Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.01.1948, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. janúar 1948. MOROVNBLAÐIÐ Helgi Helgason tónskdldlækkun r0fma«ns- Níræ5ur b®nda- gjalda um 7 présent öldungur I DAG er aldarafmæli Helga Helgasonar tónskálds. Var hann einn af hinum mörgu vakningar- mönnum nítjándu aldarinnar á sínu sviði, tónlistarsviðinu, sem þá var hjer ónumið svo að segja og sönglagagerð að mestu óþekkt. Raunar hafði Pjetur Guðjohnsen hafið umbótastarf sitt i söng- menntum og utinið mikið og þarft starf í þágu sönglistar og kirkjusöngs nokkru áður en Helgi kom fram á sjónarsviðið, en hafði lítið gefið sig að sönglagagerð og lagði því mesta áherslu á söngmeðferð, margraddaðan kór- söng og listrænan. Helgi Helgason fór aðra braut á sama sviði. Hann fann sárt til þess hve lítið vjer íslendingar óttum þá til af sönglögum við frumsamin Ijóð skálda. Vildi hann brátt úr þessu bæta og hóf að semja lög til úrbóta. Ætlaðist Helgi til að lög hans væru ekki aðeins sungin heldur og leikin á hljóðfæri Raddsetti því Helgi flest söng- lög sín fyrir blásturshljóðfæri og Ijet hornaflokk sinn leika þau jafnharðan fyrir Reykjavíkurbú- um, venjulega á Austurvelli. Urðu lög Helga þar af leiðandi brátt vinsa.'l og lærðu þau ungir og gamlir fljótt ög vel, ekki að- eins hjer í Reyujavík, heldur einnig víðsvegar um land eftir að þau komu á pren,t, einstök eða í heftum. Eru mörg þeirra enn höfð um hönd og eru prýði í músik-menntun vórum, Skal hjer aðeins nefna fáein þeirra: ,,Sliarphjeðinn í brennunni“, „Oxar við ána“, „Svíf þú nú sæta“, „Yfir fornum frægðar- ströndum“, „Nú er glatt í hverj- um hól“, „Þá sönglist jeg heyri“. Hið síðastnefnda er samið við Ijóð tónskáldsins sjálfs. Lög Helga eru langtum fleiri, og urðu flest afar vinsæl og sungin um allt land. Enn eitt er ótalið „Eyjafjörður finnst oss er fegurst byggð á landi hjer“, og svona jnætti lengi ielja. Helgi Helga- son átti því all drjúgan þátt í að . auðga tónmenntir okkar og var hann þar, ásamt Jónasi bróður sínum, sannur brar.tryðjandi. ís- lendingar þeirra daga áttu ekki neinn kost á að mennta sig á sviði tónmennta, enda var slíkt ekki þá talið lífvænlegt. Það er því furða hve mikiö og gott starf Helgi leysti af hendi í þessum efnum eftir afarstutt nám, eða tilsögn í Kaupmannahöfn árið 1875—’76 og veturinn 1880. Helgi Helgason var fæddur í Reykjavík 23. janúár 1848, en Jónas bróðir hans 28. febrúar * 1839. Foreldrar þeirra voru þau Helgi Jónsson, trjesmiður og ^ bæjarfulltrúi og kona hans Guð- j rún Jónsdóttir frá Gaulverjabæ j í Flóa. Bar snemma á allmiklum hagleiksgáfum Helga og lærði, hann því fyrst trjesmíði hjá föð- j ur sínum. Var hann fjölhæfur j við nám sitt, en brátt kom í ljós, ! að sönglist og fagrir tónar voru honum kærari en margt annað; hafði hann næmt eyra fyrir hljóð færaslætti, en um hljóðfæri á þeim dögum var ekki að ræða nema einstaka pianó eða smá- harmonium, sem fáir kunnu á að leika. Varð það til þess, að hann, sem þá var á fermingaraldri, smíðaði sjer dálitla fiðlu og lj.ek á eftir mætti. Fiðlur voru þá ófáanlegar og engm tök á að ná í slíkt frá útlöndum, efni voru og af skornum skamti. Helgi varð útlærður trjesmiður 1867 og varð fyrstu órin aðstoð föður síns. Helgi kvongaðist 1870 Guð- rúnu Sigurðardóttur frá Þerney á Kjalarnesi. Borgarabrjef í trje- smíði fjekk hann 1875 og vann að þeirri iðn mörg ár, allt til þess að hann 1889 fór að fást við kaupmennsku.. Bygði Hélgi á þeim árum mörg timburhús, t. d. 2 hús í Þingr holtsstræti, og standa þau þar enn. Verslunarhús byggði hann sjer niður við höfnina á lóðinni þar sem hús Eimskipafjelagsins nú er. Hús þetta var síðar flutt úr stað og er enn við líði. Þar eru nú skrifstofur Sameinaða. ALDARAFMÆLI Helgi Helgason, tóliskáld. Flelgi fjekkst og nokkuð við útgerð og smíðaði sjálfur þilskip, mig minnir þau hjetu „Stígandi" og „Elín“, hið síð&rnefnda eftir frú Elínu, konu Magnúsar lands- höfðingja Stephensen. Varð það happaskip og lengi við líði. Helgi smíðaði meðal ar.nars 7 brýr yfir ár á Suðurlandi, var um nokkur ór slökkviliðsstjóri Reykjavíkur, átti unt mörg ár sæti i byggingarneínd og niður- jöfnunarnefnd bæjarins. Er Helgi dvaldi erlendis lærði hann einnig harmonium- og orgelbyggingu. Smíðaði hann, skömmu eftir síð- ari ferð sina, harmonium, sem hlaut silfurpening að verðlaun- um á iðnaðarsýningu i Reykja- vík árið 1883. Af tónlistarstarfi Helga er það enn að segja, að eít.ir konungs- komuna og þjóðhatíðarárið 1874 vaknaði með honum sterk löng- un til þess að stofna hjer horna- flokk, var það eftir að harin hafði heyrt lúðrasveit konungs leika hjer í bænum og á Þingvöllum. Helgi fór því á næsta ári utan til þess að kynna sjer þetta eftir föngum og var um veturinn við nám hjá Baldvin Dahl, sem þá var velmetinn hljómleikastjóri skemtistaðarins „Tivoli“. Lærði hann þar að blása á horn og gat kennt öðrum síðar. Þegar heim kom 1876 stofnaði Helgi, ro.eð til- styrk nokkurra borgára Reykja- víkur, aðallega kaupmar.na og embættismanná, sem kostuðu hljóðfærin, lúðrafjelag er nefnd- ist „Lúðurþeytarafjelag Reykja- víkur“. Ljek það fjelag oft úti, eins og áður er getið, við miklar vinsældir og góðann orðstír. Helgi iærði og i Kaupmannahöfn að leika r.okkuð á fiðlu hjá tón- listarmanm að nafni O. Paulsen. en sjálfur 'hafði hann áður kennt sjer undirstöðuatriði á það hljóðfæri. Helgi fór enn utan 1880 og nam þá um veturinn tónftæði hjá P. Rasmussen organleikara við Gavuisons kirkjuna. Aður en þetta varð, hafði Helgi þegar samið nokkur lög við íslensk ljóð. Voru lög þessi sarmn fyrir ósamkynja raddir; fjölgaði þeim ótt eftir heimkomuna og hve hafa verið orðin um 60 að tölu um aldamótin. 1892 kom út eftjr hann hefti, sem hann nefndi „lslensk söng- lög“. Eru þessi lög um 20 að tölu, en auk þess hafa verið prentuð möi'g sönglög á víð og dreif í vikublöðum og annarsstaðar. — Fyrsta lag Helga á prenti mun hafa verið „Eyjafjörður“. Lögin hans Helga Helgasonar hafa værið sungin eða leikin við | óteliandi tækifærí, ungum og Igömlum til ánægju, og su.m þeirra ! enn í dag höfð um hönd. Arið 11901 var 25 ára afrnæli lúðra- Ifjelags Helga. Efndi þá bæjar- stjórn og margir borgarav höfuð- j staðirir.s, til veislu mikillar í Iðn- aðarmar.nahúsinu til heiðurs. j Helga. Var þar mikið sungið, leikið á hljóðfæri og hinn mesti : mannfagnaður til morguns. Lúðrafjelaginu stjórnaði Helgi alt þar til að hann um haustið 1902 ljet í haf og fluttist vestur til Ameríku. Dvaldi hann þar allmörg ár og fekst þar einnig j við stjórn hljóðfæraflokka. Var hann þar vestra með syni sínum Sigurði tónskáldi, sem samið hef J ur hið ágæta lag „Skín við sóiu ; Skagafjörður", auk margra ann- j ara góðra tónsmíða. Helgi Helgason mun bó- ekki j með öllu 'hafa unaö vel dvöl sinni J vcstanhafs, hann hvarf aftur lieim til ættlands síns fáum árum J íyrif -'andlát sitt. Andaðist hann 14. desember 1922 og hafði þá með sönglagastarfi sínu unnið landi sínu vel og dyggilega, gef - ið öðrum, sem síðar komu eítir hann, gott og mikilsvert fordæmi. Eins og sjá má af framanrit- uðu var Ilelgi Helgason mikil- hæfur maður, ekki aðeins í söng- lagagerð heldur og í öðrum grein um, framfaramaður og bjart- sýnn, en öll skilyrði þá um daga voru erfið og þröng, efnin minni en nú gerast, samgöngur erfiðar, ÍReykjavík fámenn og lítil og j framfarahugur atorkumanna ekki metinn sem skyldi. Lögin hans Helga eru flest „lyrisk“ og auðlærð, það er bjart Framh. á bls. 8 FÝRIR bæjarstjórnarfundinum í gær lá tillaga um lækkun á gjaldskrá Rafveitunnar. — En ákveðið er að rafmagnstaxt- arnir lækki um 7 G-, eða um það bil. Borgarstjóri gerði grein fyr- ir málinu og komst m. a. að orði á þessa leið: Samkvæmt lögum þeim, er Alþingi af- greiddi rjett fyrir áramótin, um ráðstafanir vegna dýrtíðarinn- ar, var ákveðið, að lækka skyldi rafmagnstaxtana sem aðrar þjónustur, er bærinn vcitir, í samræmid við lækkun kostn- aðar vegna vísitölulækkunar. | Samkvæmt útreikningum, er i gerðir hafa verið. á því, hve mikil útgjöld Rafveitunnar lækkuðu vegna þessa, nemur sú lækkun um 5.22%. ‘Núverandi gjaldskrá Raf- veitunnar er að vísu miðuð- við vísitöluna 310 en ekki 328. — Svo bæjarráð leitnði fyrir sjer um það, hvort ekki mætti miða lækkunina við 10 stiga vísitölu lækkun. En verðlagsyfirvöldin fjellust ekki á það. Aftur á móti taldi verðlags- stjóri heppilegt, að sleppa verð lækkunum á öðrum sviðum, sem næmu ekki nema litlum fjárhæðum, ef reiknaðar yrðu. En það kæmi út á eitt, fyrir bæj.arsjóðinn, þó lækkunin yrði þeim mun meiri á rafmagninu. Því var ákveðið, að sleppa verðlækkunum á strætisvagna- gjöldum, á gasi og sundhallar- gjöldum. En lækka rafmagnið um 7% þó útgjaldalækkun þessa bæjarfyrirtækis næmi ekki meiru en 5%. Lækkun gjaldskrárinnar eins og tillögur rafmagnsstjóra eru, sem fyrir fundinum lágu, var afgreidd til annarar umræðu. Leiðrjeiting trá neytinu ÞANN 8. des 1947 barst ráðu neytinu brjef frá Búnaðardeild atvinnudeildar háskólans, varð andi innflutning á kartöflum, ásamt mjög ófullkomnu upp- kasti að innflutningsreglum. Búnaðardeildin var þegar um hæl beðin að semja frumvarp að reglugerð á grundvelli laga nr. 17 31. maí 1927 um sýk- ingu nytjajurta. Frumvarp búnaðardeildarinp ar barst ráðuneytinu rjett fyrir jólin, hefir það síðan verið til athqgunar í ráðuneytinu og meðal annars verið sent Græn- metisverslun ríkisins og Garð- yrkiufjelagi íslands til umsagn ar. — Ummæli búnaðardeildárinn- ar að Atvinnudeild háskólans hafi „fyrir löngu aðvarað al- varlega við innflutningi kartT aflna frá sýktum löndum og gert tiliögur um eftirlit. En engin reglugerð hefir fengi^t 2nnbá“ — er því engan ý'egin rjettrnæt nje eðlileg. Hjer er urn mjög vandasamt mál að ’’æða og engan veginn víst að fært reynist að fara eftir til- lögum búnaðardeildarinnar í öllu. NlRÆÐUR er í dag (23. jan.) bændaöldungurinn Sigurður Gíslason frá Ketilsstöðum í Hvammssveit í Dalasýslu. Sig- urður fæddist að Leysingjastöð- um í sömu sýslu á þorradág árið 1858. Fðreldrar hans voru Guð^- finna Sigurðardóttir og Gísli Jó- hannesson. Þau hættu búskap vorið eftir að Sigurður fæddist og ólst hann upp með móður sinni, sem var hingað og þang- að í húsmensku, Árið 1883 reisti hann bú að Sælingsdalstungu með systur sinni, Hólmfriði. ’ — Þau bjuggu þar í sex ár, en þá giftist -Sigurður ungri stúlku, Guðríði Guðjónsdóttur frá Gerði. Arið 1895 fluttu þau hjónin að Litiu-Tungu á Fellsströnd. — Þegar þau tóku við kotinu, var það í mestu niðurniðslu, bygg- ingar slæmar ög túnið ógirt og gaf af, sjer um 30 hestburði. — Þegar 'þau fluttu þaðan aftur, hafði Sigurður bygt þar upp öll hús og girt túnið og gaf það nú af sjer um 100 hestburði. Arið 1914 fluttu þau að Ketilsstöðum í Hvammssveit og bjuggu þar til órsins 1930, að þau brugðu búi og -fluttu til dóttur sinnar í Rvík, Arið 1937 andaðist Guðríður. Þeim hjónum varð 8 barna auð- ið. Þrjú dóu í æsku, en fimm dætur þeirra eru enn á lífi. Sig- urður var eftirsóttur til allrar vinnu, bæði á sjó og landi. Hann átti altaf fallegar skepnur og fóðr aði þær vel og hafði þ.ví oft betri arð af þeim en aðrir. Sigurður er nú blindur orðinn og heilsa hans að öðru leyti mjög farið að hnigna, enda langur og erilsamur starfsvegur að baki. — Sigurður dvelur nú hjá dætrum sínum að Miklubraut 60 og nýtur allrar þeirrar umhyggju, sem góðar dætur geta veiit. Þeir munu vera margir gömlu sveit- ungarnir, sem hugsa hlýtt til öld- ungsins á þessum afmælisdegi hans. Vinur. Næsti fundarstaður Ailsherjarþingsins PARlS: — Trygve Lie, sem nú er staddur hjer í París, hefur skýrt frjettamönnum írá þvi. að næsti fundarstaður allsherj- arþings S. þ. verði í París, Genf, Brússel, Amsterdam eða Haag. Lie taldi líklegast, að París yrði fyrir valinu. LandsdóinaraslaS- fesiinp í j í mót- ntæl) AÐALFUNDUR Glímudeild- ar K. R. haldinn 20. jan. 1948 mótmælir því, að við staðfest- ingu í. S. í. á landsdómurum í glímu, skuli hafa verið gengiS fram hjá mörgum reyndum og þekt.um glímudómurum, meðan aðrir eru valdir, sem fyrir löngti eru hættir dómarastöríum í því sambandi vill fundurirm sjerstaklega benda á Águst Jóns scn, sem hefur verið glimudóm- ari mörg undanfarin ar á helstu glímumótum landsins og' farisi það sjerstaklega vel ur hei.ui í stjórn glímudeildarmnai’ voru kosnir: Formaöur: Helgi Jónsson, varaform: Einar Mark- ússon, ritari: Guðm. J. Guð- mundsson, gjaldkeri: Sveinn Jónsson og áhaldavörður: Aðal-' steinn Eiríksson. Fulltrúi á að= alfund K. R. var kosinn Rögn- valdur Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.