Morgunblaðið - 23.10.1947, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. okt. 1947
MORGVJSBLAÐIÐ
7
PERÓN, NÝJASTI
FASISTALEIÐTOGINN
Eftir Stephan Naft
Perón tekur sje relnræðisvald.
í lok septmbermánaðar 1945
taldi Prón, að hann þyrfti ekki
lengur að vera í skugganum og
byrjaði að reka hina eríiðari
af andstæðingum sínum. — i'rá
skrifstofu sinni símaði hann
fyrirskipanir til lögreglustjóra
í öllum stórum borgum um að
handtaka nokkur hundruð
manna, sem voru á svörtum
lista hjá honum. Miklar hand-
tökur áttu sjer nú stað. Meðal
þeirra, sem handteknir voru,
voru margir af bestu mönnum
landsins, þar á meðal útgefend
ur og ritstjórar helstu blaða í
Suður-Ameríku.
Tveim vikum seinna, 9. okt.
1945, var Perón sjálfur nand-
tekinn og settur í gæslu á eyj-
unni Martin Garcia, en viku
síðar leysti hópur fylgismanna
hans hann úr haldi. Perón
sagði þá af sjer embættum sín- |
um og byrjaði að skipuleggja
nýjan verkamannaflokk, Paru-
do Laborista, og stuttu síðar
tilkynti hann, að hann mundi
gefa kost á sjer sem forseta. —
Handtaka hans hefur verið
nokkuð dularfull. Ef til vill sýn
ir hún ekki annað en hinn venju
lega ríg miili hers og flota. Vera
má líka, að Perón sjálfur hafi
ákveðið hana, til þess að gera
sjálfan sig að píslarvættí.
Lærði kosningabrellur í Þýska-
fandi og Italíu.
Kosningabarátta hans sýndi,
að hann hafði haft gagn af veru
sinni í Þýskalandi og Ítalíu. —
Hann lofaði öllum einhverju.
Að yfirstjettunum hjelt hann
hugmyndinni um „Volugri Ar-
gentínu“. Verkamönnunum hjet
hann hærri launum. Hinum
landlausu bændum lofaði hann
jörðum. Fjöldinn allur af fimm
manna-,,nefndum“, sem í voru
fyrverandi leiðtogar úr verka-
mannaráðuneyti Peróns, ferð-
aðist um akuryrkjuhjeruðin. —
Þeir höfðu tal af verkamönnum
á búgörðum, hvar sem þeir fóru
og spurðu þá, hve mörg börn
þeir ættu og hve stórt land það
væri, sem þeir fengju hlut af,
og færðu allt inn í stóreflis
bækur. Að lokum var svo nefnd
arformaðurinn vanur að segja
við ritarann: „Allt í lagi skrif-
aðu hjá þjer hvað hann þarf af
landi“, og við verkamennina
sagði hann: „Þetta er allt :• lagi.
Þú færð þetta land, strax og
Perón verður forseti“.
Kosningarnar fóru fram i feb
rúarmánuði 1946. Perón hafði
55% atkvæða. Flokkur hans
fekk 115 af 158 sætum í neðri
deild þingsins bg öll sætin í
öldungadeildinni. Andstaða er
enn móti Perón í Argentínu,
eins og þegar hefur verið sagt,
en því er ekki hægt að mót-
mæla, að hann var löglega kos-
inn, þó að Bandaríkin væru op-
inberlega á móti honum, og
einræðisvald haps, sem hann er
alltaf að fullkomna, hefur fyigi
fjöjdans, sem er alveg nýtt í S.-
Ameríku.
Samband Peróns við Rúss-
land hefur verið óstöðugt. —
Árum saman afneituðu komm-
únistar honum, af því að hann
Síðari grein
Skipun iðnaðarmálastjóra
og skipulagning
íðnaðarins
Frv. Gísla Jénssonar
Frii Perón
væri fasisti. Síðan gerðu Sovjet
ríkin verslunarbandalag við
Argentinu og fóru að horfa með
velþóknun á hinar and-banda-
rísku skoðanir hans. Kommún-
istaflokkur Argentínu uppgötv-
aði skyndilega á níunda árs-
þingi sínu síðastliðið haust, að
Perón var vinur verkalýðsins
og hylti samvinnu þessara
„tveggja frelsisunnandi lýðræð
isþjóða — Argentinu og Sovjet
Rússlands". Núna, begar Per-
ón heíur, að minsta kosti á
yfirborðinu, samið við Banda-
ríkin, halda kommúnistar hrifn
ingu sinni meira í skefjum.
Það er ekki hægt að sjá á
Perón, að hann sje fimmtíu og
tveggja ára. Menn veita honum
eftirtekl. hann er dökkhærður,
fríður sýnum og með arnarnef.
Hann er ákaflega viljasterkur,
óvenjulega greindur, sjerstak-
lega ötull, ófyrirleitinn og misk
unarlaus, og flestir þeir, sem
einhver skifti hafa við hann,
segja, að hann verki á menn
eins og segull. Ræður þær, sem
hann heldur fyrir dezcamisados
sínum (hinum skvrtulausu) af
svölunum á Casa Rosada, for-
setahöllinni í Buenos Aires, eru
í stíl Mussolinis og vekja geysi
lega hrifningu.
Evita Perón.
Seinni kona hans, er María
Eva Duarte, fyrverandi leik-
kona, 31 árs, sem hann kvænt-
ist í október 3 945. Evita, eins
og hún er almennt kölluð, hef-
ur komist langt, sjðan hún hætti
að leika annars flokks hlutverk
í kvikmyndum og útvarpi og
varð Madame Perón og :nikils
ráðandi í samkvæmis- og stjórn
málalífi Argentínu. Hún hefur
ánægju af að gera lítið úr þeim
heldri konum, sem lita á hina
nokkuð svo sögulegu fortíð
hennar hornauga. Hún er
ráðunautur Peróns engu
síður en kona hans og hann fór
eftir tillögum hennar viðvíkj-
andi skipun ;-firpóstmálastjór-
ahs cil öæmis, og að kristin-
dómsfræðsla skyldi vera skyldu
námsgrein í skólum, sem ekki
er fvrirskipað í stjórnarskránni.
Hún á sitt eigið blað, Democra-
cia. Síðasti sigur hennar .var
ferð til Evrópu. Franco heilsaði
henni eins og þjóðböfðingja með
21 byssu og sæmdí hana æðsta
heiðursmerki Spánar, orðu ísa-
beliu hinnar kaþólsku. Hún var
ákaflega glæsileg, er hún heils-
aði Madridbúúm, sefn komið
höfðu til að heilsa henni, með
falangistakveðjunni.
Evita er átrúnaðargoð búðar-
stúlkna, sem hún heldur ræður
fyrir og segir, að hún hafi líka
einu sinni verið ,,descamisada“
og að þær, eins og hún, geti
hagnast á því að fylgja Perón.
Andstaðan gegn Perón.
Andstaðan móti Perón er alls
ekki slokknuð, en nún :"er : nink
andi, eins og títt er meðal nas-
ista og kommúnista. Þrír er-
indrekar Peróns hafa verið rekn
ir úr stjórnarflokknum, tveir
hafa ,,dáið“, og 27 hafa gengið
úr flokknum og stofnað : tjórn-
arandstöðuflokk, sem heitir
hinu ruglingslega :nafni 3ylt-
ingaflokkur Juans D. Peróns.
Ekki alls fyrir löngu var gripið
fram í fyrir Perón úr leyni-
legri útvarpsstöð, er hann var
að halda útvarpsræðu til alls
heimsins og að.lokum var hróp
að: „Niður :neð Perón!" Þarna
virðast íhaldsmenn, andstæð-
ingar hans, hafa verið að verki,
en þeim likar ekki hin rót-
tæka fjármálalega stefna hans.
Iðnrekendur eru farnir að
kvarta undan því, að eigur
þeirra sjeu gerðar upptækar,
jarðeigendur vilja ekki Játa
taka jarðir sínar eignanámi. —
Smábændurnir eru farnir að
kvarta undan hinu lága vöru-
verði, sem þeir fá hjá stjórn-
inni, og þeim reglugerðum, er
banna þeim að hafa meira en
einn meðlim fjölskyidu rinnar
í vinnu, svo að þeir verða að
haía verkamenn fyrir hærra
kaup.
Hefir stuðning verkamanna.
Samt sem áður er það ólík-
legt, að nokkur hætta sje á því,
að Perón rnissi stuðning verka-
lýðsins. Hann getur sýnt þeim,
að hann er að kaupa upp banda
rískar, enskar og franskar eign-
ir í landinu, þar á meðal síma-
fjelög, sem voru i eign Banda-
ríkjamanna og járnbrautirnar,
sem Bretar áttu áður. Hann
getur aJItaf sagt þeim, að laun
þeirra sjeu 30% hærri en nokk
uru sinni áður og hærri en
annars staðar í Suður-Ameríku.
Samt getur hann ekki neitað því
að framfærslukostnaðurinn hei
ur síðan 1939 hækkað um 122,
2%, sem gerir launahækkunina
dálitið vafasama, en hann lofar
að leiðrjetta þetta allt með tím
anum með því að taka fleiri er-
lendar eignir eignarnámi, með
því að fá fólkinu sjálfu í hend-
Framh. á bls. 8
GlSLI JÓNSSON flvtur í
Efri deild frumvarp um iðnað-
armáiastjóra og framleiðsluráð
Frumvarpið er í þremur köfl-
um og fjallar sá fyrsti um
stjórn iðnaðarmála; annar kafl
i rn er um verkefni iðnaðarmála
stjóra og framleiðsluráðs, loks
er í þriðja kafla ýmis almenn
ákvæði.
I greinargerð fyrir frum-
varpi þessu segir m.a.:
Það er alveg augljóst, að þessi
atvinnuvegur, þ.e. iðnaðurinn
er engu þýðingarminni fyrir af
komu og menningu þjóðarinn-
ar en bæði landbúnaðurinn og
sjávarútvegurinn, enda alveg
víst, að því öflugri sem hann
er gerður, því traustari reynast
hinir aðalatvinnuvegir þjóðar-
innar, vegna þess að hráefni og
afurðir þeirra verða fyrir at-
beina iðnaðarins gerð jafnan
margfalt verðmeiri og auðseld
ari. Þessi atvinnuvegur hefur
þó ekki enn mætt sama skiln-
ini af hálfu löggjafans eða not
ið sama fjárhagslega styrks og
hinir aðalatvinnuvegirnir, sem
m. a. kann nokkuð að stafa af
þvi, hve ungur hann er enn.
Málum hans hefur enn ekki
verið komið fyrir á sama hátt
og málum hinna. En úr því er
þessu frv., sem hjer er borið
fram, ætlað að bæta.
Fyrsti kafli frv. er um stjóm
iðnaðarmálanna. Er þar lagt til
að skipaður sje sjerstakur iðn-
aðarmálastjóri, og er það í sam
ræmi við fyrirkomulag mn
stjórn búnaðarmála og fiski-
mála. Þá er enn fremur lagt
til, að skipað verði 3 manna
framleiðsluráð, og verði þessir
aðilar ráðunautar ríkisstjórnar
innar i iðnaðarmálum, er ann
ist jafnframt hin daglegu störf
samkvæmt lögunum.
Annar kafli laganna er um
verkefni iðnaðarmálástjóra og
framleiðsluráðs. Er verkefninu
slvipt í tvo meginþætti. Annar
þátturinn er sá, að hafa full-
komið eftirlit með iðjuverum
ríkisins, fylgjast með rekstri
þeirra og gera tillögur til úr-
'jbóta, ef nauðsyn krefur. Einn
ig að gera áætlanir yfir kostn-
að við byggingu iðjuvera stækk
un þeirra og endurbætur, cg
haía jafnframt yfirumsjón meö
slíkum framkvæmdum.
Það er alþjóð kunnugt, að á
undanförnum árum hafa orðið
margvisleg mistök í bygging-
uia og rekstri iðjuvera ríkisins.
IJlaupið Jiefur verið til undir-
búningslaust eða undirbúnings
lítið að reisa verksmiðjur fyrir
tugi milljóna króna. Menn sem
ekki virðast hafa verið vandan
um vaxnir, hafa verið kvaddir
til að standa fyrir slikum fram
J.væmdum, með þeim afleiðing
um, að hús hafa hrunið, geym
ar sigið og kostnaður allur
margfaldast, an þess að hægt
sje að koma ábyrgð á nokkurn
sem að þessu hefur unnið.
Latmagreiðslur til þessara aðila
munu þó ekki hafa verið skoru
ar við nögl. Samfara þessu er
alþjóð Ijóst, að rekstur iðjuvera
ríkisins hefur og verið með
þeim endemum, að þau hafa
sýnt miljóna töp, þótt einstak-
lingar í sambærilegum rekstri
hafi grætt og skilað rikissjóði
drjúgum upphæðum í skðttum
Er slíkt ástand gersamlega ó-
þolandi, og verður að verða þar
breyting á. Með þvi fyrirkomu
lagi, sem gert er ráð fyrir i
frv., er mjög mikil trygging fyr
ir því, að slíkt sleifarlag geti
ekki átt sjer stað.
Hinn þátturinn, og miklu
veigameiri fyrir atvinnuveginn
og afkomu þjóðarinnar í heild,
er að skipuleggja iðnaðinn
meira en gert hefur verið hing
að til. Byggja hann upp og end
urbæt hann á vísindalegum og
þjóðhagslegum grundvelli.
Ef marka má álit og fullyrð-
ingar þeirra manna, sem nú
fara með fjárhagsmál þjóðar-
innar, er hreinn voði fyrir dyr
um, nema unnt sje að kcma
gjaldejMsmálunum á tryggari
grundvöll. En til þess að svo
megi verða er vart til annað
en einhver af eftirfarandi !etð
um eða allar til samans:
1. Að minka innflutning,
byggt á meiri sparnaði i land-
inu;
2. að auka útflutning í magni
svo að mætt verið nauðsynleg
um innílutningi;
3. að auka útflutninginn að
verðmæti á móts við innflutn-
inginn;
4. að minka magn og verð-
mæti innflutningsins á þann
hátt, að fullvinna sjálfir vör-
una í landinu.
Fyrsta úrræðið verður aldrei
annað en bráðabirgðalausn, ó-
vinsæl og afleiðingarík á ýms-
an hátt til hins lakara, og ann-
að úrræðið skapar enn meiri
rányrkju og sóun sem of lengi
er búið að reka. Þjóðin verður
því að taka upp baráttuna fyrir
þriðja og fjórða úrræðinu, en
til þess að árangurs sje að
vænta í þeirri baráttu, verður
að skipuleggja iðnaðarfram-
leiðsluna á líkan hátt og gert
er ráð fyrir í þessu frumvarpi.
Sem dæmi um það, hvað
hægt er að gera, i þessum mál-
um og hvað gert hefur verið
undanfarið, vil jeg benda á, að
1929 er meðalalýsið aðeins
49% af þorskalýsisframleiðslu
landsmanna; 1933 er það kom
ið upp í 89% og nú upp i 95%
auk þess sem nú er 30% betri
nýting úr lifrinni. Er allt það
aukna fje, sem hjer hefur feng
ist, komið inn fyrir aðgerðir
iðnaðarins.
I fiskiðnaðimun einum eru
margvíslegir möguleikar, sem
spara mundu miljónir í inn-
flutningi og auka um enn íleiri
miljónir útflutning, og sama
má segja um landbúnaðinn, ef
aðeins er beitt sjer að þeim
Framíx. á bls. 8