Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNIILAÐIÐ Laugardagur 1. nóv. 1947 Vegna fjárkreppunnar og gjald- eyrisskorts hafa ýmsar fram- kvæmdir Landsímans stöðvast VEGNA FJÁRKREPPUNNAR og gjaldeyrisskorts, hefur all- verulegur hluti þeirra framkvæmda er Landssími íslands hafði á prjónunum fyrir þetta ár, stöðvast. Unnið hefur verið að lagn- ingu símalína og jarðsíma út um land og fleira. Vegna gjaldeyr- isskortsins, er nú svo komið, að efnisbirgðir Landssímans eru eð þrotum komnar. Póst- og símamálastjórnin boð aði blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði Guðmunaur Hlíðdal póst- og símamálastjóri frá rekstri og framkvæmdum Lands símans á þessu ári. Framkvœmdir stö&va&ar Fyrirhugaðar voru miklar framkvæmdir hjá landsímanum á yfirstandandi ári, ekki aðeins framkvæmdir, sem fje var veitt til á fjárlögum, heldur einnig utan fjárlaga, og hafði Alþingi veitt ríkisstjórninni lántökuheim ild í því skyni. En þegar til kom, fjekkst lánið ekki, og varð því minna úr framkvæmdum en ella hefði orðið. Meðal annars stóð til að reisa póst- og símahús í Borgarnesi og við Hrútaf jarðar- brú, en þar verður aðalstöðin fyrir línugreiningar og talmögn- un á jarðsimakerfinu frá Reykja vík norður um land og til Vestúr lands og þangað á Borðeyrarstöð in að flytjast. Ennfremur tafðist lagning jarðsíma frá Akureyri austur yfir Vaðlaheiði og frá Akureyri norður á Moldhauga- háls, svo og sæsíma yfir Hval- fjörð, á Barðaströnd, í Stein- grímsfirði og fleira. Allar þessar framkvæmdir urðu að stöðvast vegna fjárkreppunnar og gjald- eyrisskorts og það enda þótt sumt efnið væri komið til lands- ins. Auk hins venjulega viðhalds sæsímakerfisins í landinu eru helstu símaframkvæmdir á ár- inu þessar: ISýjar landsímalínur og endurbœlur Lína frá Hafnarfirði til Krísu víkur ca. 16,5 km. Viðbótarlína milli Hnausa og Lækjarmóta í Húnavatnssýslu. Flutningur og endurbygging línanna um Hegra nes milli Eystri- og Vestri-Hjer- aðsvatna í Skagafirði. Endurbæt ur á Suðurlandslínu við Núps- vötn, Skeiðará og á Steinasandi. Endurbætur á Skógarstrandar- línu. Jarðsíminn yfir Oddskarð milli Eskifjarðar og Norðfjarð- ar, var framlengdur um 1,85 km. en í fyrra voru lagðir 7,15 km. Gengið hefur verið frá jarð- símanum á norðurleiðinni milli Hvalfjarðar og Hrútafjarðar og lagður 13 km. hjeraðsjarðsími í Borgarfirði í viðbót við þá 51 km. af hjeraðsjarðsíma, sem lagður var á þessari leið sum- arið 1946. Innanbæjar-símakerfin í Kefla vík, Grindavík, Borgarnesi, Pat- reksfirði, Bíldudal, Húsavík og á Akureyri hafa verið aukin og að meira og minna leyti lögð í jörðu. // úsbyggi ngar Reist var nýtt póst- og síma- hús í Vestmannaeyjum. Var sú bygging hafin á árinu 1946 og verður væntanlega lokið um næstu áramót. Ennfremur reist viðbótarbygging við stuttbylgju- stöðina í Gufunesi vegna radio- flugþjónustunnar og í sama skyni sett upp mörg ný loftnet og önnur endurbætt bæði í Gufu- nesi og á Vatnsendahæð og á Rjúpnahæð, en þar keypti lands- síminn allstóra landspildu úr landi jarðanna Vatnsenda, Fífu- hvamms og Vífilsstaða. Þá var og keypt póst- og símahús á Eyrarbakka og hluti úr húsi við þjóðveginn í Holtum í Rangár- vallasýslu vegna væntanlegrar símstöðvar þar. Miklir ör&ugleikar Að lokum sagði póst- og síma málastjóri: Vegna gjaldeyris- skorts hefur á þessu ári sára- lítið efni fengist pantað til við- halds og endurbóta og nýrra framkvæmda. Eru því efnis- birgðir landsímans á þrotum og fyrirsjáanlegir miklir örðugleik- ar framundan. Steingrímur Matfhí- asson tæknir „í öðru lífi" 1 GÆR barst blaðinu frá Helgafelli bók, sem vekja mun athygli. Er það sá þáttur ævi- sögu Steingríms Matthíassonar læknis, sem segir frá dvÖl hans „í öðru lífi“, það eru þættir frá þeim tíma er hann hvarf á sjö tugsaldri frá ættlandi sinu og margvíslegum og vinsælum störfum til þess að byrja „ann að lif í þessu lífi“ í framandi landi. Lýsa þessir þættir enn sem fyrr hinni þrotlausu elju og lífskrafti þessa valinkunna kynjakarls og um skemmtileg heitin þarf ekki að spyrja hjá honum. Þar er hann ávalt sam ur við sig. Þetta er lítil en góð bók og fallega gefin út. „Litbrigði jarðarinnar“. önnur bók hefir einnig bor ist frá Helgafelli eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ólafur er enn mjög ungur maður og hef ir þó lokið við fjórðu skáldsögu sina. Síðasti róman höfundar- ins sem kom út fyrir tveim ár um fjekk undantekningarlaust ágæta dóma. Þessi nýja skáld saga er ástarsaga tveggja ungl inga í sveit og nefnir höfund urinn hana „Litbrigði jarðar- innar. Margir munu hafa á- huga á að fylgjast með þess- um efnilega rithöfundi, og það því fremur sem vitað er að þessi nýja skáldsaga er mjög með öðrrnn hætti að stíl og efn ismeðferð en fyrri bækur hans. Bókin er fallega útgefin. Jórunn Viðar heidur píanóhljómieika í Auslurbæjarbíó FRÚ JÓRUNN Viðar heldur fyrsta hljómleik sinn hjer heima næstkomandi miðviku- dagskvöld í Aausturbæjarbíó og eru það fyrstu tónleikarnir sem fara þar fram. Frú Jórunn Viðar lauk prófi við Tónlistarskólann í Reykja- vík samá vorið óg luin tók stúd entspróf. Hún byrjaðí þriggja ára barn að leika á píanó og hóf nám hjá móður sinni 7 ára. Að loknu námi hjer við Tónlistarskólann fór hún til Berlínar og stundaði í tvö ár tónlistarnám við víðkunnasta músíkskóla borgarinnar, Berlin er Hochschule fúr Musik og var prófessor Börner kennari hennar. Þar spilaði ungfrúin opinberlega einleik með hljóm- sveitarundirleik og hlaut hina lofsamlegustu dóma. Framhalds nám stundaði frúin ennfremur í New York í tvö ár og lagði fyrir sig jöfnum höndvun píanó leik og tónfræðinám við Julli- | ard Scholl of Music og tók .jafnframt einkatima hjá Helene Morztyn. Við Julliard skólann spilaði frúin opinberlega og meðal annars eigin tónsmiðar. j Frú Jórunn Viðar er dóttir IKatrínar Viðar og Finars sál. jViðar. Mun flesta bæjarbúa I langa til að hlusta á þessa efni- legu listakonu er hún kemur í j fyrsta sinn fram hjer opinber- lega, en vitað er að faðir henn ar, Einar Viðar hjelt ásamt Pjetri og Jóni Halldórssyni uppi að mestu sönglifi þessa bæjar um margra ára skeið og var ákaflega vinsæll söngmað- ur. Verkefni frúarinnar eru eft- ir Beethoven, Bach, Chopin, Debussy og Paganini-List. Ailsherjarsókn gegn glæpamönnum í Burma Rangoon í gærkvöldi. BURMASTJÓRN er um það bil að 'hefja allsherjarsókn gegn glæpa- og ofbeldismönnum í landinu. Er þungamiðja sóknar- innar í Mið-Burma, og sagt, að að mikið af vopnum og skotfær- um hafi þegar komið í leitirnar þar. Stjórnarvöldin hafa skorað á alla menn að láta vopn sín af hendi, og hefur þegar náðst í all mikið af þeim, þar á meðal frá kommúnistum. — Reuter. Höggmyndir Tove Ólafsson fá góða dóma FRU TOVE ÓLAFSSON kona Sigurjóns myndhöggvara, og Jón Engilberts sendu listaverk til Danmerkur fyrir nokkru, til sýninga sem listamannafjelag ið „Kammeraterne“ halda þar. Fyrst bauð bæjarstjórnin í Ár- ósum listamannafjelagi þessu að halda fyrir það sýningu þar í borg. Sú sýning var haldin í sjálfu ráðhúsinu. En síðan er hún endurtekin í Höfn, er hald in þar í húsakynnum „Den Frie“. Þar var sýningin opnuð fyrir nokkru. Hafnarblöðin ljúka lofsorði á listaverk þessara tveggja lista- manna, sem sendu verk sín hjeðan, Jóns Engilberts og frú Tove Ólafsson. Voru það högg myndir frúarinnar tvær sem hún sýndi á septembersýning- unni hjer, er hún sendi á sýn- ingar þessar, konumyndin stóra og n^inni myndin „móðir með barn“ sem keypt hefir verið til Listasafns rikisins hjer. Bæði í „Politiken og eins í Berlinga tíðindum, eru myndir af konu- mynd hennar. En i „Kristeligt Dagblad“ er mynd af hinni höggmyndinni. Listdómarinn í ,.Politiken“ Walter Schwartz segir m.a. að hann dáist mjög að þvi, hve þróttmikla konumynd frúnni hafi tekist að höggva í hinn ís- lenska grástein. Myndin sje mjög fögur, og mótuð með miklu jafnvægi. Kai Flor talar m.a. í Berlingatíðindum um það hve vel frú Tove hafi tek ist að lýsa innileikanum á plastiskan hátt í myndinni „Móðir með barn“. En listdóm arinn Andreas Friis segir í Kristeligt Dagblad, að list frú Tove sje í ánægjulegri framför. Hin stóra konumynd hennar hefir mikið listgildi segir hann, en er naumast eins fullkomið og heilsteypt listaverk eins og minni mynd hennar „Móðir með barn“, það er alveg fram úrskarandi lífsþrungin mynd. Einskonar „relief“ sem þannig er gert, að hægt er að sjá það frá öllum hliðum, línumjúkt og þung eins og stein-plastik á að vera. Drukkinn maður í bíl reynir að komasl undan lögreglunni í FYRRINÓTT var bílnum R- 2324 ekið á ljósastaur vestur í bæ og brotnaði staurinn í tvo parta. Bíllinn sem er svo að segja nýr, stórskemdist. Maður sá, er ók bílnum var drukkinn og hafði ekki ökurjett : indi. Götulögreglunni var tilkynt um bíl þenna, þótti mönnum er sáu til ferða hans, akstur bílsins vera grunsamlegur. Einn lög- reglubílanna var þegar sendur á vettvang og tókst lögreglu- mönnunum að finna bílinn. Er maður sá er bílnum ók, varð þess var að lögreglan var á hæl- um hans, jók hann ferðina mjög og gerði tilraun til þess að kom- ast undan. ókst nú nokkur elt- ingaleikur, en eftir nokkra stund tókst lögreglunni að stöðva öku- þórinn suður við Tivoli. Almennur kirkjufundur hefst á morgun sunnudaginn 2. nóv. með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 10 f. h. Fer þar fram altarisganga fyrir full trúa og presta og aðra, er vilja taka þátt í henni. Prjedikun flytur sjera Helgi Konráðsson. Fyrir altari þjóna: Dr. Frið- rik Friðriksson, sjera Friðrik A. Friðriksson, prófastur og sjera Árelíus Níelsson. Kl. 1.30 e. h. verður fundur- in settur í Fríkirkjunni. Sálm ar verða sungnir og Ásmundur Guðmundsson flytur ræðu. Því næst hefjast framsöguerindi um aðalmál fundarins: Leikmanna starf og sunnudagaskólar. Þau flytja sjera Sigurbjörn Á. Gísla son og Þórður Kristjánsson kennari. Kl. 5 verða haldnar gu 'sþjón ustur í öllum söfnuðum l'.eykja víkurprófastsdæmis og i Fri- kirkjunni, sem hjer segir: I Dómkirkjunni: Sjera Svein ■ björn Högnason prófastur prje dikar. Sjera Jón Auðuns þjón- ar fyrir altari. I Fríkirkjunni: Sjera Pjetur Oddsson prófastur prjedikar. Sjera Árni Sigurðsson þjónar fyrir altari. I Hallgrímsprestakalli: Sjera Magnús Guðmundsson prjedik ar. Sjera Jakob Jónsson þjón- ar fyrir altari. I Mýrarhúsaskóla: Sjera Frið rik A. Friðriksson prófastur messar. í kapellu Háskólans: Sjera Valdimar J. Eylands prjedikar. Sjear Jón Thorarensen þjónar fyrir altari. í Laugarnesprestakalli: Sjera Jón Þorvarðarson prófastur prjedikar. Sjera Garðar Svav- arsson þjónar fyrir altari. Á Elliheimilinu: Hermann Gunnarsson cand. theol. prje- dikar. Sjera Sigurbjörn Á. Gíslason þjónar fyrir altari. Kl. 8.30 flytur sjera Valdi- mar J. Eylands erindi í Dóm- kirkjunni um leikmannastarf meðal Vestur-íslendinga. Mánudaginn 3. nóv. heldur fundurinn áfram í húsi K. F. U. M. að loknum morgunbænum, er Brynleifur Tobíasson mennta skólakennari flytur kl. 9 f. h. Fundarhöldin munu einnig standa hinn næsta dag. Öllum, sem vilja hlýða á fundarhöldin, er heimill að- gangur, meðan húsrúm leyfir. Ferðaskrifslofan efnir til tveggja ferða FERÐASKRIFSTORA ríkisins efnir til tveggja ferða á sunnu- dagsmorgun. Önnur ferðin er austur að Heklu, en hin í Þjórs- árdal. — í báðar þessar ferðir verður lagt af stað kl. 9. í Þjórsárdalsferðinni, verður farið að Stöng og Gjá og skoð- aðir verða Hjálparfossar. Eftir að skyggja tekur verður ekið að Gaukshöfða og Heklueldar Egypsk herflugvjei hrapar Egypsk herflugvjel hrapaði í dag til jarðar rjett við Cairo, er hún var að dreifa DDT-efni yfir úthverfi höfuðborgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.