Morgunblaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Sunnan eða suðvestan áttrneð skúrum eða jeljum í dag._ HAPPDRÆTTI HÁSKÓL- ANS. Vinningar í 3. flokki birtir á bls. 11. Flak hmn flupjelarinnar í Skálafelli ■> v v* v, aV / FLAKIÐ af Anson-vjelinni, sem rakst á Skálafell á sunnudaginn. Örin bendir á staðinn, þar sem farþegaskýlið liggur uppi í hlíðinni. Flugvjelarflakið fanst i Skáiafeiii Mennimir í hennl fórusf vfS áreksfurlnn LAUST eftir hádegi í gær, fanst flak Anson flugvjelarinnar, sem hvarf s.l. sunnudag á leiðinni frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Flakið var við rætur Skálafells á Hellisheiði. í um það bil kílómeters fjarlægð frá veginum. Sprenging hefur ekki orðið er flugvjelin rakst á fellið. Við áreksturinn hefur hún mölbrotnað og allir, sem í lienni voru látist samstundis. Bílstjóri fann flakið Það var Sigmundur Karlsson bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, sem fann flakið Sig- mundur var á leið austur, er hann gekk upp að stað þeim í Skálafelli, sem flak flugvjelar- innar var. Sigmundur hjelt til bílsins og ók sém mest hann mátti niður í Hveragerði. Þar gerði hann Herbert Jónssyni símstöðvar- stjóra aðvart. Herbert tilkynti þegar um fund flaksins til Reykjavíkur. Einnig gerði Herbert leitar- flokki símamanna aðvart, en þeir voru að leita í sunnanverðu Skálafelli. Rafvirkjaverkfallinu FYRIR milligöngu sáttasemj ara ríkisins, hafa samningar tekist í vinnudeilu rafvirkja. í fyrrakvöld tókust samning- ar milli löggiltra rafvirkja- meistara og Fjel. íslenskra raf- virkja. Samningar voru svo í gær bornir undir fund í fjelögum aðila og þeir samþyktir. Vinna rafvirkja hefst því á ný á morgun. De Vaiera í Banda- ríkjunum DE VALERA, fyrverandi for- sætisráðherra Eire, lagði í gær af stað til Bandaríkjanna í mán aðarheimsókn. Hann ætlar sjer að ferðast um Bandaríkin og heimsækja landa sina búsetta þar. — Reuter. Mófmælaaldan gegn ofbeldinu rís hærra: Geysifjölmennur æskulýðsfundur skorar á íslenska æsku ú fylkja sjer gegn kommiínistahættunni ÆSKULÝÐSFUNDURINN í Austurbæjarbíó í gær var sönn- un þess hverjum augum reykvískur æskulýður lítur ofbeldis- verk kommúnista í Tjekkóslóvakíu. Fundurinn var geysif jölmenn- ur, yfir 700 manns þegar flest var. Ríkti þar mikill einhugur. og sýndi það hversu rökþrota kommúnistar eru orðnir að þeir þora ekki í kappræður nema þeir fái þrefaldan ræðutíma á við hina flokkana. Kommúnistar báru sig að vonum illa yfir því að unga fólkið skyldi mæta svo vel á | fundinum. Höfðu þeir sent nokkra vikapilta til að útbýta áróðurspjesum. Þeir höfðu einnig sent blaða- ljósmyndara sinn á vettvang til að taka myndir. Hafa víst ekkí búist við fjölmenni. En þeir ljetu hann bíða fyrir utan dyrnar allan tímann með- an húsið var fullt, en er fund- inum var að Ijúka og fólk farið að tínast út var hann sendur inn til að taka myndir! Á fundinum voru bornar upp tvær tillögur sem voru sambyktar gegn 4 atkvæðum kommúnista. Sú fy,rri var um atburðina í Tjekkóslóvakíu, en í þeirri síð- ari var fagnað samvinnu lýð- ræðisflokkanna á Islandi um stjórn landsins. Eru þær birtar á bls. 2. Var Magnús Kjartansson í makki við nasista. Ræðumönnum ,,Heimdallar“ Pjetri Guðjónssyni og Olafi H. Olafssyni var tekið afburða vel á fundinum. Upplýsti Ólafur H. Ólafsson að Magnús Kjartanssyni hafi verið boðið að koma á fundinn og svara nokkrum spurningum, sem hann ætlaði að bera upp. Magnús hefði lýst því yfir á Heimdallarfundinum í fyrra- dag að hann væri mikill and- nasisti. En nú kvaðst Ólafur vilja spyrja Magnús: I fyrsta lagi, um hvað ræddi M. K. við frægan þýskan njósnaraforingja á stúdentaheimilinu í Kaup- mannahöfn, er hann dvaldi þar á stríðsárunum. í öðru lagi, hvernig stóð á því að M. K. fjekk leyfi til fara yfir til Svíþjóðar á þeim tíma, sem aðeins helstu vild- armenn nasista fengu að fara úr landi. Magnús þorði ekk; að koma og svara þessum spurningum. Jan Masaryk minnst. Ræðumenn allra flokkanna þriggja mintust sjerstaklega Jan Masaryks, sem kommún- istar segja að hafi framið sjálfs morð. Var fundur þessi, sem allir stjórnmálaflokkar nema komm únistar stóðu að, hinn ánægju- legasti. A slysstaðnum Það tekur um það bil 20 mín- útur að ganga frá þjóðveginum og að slysstaðnum. Tíðindamaður blaðsins, er kom á slysstaðinn í gær lýsir því svo, hvernig þar var um- horfs. Þar sem flugvjelin hefur far- ist, þekur allskonar brak úr henni um það bil hektara svæði. Mest ber á hreyflum flug- vjelarinnar, stýri og hluta af farþegarúmi. Annað hefur mol- ast. Það má sjá þess greinileg merki, að vinstri vængur flug- vjelarinnar hefur fyrst snert jörðina. Hefur hann rist jarð- veginn upp á dálitlum kafla. — Síðan hefur skrúfan á vinstri hreyfli stungist í jörðina um það bil 50 cm. niður og sit- ur _bar föst. Flugvjelin hef- ur svo endasenst upp eftir fjalls- hlíðinni og efst í henni liggur hluti af farbegaskýlinu. Rjett við það voru lík þeirra fjögurra manna, sem í flugvjelinni voru. Þau voru mikið sködduð, en öll þekkjanleg. Er talið að þeir muni allir hafa látist sam- stundis. Frá þeim stað sem vinstri vængur flugvjelarinnar stakst í jörð og að farþegaskýlinu eru um 100 metrar. Símamenn og skátar fluttu líkin á börum frá slysstaðnum niður á veginn. Þar voru þau látin á bíl, sem flutti þau til Reykjavíkur. Var að snúa við Við athugun á slysstaðnum kemur í ljós, að flugvjelin var á leið austur, er hún rakst á Skálafell, en ekki að koma að austan, sem flestir hjeldu í fyrstu. Þegar flugmaðurinn, Gústaf A. Jónsson, hafði síðast sam- band við flugstjórnarturninn á Reykjavíkurflugvelli, er flug- vjelin var á móts við Eyrar- bakka, sagði hann að í Ölfusinu og austur eftir Suðurlandsund- irlendi, væri skyggni gott. Hins vegar væri þoka yfir Kamba- brún. Kvaðst hann ætla að hækka flugið uppyfir brúnina Sigmundur Karlsson, bílstjóri, sem fann flak flug- vjelarinnar í Skálafelli og athuga þetta nánar. Ef þok- an væri mikil kvaðst hann geta flogið austur að Hellu og lent þar. Sýnilegt er því, að Gúsaf hef ir flogið inn yfir Kambabrún, en sennilega strax lent í svarta þoku. Síðan hefir hann ætlað að snúa við, og halda austur aftur, en þá hefir slysið orðið. Viðtal við bílstjórann, sem fann vjelina. Það er næstum óskiljanlegt hvernig á því stóð, að Sig- mundur Karlsson bílstjóri fann flugvjelina. — Tíðindamaður blaðsins spurði Sigmund eftir þessu í gær og sagði hann svo frá: — Svo bar til í fyrra- dag. er hann var á leið til Sel- foss, og kominn á móts við þann stað, sem skemst var að flakinu, þá setti skyndilega að honum mikinn kulda og líkast því sem að líða mundi vfir hann. Þá einhvern veginn greip það hann, þaðan myndi skamt að leita flugvjelarinnar. Ekki leitaði hann hennar í það skifti. En í gærdag er hann var á leið austur, og samstarfsmaður hans var með honum, þá bað hann þennan fjelaga sinn að ganga með sjer upp að fjallinu. Hin- um fanst það einkennilegt því ekk.i gat hann frekar en aðrir sjeð neitt er bent gæti til þess að flugvjel væri í Skálafelli. En maðurinn fjellst svo á að ganga með Sigmundi. Gengu þeir beint á þann stað, sem Sigmundur vildi kanna, en þar var flak flugvjelarinnar. Ivær bandarískar sfúlkiar myrtar í Indókína TVÆR emerískar konur, önn ur ritari hjá ræðismanninum hjer og hin forstöðukona banda rísku upplýsingaskrifstofunnar tundust myrtar í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.