjer aldrei hvíld, þó hann
teygði út verslunarsvæði sitt,
allt frá Kollafirði og vestur á
Snæfjallaströnd, þá kom allt
fyrir ekki. Allar aðstæður til
verslunar- og atvinnureksturs í
landinu voru þá þannig, að er-
lendir menn, sem ráku hjer við-
skipti, gátu áhættulítið tryggt
sjer gróðann af striti þeirra, er
hjer unnu.
Það fór því svo fyrir þessum
framgjarna athafnamanni, að
þó hann kæmi til Akraness vel
efnum búinn af afrakstri hinna
borgíirsku búa sinna, fór hann
þaðan slyppur haustið 1899,
var atvinnu- og eignalaus mað-
ur á síðasta ári 19. aldarinnar.
Þá hvarflaði það að honum
að hverfa af landi burtu, til að
leita sjer fjár og frama vestan
hafs. Það var í þriðja sinn, sem
honum datt slík ráðabreytni í
hug. En þá, sem áður, var hann
orðinn svo tengdur órof.ibönd-
um við ísland, að ekkert gat
orðið úr brotthvarfi hjeðan.
•
Á fyrsta ári 20. aldarinnar
sest hann að hjer í Reykja\ík
með fjölskyldu sína. — Hann
stoínar nú verslunina Godt-
haab í biskupshúsinu gamla,
þar sem nú er Reykjavíkur
npótek. Reykvíkingar, sem voru
komnir tii vits og ára á fyrstu
dögum aldarinnar, muna Godt-
haabsverslun. Hún rann upp
eins og fífill í tjni í miðri
Reykjavík. Með henni harðnaði
samkeppnin um verðlag og
vörugæði hjer í bænum, til hags
bóta fyrir bæjarbúa í heild
sinni. Nú gerðist starfssvið Thor
Jensens umsvifameira en áður.
Með hinni almennu verslun
sinni rekur hann byggingaversl
un í stórum stíl eftir þeirra
tíma mælikvarða og nær við-
íkiptum við menn víðsvegar um
land. Hann tekur þátt í skútu-
útgerðinni, sem þá var að vísu
atvinnuvegur, kominn á fall-
andi fót, enda voru tækin af-
lógaskip, sem aðrir höfðu dæmt
chæf. Frábær vöruþekking
hans, kunnleiki á þörfum, ósk-
um og kröfum almennings í
landinu, gerir honum auðveld-
ara en öðrum að reka hjer versl
un, þegar hann þarf helst, sak-
ir skorts á rekstrarfje, að velta
nverri krónu oft á ári.
Á þessum árum gerðist sá
mikli atburður í lífi hans, að
sjö skipstjórar, meðal hinna
dugmestu í þilskipaflotanum,
stofnuðu með honum tii inn-
lendrar togaraútgerðar. Er það
gert með þeim hætti, að Thor
Jensen fær byggðan einn hinn
vandaðasta togara, sen þá
hafði verið gerður í Bretlandi,
en sjálfur varð hann í hjaverk-
um sínum að afla sjer svo mik-
illar þekkingar á skipabygg-
ingum, að hann gæti samið
smíðalýsinguna sjálfur.
Hjer er hafin innlend stórút-
gerð, upphaf mikilla framfara.
En til þess að fyrirtæki -þetta
gæíi komist á laggirnar, varð
Thor Jenien að gerast svo
skuldskeyttur við erlenda við-
skiptamenn sír.a, að þeir gátu
þröngvað honum í íjelagsskap,
fordæmum sínum, fyrirhyggju
og bjartsýni, átti sinn mikla
þátt í því, að auka trú bjóðar-
innar á lífsmöguleika hennar.
Harm efldi samtíð sína til þessa
stórhugar, sem honum sjálfum
var í blóð borinn.
•
Eftir er sá þáttur, sem skipta
kann mestu máli: Hvernig var
maðurinn, er bjó yfir svo ó-
venjulegum hæfileikum til
íramkvæmda, og hvernig var
það hjarta, sem bak við athafn
ir hans sló?
Hver voru rök  til  þess,  að
hann, sem „í bernsku berfætt-
ur gekk, fata- og fjevana,  úr
föðurgarði", gat hjer á íslandi
Jjðrum möniium fremur, breytt
Ifátækt  í  fjáreign,  melum  og
Jnýrum í írjóvga jörð, og gert
Ijull hafsins sjer og öðrum að
jhandbærum lífeyri?
Jeg hefi á undanförnum ár-
um átt því láni að fagna, að fá
tækifæri til,  að kynnast Thor
Jensen nánar en nokkrum öðr-
|um manni. Eftir því sem sú við-
kynning  varð  fyllri,  eftir  bví
j»f jekk jeg meiri og meiri mætur
f,á manninum, og því, sem hann
í-vann

THOR JENSEN
er gerður var til þess að treysta
viðskiptaböndin milli Dan-
rnerkur og íslands.
•
Frá öndverðu hafði Thor Jen
sen verið því fráhverfur að ein-
rkorða viðskipti þjóðarinnar við
Dani. Hin landsíöðurlega um-
hyggja danskra seistöðakaup-
manna var ekki að hans skapi,
enda naumast til hennar stofn-
að í gróðaskyni fyrir íslend-
inga. Enn hafði stórhugur Thor
Jensens til átaka fyrir íslenskt
atvinnulíf orðið helst til mikill,
samanborið við fáanlegt ,inn-
Jent rekstrarfje. Þess vegna
gerðist hann nauðugur þátttak-
andi í hinu svonefnda „Milljéna
fjelagi".
Eftir sex ára vonlausan barn
ing yfirgaf Thor Jensen fje'ag
þetta. — Hafði hann þá fyrir
nokkru siofnað útgerðarijelagið
, Kveldúlf", sem nú varð óska-
barn hans. Þar fjekk hann fyrst
það vængjatak í atvinnumálum
þjóðarinnar. sem var nokkurn
veginn við hans hæfi, þó aldrei
yrði sú starfsemi nema lítil í
samanburði við þær fyrirætl-
anir og vonir, sem hann bar í
brjósti.
Á næstu árurn vann hann ó-
sleitilega að vexti og viðgangi
„Kveldúlfs", bygði Kveld lís-
höfða við Ckúlagötu, jók skipa-
stólinn, setti upp síldarstöðv-
ar á Sigiuíiroi og Hjalteyri og
víkkaði vioskipasambönd sln í
verslun meo íslenskar afurCir.
SamhliGa bessu gaf hann sig
meira að opinberum málum en
hann hafCi þá gert urn hríð. —
Var hann meðal fremstu for-
göngumanna að stoínun Eim-
skipafjelags íslandís, gekkst fyr
ir stofnun Fjelags íslenskra
botnvörpuskipaeigenda, var um
vík o. fl. En aldrei eftir að hann
kom hingað til Reykjavíkur,
var hann svo önnum kafinn, að
hann gæfi sjer ekki tíma til,
að fást við þau störf, sem voru
bonum kærust, þegar tækifæri
bauðst: að breyta melum og
mýrum í gróin tún.
Árið 1918 þegar settar voru
af styrjaldarnauðsyn allsherjar
hömlur á útflutning lands-
manna, fjekk ríkisstjórnin Thor
Jensen til þess að taka að sjer
forustu þeirra mála og gerast
íormaður útflutningsnefndar.
Þá sleppti hann hendi af . Kveld
•'ilfi". Stjórnaði hann úlflutn-
ingi landsmanna að miklu leyti
næstu árin með atorku og sam-
viskusemi, sem honum var lag-
ið.
Er útílutningsneíndin var
Icgð niður, árið 1921, leit Thor
Jensen svo á, að synir hans
væru einíærir um að stjórna
h'lutaíjelaginu Kveldúlfur. Svip
aðist hann þá um eftir nýjum
verkeínum til að una við það
sem eftir væri æfinnar. — Þau
blöstu við í hinu lítt ræktaða
landi.
Nær sextugsaldri hófst hann
handa um búskap á litlu koti.
Fám árum .víðar var hann orð-
inn stærstur bóndi og mestur
jarðræktarmaður íslands, fyrr
og síðar. Varð sá þáttur í æfi-
starfi hans einn hinn fegursti,
þó að lyktum skugga bæri á,
er hann fjekk ekki að fullgjöra
bú sín, og koma þeim að öllu
leyti í hið mesta fyrirmyndar-
og nýtískusnið.
Hjer hafa verið rifjuð upp
nokkur aðaJatriði úr æfisögu
Thor Jensen: Ilvernig hann
varð fremstur í störfum, á sviði
hins íslenska atvinnu- o,<? við-
um  dagana.  Jeg  lærði
^rneðal  annars,  hvernig  mikill
ihæfileikamaður   getur   orðið
f gæfusmiður sinn og annarra í
ilífinu, og hvernig saga drengs-
' ins, sem hingað kom um ferm-
ingaraldur,  öllum  og  öllu  ó-
kunnugur,  varð  einkennilega
táknræn fyrir þróun íslenskra
atvinnuvega þau 70 ár, sem við
burðaríkust  hafa  verið  í  at-
vinnusögu þjóðarinnar.
Mörgum hættir nú við að
gleyma, hvernig umhorfs var
fyrir honum og íslenskri þjóð,
er hann korn hingað til lands,
og líta til hins fjársterka
manns, eins og honum hafi í
upphafi einhver efnaleg for-
rjettindi verið veitt. En þetta
stafar af því, að Thor Jensen
var í lifand? lífi sjálfur orðinn
þáttur í sögu þjóðarinnar.
Það er ekki fyrr en menn
taka að athuga viðburðaröðina
í lífi hans, i>5 í ljós kemur, -hve
margir af landsins sonum hafa
á öllum tímam haft meira efna-
legt veganesti en hann. Lífs-
hamingjan, sem honum auðnað
ist að skapa sjer og öðrum, var
frá honum sjálfum, byggð á
hans eigin hæfileikum, skyldu-
rækni, þrautseigju og áhuga.
Þess vegna verður lífssaga hans
líka lærdóinsrík fyrir marga
framgjarna, áhugasama ungl-
inga á íslandi alla þá stund,
sem frjálst framtak fær hjer að
njóta sín, til biessunar fyrir
land og lýð.
Eitt var það í fari hans, er
kom öllum ókunnugum á óvart,
en varð eðhlegt og sjálfsagt
þeim, sem þekktu hann. Honum
gat aldrei þótt vænt um fjár-
muni. Peningar voru í hans
augum fyrst og fremst aflvaki
til framkvæmda, en peninga-
eign út af fyrir sig var honum
aldrei takmark eða keppikefli.
Undirbúmngur, stofnun og
rekstur fyrirtækja, hvort held-
ur var í stórum stíl eða smá-
um, var fyrir honum leikþraut,
sem stælti vilja hans, til áð
leysa allt, sem best af hendi, eh
tíma í bæjarstjórn hjer í Reykja skiptalífs.  Hvernig  hcnn  með
Framh. á bls. 11.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16